Morgunblaðið - 05.01.1980, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1980
Km-gjald hækk-
ar um nær 30%
Þessa skemmtilegu mynd tók Ragnar Axelsson ljósmyndari í síðustu viku, er fréttamenn skoðuðu
húsakynni a Reykjalundi í Mosíellssveit. Myndin er tekin af vatnsfleti æfingasundlaugarinnar.
Fréttamenn og forráðamenn Reykjalundar, sem stóðu á bakkanum, speglast í fletinum.
Sambandsstjórnar- og formannaráðstefna VMSÍ:
Tekst að breyta stefnunni „
til samkomulags innan ASI?
Ferðakostnaðarnefnd hefur
reiknað svokallað kílómetra-
gjald, sem er gjald, sem ríkis-
starfsmenn fá greitt fyrir hvern
ekinn kílómetra á eigin bifreið.
S'
Utvegsbankinn:
Nýr aðstoðar-
bankastjóri
Á FUNDI bankaráðs Útvegsbanka
íslands í gær var Ólafur Helgason
eftirlitsmaður með útibúum bank-
ans ráðinn aðstoðarbankastjóri í
stað Þormóðs Ögmundssonar er um
áramótin lét af störfum við bank-
ann fyrir aldurssakir.
Ólafur Helgason var áður en hann
varð eftirlitsmaður með bankaúti-
búunum, bankaútibússtjóri Útvegs-
bankans í Vestmannaeyjum. Hann
er rúmlega fimmtugur að aldri.
Kona hans er Sigríður Helgadóttir
frá Akureyri.
Ólafur Helgason
UM TUTTUGU manns munu
missa atvinnuna vegna nýrra
regina hjá Reykjavíkurborg um
hámarksaldur starfsmanna þeg-
ar á þessu ári, að því er Egill
Skúli Ingibergsson borgarstjóri
tjáði Morgunblaðinu í gær. Sagð-
ist hann að vísu ekki hafa tölu
þessara borgarstarfsmanna ná-
kvæmlega, en fyrrnefnd tala
hefði verið rædd á borgarráðs-
fundi er málið kom til umfjöllun-
ar þar.
Borgarstjóri sagði fjörutíu
starfsmenn að auki fara yfir
aldursmörkin á þessu ári, en þar
sem þar væri um að ræða fólk
Leiðrétting
MORGUNBLAÐIÐ hefur ver-
ið beðið að leiðrétta missögn,
sem fram kemur í blaðinu 3.
janúar í frétt af andláti Karls
Jónssonar, læknis.
Segir þar að árið 1930 hafi
Karl öðlazt viðurkenningu sem
nuddlæknir. Þetta er ekki rétt,
— nuddlækningar eru raunar
ekki til sem sérgrein, að sögn
Leifs Jónssonar læknis, sonar
Karls. Karl Jónsson var sér-
fræðingur í giktarlækningum
og starfaði sem slíkur um
fimmtíu ára skeið.
I Læknatali er Karl Jónsson
sagður hafa fengið réttindi sem
nuddlæknir, en í nýrri útgáfu
þess rits, sem væntanleg er, er
þetta starfsheiti ekki nefnt þar
sem frá honum segir.
Gjaldið, sem gildir frá 1. janúar
1980 hækkar um nær 30%.
Almennt gjald hækkar úr 102
krónum í 129 krónur fyrir hvern
kílómetra sé akstur innan við 10
þúsund km. Á bilinu 10 til 20
þúsund km akstur er greiðslan
fyrir hvern ekinn km 116 krónur
en var 90 krónur og sé ekið
umfram 20 þúsund km á ári er
gjaldið 102 krónur en var 82
krónur.
Sérstakt gjald, sem er fyrir
akstur á þjóðvegum utan þéttbýlis
er fyrir fyrstu 10 þúsund km 149
krónur á hvern ekinn km, en var
115 krónur. Fyrir 10 til 20 þúsund
km akstur greiðast 133 krónur á
hvern ekinn km, en voru 102
krónur. Sé akstur umfram 20
þúsund km er gjaldið 118 krónur,
en var 92 krónur.
