Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1980 „Sífellt fleiri sjást á skokki um allan bæ“ AÐSÓKN hefur aukizt verulega að íþróttaviðburðum í Reykjavík á síðustu árum og þátttaka almennings í íþróttum hefur einnig aukizt mjög. Hvergi hefur aukningin þó orðið eins mikil og í skíðaíþróttinni. Ef litið er á tölur frá árinu 1974, þá voru farnar tæplega 118 þús- und ferðir í skíðalyftunni í Hvera- dölum, en skíðalyftur voru þá ekki komnar upp í Bláfjöllum af hálfu þeirra sveitarfélaga, sem standa að fólkvanginum þar. A síðasta ári tók nýja lyftan til starfa í janúarmánuði og það var eins og við manninn mælt, ferðir í skíða- lyftunum jukust um meira en helming frá árinu áður, eða úr 467 þúsund í tæplega 1,2 milljónir. Er þarna um tíföldun að ræða síðan 1974 eða 1000% aukningu Vissulega hefur aukinn tækja- kostur, betri vegir í fjöllin og fleiri lyftur sitt að segja, en það eitt gerir þó ekki allan muninn. í skíðalyftum íþróttafélaganna hef- ur einnig orðið veruleg aukning og ekki er fjarri lagi að áætla að 2 milljónir ferða hafi verið farnar í hinum ýmsu skíðalyftum. Ef reiknað er með 120 þúsund manns á Reykjavíkursvæðinu gerir þessi ferðafjöldi tæplega 17 ferðir á mann á síðasta ári. Hvað fórst þú oft á skíði í fyrra? Þó svo að tölur liggi fyrir um fjölda ferða í „opinberu" lyftun- um, þá segir það ekki alla söguna um vaxandi skíðaáhuga. Margir fara á skíðastaðina án þess að nota sér lyftúr og félagalyfturnar eru ekki inni í þessu dæmi eins og áður sagði. KR rekur blómlega starfsemi í Skálafelli, ÍR í Hamra- gili, Víkingur í Sleggjubeins- skarði, Ármann og Fram í Blá- fjöllum, og fleira mætti nefna. Þá hefur ekki verið minnst á skíða- gönguna, sem stöðugt verður vin- sælli. Fyrir nokkrum árum voru það fáir og helzt ekki aðrir en keppnismenn, sem bundu á sig gönguskíði á Reykjavíkursvæðinu. Nú hefur orðið á þessu mikil breyting. Göngubrautir eru lagðar á helztu skíðastöðunum og fjöldi fólks gengur sér til skemmtunar, í raun er um nýja almenningsíþrótt að ræða. Keppnisíþróttir sækja einnig á Árið 1972 fór aðsókn að sund- stöðum í Reykjavík í fyrsta skipti Skokkið verður stöðugt vinsælla, fólk hleypur gjarnan í nágrenni heimila sinna eða á íþróttasvæðum, t.d. Melavellinum og skokkbraut- inni í Laugardal við sundlaugina. Línurit. sem sýnir hina miklu aukningu aðsóknar í skíðalyftur opinberra aðila í nágrenni Reykjavíkur. Greinilegt er að þörf er á nýju línuriti fyrir þetta ár og ef Iyftur skíðafélaganna væru teknar með mætti næstum tvöfalda þær tölur. sem fyrir- liggjandi eru. yfir eina milljón gesta og reyndar hefur aðsóknin aldrei verið meiri en einmitt þá er 1.086.662 gestir fóru í laugarnar. Síðan hefur aðsóknin verið rétt tæplega eða aðeins rúmlega 1 milljón gesta á hverju ári. í fyrra komu 963.678 manns í laugarnar, en þá varð aukning bæði í Sundlauginni í Laugardal og Vesturbæ. Hins veg- ar varð verulegur samdráttur í aðsókn í Sundhöllina, en það er fyrst og fremst vegna þess að þar var lokað vegna breytinga og lagfæringa í tæpa 5 mánuði — og það yfir hásumarið. Ef litið er á keppnisíþróttir, þá voru knattspyrnumenn kampakát- ir á síðasta ári yfir mikilli aukn- ingu aðsóknar að helztu leikjum knattspyrnunnar. Körfuknatt- leiksmenn hafa gert verulegar breytingar á mótafyrirkomulagi sínu og fengið erlenda leikmenn til liðs við sig. Þetta hefur gert það að verkum að þessi íþrótt hefur risið úr öskustónni. Handknatt- leiksmenn hafa um nokkurra ára bil átt í erfiðleikum, en þar hefur dæmið lagast á yfirstandandi