Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1980 Nýttframhaldsleikrit í útvarpi á morgun í loftbelg í átt að Norðurpólnum Útvarpið á sunnudaginn kl. 19.30: Þáttur um andófs- hreyfinguna Á morgun, mánudag klukkan 17.20, hefst í útvarpi flutningur á nýju framhaldsleikriti í 5 þáttum. Nefnist þaö „Andrée-leiðangurinn" og er eftir sænska höf- undinn Lars Broling, en Steinunn Bjarman hef- ur annast þýðinguna. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson og flytur hann jafnframt for- málsorð að þáttunum. Með helstu hlutverk fara Þorsteinn Gunn- arsson, Jón Gunnarsson og Hákon Waage. Margir voru á sínum tíma ákafir í að verða fyrstir á Norðurpólinn til að geta helgað hann landi sínu og hlotið „ódauðlega" frægð. Einn þessara manna var sænski verkfræð- ingurinn Salómon Ágúst Andrée. hann notaði nokkuð nýstár- lega aðferð, lét smíða loftbelg og ætlaði að komast á honum á leið- arenda, ásamt félögum sínum Knut Frænkel og Nils Strindberg. Það var árið 1897. Síðan fréttist ekki af þeim meir fyrr en manns- aldri síðar, árið 1930, en þá finna skipverjar af norsku selveiðiskipi jarðneskar leifar Andr- ées og Strindbergs, og auk þess dagbækur, teikningar o.fl. úr leið- angrinum, á Hvítey norðaustur af Sval- barða. Ýmsir hafa orðið til að skrifa um þennan örlagaríka leiðangur. Frægust mun líklega vera bók Per Olof Sund- mans, „Loftsiglingin", sem kom út í íslenskri þýðingu árið 1968. Brol- ing byggir leikrit sitt aðallega á dagbókum leiðangursmanna og frásögnum, sem birst hafa í blöðum og tíma- ritum. í fyrsta þættinum segir frá undirbúningi ferðarinnar, þ.á m. Salomon August Andrée leiðang- ursstjóri, 43ja ára gamall. smíði loftbelgsins, og kemur þar fram að ýmsum þótti þetta hið mesta feigðarflan. Andrée sjálfur er í vafa um tíma, en tekur síðan ákvörðun sem ekki verður breytt og ferðin hefst — ferðin út í óvissuna. „í þessum þætti ræði ég um þá andófsmenn í Ráð- stjórnarríkjunum, sem íslendingar þekkja líklega bezt, þá Andrei Sakharov, Alexander Solzhenitsyn og Vladimir Búkovskí," sagði Hannes H. Gissurarson sagnfræðingur, stjórnandi þáttarins Andófshreyfingar- innar í Ráðstjórnarríkjun- um, sem fluttur verður eftir kvöldfréttir í útvarpinu í kvöld í tilefni síðustu við- burða í mannréttindamálum í Ráðstjórnarríkjunum. „Ég fékk Skafta Harðarson til þess að lesa upp úr verkum þeirra, þ.á m. upp úr ræð- unni, sem Búkovskí flutti á fundi Samtaka um vestræna samvinnu á síðasta ári, og upp úr grein eftir Sakharov, sem ég íslenzkaði 1974 og birti í Eimreiðinni það ár. Ég ræði einnig við Ingu Jónu Þórðardóttur, formann íslenzku andófsnefndarinn- ar, um markmið og leiðir í mannréttindabaráttunni, sem háð er í sósíalistaríkjun- Lesið verður í þættinum um andófshreyfinguna í Ráðstjórn- arríkjunum upp úr grein eftir Andrei Sakharov, en handtaka hans og útlegð varð tilefni til stofnunar íslenzku andófs- nefndarinnar. um. Einnig má geta þess, að flutt verður brot af píanó- konsert nr. 1 eftir Tschai- kovsky, sem Vladimir Ashk- enazy leikur." Hannes sagði, að fulltrúar Alþýðubandalagsins í út- varpsráði hefðu einir verið á móti því, að slíkur þáttur yrði gerður, og annar þeirra hefði sagt, að nóg væri kom- ið af sovétníði í útvarpið. Hannes sagði, að hann von- aði, að barátta andófsmann- anna í austri vekti nægilega athygli Vesturlandamanna, sem væru alltof sofandi í þessum málum. Hann hefði mætt góðfýsi og skilningi starfsmanna útvarpsins og fulltrúa lýðræðisflokkanna í útvarpsráði. Við upptöku á hinu nýja framhaldsleikriti í útvarpssal, talið frá vinstri: Jón Gunnarsson, Hákon Waage, Þorsteinn Gunnarsson, Þórhallur Sigurðsson og Jón Júliusson. Leikritið fjallar um Andréeleiðangurinn á Norðurpólinn árið 1897, en enginn leiðangursmanna komst lífs af úr þeirri Ljósm: Kristján Einarsson. fubolta linni í Höllinni annaö kvöld kl. 20.30 og nú veröur barizt. na Valsmenn að mæta og hvetja sína menn, oft var þörf, HITACHI AIIORFENDUR TjBÍ skrokkinn góðafrá Kjötmiðstöðinni fer fram í hálfleik. hljómtæki og sjónvörp. eitt það hezta sem völ er á Vilherg og Þorsteinn Laugavegi 80. sími 10259 sportfatnaður fæst í öilum góðum sportvöru verzlunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.