Torfærugjald er nú fyrir fyrstu
10 þúsund km 184 krónur, fyrir
næstu 10 þúsund km 164 krónur og
fyrir akstur umfram 20 þúsund
km 145 krónur.
SAMEIGINLEGUR fundur sam-
bandsstjórnar Verkamannasam-
bands íslands og formanna aðildar-
félaga sambandsins hefst i dag
klukkan 14 að Hótei Loftleiðum og
stendur í dag og ef þurfa þykir á
morgun. Á fundinum er ætlunin að
utan starfsmannafélags borgar-
innar, er byggi við mun lakari
lífeyrissjóðsréttindi en starfs-
menn Starfsmannafélags Reykja-
víkur og væru í öðrum sjóðum,
myndi það halda vinnunni.
Flest af þessu fólki sagði borg-
arstjóri að héldi sínu starfi, en um
það væri að ræða, að borgin þyrfti
einhverjar reglur til að vinna
samkvæmt, meðan unnið væri að
samningu heildarreglna um þessi
mál. Þegar þær lægju fyrir gæti
síðan verið að færri misstu vinnu
sína.
Eins og skýrt var frá í Morgun-
blaðinu í gær samþykktu borgar-
fulltrúar Alþýðuflokks, Alþýðu-
bandalags og Framsóknarflokks á
fundi borgarstjórnar í fyrradag að
borgarstarfsmönnum 71 árs og
eldri yrði sagt upp störfum á
þessu ári.
kanna, hvort möguleikar eru á
breytingu á kjaramálaályktun 9..
þings VMSÍ, sem haldið var á
Akureyri í októbermánuði, en á
kjaramálaráðstefnu Alþýðusam-
bands íslands í desember náðist
ekki samstaða um sameiginlega
kjaramálastefnu aðildarfélaga ASÍ
og var það mál manna, að ákveðin
stefna VMSÍ kæmi í veg fyrir hana.
í ályktun 9. þings VMSÍ segir m.a.:
„Verkamannasamband Islands telur
brýnt, að í komandi samningum verði
verðbótakerfið notað til launajöfnun-
ar, þannig að á allt kaup verði greidd
sú krónutala, sem verðtryggi miðl-
ungskaup að fullu.“ Síðar segir í
ályktuninni: „Verkamannasamband
íslands hvetur því til allsherjar
samstöðu innan Alþýðusambands
íslands um kjarabætur, þar sem
fyrsta boðorðið verður að vera, að
lægstu launin sitji í algjöru fyrir-
rúmi.“
Á kjaramálaráðstefnu ASÍ náðist
ekki samstaða um þessa stefnu
VMSÍ. Guðmundur J. Guðmundsson,
alþingismaður og formaður VMSI
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær, að þessi ráðstefna, sem hefst í
dag, væri haldin, þar sem nauðsyn-
legt væri að ræða þessi mál nánar
innan sambandsins, þar sem ýmsir
erfiðleikar væru í veginum, vegna
þess að ýmis önnur samtök hefðu
algjörlega lýst sig andvíg þessari
stefnu. Guðmundur kvað aðalrök-
semd gegn stefnu VMSÍ vera þá, að í
svo mikilli verðbólgu sem raun bæri
vitni, yrðu öll laun söm og jöfn. Hins
vegar kvað hann ef til vill möguleika
á einhverjum breytingum, t.d. að
tekin yrðu upp tvö bótatímabil, eins
og var 1977, en þá kvað hann verða að
vera skilyrt, að samningar væru
lausir ef aðrir fengju meira.
