Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 32
Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JH*r0unblnt>ib FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980 ^Síminn á afgreiöslunni er 83033 J«*ronnbtnt>ib Stjórnarmyndunartilraun Benedikts Gröndals: Alþýðubandalag hafnar þáttöku í viðræðimum Grettir dýpkar í Siglufirði Siglufirði. 24. janúar. DÝPKUNARSKIPIÐ Grettir hefur verið hér síðan í lok nóvember við dýpkun á öllu athafnasvæðinu sunnan Þor- móðseyrar. Þegar hefur mikið og gott starf verið unnið og t.d. hafa loðnuskipin undanfarið nýtt sér aðstöðuna, sem þegar hefur skapast við nýju togara- bryggjuna og bíða þar gjarnan eftir að komast að til að landa. - mj. (Ljósm. Kristján M.) Ríkisstjórnarsamþykkt: Hækkanaskriða í opinberri þjónustu SKARPARI skil mynduðust í stjórnarmyndunarviðræðunum í trær. en áður hafa komið fram, er Mþýðuhandalagið í raun hafnaði þátttoku í viðra'ðunum og virðist þá ekki uppi á teningnum í þessum umgangi annað stjórnarmynstur en samstjórn Alþýðuflokks, Sjálfsta’ð- isflokks og Framsóknarflokks. svokallað Stefaníumvnstur. Alþýðu- flokkurinn afhenti í ga>r tillögur. sem þeir segja samdar upp úr tillögum. sem áður hefðu komið fram frá <>llum flokkum og forystu- menn hans áttu viðræður við for- ystumenn annarra flokka. Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins sagði í gaer að aiþýðubandaiagsmenn hefðu hafnað því að ganga í stjórnarsam- starf með Alþýðuflokki og kvað hann helzt líta svo út sem alþýðubanda- Furðu- „pera“ yfir Rvík FLJÚGANDI furðuhlutur sást yfir Reykjavík laust eftir mið- nættið í fyrrinótt, en engin skýring hefur fengist á fyrir- bærinu. Nítján ára Reykvík- ingi, Lúðvík Kára Forberg, varð gengið út á tröppur á heimili sínu í Hlíðunum kl. 10 mín. fyrir 1 aðfaranótt fimmtu- dags og sá hann þá furðuljós í norðaustri. Illuturinn sem flaug var settur hvítum ljósum, liklega um 10 talsins og var eins og pera í iaginu. Minni Ijós voru á mjórri endanum sem var að aftan. „Ljósin voru hvít,“ sagði Lúðvík Kári, „og þau blikkuðu ekki. Hlutinn bar skjótt yfir, því ég leit á klukkuna þegar ég sá ljósin og þá var hún 00.51, en tveimur mínútum síðar hvarf þetta fyrir hús í nágrenninu. Þetta virtist koma yfir borgina og stefna í áttina að flugvellin- um í heldur meiri hæð en venjulegri aðflugsstefnu og stærðin virtist mér vera svipuð og Boeing 727. Ég hélt fyrst að þetta væri flugvél á leið til lendingar, en það sem vakti fyrst furðu mína var hijóðið frá hlutnum. Ég þekki vel til flug- véla og hljóða hinna ýmsu tegunda, en hljóð frá þessu var lágt og það var eins og það kæmi innan frá hlutnum. Ég varð uppnæmur vegna þessa og hljóp strax í símann og hringdi í flugturninn til þess að spyrjast fyrir en þeir sögðu að engin flugvél væri á lofti nálægt Reykjavík og höfðu ekki orðið varir við neitt.“ • • 01 og gos hækkar STAÐFEST hcfur verið hækkun á öli og gosdrykkjum og er meðaltal.shækkunin um 9%. Lítil kók 19 cl hækkar úr 90 í 95, 25 cl appelsínflaska hækkar úr 115 í 125 krónur og 20 cl seven-up úr 100 í 110 krónur, svo að nokkur dæmi séu nefnd. lagsmenn litu á alþýðuflokksmenn sem höfuðandstæðinga sina (sjá við- tal á miðsíðu). Hins vegar munu alþýðubandalagsmenn ekki hafa hafnað stjórnarsamstarfi við Al- þýðuflokk í þjóðstjórn, en hana telja þeir ekki í sjónmáli, nema sem betri kost gegn utanþingsstjórn. Lúðvík Jósepsson, formaður Al- þýðubandalagsins sagði í gær að Alþýðubandalagið væri alls ekki inni í myndinni í þessari stjórnarmynd- unartilraun Benedikts Gröndals (sjá ennfremur viðtal á miðsíðu). Lúövík taldi fráleitt að mynduð yrði nýsköp- unarstjórn, þar sem hann taldi engar líkur á að samkomulag næðist þar milli Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags fremur' en í vinstri viðræðum. Það er „þýðingarlaust og verkleysa" að reyna slíkt, sagði Lúðvík. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins vildi ekkert tjá sig um umræðugrundvöll alþýðuflokksmanna í gær, sem af- hentur var á fundi forystumanna flokkanna, fyrr en þingflokkur og framkvæmdastjórn flokksins hefði fjallað um málið. Fundur þingflokks- ins og framkvæmdastjórnar var haldinn í gær en ekki varð málið útrætt og var aftur fundað klukkan 21 í gærkveldi. Steingrímur kvaðst hafa ætlað að tillögur Alþýðuflokks- ins hefðu átt að vera málamiðlun úr tillögum allra flokka. Hann kvaðst þó ekki sjá annað en að hér væru sömu gömlu tillögurnar komnar aft- ur frá Alþýðuflokknum eða „hinn ítrasti kratismi" eins og einhver hefði orðað það. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins kvað þingflokk sjálfstæðismanna myndu fjalla um viðræðugrundvöll alþýðuflokks- manna á fundi í dag klukkan 13,30. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig nn hann, fyrr en menn hefðu sagt s f t álit á þeim vettvangi. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær, munu alþýðuflokksmenn ekki ýkja hrifnir af Stefaníu-mynstrinu og vilja stjórnmálalega helzt ekki fara í öndverða átt við alþýðubandalags- menn. „Það er ekki að vita, hve dýru verði við eigum að kaupa Stefaníu," sagði einn þingmanna Alþýðuflokks- ins. Því kann þessi stjórnarmyndun- artilraun Benedikts Gröndals, sem sumir töldu að bæri einhvern árang- ur að reynast árangurslaus með öllu. Sjá frásögn af tillögum Al- þýðuflokksins á miðsíðu RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær skriðu af hækkunum hjá ýmsum opinherum stofnunum, en hækkunarbeiðnirnar höfðu legið fyrir í nokkurn tíma. Helztu hækkanir eru sem hér segir: Póstur og sími fær 13% hækkun, Landsvirkjum 27% hækkun, Hitaveita Reykjavíkui 20% hækkun, Strætisvagnar Reykjavíkur og Kópavogs 13% hækkun, Rafmagnsveita Reykja- víkur 12% hækkun, Skipaútgerð ríkisins 9% hækkun á farmgjöld- um, Þjóðleikhúsið og Sinfónían fá 16% hækkun á aðgöngumiðum. Þá fá rafveitur og hitaveitur utan Reykjavíkur samsvarandi hækk- un og Hitaveita Reykjavíkur og Rafmagnsveita Reykjavíkur. Hækkunarbeiðni frá Lands- virkjun var upp á 43% hækkun á heildsöluverði raforku og 37% frá hitaveitum, en hækkunarbeiðnir hafa legið fyrir frá því í ágúst. Hitaveitan sótti um 37% hækkun, Póstur og sími fór fram a 30% hækkun ög SVR 56% hækkun. Angóra-kanínur í Bárðardalinn? Ýmsir möguleikar til athugunar í loðdýraræktun BÆNDUR á Suðurlandi og Þingeyjarsýslum hafa sýnt áhuga á að hefja ræktun ang- óru-kanína hér á landi og hefur bóndi í Bárðardalnum sótt um leyfi til að mega flytja inn kynbótadýr. Ýmsir möguleikar hafa undanfarið verið kynntir varðandi ræktun loðdýra og sagði Sigurjón Bláfeld ráðu- nautur, að í því sambandi væri rætt um angóru-kaninur, þvottabirni. chinchilla og fleiri tegundir. Angóru-ull er mjög verðmikil og dýr vara, en eldi þessara kanína hefur gengið vel í Dan- mörku, V-Þýzkalandi, Bretlandi og víðar. Dýrin eru höfð í ein- angruðum húsum, 1 dýr í hverju búri til að skemma ekki eða óhreinka drifhvíta ull þessara fallegu dýra. Angóru-kanína verður 3 'k —5 kg og er svipuð hvítu kanínunni. Hún er rúin 4 sinnum á ári og gefur 7—900 grömm af ull af sér í Skandi- navíu, en þar sem stofninn er orðinn þróaður er hægt að fá um 1100 grömm. Chinchilla er upprunnin i And- $£*.?■ Drifhvit og falleg angóru-kanína eins og Bárðdælingar hafa áhuga á að flytja til landsins. Þvottabjörninn er skemmtilcgt dýr og skinn hans verður stöðugt eftirsóttara <>g verðméira. esfjöllum, en byrjað var að rækta dýrið í Kaliforníu 1923. Danir hafa ræktað þetta dýr fyrir nokkrum árum og síðustu 3 ár hefur fengist gott og stöðugt verð fyrir skinnin, þannig að nú er kominn allgóður grundvöllur fyrir ræktun þeirra. Chinchilla er skylt héra, en líkt íkorna í útliti. Hagkvæmni af eldi þess hér á landi er ekki könnuð. Þvottabjörn hefur verið rækt- aður í Finnlandi með góðum árangri síðustu ár og skinn þessa skemmtilega og þægilega dýrs er geysiverðmætt. Rætt hefur verið um þvottabjörninn sem „loðdýr framtíðarinnar" og skinnið verð- ur stöðugt eftirsóttara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.