Morgunblaðið - 03.01.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.01.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1980 1 lok frumsýningar á Kirsuberjagarðinum eftir Anton Tsjekof s.l. laugardag hjá Leikfélagi Reykjavikur i Iðnó var Þorsteini Ö. Stephensen sérstaklega fagnað. Hann átti nýverið 75 ára afmæli og leikur sér að þvi að leika stórhlutverk á fjölunum i Iðnó um þessar mundir. Vigdis Finnbogadóttir leikhússtjóri flutti honum árnaðaróskir sem siungum listamanni með sigildri leiklist, en Þorsteinn og Kirsuberjagarðurinn eru nákvæmlega jafn gamlir, rekja báðir uppruna sinn til ársins 1904. Uppsagnir réðust af gildandi starfsaldurslista flugmanna DC-8 og DC-10 véla Flugleiða 95 hús tengd Hita veitu Ölfushrepps KYNNINGARDEILD Flugleiða hefur sent eftirfarandi greinar- gerð i framhaldi af fréttum um uppsagnir flugmanna Flugleiða: Eins og fram hefur komið í fréttum hafa Flugleiðir á yfirstand- andi ári lent í verulegum rekstrar- örðugleikum og neyðst til þess að segja upp mörgu starfsfólki. í fyrstu bitnaði þetta á skrifstofu- og af- greiðslufólki en síðar á flugliði og flugvirkjum. Síðan frétt Flugleiða var birt s.l. föstudag þann 28. desember hafa fjölmiðlar flutt yfirlýsingar for- manns Félags Loftleiðaflugmanna. Þar sem verulegs misskilnings gæt- ir í málflutningi hans er nauðsyn- legt að eftirfarandi komi fram: Þegar Ijóst varð á s.l. sumri að draga yrði úr kostnaði við rekstur félagsins og að samdrátturinn myndi bitna bæði á N-Atlantshafs- fluginu og innanlandsfluginu var meðal annarra níu flugmönnum úr Félagi íslenskra atvinnuflugmanna og níu úr Félagi Loftleiðaflugmanna sagt upp störfum frá og með 1. október 1979. í reynd hefur þessu þannig framundið að vegna utan- aðkomandi verkefna hafa níu fé- lagsmenn í Félagi Loftleiðaflug- manna verið endurráðnir til þriggja mánaða í senn nú síðast til 1. apríl 1980. Af þeim níu félögum í F.I.A. sem sagt var upp störfum hafa aðeins tveir verið endurráðnir en sjö hafa leitað sér vinnu annarsstaðar. Það er því alger misskilningur sem formaður F.L.F. heldur fram að uppsagnir Loftleiðaflugmanna hafi komið til vegna innanlandsflugsins. Þær voru vegna samdráttar á N-Atlantshafsleiðinni. Um þær frekari uppsagnir sem nú eru á döfinni er þetta að segja: Vegna stórfellds taps á flugi yfir N-Atlantshaf hefur félagið ákveðið að draga verulega úr ferðatíðni og sætaframboði. Þetta veldur að sjálf- sögðu að færri flugliða er þörf á þessum flugleiðum. Þar sem enginn sameiginlegur starfsaldurslisti þeirra flugmanna sem starfa hjá Flugleiðum er fyrir hendi varð ekki hjá því komist að uppsagnir réðust af gildandi starfsaldurslista þeirra flugmanna sem starfrækja DC-8 og DC-10 vélar félagsins, það er flug- mönnum í Félagi Loftleiðaflug- manna. Þessar aðgerðir sem og aðrar uppsagnir og samdráttur sem nauð- synlegur hefur orðið á síðustu mán- uðum harma stjórn og forráðamenn félagsins vissulega. Flestum mun kunnugt um þann glundroða og ófremdarástand sem ríkir í félagsmálum flugmanna sjálfra. Skömmu eftir stofnun Flugleiða klofnaði Félag íslenskra atvinnuflugmanna. Þessi klofningur og alls konar vandræði sem af honum hafa leitt hefur stórskaðað Flugleiðir og flugmenn sjálfa. Hon- um er meðal annars um að kenna hvernig nú er komið þeim uppsögn- um á flugliðum, sem að ofan greinir. Þrátt fyrir löng viðtöl við forráða- menn þessara félaga og marga fundi með þeim er með ólíkindum hve forráðamenn flugmannafélag- anna hafa oft á tíðum verið skiln- ingslausir á þarfir Flugleiða. Á yfirstandandi ári skiptust flug- mannafélögin á um að torvelda rekstur félagsins. Hér skulu aðeins nefnd tvö dæmi. I ársbyrjun, þegar Flugleiðir voru um það