Morgunblaðið - 05.01.1980, Side 25

Morgunblaðið - 05.01.1980, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1980 25 Jón Þ. Árnason: Lífríki og lífshættir XLV Það er óvizka að vonast til að Vesturlönd eigi framtíð, ef þau halda tryggð við óbeit sína á valdi Þrátt fyrir, að kannski einmitt vegna þess sorta, sem allmargt skynugt fólk í ýmsum löndum sér framundan á óhugnanlega mörgum sviðum mannlegra lífsmöguleika, vex alltof seint og hægt ásmegin þeirra, er vita og/eða öllu heldur hafa rök- studdan grun um, að örlaga- þrungin þáttaskil í lífsháttum mannkynsins alls gerast óhjákvæmileg. Fólk þetta efar ekki, að framtíð siðmenningar á jörð sinni, sé fyrst og fremst, jafnvel eingöngu undir því kom- in, að gestir hennar sjái sig um hönd og játi, að stríð þeirra gegn náttúruríkinu sé vitfirring, sem ekki geti lokið með öðru en tortímingu. Að þeirri játningu gerðri er sjálfkrafa borin viðurkenning þess, að samsömun manns og heims verði traustasta staðfest- ing trúarinnar á lífið fyrir dauð- ann; dauðann, sem ekkert fær umflúið í fyllingu tímans að boði skilvitlegra raka. Kassandra, Nietzsche, Spengler sjónum æðri og af þeim réðust gæfa og gengi einstaklinga, þjóða og ríkja. Skemmdir ávextir Afleiðingunum gerist naumast þörf að lýsa. Á Vesturlöndum snýst allt um efnahagsmál eða það, sem svo er nefnt. Efna- hagsmál eru vissulega þýð- ingarmikill lífsnauðsynjabálkur, og þau má hvorki vanmeta né vanrækja. En þau hvorki eru, mega vera né geta verið annað og meira en afleiðingaþáttur í þjóðlífinu. Menning þjóða, styrk- ur réttarríkis og valdvísi þjóða- leiðtoga skipta oftast sköpum og eru öllum efnahagsmálum heldri. Mannkynssagan greinir fjölda dæma um að snauðar þjóðir hafi hvað eftir annað brotizt upp á tinda hámenn- ingar, lagt vellauðug ríki að fótum sér og orðið heimsveldi án þess, líklega helzt vegna þess, að valdastéttir þeirra væru öllum stundum að stjana við hags- munaseggi eða sóa tíma sínum í vangaveltur um vöruverð og vinnulaun. „Og hvað gerði Ameríka? Forsetinn Jimmy Carter tók með þökkum málamiðlunartilboði palistinsku hryðjuverkasamtakanna PLO og sendi sjálfur tvo samningamenn út af örkinni“. — „WELT AM SONNTAG", 11. nóvember 1979. Hinir fáu, og enn sem komið er, áhrifalitlu einstaklingar, sem hafa framið þá ósvinnu á alþýð- legum tálsýnum að skyggnast lengra fram í tímann af hærri sjónarhól en vinstriviðjuðum þjóðhagsspámönnum er tamt og kært, eiga það sammerkt með öllu raunsýnisfólki fortíðarinn- ar, allt frá því að Kassandra sá fall Trójuborgar fyrir, þangað til Nietzsche fór hamförum út af úrkynjun og útdauða hinna eðal- bornu og Spengler braut hnign- unarorsakir Vesturlanda til mergjar og sá endalok drottnun- arvalds þeirra á næsta leiti, að vera talið vitskert eða a.m.k. í meira lagi ruglað í samtíð sinni. Þannig gæti verið, að Voltaire hafi sem oftar hitt naglann snyrtilega á höfuðið, þegar hann sagði: „Að vilja vera skyúsamur í sturluðum heimi, það er sturlun í sjálfu sér.