Morgunblaðið - 05.01.1980, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1980
Hreinn fer utan til
Bandarík janna og
æfir þar í 5 mánuði
— ÞAÐ KOM mér á óvart að
verða kosinn íþróttamaður árs-
ins, persónulega átti ég von á að
annar hreppti titilinn. Ég náði
ekki mínum besta árangri á
árinu sem var að líða, en ég tek
þessu nú öllu með ró. Það er eins
og i bingó að sitja hér og bíða
eítir því að heyra hver hreppir
fyrsta sætið, sagði íþróttamaður
ársins 1979 eftir að hann hafði
tekið við hinum veglega verð-
launagrip er útnefningunni fylg-
ir. Aðspurður um hvað framund-
an væri sagði Hreinn:
— Næstkomandi mánudag fer
ég utan til Tucaloosa í Alabama í
Bandaríkjunum og mun dveljast
þar í fimm mánuði við æfingar og
keppni. Ég mun keppa fyrir Há-
skóiann á staðnum. Guðni Hall-
dórsson mun einnig fara út til
sama skóla og munum við stunda
æfingar saman eins og við höfum
gert í langan tíma. Þetta er að
sjálfsögðu fyrst og fremst undir-
búningur fyrir Olympíuleikana í
Moskvu sem fram fara í sumar.
Ég set engin takmörk opinber-
lega en mun að sjálfsögðu gera
mitt besta eins og endranær og
reyna að vera á toppnum á
Olympíuleikunum. Það getur samt
verið erfitt þar sem það er oft
dagaspursmál hvenær besti ár-
angurinn næst. Síðastliðið sumar
tapaði ég engu móti sem ég tók
þátt í en það er e.t.v. vegna þess að
mótin voru ekki nægilega sterk.
Ég er ekki enn orðinn nógu góður
af þeim meiðslum sem ég hlaut á
sínum tíma og verð það líklega
aldrei. Ég er mjög misjafnlega
góður í hnénu en hef nú verið með
betra móti að undanförnu og þetta
hefur lagast eftir því sem ég
styrkist meira.
Þetta gæti orðið mitt síðasta ár
sem ég reyni við toppárangurinn í
kúluvarpi. Eftir þetta ár verð ég
svo meira í þessu mér til gamans.
Annars hef ég sagt þetta áður, það
var árið 1976, þá var ég ákveðinn í
að hætta, en hélt svo áfram. Árið
1977 náði ég svo mínum besta
árangri, kastaði 21,09 metra á
alþjóðlegu móti í Stokkhólmi sem
var vallarmet sem stendur enn
þann dag í dag. Það gæti því
hugsanlega komið fyrir að ef mér
fyndist ég vera sterkur að ég héldi
áfram.
Að lokum sagðist Hreinn vera
fullur bjartsýni á að Olympíuleik-
arnir myndu fara fram, þrátt fyrir
að ýmsar blikur væru nú á lofti í
þeim efnum. — Það á ekki að
blanda saman stjórnmálum og
íþróttum, sagði Hreinn.
- þr.
íþréttamaður ársins 1979
Tapaði ekki keppni á
árinu og náði 6. besta
afrekinu í heiminum
HREINN HALLDÓRSSON var kjörinn íþróttamaður ársins 1979.
Hlaut Hreinn 64 stig af 70 mögulegum í kjörinu sem nú fór fram i 24.
sinn.
Hreinn er nú kjörinn íþróttamaður ársins i þriðja sinn og sem fyrr
er hann vel að þessu sæmdarheiti kominn. Hann er nú 30 ára gamall
og hefur um langt árabil verið fremsti kúluvarpari landsins og í mörg
undanfarin ár i hópi bestu kúluvarpara heims. Á s.l. sumri náði
Hreinn 6. besta árangri í kúluvarpi i heiminum árið 1979. Hann
varpaði kúlunni 20,69 metra á móti á Húsavík, en hafði áður varpað
henni 20,59 metra á móti i Bandaríkjunum. Þessum árangri náði
Hreinn þrátt fyrir meiðsli, sem hrjáðu hann lengi keppnistímabilsins.
Hreinn hefur jafnan staðið sig mjög vel á alþjóðlegum mótum, en
meiðsli hans á s.l. ári komu i veg fyrir það, að hann gæti tekið þátt i
mörgum slíkum, utan Evrópubikarkeppninnar og Kalott-keppninnar,
en þar sigraði hann í kúluvarpi með yfirburðum.
1 10 efstu sætunum að
þessu sinni urðu eftirtalin:
Hreinn Halldórsson KR
63 stig
Oddur Sigurðsson KR
frjálsar íþróttir 51 stig.
Pétur Péturss. Feyenoord
knattspyrna 49 stig.
Jón Sigurðsson KR
körfuknattleikur 38 stig.
Valbjörn Þorláksson KR
frjálsar íþróttir 24 stig.
Skúli óskarsson UÍA
kraftlyftingar 23 stig.
Brynjar Kvaran Val
handknattleikur 23 stig.
Hannes Eyvindsson GR
fiTOlf 1Q stífiT
Sigurður T. Sigurðss. KR
fimleikar og
frjálsar íþróttir 18 stig.