bil að taka DC-10 þotuna í notkun hafði náðst samkomulag við Félag íslenskra atvinnuflugmanna um að af níu flugstjórum á nýju þotunni yrðu tveir úr þeirra röðum. Hinir úr Félagi Loftleiðaflugmanna. Þessu neituðu Loftleiðaflugmenn algerlega og einnig því að fara í þjálfun á þotuna. Það varð til þess að félagið varð að ráða erlenda flugmenn til þess að fljúga DC-10 fyrstu tvo mánuðina sem hún var hér í flugi og allri þjálfun seinkaði. Þegar svo stjórn Flugleiða gekkst inn á kröfur Félags Loftleiðaflug- manna um að allir flugstjórar yrðu úr þeirra félagi hófu hinir, þ.e. flugmenn hjá Flugfélagi íslands verkfallsaðgerðir sem stóðu í þrjá mánuði, vegna s.n. launajafnaðar- kröfu, sem einnig stórsköðuðu félag- ið. Svo mætti halda áfram að telja. Þetta er því hryggilegra sem flest allir flugmenn Flugleiða úr hvoru félaginu sem er, eru traustir og góðir starfsmenn sem gera sitt besta til þess að flugið gangi vel og eðlilega og sýna lengst af mikinn þegnskap í störfum sínum. Þá fullyrðingu formanns Félags Loftleiðaflugmanna að allt sé gert til þess að afmá nafn Loftleiða er óþarfi að ræða. Bæði gömlu félögin Loftleiðir og Flugfélag íslands voru sameinuð í Flugleiðir sem er sam- eiginlegt nafn og enda sameinað úr nöfnum beggja félaganna. Porlákshófn, 2. jan. NÚ ER stór draumur Þorláks- hafnarbúa að rætast og verða að veruleika þar sem er Hitaveita Ölfushrepps. Tenging húsa hér við veituna hófst upp úr síðustu mánaðamótum og að sögn hita- veitustjórans, Guðlaugs Sveins- sonar, hafa nú verið tengd 95 hús. Hiti í borholunni sem er við Bakka í Ölfusi er 118 gráður. Vatnið fer þá í gegnum gufuskilju þar á staðnum og lækkar hitastig- ið þá niður í 100 gráður, en þá er því hleypt á aðveituæðina. En þegar það kemur hingað til Þor- lákshafnar er það 80 gráðu heitt. Svona standa málin í dag en eftir er að einangra svonefndar þenslur Jóhann með 6V2 vinning JÓHANN Hjartarson, sem þessa dagana keppir á Evrópumeist- aramóti unglinga yngri en 20 ára í skák, vann skák sína í tólftu umferð gegn Pólverjanum Ratinivski í 30 leikjum. Jóhann sagði í samtali við Mbl. að hann hefði haft heldur betri stöðu frá upphafi en Pólverjinn hefði síðan leikið af sér í lokin. Eftir umferðina í gær er Jó- hann með 6 V2 vinning af tólf mögulegum og sagði Jóhann að ef hann næði sigri í síðustu umferð- inni sem tefld verður á morgun, gæti hann með smáheppni náð fimmta sætinu á mótinu. FÆÐINGUM á fæðingadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri fjölgaði um nálega 22% á árinu 1979 frá því sem var árið 1978. 1979 voru 429 fæðingar, þar af sex tvíburafæðingar, þannig að alls fæddust 435 börn á árinu. Arið 1978 fæddust hins vegar aðeins 354 börn. Þegar þetta er skrifað um klukk- an 17.00 2. janúar hafa fæðst fjögur börn frá áramótum og það fimmta er um það bil að sjá dagsins ljós. Fyrsta barnið á árinu fæddist klukkan 04.45 á aðfaranótt 1. jan- úar s.l. á aðveituæðinni sem er samtals e'inn kílómetri. En vegalengdin frá borholunni hingað til Þorláks- hafnar eru 12 km. Þegar þessari einangrun er lokið nýtist hitinn að sjálfsögðu mun betur. Þetta mikla verk hefur gengið framar vonum vel. Því mörg hafa ljónin verið á veginum þann tíma sem verkið hefur staðið yfir, m.a. hefur oft staðið á afgreiðslu nauðsynlegra hluta t.d. forhitara, en einn slíkur er í hverju húsi hér og svo nú síðast einangrunarefni á aðveitu- lögnina og er því sem fyrr segir enn ekki lokið og ekki alveg séð hvert hitastig veitunnar verður hingað komið. Hiti er ágætur í húsum hér nú þegar og orka er ómæld enn sem komið er. Nánar verður svo skýrt frá þessu máli síðar þegar hitaveitan hefur verið tekin endanlega í notkun svo sem varðandi kostnað