Guðmundur kvað tillögur VMSÍ
virka sem hækkun launa niður á við
og valda skerðingu fyrir ofan það
mark, sem verðbætur yrðu miðaðar
við. Þá kvað hann liggja fyrir
tillögur, sem fram hefðu komið á
kjaramálaráðstefnu ASÍ, sem væru
byggðar þannig upp, að þar væri gert
ráð fyrir einhverri krónutöluhækk-
un, sem síðan myndi mást út eftir því
sem launin yrðu hærri. Hann kvað
svipaða niðurstöðu koma út úr
hvorutveggja, en þó taldi hann
krónutöluregluna óvinsælli. „Það eru
ýmsar hugleiðingar í þessu máli,“
sagði Guðmundur, „en meginþemað
er að t.ryggja þeim lægstlaunuðu
meira en öðrum.“ A.m.k. kvað hann
innan ASI og innan VMSI engar
kröfur uppi á þessu stigi, sem
nálguðust neitt kröfur BSRB.
Gaf 14 milljónir
kr. til minningar
um systur sína
STYRKTARFÉLAGI lamaðra
og fatlaðra barst á gamlársdag
14 milljón króna gjöf.
Sigríður Bjarnadóttir frá
Fljótshólum í Gaulverjabæjar-
hreppi lét þá færa félaginu gjöf
þessa til minningar um systur
sína Kristrúnu Bjarnadóttur,
sem andaðist í Reykjavík hinn
23. marz 1973.
Styrktarfélag lamaðra og fatl-
aðra þakkar þessa stórhöfðing-
iegu gjöf og metur mikils þá
viðurkenningu og þann hlýhug,
sem starfsemi félagsins er sýnd-
ur með minningargjöf þessari.
(Fréttatilkynning).
Ræninginn
ófundinn
RANNSÓKN er haldið áfram af
fullum krafti á póstráninu í
Sandgerði. Sú rannsókn hefur
ekki borið árangur enn sem
komið er og gekk ræninginn enn
laus, þegar Mbl. hafði síðast
fregnir í gærkvöldi.
Margeir og Jón hafa báðir 3
vinninga. Annars er mótið mjög
jafnt og efstu menn, Ilic og
Vasjukov hafa ekki nema 4 vinn-
inga.
Arangurs-
laus leit
ENN hefur ekkert spurzt til
Baldurs Baldurssonar, Torfu-
felli 24, sem hvarf 20. desembcr
s.l. Leitarflokkar hafa leitað
Baldurs undanfarna daga í
Reykjavík og nágrenni en sú
leit hefur engan árangur borið.
Togarar seldu
í Bretlandi
TVEIR Hafnarfjarðartogarar
seldu afla sinn i Bretiandi i gær
og fengu gott verð fyrir aflann.
Rán seldi 51,3 lestir í Fleetwood
fyrir 35,4 milljónir króna, meðal-
verð 689 krónur. Þá seldi Ýmir
99,4 lestir í Hull fyrir 63,4 millj-
ónir króna, meðalverð 638 krónur
fyrir hvert kíló.
Jafntefli
hjá Jóni og
Margeiri
MARGEIR Pétursson og Jón L.
Árnason gerðu báðir jafntefli í
skákum sinum i 6. umferð al-
þjóða mótsins í Prag í Tékkó-
slóvakíu í gær.
Margeir gerði jafntefli við Lanc
en Jón við Janak. Margeir tapaði
svo biðskák sinni úr 5. umferð
gegn Prandsteckter. Margeir hafði
í hencfi sér að ná jafntefli en
biðleikur hans reyndist vera herfi-
legur afleikur og tapaði hann því
skákinni.
Enn rís land
við Kröflu
KARL Grönvold jarðfræðingur á
skjálftavaktinni í Mývatnssveit
hafði litlar fréttir að segja, þegar
Morgunblaðið hafði samband við
hann í gærkvöldi. Land rís hægt og
skjálftavirkni heldur áfram.
Mældust 40—50 skjálftar í gær en
voru 55 daginn áður.
Ekkert spyrst
til Friðriks
EKKERT hefur spurst til Frið-
riks Ásmundssonar stýrimanns á
Sigurbergi GK, sem hvarf af skipi
sínu í Hull í Bretlandi 29. nóv-
ember s.l. Víðtæk leit hefur verið
gerð að Friðriki, m.a. hefur höfn-
in í Hull verið slædd en öll leit
hefur verið árangurslaus hingað
til.
Nýjar aldursreglur hjá Rvíkurborg:
20 manns missa
vinnuna á árinu