Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980 11 þeim er hlut eiga að. Dr. Jón hefur á sínum einstæða kennslu- og skólastjóraferli gefið og veitt fleiri nemendum betra vegarnesti lífsstarfa og þroska en flestir lærifeður þessa lands. Meðal kennara var hann ætíð í forystu- sveit, oft fremstur. Engum nemanda, sem hann kenndi eða starfaði með, er hann gleymdur, hvorki þeim sem hann fyrst kenndi í skólanum fyrir 44 árum né hinum sem með honum störfuðu síðasta árið er hann stjórnaði skólanum. Sá persónu- leiki og kraftur var dr. Jóni gefinn við hans margþættu skólastörf, að mynd hans og minning gleymist aldrei þeim er við hann áttu samskipti. Verzlunarskólafólk, yngra sem eldra, vottar minningu dr. Jóns Gíslasonar dýpstu virðingu. Sam- vera er þökkuð og sú ósk látin í ljós, að áfram vaxi og dafni Verzlunarskólinn á þeim menn- ingargrundvelli sem dr. Jón mat mest og einkenndi hann í störfum. Stjórn Nemendasambands V.í. þakkar langt, náið og gott sam- starf. Frú Leu Eggertsdóttur og öllum aðstandendum er vottuð dýpsta samúð á þessari skilnaðarstund. F.H. stjórnar Nemenda- sambands V.í. Atli Steinarsson. Meðalsnotr skyli manna hverr, æva til snotr sé; þeim er fyrða fegurst at lifa er vel margt vitu. Hann dr. Jón Gíslason er látinn. Sú harmafregn barst frá einu okkar bekkjarsystkina til annars og snart viðkvæman streng í brjósti okkar hvers og eins. Varla hefur neinn búizt við svo snöggum tíðindum af fráfalli læriföður og hollvinar, er fyrir tæplega tveim- ur árum sat á meðal okkar, gætinn að geði, horskur og þögull, og fagnaði m.a. 25 ára stúdentsaf- mælis þeirra, er hann sem nýbak- aður skólastjóri útskrifaði fyrsta. ... snotr manns hjarta verðr sjaldan glatt. er sá er alsnotr. er á. Með örfáum orðum viljum við minnast mikilhæfs kennara og góðs drengs. Sögu hans skrifa aðrir. Hún er löng og lærdómsrík, ekki sízt fyrir skóla okkar, Verzl- unarskóla íslands. Hver mennta- stofnun, er í fórum sínum elur slíkan dýrgrip fræðimanns og kennara, hlýtur að rísa hátt, leiða marga á farsæla braut. Fyrir okkur, sem síðustu bekkj- arárin í skólanum, höfðum dr. Jón viðmóts marga tíma á dag, var hann ekki einungis hafsjór þekk- ingar og fróðleiks, heldur og föðurlegur leiðbeinandi, er vildi, oft með sárlega takmörkuðum árangri þó, fá að móta með okkur það bezta og göfugasta, er nám í skóla nokkru sinni getur veitt eða lagt undirstöðu að. Þrátt fyrir mikinn aga og eindregna umvönd- un við nám, kom mildi hans og skilningur kannski gleggst fram við prófin, þegar farg námsefnis- ins reyndist á stundum ætla að bera okkur ofurliði. Þá var stór sál að verki og mannleg. Við söknum dr. Jóns af heilum huga og hefðum sannarlega óskað honum lengri ævidaga við lestur sinna fræða, þá loksins er hann var laus frá umstangi daglegs strits og þeirrar þrúgandi ábyrgð- ar, er starfi hans fylgdi. En ungum las hann okkur hið forn- kveðna, að „Der Mensch denkt, Gott lenkt". Bænir okkar fylgja honum og fjölskyldu hans. Megi forsjónin vera hliðholl skólanum, sem hann unni svo heitt. Þá hefur eitthvað það rætzt, sem við öll eigum sameiginlegt. F.h. stúdenta frá Verzlunarskóla íslands 1953, Guðmundur Gíslason. Kveðja frá Kennarafélagi Verslunarskóla íslands. Þegar dr. Jón Gíslason lét af starfi skólastjóra Verslunarskóla íslands á síðastliðnu vori vegna aldurs, eins og það heitir, sættum við okkur við það, eins og hvern annan örlagadóm, þótt við hefðum kosið að njóta lengur forystu hans og leiðsagnar. Slík eru lög og reglur samfélagsins. Við vissum líka, að dr. Jón átti gnótt áhuga- mála og viðfangsefna til að sinna, þótt þessu mikla ábyrgðarstarfi væri létt af herðum hans. Hann hafði gegnt störfum kennara og síðar einnig skólastjóra svo lengi, að fyrir hann sjálfan hlutu hér að verða æskileg umskipti á einka- högum, enda hafði hann ekki gengið heill til skógar síðustu árin. Svo virtist þó sem heilsa dr. Jóns hefði snúist til betri vegar á liðnu vori og sumri, og varð það okkur því fagnaðarefni, er það spurðist, að hann myndi halda áfram hluta af kennslustarfi sínu , við skólann, a.m.k. næsta vetur. Hann hyrfi þá ekki alveg úr okkar hópi að sinni. Svo fór líka, að hann starfaði áfram með okkur nú í vetur, og við nutum samvista við hann flesta daga vikunnar á kennarastofu, þar sem hann var jafnan hrókur alls fagnaðar og bryddi tíðum upp á skemmtilegum og áhugaverðum umræðuefnum. Dr. Jón sameinaði óvenju vel það tvennt að hafa lifandi áhuga á málefnum samtímans og fornri arfleifð öndvegisþjóða heims- menningarinnar. Hann var jafn- skyggn á hið besta í fari íslend- inga og annarra þjóða. Slík var víðsýni hans