við verkið o.fl. Ragnheiður. Kviknaði í út f rá arni ELDUR kom upp í íbúð á 2. hæð hússins Bárugata 18 um áramót- in. Sprunga hafði myndast í hleðslu í arni og neisti komist í tré bakvið arininn. Slökkviliðið kom fljótt á staðinn og var eldurinn slökktur á skammri stundu en talsverðar skemmdir urðu á íbúð- inni, þar sem rífa þurfti upp parkett til þess að komast að eldinum. Áramótin voru hér einstaklega friðsamleg samkvæmt þeim upplýs- ingum sem fengust hjá lögreglunni. Enginn gisti fangageymslur á ný- ársnótt og lá ekki við að svo þyrfti. Veður var stillt og bjart, glamp- andi tunglsljós, en nokkuð hart frost. Mikið var um flugelda og skraut- elda ýmiss konar og brennur voru á fjórum stöðum. Þá kveiktu skátar að venju ártöl í Vaðlaheiði, með stórum ljósastæðum gerðum úr blysum. Fyrst ártal ársins 1979 sem síðar breyttist í 1980 um áramótin. SV.P. Sparnaðar- og samdráttar- aðgerðir á öllum sviðum — segir Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða TÖLUR um tapreksturinn á síðasta ári liggja enn ekki fyrir, en því er ckki að leyna að verulegur halli varð vegna mark- aðsaðstæðna á Amerikuleiðinni og eldsneytishækkunin fór langt framúr því sem ráð hafði verið fyrir gert, sagði Sigurður Ilelga- son forstjóri Fiugleiða er Mbl. ræddi við hann í gær. Sigurður var að því spurður hvort sótt hefði verið um niður- fellingu á lendingagjöldum á við- komustöðum félagsins: — Sótt var um niðurfellingu lendingagjalda í Luxemborg fyrir nokkrum mánuðum og er enn beðið svars, en við höfum einnig leitað eftir því við íslensk yfirvöld að fá felld niður lendingagjöldin í Keflavík og er það mál nú til skoðunar hjá þeim. Nema þau gjöld 3—4 hundruð milljónum króna á ári, en lendingagjöld í Bandaríkjunum eru tiltölulega Iág og því hefur ekki verið sótt um niðurfellingu þeirra. Tvær þotur Flugleiða eru nú á söluskrá svo sem fram hefur komið í Mbl., ein Boeing 727 og ein DC-8. — Ákveðið var að hafa einni flugvél færra í Atlantshafsflug- inu en verið hefur og því hefur verið sagt upp áhöfnum DC-8 véla, sem að mestu hafa annast það flug. Eftir verða 15 áhafnir sem fljúga DC-8 og DC-10 þotum félagsins og 11 áhafnir er fljúga Boeing vélunum auk þeirra er starfa á Fokker vélunum. Vegna þess að hjá flugmönnum Flug- leiða eru nú 2 starfsaldurslistar koma uppsagnirnar eingöngu nið- ur á þeim er starfa á DC-8 þotum úr því að fækka á um slíka vél. Hefur verið rætt um að selja DC-10 þotuna? —Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það, en allt hefur komið til tals og við veltum öllum möguleikum fyrir okkur. Sparn- aðar- og samdráttaraðgerðir verða að koma til á öllum sviðum og verður þannig einnig fækkað starfsmönnum Flugleiða erlendis, en ekki hefur enn verið ákveðið endanlega með það. Kemur samdrátturinn í fluginu ekki niður á hótelrekstri félags- ins? — Samdrátturinn hefur án efa áhrif á hótelreksturinn að vetr- arlagi, en við vonum að það verði ekki mikið og á sumrin ætti að geta verið áfram góð nýting. Þá var Sigurður að síðustu spurður um væntanlegar viðræð- ur við Luxemborgarmenn: — Hugmynd er uppi um það meðal Luxemborgarmanna að stofna flugfélag í Luxemborg til að annast flug á langleiðum, en flugfélag þeirra, Luxair, annast eingöngu flug á styttri leiðum. Ekki liggur fyrir hvernig stofnun þessa félags muni bera að verði af henni, en Flugleiðum hefur verið boðin þátttaka vegna aðildar að Cargolux sem einnig yrði eigandi, en félagið yrði eign einkaaðila. Sagði Sigurður að viðræður þessar stæðu fyrir dyrum á næst- unni og myndu þá fulltrúar frá Luxemborg koma hingað til lands. 22% aukning fæð- inga á Akureyri Akurcyri, 2. ianúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.