Morgunblaðið - 05.01.1980, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 05.01.1980, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1980 17 Tilkynning frá Kynningardeild Flugleiða: Viðhald flugvéla hérlend- is er dýrara en erlendis Vegna forsíðufréttar Þjóðviljans í dag, föstudag 4. janúar þar sem staðhæft er að viðhald flugvéla sé mun dýrara erlendis en hér á landi, skal upplýst að þessu er öfugt farið. Á samanburði kostnaðar á viðhaldi flugvéla 1973—1978 liggja fyrir töl- ur um þrjár gerðir flugvéla, það er F-27 Friendship, Boeing 727 og Douglas DC-8-63. I þessum saman- burði er miðað við flugstundir. Viðhald F-27 flugvélanna fer alger- lega fram hér á landi. Viðhald Boeing 727 flugvélanna að mestu leyti, en viðhald Douglas DC-8 flugvéla fer fram erlendis. Við athugun kemur í ljós að á milli áranna 1973 og 1978 hækkaði viðhaldskostnaður "DC-8 flugvéla um 24.1%, viðhaldskostnaður Boeing 727 flugvéla um 173.3% og viðhaldskostnaður Friendship flugvéla um 124.1%. Þegar gerður er samanburður á viðhaldskostnaði farþegaflugvéla er eðlilegast að miðað sé við sæti per flugstund. Sá samanburður milli þessara þriggja flugvélategunda er þannig miðað við gengi 3. janúar: Douglas Dc-8 kr. 712.- Boeing 727 kr. 1.384,- Friendship kr. 2.175,- Eins og áður er sagt fer viðhald Boeing 727 flugvéla að mestu fram hér á landi. Eftir flugskýlisbrunann í Reykjavík þar sem viðhaldsað- staða Flugleiða fyrir þessar flugvél- ar eyðilagðist, hafa nokkrar svokall- að c-skoðanir farið fram erlendis. Aðrar skoðanir þessara flugvéla hafa íslenskir flugvirkjar annast í Keflavík við mjög erfiðar aðstæður og frumstæð skilyrði. 'Viðhald á Fokker Friendship flugvélum Flugleiða fer eingöngu fram hér á landi og að sögn flugvirkja er aðstaða til slíks við- halds á Reykjavíkurflugvelli góð. Lögreglumenn hlupu uppi þjóf a FJÓRIR piltar á aldrinum 16—17 ára brutust í fyrri- nótt inn í Breiðholtsskóla og stálu þar 39 þúsund krónum í peningum og slatta af strætisvagnamið- Togarinn kom fram BJÖRGUNARSTÖÐ í Glycks- burg í V-Þýzkalandi hafði sam- band við Slysavarnafélag íslands í fyrradag vegna þess að þá hafði ekkert samband verið haft frá því 30. desember við 2500 tonna togara frá Cuxhaven, sem Bonn heitir. — Slysavarnafélagið gerði Land- helgisgæzlunni viðvart og hafði samband við strandstöðvar í Grænlandi. Ekki var þó nein skipuleg leit hafin að togaranum enda talið að hann myndi vera lagður af stað heim og kominn langleiðina. I gærmorgun barst svo SVFÍ tilkynning frá þýzku björgunarstöðinni um að togarinn væri kominn fram, var þá á heimleið, staddur vestur af Skot- landi. Þegar þessi tilkynning barst var SVFI komið í viðbragðsstöðu með umfangsmikla leit. um. Einhverjir urðu varir við ferðir piltanna og létu lögregluna vita. Stóð á endum að þegar lögreglan kom að skólanum voru piltarnir að koma út með feng sinn. Kom styggð á þá eins og vænta mátti þegar þeir sáu lögregluþjónana og hlupu þeir hver í sína áttina. En lögreglumennirnir voru ekki á þeim buxunum að