Gunnar Steingrímss. ÍBV
kraftlyftingar 17 stig.
Þau 10 sem urðu í efstu sætun-
um fengu öll áritaða bókina Á
brattann, ævisögu Agnars Kofoed
Hansens flugmálastjóra, en Veltir
HF greiddi allan kostnað af þeirri
bókagjöf.
Bjarni Felixson formaður Sam-
taka íþróttafréttamanna afhenti
verðlaunin og sagði meðal annars
í ræðu sinni:
í nær öllum löndum heims hefur
það lengi tíðkast, að íþrótta-
fréttamenn hafa kjörið íþrótta-
mann ársins í heimalandi sínu, og
allt frá stofnun Samtaka íþrótta-
fréttamanna árið 1956 hefur sá
háttur verið einnig hafður á hér-
lendis. Hvarvetna er fylgst með
kjöri íþróttamanns ársins af mik-
illi athygli og áhuga og svo er
einnig hér með fámennri þjóð
norður undir heimskautsbaug.
Með þessu kjöri erum við íþrótta-
fréttamenn ekki að ýta undir
stjörnudýrkun á íþróttafólki,
heldur erum við að reyna að vekja
athygli á gildi íþróttanna fyrir
land okkar og þjóð og um leið
reynum við að hvetja ungt fólk til
að hafa að leiðarljósi íþróttamenn
þá, sem skara fram úr í íþrótt
sinni. Við íslendingar getum verið
stoltir af íþróttafólki okkar. Það
hefur stundað íþróttir sínar af
alúð og kostgæfni og náð mjög
góðum árangri í keppni við erlent
íþróttafólk. íþróttafólkið okkar
býr á flestum sviðum við erfiðari
aðstæður og lélegri skilyrði en
íþróttafólk annarra þjóða og það
fórnar miklum tíma og fé úr eigin
vasa í þágu íþróttanna. Því er það
aðdáunarvert og hefur reyndar
vakið mikla athygli erlendis, hve
íþróttafólk okkar hefur staðið sig
vel í keppni við íþróttafólk ann-
arra og stærri þjóða, sem hvorki
spara fé og fyrirhöfn til styrktar
íþróttafólki sínu.
Almenningur hérlendis sem er-
lendis gerir miklar kröfur til
íþróttafólksins og það reynir
hvarvetna að verða við þessum
kröfum. Svo er einnig hér. Islensk
íþróttahreyfing lætur sífellt meira
að sér kveða í þjóðlífinu og það er
óhætt að fullyrða, að nú láta fáir
sig íþróttir engu skipta. Virkum
þátttakendum í íþróttahreyfing-
unni hefur að sama skapi fjölgað,
bæði þeim sem keppnisgreinar
stunda og einnig hinum sem
stunda íþróttir og útilíf sér til
ánægju og heilsubótar. Nú eru
innan vébanda íþróttahreyfingar-
innar um 70 þúsund manns eða
tæplega þriðjungur þjóðarinnar.
Við Islendingar höfum þó ekki
sýnt það í verki, að við metum
gildi íþróttanna og hið mikla og
fórnfúsa starf íþróttahreyfingar-
innar að verðleikum. Við erum
langt á eftir öðrum þjóðum í
þessum efnum. Stuðningur ís-
lenskra stjórnvalda við íþrótta-
starfsemina er sorglega lítill.
Fjárhagsörðugleikar standa nú
allri íþróttastarfsemi mjög fyrir
þrifum. íþróttahreyfingin hefur
ekki verið kröfuhörð. Mestur hluti
íþróttastarfsins hefur verið unn-
inn í sjálfboðavinnu og þar eru
margir að verki, íþróttamenn,
leiðbeinendur og forystumenn
íþróttafélaga og íþróttasamtaka,
sem margir hverjir leggja nótt við
dag.
Að lokinni ræðu Bjarna tók til
máls Ásgeir Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri Veltis HF og Volvo
á íslandi. Óskaði hann íþrótta-
manni ársins til hamingju og
tilkynnti að Volvo myndi greiða
ferð Hreins til einhvers hinna
Norðurlandanna er íþróttamenn
ársins á Norðurlöndum verða
heiðraðir og valinn verður íþrótta-
maður ársins á Norðurlöndunum.
Þá tók til máls Gísli Halldórsson
forseti ISI og lýsti hann ánægju
sinni með kjörið og óskaði Hreini
alls hins besta á keppnisárinu sem
fer í hönd.
—þr.
• Á mynd Kristins ljósmyndara ölafssonar má sjá þá íþróttamenn úr hópi tíu efstu
sem sáu sér fært að mæta. Frá vinstri: Brynjar Kvaran, Skúli óskarsson, Valbjörn
Þorláksson, Hreinn Halidórsson íþróttamaður ársins 1979, Oddur Sigurðsson,
Sigurður T. Sigurðsson, Halla Snorradóttir eiginkona Jóns Sigurðssonar sem er
erlendis með landsliði íslands í körfuknattleik, og loks Hannes kylfingur Eyvindsson.