Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980 17 Lúðvik Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins: Alþýðubandalagið ekki inni í mvndirmi í þessari tilraun Alþýðuflokksmennirnir Benedikt Gröndal, Sighvatur Björgvinsson og Magnús H. Magnússon raeddu í gær við fulltrúa hinna flokkanna og afhentu nýjar tillögur. Á efstu mvndinni ræða þeir við fuiltrúa Framsóknarflokksins, Jón Helgason, Tómas Árnason og Steingrím Hermannsson. Á næstu mynd við fulltrúa Alþýðubandalagsins, Lúðvík Jósepsson og á neðstu myndinni við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Ólaf G. Einarsson og Geir Hailgrímsson. — Ljósm. Mbl. Ól.K.M. erði notuð til ugsunarhætti • Ríkisf jármál og skattamál Um ríkisfjármál segir: Heildar- umsvifum ríkisins verði stillt í hóf og skattar ekki hækkaðir frá tillög- um fjárlagafrumvarps. Stefnt verði að greiðsluafgangi á fjárlögum ríkisins. Gerð verði ströng greiðsluáætlun fyrir ríkissjóð eftir mánuðum og með henni verði unnið gegn árstíðabundnum halla á ríkissjóði. Viðskiptabankar og sparisjóðir taki aukinn þátt í fjármögnun ríkissjóðshalla. Tekju- skattur á almennt launafólk lækki um 7 milljarða króna, eins og ráðgert er í fjárlagafrumvarpi. • Lífeyrismál Um lífeyrismál segir að verðbæt- ur verði greiddar á lífeyrisbætur almannatrygginga samkvæmt lög- um nr. 13/1979 um greiðslu verð- bóta á laun og þegar verði á fyrstu mánuðum ársins samþykkt lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda fyrir alla landsmenn. • Peninga- og lánamál Um þau segir m.a. að heimild Seðlabankans verði rýmkuð til að binda innstæðuaukningu innláns- stofnana og hún verulega tengd þróun útlána og gjaldeyriskaupa, aukningu heildarútlána verði hald- „JÚ. ég tók við tillögum Alþýðu- flokksins í dag og þar var mér tjáð. að Alþýðuflokkurinn myndi reyna myndun á Stefaníu, eða sem sagt stjórnar án okkar. nýsköpunar- stjórn og þjóðstjórn," sagði Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubanda- lagsins í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég skýrði þar frá, að ég teldi fráleitt að tala um nýsköpunar- stjórn við okkur, vegna þess að Alþýðuflokkurinn lýsir því yfir að markmið hans með stjórnarmynd- un sé að ná verulegum árangri gegn verðbólgu. Það sé höfuðatriði. Á því máli hefur sprungið okkar á milli í vinstri viðræðum og því hlýtur það að endurtaka sig í sambandi við nýsköpun." „Það er því þegar dautt mál og verkleysa, að fara að stappa í því aftur,“ sagði Lúðvík. „Þjóðstjórnar- viðræður höfum við í raun talið þýðingarlaust að ræða, fyrr en flokkarnir hafa viðurkennt, að um aðra möguleika sé ekki að ræða. Á meðan þeir eru bæði að fást við myndun Stefaníu-stjórnar og kannski fleiri mynstur, þá er tómt ið innan marka, sem verðlagsmark- mið setur á næstu misserum og að unnið verði að útbreiðslu verð- tryggingar í stað hárra vaxta í fjárskuldbindingum. Verðbótaþátt- ur vaxta fari síðan lækkandi með lækkandi verðbólgu á árinu og lánstími verði lengdur. Þá segir að að því skuli stefnt að erlendar lántökur þjóðarbúsins fari ekki fram úr um það bil 