láta piltana sleppa og hlupu þeir piltana fjóra uppi og fluttu þá á lögreglustöðina. Fyrirlestr- ar Landfræði- félagsins FYRIRLESTRAR Landfræðifé- lagsins hefjast að nýju eftir ára- mót, mánudaginn 7. janúar n.k. kl. 20.30 í stofu 201 í Arnagarði. Þá flytur Sigurður G. Þorsteinsson fulltrúi hjá Framkvæmdastofnun ríkisins erindi sem nefnist „Svæðaskipting landbúnaðar- framleiðslu — hugmynd að lausn á vanda landbúnaðar". Öllum er heimill aðgangur. (Fréttatilkynning). VARÐANDI frétt Þjóðviljans um verð á þotueldsneyti sem Flugleið- ir kaupa til notkunar á flugvélar félagsins skal eftirfarandi tekið fram: í ummælum forstjórans var eingc ígu átt við þróun eldsneytis- verðs að því er varðar Atlants- hafsflug félagsins, enda beinast allar varnaraðgerðir félagsins að þessum þætti rekstursins. Staðreyndir eru eftirfarandi: Frá því í október 1978 og til dagsins í dag hafa meðalhækkanir erlendis orðið um 90% og frekari hækkana er að vænta á næstunni, þannig að staðan í dag er sú sem forstjóri gat um, að eldsneytisverð erlendis hefði hækkað um nær helming. Varðandi eldsneytisverð á ís- landi þá kostaði þotueldsneyti í Keflavík í október 1978 liðlega 50c hvert gallon. Verð á farmi sem kæmi í dag er áætlað allt að 150c og er þá miðað við Rotterdam- skráningu á þessari stundu. Hefur því eldsneytisverð hér þrefaldast. Það skal tekið fram að örlitlar birgðir eru enn af eldsneyti sem er um 10% undir þessu verði. Allar staðhæfingar um að hér sé farið með rangt mál eru því út í hött. Kynningardeild Flugleiða, Reykjavíkurflugvelli. Hér er hinsvegar um fáar einingar að ræða og verður viðhaldskostn- aður því hlutfallslega hærri en þegar um stóran flugflota er að ræða. Viðhald Dc-8 þota Flugleiða hefur hins vegar farið fram erlendis og eru ástæður aðallega tvær. í fyrsta lagi er engin skýlisaðstaða til slíks viðhalds hér á landi og í öðru lagi er viðhaldið erlendis mun ódýrara. Þar sem viðhald DC-8 þotanna fer fram sem hluti af stærri flugflota næst mun meiri hagkvæmni og m.a. vegna þess er viðhaldskostnaður lægri. Ymsar fleiri orsakir geta að sjálfsögðu legið til ódýrara viðhalds erlendis. Sem dæmi má nefna að hér á landi starfa eingöngu fulllærðir flugvirkjar að viðhaldi. Erlendis starfar meðal annars ófaglært fólk undir stjórn flugvirkja og á þeirra ábyrgð að viðhaldi og annast ýmis vandaminni störf. Það atriði sem vegur máski hvað mest í hinum óhagstæða saman- burði á viðhaldi hérlendis og erlend- is er hin gengdarlausa verðbólga á Islandi sem gerir allan samanburð fyrir viðhald hér á landi mjög óhagstæðan. Frá Kynningardeild Flugleiða, Reykjavíkurflugveili. Þrettánda- hljómleikar á Selfossi HLJÓMLEIKAR verða haldnir í iþróttahöllinni á Selfossi á þrett- ándanum, 6. janúar n.k. Koma þar fram Brimkló, Brunaliðið, Halli og Laddi, IILH-flokkurinn, Rut Reginalds, Strengjasveitin og fleiri. Hefjast tónleikarnir klukkan 22, en allir skemmtikraftarnir gefa vinnu sína og rennur ágóðinn óskiptur til Steindórs G. Leifsson- ar, ungs Selfossbúa, sem sl. þrjú