í tíma og rúmi. Mál sitt flutti hann af stillingu og festu og iðulega kryddað hnittinni kímni, enda var eftir því tekið, sem hann lagði til mála. Hjá dr. Jóni fóru saman virðuleiki og vingjarnleiki, háttvísi og hlýja. Hann var lágur maður vexti, og ókunnugir bjuggust ef til vill ekki við miklu við fyrstu sýn, en dr. Jón Gíslason stækkaði eftir því sem menn kynntust honum betur. Nú er hann skyndilega horfinn af sjónarsviði okkar og lífgar ekki lengur upp okkar litla samfélag. Þess söknum við. Hins vegar viljum við trúa því, að hann hafi nú verið kvaddur til annarra og e.t.v. ennþá mikilvægari starfa. Þess vegna blandast kveðjustund- in eftirsjá og heillaóskum. Þeim örlagadómi verður ekki hnekkt, að leiðir skilji með samferðamönnum einhvers staðar á vegferðinni, og á þeim vegamótum er bæði ljúft og skylt að þakka fyrir samfylgdina og óska þeim, sem burtu fer, góðrar ferðar á hinum ókunnu stigum. Þó að dr. Jón Gíslason sé horfinn af þessu tilverustigi, lifir hann þó enn í verkum sínum og í hugum okkar allra sem vorum svo heppin að kynnast honum eða starfa með honum. Það væri mikil eigingirni af okkur að óska þess að hann væri enn á lífi því fæst okkar hafa ástæðu til að ætla að dauðinn sé slæmur, eða kvöl á nokkurn hátt. Þvert á móti er dauðinn eðlilegasti þáttur lífsins og á vissan hátt forsenda þess. Dr. Jóni kynntist ég aldrei sem kennara, heldur sem skólastjóra, þar sem hann þurfti oft að leggja blessun sína yfir ýmislegt varð- andi félagslífið í skólanum. Þótt honum væri fyrst og fremst annt um að halda uppi námskröfum og að tryggja sem bestan námsár- angur nemenda skólans, skildi hann þó ætíð vel nauðsyn þess að gott og heilbrigt félagslíf fengi þrifist í skólanum, og stuðlaði hann óbeint að því að svo yrði, ekki með fyrirskipunum, boðum og bönnum, heldur með því að veita nemendum frelsi og aðstöðu til að skapa sjálfum sér gott og heilbrigt félagslíf, án þess þó að slaka á námskröfunum. Þegar hann lét af starfi skólastjóra sl. haust eftir samtals 27 ára farsæla stjórn, var Verslunarskóli íslands orðinn einn stærsti skóli landsins á sínu menntastigi, rómaður fyrir góða menntun og þroskandi fé- lagslíf, og þar að auki sá fram- haldsskóli sem rekinn er með minnstum kostnaði pr. nemanda. Allt þetta sýnir okkur ljóslega hversu vel dr. Jón hefur verið starfi sínu vaxinn, enda fór ekki hjá því að hann tæki hlutverk sitt alvarlega. Nemendur skólans báru alla tíð mjög mikla virðingu fyrir honum, allt að því lotningu. Ef mikil læti voru á skólagöngunum svo að það truflaði kennslu, þurfti hann ekki annað en sýna sig, og datt þá á dúnalogn. Annað dæmi um þá virðingu sem nemendur báru fyrir honum er, að hann var sjaldan eða aldrei uppnefndur eða kallaður gælunafni eins og flestir kennar- ar. Menn nefndu hann aldrei annað en dr. Jón. Frá því kennslu lauk sl. vor hef ég átt þess kost að kynnast dr. Jóni nokkuð utan skólans, og hefur mér fundist eins og honum hafi verið léttara í skapi, eins og manni sem lokið hefur ætlunar- verki sínu og getur nú sinnt öðrum hugðarefnum sínum að vild. T.d. fór hann nú í sumar í skemmtiferð til Grikklands, ferð sem ég veit að hann naut mjög. Ferð þessa fékk hann að gjöf frá samkennurum sínum og sýnir það glöggt þann hug sem þeir bera til hans. Svo og sýna margar höfðinglegar gjafir frá eldri árgöngum, hver ítök hann átti í hugum þeirra. Dr. Jóni hlotnaðist mikill heiður þann 9. nóv. sl., er Verslunarráð Islands og skólanefnd Verslun- arskólans héldu honum hóf í tilefni af því að hann var að láta af störfum fyrir aldurs sakir. Var honum þar afhentur dýrgripur mikill sem er viðhafnarútgáfa af Odysseifskviðu gríska Nóbel- skáldsins Nikosar Kasandsakis. Af útgáfu þessari munu aðeins til um 24 eintök í heiminum. Þann dag sá ég hann glaðastan. Einnig veit ég að honum þótti afar vænt um þann heiður sem honum var sýndur nú um árarúótin er hann var sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Ástæða er því til að ætla að hann hafi dáið ánægður maður, enda hafði hann fulla ástæðu til að vera stoltur af sínu æfistarfi. Verslunarskólinn mun um ókomin ár verða sá minnisvarði sem tengjast mun nafni hans. Fyrir hönd Nemendafélags Verslunarskóla Islands, votta ég Leu, konu dr. Jóns, og nánustu ættingjum, dýpstu samúð í sorg þeirra. Steinn Logi Björnsson Forseti Nemendafélags V.í. Sjá ennfremur greinar um Jón Gíslason á bls. 23. 1980 árgorðimar fr& MITSUBISHI verða sýndar í sýningarsal Heklu hf. Laugavegi 170 - 172 laugard. 26. jan. og sunnud. 27. jan. frá kl. 13.00 - 18.00 HEKIAHF Laugavegi 170-172 Sfmi 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.