70 milljörðum króna á árinu 1980 miðað við verðlag fjárlagafrumvarps. • Verðlagsmál Verðhækkun á þeim vörum og þjónustu, sem Verðlagsráð fjallar um, verði sett ákveðin tímasett mörk á árunum 1980 og 1981, í samræmi við markmið um hjöðnun verðbólgu, verðhækkanir á búvör- um fylgi samskonar reglum og hækkun á opinberum þjónustutöxt- um verði sett ákveðin mörk tengd fjárhags- og framkvæmdaáætlun- um fyrirtækjanna. • Launa- og kjaramál Sá kafli er í 6 liðum. Þar segir fyrst: „Á árinu 1980 verði ekki gerðir launasamningar, sem fela í sér hækkun á grunnkaupi". Þá mál um það að tala. Við erum ekki til viðtals um það, að ræða þjóð- stjórnarmyndun á meðan Stefaníu- viðræður standa yfir.“ Svo sem kunnugt er, er „Stefanía“ stjórnarmynstur með Alþýðuflokki, Sjálfstæðisflokki og Framsóknar- flokki undir forsæti hins fyrst- nefnda. Lúðvík sagði ennfremur: „Við kærum okkur ekki um að vera neinn aukaaðili í viðræðum á meðan hinir flokkarnir gera tilraun til þess að mynda stjórn saman, sem við erum ekki aðilar að. Við segjum því: Það er þýðingarlaust og verkleysa, að halda okkur sem éinhverjum málamyndaaðila að þessum viðræð- um á meðan unnið er á þessum grundvelli og jafn mikið ber á milli okkar í Alþýðubandalaginu og skoð- ana Alþýðuflokksins, varðandi það, sem þeir telja aðalmálið í væntan- legu stjórnarsamstarfi. Því hef ég sagt fyrir hönd míns flokks: Við bíðum á meðan tilraunir um myndun Stefaníu standa yfir. Við viljum ekki leggja þar stein í götu á neinn hátt. Þetta er mál, sem hinir flokkarnir verða að gera upp við sig. Hins vegar er ég reiðubúinn fyrir hönd míns segir að verðbætur 1. marz, 1. júní, 1. september og 1. desember 1980 skuli hvert sinn ekki hækka um- fram 5%, en komið verði á kjara- tryggingu fyrir þá, sem lægst laun hafa, lækkun fyrirfram innheimtu beinna skatta og hækkun lífeyris- greiðslna, auk tekjuskatts- og út- svarslækkunar, með hækkun barnabóta og persónuafsláttar, sem nýtist lágtekjufólki. Þá vill Alþýðuflokkurinn að nú- verandi tilhögun verðbótagreiðslna á laun verði endurskoðuð til að draga úr víxlgangi verðlags og launa, unnið verði að samningum um samræmt launakerfi fyrir allan vinnumarkaðinn og að ríkisstjórn- in taki þegar upp viðræður við aðila um tillögur launþegasamtak- anna um félagslegar umbætur fyrir láunafólk og sjómenn. • Gengismál. Um gengismál segir: „Gengi íslenskrar krónu verði haldið svo stöðugu, sem frekast er kostur, þó þannig , að rekstraröryggi undir- stöðugreina sé ekki stefnt í hættu. Þeirri stefnu verði fylgt, að draga úr gengissigi á síðari hluta ársins, eftir því, sem dregur úr innlendum verðhækkunum." flokks, að ræða við Benedikt Grönd- al og hvaða annan formann stjórn- málaflokks sem er um erfiðleikana í stjórnarmyndunarmálum og hvernig eigi að taka á þeim, þegar við erum • með eðlilegum hætti inni í mynd- inni.“ „Af þessum ástæðum,“ sagði Lúð- vík Jósepsson, „drögum við þá álykt- un, að við séum ekki inni í myndinni í sambandi við þá stjórnarmyndun- artilraun, sem nú stendur yfir. Við bíðum eins og aðrir eftir því, að heyra og sjá, hvort hinir flokkarnir geti komið sér saman.