Morgunblaðið - 05.01.1980, Side 35

Morgunblaðið - 05.01.1980, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1980 35 • íþróttamenn ársins 1978 og 1979, Skúli óskarsson og Hreinn Halldórsson, ræðast við, en á milli þeirra er Oddur Sigurðsson spretthlaupari sem varð í öðru sæti þetta árið. í fjarska grillir í íþróttafoingjana Örn Eiðsson formann FRÍ og Svein Björnsson varaforseta ÍSI. Ljósm. Mbl. Kristinn. Fylgir ísland eftir góðum leik gegn Póllandi? TVEIR landslcikir fara fram í handknattleik um helgina, báðir gegn Pólverjum í Laugardals- höllinni. Sem kunnugt er léku ísland og Pólland á fimmtudags- kvöldið og sigraði póiska liðið 25—23 í fjörugum og spennandi leik. íslenska liðið sýndi þar betri leik heldur en margir reikn- uðu með og ef einhver hefur verið í vafa um hvað þetta nýja ís- lenska landslið er fært um að gera, þá á ekki að vera lengur vafi. Með heppni hefði ísland getað náð a.m.k. jafntefli svo ekki sé minnst á sigur. Þetta hljómar kunnuglega, enda oft verið fleygt fram eftir naum og jafnvel stór töp. En satt er þetta engu að síður. Pólverjarnir þykjast að sjálfsögðu hafa leikið illa, en það er stað- reynd að lið leikur ekki betur heldur en andstæðingurinn leyfir því. Því bendir ýmislegt til þess að spennandi leikir séu í aðsigi og í þokkabót möguleiki á sigri. Pól- verjar hafa löngum átt erfitt með íslendinga og landinn unnið nokkrum sinnum. Leikurinn í dag hefst klukkan 14.00, en á morgun klukkan 15.00. Óhætt er að hvetja fólk til að koma á leikina, því að hvort sem sigur vinnst eða ekki, eru horfur á góðum leikjum. Sigur og tap hjá körfulandsliðinu ÞAÐ hafa skípst á skin og skúrir hjá islenska iandsliðinu i körfu- knattleik sem er á keppnisferða- lagi á írlandi um þessar mundir. Áður en til írlands kom, lék liðið i Luxemborg við landslið heima- manna. Sýndi islenska liðið þar á sér ýmsar góðar hliðar og vann sigur. 85—83. Útisigrar eru allt- af sætir. ísland varð þó fyrir því áfalli í byrjun síðari hálfleiks, að Jón Sigurðsson meiddist og lék ekki með eftir það. Hann hafði farið hamförum og var stigahæsti leik- maður liðsins þegar upp var stað- ið. Landinn lét ekki deigan síga þó að Jón meiddist, aðrir héldu uppi merkinu og innbyrtur var góður sigur. Jón var sem fyrr segir stigahæstur, skoraði 16 stig, Jónas Jóhannesson og Kolbeinn Krist- insson skoruðu báðir 14 stig og léku mjög vel. Torfi Magnússon skoraði einnig 14 stig, en aðrir minna. íslendingar mættu síðan írum í fyrrakvöld og lék Jón Sigurðsson ekki með vegna fyrrgreindra meiðsla. Er skemmst frá að segja, að íslendingar léku afar illa og töpuðu verðskuldað, þó aðeins með eins stigs mun, 73— 74. Aðeins einn leikmanna íslenska liðsins stóð upp úr að þessu sinni, en það var Kristinn Jörundsson, hann var einnig stigahæstur með 22 stig. íslenska liðið fær enn tækifæri til að hefna fyrir ósigurinn, því að leikirnir gegn írum í ferðinni áttu að vera tveir. Frjálsíþróttafólk mjög á faraldsfæti Margt af besta frjálsíþróttafólki landsins dvelst um þessar mundir annað hvort erlendis við nám og æfingar eða þá er á förum út fyrir landsteinana til þess að æfa og keppa i greinum sínum. Á öðrum stað hér á siðunni er greint frá því að Hreinn Hall- dórsson og Guðni Halldórsson eru á förum til Alabama þar sem þeir ætla að æfa og keppa næstu fimm mánuðina. I Texas dveljast við æfingar og nám þeir Óskar Jakobsson og Priðrik Þór Óskarsson, en þeir munu hefja keppni 20. þessa mánaðar. Þá hafa dvalið í Ottawa síðan í október þau Þráinn Haf- steinsson og Þórdís Gísladóttir, bæði úr ÍR. Tveir flokkar frjálsíþrótta- manna eru auk þess senn á förum til keppni og æfinga í Kaliforníu. Möguleiki er á því að hóparnir dveljist á sama stað, en ekki er það þó alveg víst. Þann hóp sem á undan fer skipa Vilmundur Vil- hjálmsson KR, Gunnar Páll Jóa- kimsson IR og Þorvaldur Þórsson ÍR. Síðan fara þeir Stefán Hall- grímsson UIA og Erlendur Valdi- marsson IR. Vilhelm gengur í raðir Framara FRAMARAR fá nú liðsauka úr öllum áttum fyrir komandi keppnistímabil í knattspyrnu. í Mbi. í gær var skýrt frá þvi að Haukamaðurinn Guðmundur Sig- marsson hefði gengið i Fram. Nú hefur Mbl. frétt að Vilhelm Fred- riksen miðherji hjá KR ætli að ganga yfir. Að vísu hefur Vil- helm enn ekki gengið frá félaga- skiptum, en það er á næsta leiti eftir því sem hann sjálfur segir. Það má þvi reikna með bikar- meisturum Fram sterkum á kom- andi sumri, liðið sigraði nýlega á Reykjavikurmeistaramótinu i knattspyrnu og með þessa tvo • Vilhelm Fredriksen. nýju og sterku leikmenn innan- borðs er það til alls liklegt. gg. Guöni og Magnús til Finnlands ÞEIR Guðni Kjartansson og Magnús Jónatansson verða á tækniráðstefnu mikilli sem fram fer í Finnlandi um helgina. Eru þeir þar á vegum KSÍ. Barcelona kaupir dínamít MARGT bendir nú til þess, að spænska knattspyrnustórveldið Barcelona sé í þann mund að tryggja sér nýjan snilling frá Brasilíu. kappa að nafni Carlos Roberto de Olivera, eða Roberto „Dynamite1* eins og hann er gjarnan nefndur heima fyrir. Mætti útleggja það sem Berti bomba á islensku. De Olivera er um þessar mundir að kljást við forráðamenn Barce- lona um smáatriði í samningi, en reiknað er með að gangi saman með viðkomandi aðilum áður en langt um líður. De Olivera á líklega að taka stöðu Austurríkis- mannsins Johans Krankl sem orð- inn er pirraður á Spáni. ttandah í íþróttahöllinni á Selfossi sunnudag 6. janúar kl.22 Brimkló, Brunaliöiö, Halli og Laddi, HLH flokkurinn, Mánar, Rut Reginalds, Drengjasveitin. FRÁ EYRARBAKKA, STOKKSEYRI OG HVERAGER

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.