keppnistímabili miðað við það sem var í fyrra. Handknattleikurinn hefur í vetur heldur vinninginn fram yfir körfuknattleik, en betur má ef duga skal í báðum íþrótta- greinimum. Færri komast að en vilja — Þetta er það sem við vitum með nokkurri vissu um aðsókn að íþróttaviðburðum, sagði Stefán Jafnan fyrirliggjandi í miklu úrvali RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI Borvél og fleygur, sérlega hentug fyrir rafvirkja, pípulagningamenn og byggingameistara. Tekur bora upp í 32 mm og hulsubora upp í 50 mm. Slær 2400 högg/mín. og snýst 250 sn/mín. Mótor 680 wött. Fullkomin iönaðarborvél með tveimur föstum hraðastillingum, stiglausum hraöabreyti í rofa, og afturábak og áfram stillingu. Patróna: 13 mm. Hraðastillingar: 0-750 og 0-1500 sn/mín. Mótor: 420 wött Öflug beltaslípivél með 4” beltisbreidd. Hraði: 410 sn/mín. Mótor. 940 wött. Þetta er hin heimsfræga Skil-sög, hjólsög sem viðbrugðiö hefur verið fyrir gæði, um allan heim i áratugi. Þvermál sagarblaðs: IV*". Skurðardýpt: beint 59 mm, viö 45° 48 mm. Hraði. 4,400 sn/mín. Mótor: 1.380 wött. Létt og hpur stingsög með stiglausri hraðabreytingu í rofa. Hraöi: 0-3500 sn/mín. Mótor 350 wött. Mjög kraftmikill og nákvæmur fræsari. Hraði: 23000 sn/mín. Mótor: 750 wött. Vinkilslípivél til iðnaðarnota. Stórviðarsögin með bensínmótor. Þvermál skífu 7". Blaölengd 410 mm og sjálfvirk keöju- Hraöi. 8000 sn/mín. smurning. Mótor: 2000 wött. ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI, VELJA SKIL Einkaumboö á íslandi fyrir Skil rafmagnshandverkfæri. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Óviöjafnanlegur hefill með nákvæmri dýptarstillingu. Breidd tannar:3”. Dýptarstilling: 0-3.1 mm. Hraði: 13.500 sn/mín. Mótor: 940 wött. Eigum einnig fyrirliggjandi margar fleiri gerðir og stærðir af Skil rafmagns- handverkfærum, en hér eru sýndar, ásamt miklu úrvali hagnýttra fylgihluta. Komið og skoðið, hringið eða skrifið eftir nánari upplýsingum. Mótmæla- staða við sovéska sendiráðið SEX stjórnmálasamtök efndu á föstudag til mótmælastöðu viö sov- éska sendiráðið í Reykjavík og stóð hún yfir í rúma hálfa klukkustund. Fulltrúar þeirra fluttu ávörp og borin voru mótmælaspjöld. cn sam- tökin voru Einingarsamtök komm- únista, Kommúnistaflokkur ís- lands. Samband ungra framsókn- armanna. Samband ungra jafnað- armanna. Samband ungra sjálf- stæðismanna og Vaka, félag lýðræð- issinnaöra stúdenta. Tilefni mótmælastöðunnar er inn- rás Sovétríkjanna í Afganistan og var þess krafist á fundinum að Sovétríkin láti þegar af stríðsrekstri sínum gegn Afganistan. Jón Magn- ússon formaður SUS kvað samtökin er að fundinum stóðu hafa komið sér saman um þennan málefnagrundvöll og hefði ályktun í þá veru verið lesin upp á fundinum og borin mótmæla- spjöld með áletruninni Sovétríkin burt úr Afganistan. Sagði Jón Magn- ússon að fleiri samtökum hefðu verið boðið að vera með á þessum fundi, m.a. Samtökum herstöðvaandstæð- inga, Sambandi ísl. námsmanna erl- endis og Æskulýðsnefnd Alþýðu- bandalagsins, en þau hefðu ekki getað samþykkt fyrrgreindan sam- starfsgrundvöll. Hins vegar, sagði Jón, komu fulltrúar herstöðvaand- stæðinga á fundinn og báru spjöld þar sem stóð ísland úr Nató herinn burt og má telja það furðuleg vinnubrögð að háfna samstarfi, en koma síðan á fundinn og reyna að koma þar á framfæri sérskoðunum sínum og fjalla um allt aðra hluti en til umræðu voru á þessum fundi sem var innrás Sovétríkjanna í Afganist- an.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.