Morgunblaðið - 05.01.1980, Síða 10

Morgunblaðið - 05.01.1980, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1980 I Anna Bjarnadóttir skrifar frá Chicago II Hvítir og svartir í sama Flutningur fólks úr mið- borgum Bandaríkjanna út í úthverfin á síðustu þremur áratugum hafa valdið ýmsum vandamálum. Yfirleitt er það menntað og vel launað fólk sem kýs að búa fyrir utan borgirnar. Skatttekjur borg- anna hafa því lækkað mjög á undanförnum árum og marg- ir valda ekki lengur kostnaði við þjónustu sem þeim er gert að veita þeim sem eftir sitja. Skólum miðborganna hefur af þessum sökum hnignað ört á síðustu árum. Margir eru jafnvel orðnir svo slæmir að þjóðin saup hveljur þegar Carter forseti ákvað að senda dóttur sína Amy í skóla í námunda við Hvíta húsið — hún reyndist bara sækja hann í eitt ár og gengur nú í einkaskóla í efnaðra hverfi Washington. Bandarískar borgir skipt- ast í hverfi eftir hörundslit og bekk þjóðerni borgarbúa. Blökku- fólk og fyrsta kynslóð inn- flytjenda býr yfirleitt í hverf- um næst miðbænum. Fátækt er þar algeng. Skólar þessara hverfa eru fæstir upp á marga fiska. Bandarísk lög kveða á um það að skólar séu setnir bæði hvítum og svört- um nemendum. Til að koma því í kring hefur verið gripið til þess ráðs að keyra börn milli skólahverfa. Það þykir ekki góð lausn en jafnar þó hlutskipti þeirra í menntun og hvetur þau til að umgang- ast. Borgarstjórn Chicago hefur neitað að aka börnum milli skólahverfa. Hún ber við hættu á uppreisn foreldra og nemenda sem búa í námunda við skóla, sem eðlilegra væri að börnin sæktu, og kostnaði við keyrsluna. Menntamála- ráðuneytið í Washington stefndi borginni nú í haust fyrir rétt vegna þessa og hætt Nemendur kveikja af og til í húsum i nágrenni Morgan Park High School. Á leið i skólann Gísli Baldvinsson: í upphaíi kosningabaráttu Það þykir nokkuð spákonulegt í upphafi þessa árs að hafa slíka fyrirsögn á greinakorni, svo mikill hluti greinarinnar fer í að reyna að rökstyðja þessa stað- hæfingu ásamt því um hvað verður tekið á. Staðan í dag Þegar kosningaúrslitin lágu fyrir var ljóst að einkennileg staða var komin upp í stjórn- málunum. Alþýðubandalagið rak þannig kosningabaráttu að augljóst var að sá flokkur ætlaði ekki í stjórn að kosningum loknum. Þegar þeir voru spurðir um efna- hagsmálastefnu sína kom ætið það svar að lausn vandans lægi í því að auka framleiðini. Ekki gerðu þeir neina tilraun til að gera nánari grein fyrir þessari stórmerku uppgötvun sinni. Svo og lögðu þeir mikla áherslu á að ekki mætti skerða laun þeirra lægst launuðu eins og þeir einir hefðu það á stefnuskrá sinni. Sannast sagna rekur enginn stjórnmálaflokkur eins óábyrga stjórnmálastefnu á íslandi sem Alþýðubandalagið ef Hinn flokkurinn og Sólskinsflokkur- inn eru undanskildir. Þessi flokkur virðist hafa það eitt að markmiði að fitna af óánægju í þjóðfélaginu og ef hann á að taka þátt í óvinsælli ákvörðunartöku þeytist hann í burtu eins og bummerang. Sannleikurinn er sá að Al- þýðubandalagið sér fram á vandræði í hverju horni. Launa- samningar eru lausir, her- stöðvaandstæðingar virðast vera búnir að missa trúna á að Alþýðubandalgið reki herinn nokkurn tímann úr landi. Eftir þréttán mánaða stjórnasetu misstu þeir þrjá þingmenn svo þeim þykir heppilegra að hoppa uppá fjósbitann sinn og sleikja sárin. Alþýðuflokkurinn sem sprengdi vinstri stjórnina held- ur áfram í sj álfseyðingarhvöt sinni að klúðra hverju mafinu af öðru jafnt utan þings sem inn- an. Mér þykir það ekki nægjan- leg afsökun að þingflokkur þeirra sé svo reynslulítill. Kunni þeir að minnsta kosti ekki mannganginn í pólitískri ref- skák eiga þeir ekki að vera biðla til kjósenda. í viðbót virðast kratar vera farnir að missa tiltrú á fremur veikum og bláeygðum foringja. Framsóknarflokkurinn sigur- vegari kosninganna vill ekki vera með í pólitík nema stund- um því pabbi formannsins var á móti íhaldinu. Einnig passaði flokkurinn sig á því að segja sem minnst í kosriingabarátt- unni. Efnahagsstefna þeirra Gísli Baldvinsson gekk út á það á þriggja mánaða tímabili verði gefnar út tilkynn- ingar um að nú sé verðbólgan 50%, síðan 40% og svo framveg- is án tillits til aðstæðna. Steingrímur lagði svo áherslu á sáttfýsi milli byggðarlaga og stétta m.ö.o. Stétt með Stétt og varð það miður að enginn fram- bjóðandi Sjálfstæðisflokksins virtist gera athugasemd við slíkt slagorðahnupl. Hvað með Sjálfstæðisflokkinn ? Sjálfstæðisflokkurinn vann tölulega í kosningunum en tap- aði samt. í kosningabaráttunni virtust sumir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins ekki sam- mála stefnu flokksins sem mót- uð var á síðasta landsfundi. Eða þeir höfðu ekki kynnt sér nægj- anlega vel stefnu flokksins í einstökum málaflokkum s.s. landbúnaðarmálum, vaxta og peningamálum, skattamálum og orkumálum. Annað hvort vissu menn ekki hvað þeir voru að samþykkja eða þeir höfðu ekki aðstöðu að kynna sér málin. Andstæðingarnir gátu oft bent á þetta misræmi og það veikti málefnalega stöðu flokks- ins. Það er að vísu rétt að slagorð- ið Leiftursókn gegn verðbólgu var ekki samið á landsfundi en stefnan var mótuð þar undir nafninu Endurreisn í anda frjálshyggju. Það sem einfald- lega tókst ekki var að setja stefnuna fram á nógu skýran og einfaldan hátt fyrir kjósendur. Þeir óttuðust atvinnuleysi ef leiftursókninni yrði beitt. En allur samdrátturinn á samneyslunni átti aðeins að verða 10% af þeim drögum sem Tómas Árnason lagði fyrir Al- þingi s.l. haust. Það frumvarp var vægast sagt verðbólguhvetj- andi, enda sprakk ríkisstjórnin m.a. vegna þess. Tillögur Al- þýðuflokksins þýðir um 3—4% minni samdrátt — það er nú allur munurinn. Það sem einfaldlega átti að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.