Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980 3 01 vitumvifi aðostur er lira|ðgóðiir en hann er lika hollur . því að í honum eru öll næringarefni mjólkurinnar og flest í mun ríkara mæli. Próteinið- byggmgaxefhi likmMns. Daglegur skammtur af því er nauðsyn- legur til uppbyggingar og viðhalds frumum líkamans. Ostur er mun pró- teinríkari en t. d. kjöt eða fiskur. Dagleg þörf af próteini er áætluð um 45—65 g en í 100 g af osti eru 27—32 g af próteini. Mjólkurostur er besti í venjulegu fæði. En kalkið á mestan þátt í myndun og viðhaldi tanna og beina. Af því þurfa börnin mikið og allir eitthvað. Auk þess er í osti stiínefM ogiitaiim sem auka orku og létta lund M bað er fleiia ■ eit bmáéié ....„8.... a,.* ..m € Stormurinn sýndur í Kópavogi FÉLAGAR úr Ungmennafélagi Hrunamanna hafa að undanförnu sýnt leikritið Storminn eftir Sig- urð Róbertsson á ýmsum stöðum á Suðuríandi og einu sinni í Kópa- vogi. Vegna mikillar aðsóknar að sýningu í Kópavogi fyrr í þessum mánuði hefur verið ákveðið að sýna leikritið aftur í Félagsheimili Kópavogs annað kvöld, laugardag, kl. 21. Verður þetta jafnframt síðasta sýning Ungmennafélags Hrunamanna á leikritinu að þessu sinni. Alls koma 16 leikendur fram á sýningunni en leikstjóri er Gísli Halldórsson leikari og leikmynd eftir Jónas Þór Pálsson. Meðfylgj- andi mynd er af Lofti Þor- steinssyni bónda í Haukholtum í hlutverki Jóakims smiðs. Húsbændur og hjú aftur á skjáinn? Á NORÐURLÖNDUM og víðar er nú verið að sýna 11 þátta framhaldsflokk um „Húsbændur og hjú“- og fjalla þessir þættir einkum um Tómas bílstjóra og Söru þjónustustúlku. Morgun- blaðið spurði Hinrik Bjarnason dagskrárstjóra Sjónvarpsins að því í gær hvort Sjónvarpið hér myndi taka þessa þætti til sýn- ingar. Sagði hann ekkert hafa verið ákveðið um það, en þetta efni væri þess eðlis, að það yrði örugglega skoðað nánar. Aðalfundur Torfusamtakanna: Bernhöftstorfu- saningurinn og Grjótaþorp aðalmálin AÐALFUNDUR Torfusamtakanna verður haldinn á morgun. laugar- daginn 26. jan. Fundurinn verður haldinn í Félagsstofnun stúdenta og hefst kl. 14.00. Að venjulegum aðalfundarstörfum loknum munu þeir Hjörleifur Stef- ánsson og Pétur Ottósson flytja erindi í máli og myndum um hug- myndir manna áður fyrr og fram á daginn í dag um skipulag Grjóta- þorps og hvaða áhrif hugmynir þessar hafa haft á stöðu mála þar nú. Einnig verða á fundinum kynntar lagabreytingahugmyndir sem stjórninni virðist nauðsynlegt að gerðar verði vegna tilkomu leigu- samnings um rekstur hús á Bern- höftstorfu. HannereMd svofeitur eftirallt. Vissir þú að 45+ osturinn er aðeins 26% feitur? Gömlu merkingar ostanna sýndu fitu- hlutfall í þurrefnum þeirra. ÞöiMfumvið auðvelda Nú eru merkingarnar í samræmi við merkingar annarrar matvöru í neyt- endaumbúðum. 80+ 30+ 45+ 11% 17% 86%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.