“ Morgunblaðið spurði Lúðvík, hvað hann vildi segja um hinar nýju tillögur Alþýðuflokksins. Hann sagði: „Þær eru merktar algjört trúnaðarmál og af þeim ástæðum get ég ekki lýst þeim eða sagt frá afstöðu minni til þeirra umfram það, að mér sýnist að þessar tillögur séu þegar á heildina er litið í meginat- riðum fyrri tillögur Alþýðuflokksins, sem m.a. byggjast á því grundvallar- atriði, að fastbinda kaupgjaldsvísi- tölu á 3ja mánaða fresti án tillits til þess hver verðlagsþróunin verður." — mf. • Fjárfestingar- og atvinnumál. Um þau segir, að heiidarhlutfall fjárfestingar fari ekki fram úr 25% af vergri þjóðarframleiðslu 1980, og við forgangsröð fjárfestingar- verkefna verði áhersla lögð á orku- framkvæmdir, fiskvinnslu og iðn- aðarframkvæmdir, bæði í sam- keppnisiðnaði og útflutningsiðnaði. • Nýkrónunefnd. Loks er sagt um myntbreyting- una: „Skipuð verði nefnd til þess að kynna hina fyrirhuguðu gjaldmið- ilsbreytingu rækilega og stuðla þannig að því, að hin nýja króna megi halda verðgildi sínu.“ I sérstökum kafla, sem ber heitið „Kerfisbreyting" er fjallað um ný vinnubrögð í ríkisbúskapnum, nýtt skattakerfi, virðisaukaskatt í stað söluskatts, niðurfellingu tekju- skatts af almennum launatekjum, aukið frjálsræði sveitarfélaga til að ákveða skattheimtu sína og samtímagreiðslu skatta. Ennfrem- ur stofnun nýs skattadómstóls. Þá er fjallað um „sjálfstæða peningamálastjórn", nýtt lána- kerfi, nýtt launakerfi, verðmyndun og verðlagseftirlit og nýja landbún- aðarstefnu. orð í skrána fyrir hönd Sam- starfsnefndar um ár trésins og segir þar m.a.: „Þessi sýning á að bera þess nokkurn vott hvernig íslenskir mynd- listarmenn nálgast myndefn- ið trjágróður um leið og hún á að vera öðrum umhugsunar- efni og hvatning til aukinnar trjá— og skógræktar. Fyrir hönd samstarfsnefndar um „Ár trésins 1980“ viljum við færa Listasafni íslands þakk- ir fyrir að efna til þessarar sýningar og vonum að hún tengi traustari böndum gróð- urmátt íslenskrar náttúru og þessa menningargrein þjóð- lífsins, myndlistina." Sýningin verður opnuð kl. 15 á morgun og verður opin daglega kl. 13:30 til 22 til sunnudagskvölds 10. febrúar. Ljósm. Mbl. Kristján. Sýning Listasafnsins i tilefni árs trésins verður opnuð á morgun. Frá vinstri: Snorri Sigurðsson, Ilulda Valtýsdóttir, Selma Jónsdóttir og Jóhannes Geir. Eldsvoði á Patreksfirði Patreksfiröi. 24. jan. I kvöld um kl. 6 kviknaði í húsinu Strandgötu la á Patreksfirði sem er lítið járnvarið timburhús, eitt af eldi húsum staðarins. Húsið er eign fiskverkunarstöðvarinnar Odda og bjuggu tvær af starfsstúlkum fyrirtækisins í húsinu. Húsið skemmdist mikið af vatni og eldi og innanstokksmunir munu að mestu vera ónýtir. Slökkviliðið kom fljót- lega á vettvang og réð niðurlögum eldsins. Eldsupptök eru ókunn. — Páll. Lánskjaravísitala MEÐ tilvísun til 39. gr. laga nr. 13/1979, hefur Seðlabankinn reiknað út lánskjaravísitölu fyrir febrúarmánuð 1980. Lánskjaravísitala 139 gildir fyrir febrúarmánuð 1980.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.