“ Enda þótt við ofurefli sé að etja og tíðarandinn öndverður, er þetta fólk eigi að síður reiðubúið til að leita leiða að nýjum og þolanlegri lífsháttum, og það ekki af sjálfsbjargar- ástæðum einum. Einstaklings- bundnar hegðunarreglur skipta að vísu máli, en duga skammt út af fyrir sig og ósamræmdar viðbrögðum annarra. Dýrkeypt reynsla sannar, að róttæk þjóð- félagsbylting verður að eiga sér stað — og það strax — ef endurreisnarvonir eiga ekki að bresta. Með róttækri þjóðfélagsbylt- ingu á ég ekki við, að hrófla þurfi við hornsteinum þeim, sem vestræn menning hefir lagt að réttarríki og frjálslegri stjórn- skipan sjálfstæðra og sjálfráðra einstaklinga, þar sem markmiðið hefir ávallt veirð að skapa hin- um hæfustu sem réttlátasta og greiðasta leið til áhrifa og valda á grundvelli þeirrar sannfær- ingar, að þjóðfélagsþegnunum sé fyrir beztu, að sérhverjum ein- staklingi verði ætlað hlutverk við hæfi og sérhver einstakling- ur gegni sínu hlutverki með sóma. —. Af þessu verður auðskilið, að með róttækri þjóðfélagsbyltingu á ég við heimsstríð gegn vinstri- mennsku (sósíalisma & liberal- isma, þ.e. jöfnunarstefnu og óreiðuhyggju), sem hefir tekizt að svipta Vesturlandabúa ráði og rænu í draugadansi í kringum gullkálfinn, talið þeim trú um, að peningahagsmunir væru hug- í ólgusjó með brotið og bilaða vél stýri Um slíkt hafa þær venjulega látið undirtyllur sínar ellegar þó miklu oftar þá sjálfráða, sem gerzt þekktu til eðli málsins samkvæmt, án þess þó að glutra úrslitavaldinu úr höndum sér, ef til þurfti að grípa, þegar alveg sérstakar ástæður þóttu til. I þá daga — og þeir dagar eru ekki svo ýkjalangt að baki — þegar vesturlönd mátu gull ekki til hálfs við æru, stjórnvöld kunnu skil á skömm og heiðri, gripu til sverðs en ekki skulda- bréfaútgáfu, var föst regla að svara yfirgangi og groddahætti uppivöðslumanna og stjórnleys- ingja þannig að ekki gleymdist í bráð og ruddaskapur í ríkja- samskiptum varð ekki ávani. En það var þegar stjórnmál og hermál, ekki illdeilur atvinnu- innanlands o.s.frv., að ógleymdri þeirri afleiðingu slíks, sem aug- ljósust hlýtur að verða: glóru- laust öngþveiti í efnahagsmál- um. Hitt er hins vegar lær- dómsríkt að rifja upp, hver viðbrögð Vesturlandaríkja urðu undir svipuðum kringumstæðum áður en efnishyggja sósíalisma & liberalisma hafði limlest sál þeirra með þeim árangri, að vandséð hlýtur að Vera, hvort eða hvernig þau fái lifað lífi, sem einhvers virði verður að virða. Lækning við rosta Beint tilefni þessarar upprifj- unar nú, er að sjálfsögðu taka sendiráðs Bandaríkjanna í Te- brýnt klærnar af smávægilegra tilefni, og eru þessi helzt: 1) Árið 1850 lét Palmerston, forsætisráðherra Breta, hnappa 200 grískum skipum saman út af hafnarmynni Piereus í þeim tilgangi að þvinga Grikki til að bæta grískum Gyðingi með brezkt vegabréf tjón og meiðsli, sem hann hafði orðið fyrir í óeirð- um í Grikklandi. 2) Árið 1868 sendu Bretar eitt herfylki (16.000 manns) á hendur Abessínu af því að Theodor keisari hafði látið hlekkja enska sendiherrann ásamt fleiri Evrópumönnum. Hans hátign lét fanga sína lausa og skaut sig. Forræði Bandaríkj- Undarlegt anna Lappar fólk verra en ekkert vita betur. rekanda og líkamsvinnusala, voru meginviðfangsefni stjórn- valda. Það var þegar efnahags- málin gegndu sínu eðlilega, þjónandi hlutverki, mörkuðu ekki stjórnarstefnuna heldur lutu að mestu sínum eigin lög- málum á náttúrulegum vett- vangi, þjónuðu ríkinu, en ríkið ekki þeim. Að þessu sinni er ekki ástæða til að bæta um daglegan frétta- flutning blaða, tímarita, útvarps og sjónvarps af endalausri niðurlægingu Vesturlanda jafnt heima fyrir sem á alþjóðlegum vettvangi. Hann er runa dæma um ótta og þægð við þrælstjórn- arríkin, stimamýkt við heimtu- frek 3. fl.