ár hefur þurft að dvelja á sjúkra- húsi vegna afleiðinga umferðar- slyss. Fríar sætaferðir verða frá Hveragerði, Stokkseyri og Eyrar- bakka. Athugasemd frá Kynningardeild Flugleiða: Meðalhækkanir eldsneytisverðs erlendis um 90% Snyrtistofan Anita í Keflavík hefur verið flutt að Hafnargötu 23, en stofan var áður að Tjarnargötu 7., Eigandi stofunnar er Berta Guðjónsdóttir, snyrtisérfræðingur. Á stofunni er hún með alla almenna snyrtingu, kennslu í snyrtingu og baknudd. Einnig eru á boðstólum snyrtivörur og ilmvötn. Snyrtistofan er opin virka daga kl. 10 18, nema mánudaga. Ljósmynd Árný, v/Ljósmyndastoíu Suðurnesja. „Þjófi í Para- dís“ mótmælt Á SÍÐASTA fundi Útvarpsráðs, 28. desember, var samþykkt með fjór- um atkvæðum gegn þremur að hefja flutning sögunnar Þjófs í Paradís. Þess vegna þykir okkur rétt að fara þess á leit við yður, að þér birtið bréf það, sem hér fer á eftir og sent var Útvarpsráði síðastliðið vor, þeg- ar mál þetta kom þar til umræðu. Um það skal ekki fleira sagt að sinni. Reykjavík, 31. desember 1979. O - Að gefnu tilefni lýsum við undir- ritaðir þeirri skoðun okkar, að bók Indriða G. Þorsteinssonar rithöf- undar, Þjófur í Paradís, sem út kom árið 1967, hafi fjallað svo opinskátt um sakamál nýlátins manns, að ekki yrði um fyrirmyndina villzt. Við hörmum útkomu þessarar bókar, sem hlaut að valda nákomnum ættingjum manns þessa harmi og sársauka að óþörfu. Út yfir tæki þó, ef einnig ætti að koma til flutningur þessa verks í útvarp, enda teljum við á því reginmun, að þeir sem eftir leiti, geti fengið bók keypta í bókaverzlun eða léða úr bókasafni, og hinu, að efni hennar sé þulið yfir miklum hluta þjóðarinnar í svo ágengum fjölmiðli, sem útvarpið er. Svo sár misgjörð við saklaust fólk, börn sem fullorðna, væri að okkar dómi óverj- andi. Enda þótt íslenzk lög virðist leiða hjá sér dæmi af þessu tagi, svo að banni við upplestri í útvarp verði ekki til streitu haldið í krafti þeirra, teldum við slíkan flutning engu að síður hneykslanlegt athæfi og brot gegn frumreglu mannúðar. Nú fer því fjarri, að við bindum mál þetta eingöngu við Indriða G. Þorsteinsson rithöfund og þá, sem koma við sögu hans, Þjóf í Paradís. Það er skoðun okkar, að afstaða Ríkisútvarpsins í þessu sérstaka máli hljóti að marka stefnu til góðs eða ills um velsæmi listamanna og fjölmiða á þeim vettvangi, sem ekki þykir varlegt, að lög nái til. Með virðingu, Reykjavík, 20. maí 1979 Broddi Jóhannesson, Sporðagr. 15, Helgi Hálfdanarson, Rofabæ 31, Jóh. Gunnar Ólafsson, Vesturbergi 134, Jón úr Vör, Kársnesbraut 82, Kópavogi, Matthias Jónasson, Þinghólsbr. 3, Kópavogi. Ath. ^ANNAEy, ^ v' Innritun hefst 5. og 7. janúar í Alþýöuhúsinu frá kl. 1—4, 7. janúar Kennsla hefst sama dag í Félagsheimilinu Kenndir verða: BARNADANSAR YNGST 3jA ÁRA SAMKVÆMISDANSAR TJÚTT OG ROKK DISCODANSAR frá kl. 2—6, 5. janúar Konu-beat ffyrir dömur 20 ára og eldri. SÉR HJÓNA OG EINSTAKLINGSFLOKKAR Komið og lærið nýju disco-dansana

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.