-ríki, stjórnmálalegt upplausnarástand víðast hvar heran hinn 4. f.m., múgnám sendiráðs forysturíkis NATO, sem hefir tekið að sér að ábyrgj- ast frelsi og sjálfstæði vest-, rænna þjóða og varðveita vest- ræna menningu og hafið kross- ferð til að tryggja mannréttindi um allan heim. Með töku sendi- ráðsins og villimannlegri með- ferð um 50 starfsmanna þess, er að alþjóðalögum og siðum eiga að njóta algerrar friðhelgi, hefir ófyrirleitin og einbeitt stjórn smáríkis á gjaldþrotsbarmi auð- mýkt auðugt og vígsterkt, en stjórnvana stjórveldi með minn- isstæðari hætti heldur en mér er kunnugt um að eigi sér fordæmi í veraldasögunni. En, eins og áður er ýjað að, þekki ég mörg dæmi þess, að stórveldi hafi 3) Árið 1900 sendu stórveldi Evrópu sameiginlega refsi- leiðangur til Kína vegna þess að þýzki sendiherrann í Pek- ing hafði verið myrtur í Box- arauppreisninni. Kveðjuorð Vilhelms II. Þýzkalandskeis- ara við brottför þýzku her- deildarinnar: „Fangar verða engir teknir." 4) Árið 1918 þvinguðu 20 sendi- herrar sovétstjórnina í Len- ingrad, sem þá var höfuðborg þrælstjórnarríkjanna, til þess að láta sendiherra Rúmeníu lausan úr haldi innan 24 klst. frá því að kommúnistar höfðu fangelsað hann, með því að hóta að hverfa heim og gera viðeigandi ráðstafanir. 5) Árið 1936 lagði þýzki flotinn spænsku borgina Almeria í rúst í hefndarskyni fyrir að flugmenn spænska alþýðu- bandalagsins höfðu drepið'31 þýzkan sjóliða í loftárás á orrustuskipi „Deutschland". Og meira að segja: 6) Árið 1975 sendi þáverandi Bandaríkjaforseti, Ford að nafni, skara úr landgöngulið Bandaríkjaflota til þess að leysa 40 menn af herteknu bandarísku skipi, „Mayaguez", úr klóm kommúnista i kambó- díu; í þeirri árás týndu 41 landgönguliðar lífi. En árið 1979? Hvað gerir framherji vestrænnar menning- ar? Bandaríkjastjórn reynir að dylja skræfuskap sinn með því að kalla hann varfærni og nær- gætni — vegna viðskiptahags- muna. Ef hún hefði stjórnmála- samband við Lapplendinga, myndu þeir hafa getað kennt henni heilræði, sem þeim hefir reynzt ómetanlegt í harðri lífsbaráttu um aldir, og hljóðar þannig: „Skræfuháttur lengir ekki lífið.“ Nú er mér mætavel ljóst, að Bandaríkin þjást af olíuþorsta eins og allar Vesturlandaþjóðir, og að mikið er í húfi. Svo mun og verða í fyrirsjáanlegri framtíð. En í nánustu framtíð að minnsta kosti ráða Allahsynir framvind- unni, því að þeirra er olíuvaldið. Framleiðsla og viðskipti eru þættir mannlegra lífsbjarga- möguleika, sem mér er víðsfjarri að reyna að gera lítið úr, cn sízt þýðingarminni tel ég trúarbrögð, hugsjónir, stefnur, isma og hyggjur ýmis konar. En hvað svo sem áhrifamætti þessara mannlífsþátta líður, þá verður þeirri staðreynd seint haggað, ef nokkurn tíma, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, er ljúft eða leitt. — — að það er bara valdið eitt, sem getur stjórnað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.