Morgunblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 1
 32 SIÐUR 30. tbl. 67. árg. MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1980 Prentsmiðja Morgunhlarisins. El Salvador: Spænska sendiráðið hertekið San Salvador. •">. febrúar. AP. IIÓPUR vinstri sinna náði í dag á sitt vald sendiráði Spánar í San Salvador og hafa þeir þar 6 gísla á valdi sínu. þ.á m. spænska sendi- herrann. Stjórn El Salvador hefur fullviss- að spænsku stjórnina um að ekki verið gripið til aðgerða gegn þeim, sem hafa hertekið sendiráðið, nema í samráði við stjórnina í Madrid. Þrjátíu og sjö menn -fórust sl. fimmtudag, þegar öryggissveitir í Guatemala réðust til inngöngu í spænska sendiráðið þar, er herskáir bændur höfðu það á valdi sínu. Fóstrið bylti sér er f aðir þess stappaði London. 5. febrúar. AP. LÍTID stúlkubarn. sem nú er þriggja vikna. tók í móðurkviði þátt í merkilegum tilraunum lækna. sem beindust að því að kanna það hvort hún hefði eðli- lcga heyrn u.þ.b. 20 vikum eftir að getnaður hafði átt sér stað. Foreldrar stúlkunnar, hjónin Rosemary og James Slasor í Englandi, voru hrædd um það á síðasta ári, að barn það, sem Rosemary gekk með, væri heyrn- arlaust, þar sem fimm ára gamall sonur þeirra hjóna hafði verið heyrnarlaus frá fæðingu. Vildu hjónin ganga úr skugga um þetta og láta eyða fóstrinu væri það ekki heilbrigt að þessu leyti. Slasor-hjónin leituðu til dr. Michelle Clements, sem hefur unnið að því að þróa tæki til að kanna heyrn fóstra. Dr. Clements fékk föður barhsins til að stappa niður fæti, þar sem hann stóð við hlið konu sinnar, og kvað síðan upp þann úrskurð með hjálp tækja sinna, að fóstrið hefði bylt sér við vegna stappsins. Hjónin ákváðu þá að barnið skyldi fæðast og eins og fyrr segir fæddist stúlkan litla fyrir þremur vikum og er að öllu leyti heilbrigð. Dr. Clements styðst við tæki, sem nemur viðbrögð fósturs við hávaða og færir þau á sérstakt línurit. Prófanir með tæki þetta hafa gefizt vel og er vonast til þess að tækið geti síðar meir einnig greint hvort viðkomandi fóstur á við öndunarerfiðleika eða hjartagalla að stríöa. Blaðafulltrúi Bandaríkjaforseta um slökunarstefnuna: Verður að ná til allra heimshluta Jody Powell Vtashintttoji. ">. fcbrúar. AP JODY Powell. blaðafulltrúi Bandaríkjaforseta. sagði í dag. að framtíð spennuslökunarstefn- unnar. „detente". byggðist að verulegu leyti á Sovétríkjunum. „Við höfum gert það Ijóst. að við viljum draga úr framleiðslu ger- eyðingarvopna. en við höfum líka lýst því yfir. að slökunarstefnan verður að ná til allra heimshluta. en ekki bara sumra." sagði Pow- ell. Hann kallaði blaðamenn á sinn fund til að svara því er fram kom í ra'ðu. sem Brezhnev forseti Sovétríkjanna flutti í veizlu í Kreml á mánudagskvöld. Brezhnev lét svo um mælt í ræðu sinni, að brýna nauðsyn bæri til að halda fast við slökunarstefn- Zbigniev Brzezinski. öryggismálaráðgjafi Bandaríkjaforseta. og Saud al Faisal. prins og utanríkisráðherra Saudi-Arabíu, á tali í Riyad í gær. Brzezinski kom við í Saudi-Arabíu á leið sinni frá Pakistan. þar sem hann hefur átt viðræður undanfarna daga. (Simamynd AP) Brzezinski í Saudi-Arabíu: Fjármagnar Saudi-Arabía hergagnakaup Pakistana? Riyad. 5. febúar. AP. BRZEZINSKI öryggismálaráðgjafi Carters Bandaríkjaforseta og ráðamenn í Saudi-Arabíu ræddust við í dag og voru á einu máli um þá hættu. sem ríkjunum við Persaflóa stafaði af hernaðaríhlutun Sovétmanna í Afganistan, að því er talsmaður Brzezinskis sagði í dag. Leiðtogar Saudi-Arabíu og Brzezinski voru einnig sammála um að ófriðarhætta stafaði af því að deilumál ísraelsmanna og Araba og vandamál Palestínumanna eru enn óleyst. Brzezinski dvaldi tvo daga í Saudi-Arabíu á- leið sinni frá Pakistan til Bandaríkjannna. Heimildir í Riyad herma, að Saudi-Arabar hafi fallizt á að fjármagna mikil hergagnakaup Pakistana í Bandaríkjunum á næstunni. Fregnir bárust af því í kvöld að ókunn orrustuþota hefði flogið upp að flugvél Brzezinskis, þegar hann var á leið frá Saudi-Arabíu. Þota frá flugmóðurskipinu Nim- itz, sem ekki var langt undan, var send á vettvang, en fann ekkert grunsamlegt. Grunur leikur á að ókunna þotan hafi verið frá íran, „Sendu jarðýtu yf ir líkin" Islamahad. 5. ícbrúar. AP FLÓTTAMENN frá Afganistan. sem nú hafast við i Pakistan, hafa skýrt vestrænum fréttamönnum frá því, að sovézkir hernaðar- ráðgjafar hafi framið grimmileg fjöldamorð í þorpi einu í Afgan- istan á síðasta ári. Samkvæmt frásögn flóttamann- anna komu 30 skriðdrekar til þorpsins Kerala, skammt frá landamærunum við Pakistan 20. apríl sl., en þar bjuggu þá um 5000 manns. Með þeim voru 200 afg- anskir hermenn og 20 sovézkir Myrtu Sovétmenn 1000 Afgani? ráðgjafar. Öllum karlmönnum í þorpinu, sem náðist í, var safnað saman á einn stað í miðju þorpinu, þar sem var umsvifalaust hafin á þá skothríð að fyrirmælum Sovét- mannanna og lífið murrkað úr þeim. Jafnskjótt og skothríðinni lauk kom jarðýta á vettvang og hóf að ryðja líkunum burt í augsýn kvenna og barna þeirra, sem drepnir höfðu verið. Sagt er að lífsmark hafi verið með einhverj- um fórnarlambanna, þegar ýtan kom á vettvang, og sumir mann- anna getað hreyft sig. Alls munu um 1000 menn hafa verið drepnir. Að sögn flóttamannanna sneri einn Sovétmannanna sér að einni, konunni sem stóð grátandi hjá og sagði við hana að búast mætti við góðri kartöfluuppskeru á næsta ári eftir þetta. Því næst fóru Sovétmennirnir og hinir afgönsku samherjar þeirra um allt þorpið og skutu niður hvern þann karlmann sem til sást. Um 400 fjölskyldur úr þorpinu flýðu til Pakistans eftir þennan atburð. Sovézka fréttastofan Tass and- mælti því mjög harðlega í dag að fréttir um þessa atburði, sem fyrst birtust í stórblaðinu Christian Science Monitor í Bandaríkjunum í gær, hefðu við nokkur rök að styðjast. Sagði Tass að hér væri á ferðinni grimmúðlegur áróður, sem væri byggður á lygum og uppspuna frá rótum. una og þróa hana frekar. Jafn- framt sagði Brezhnev, að árangur yrði að nást milli stórveldanna í því að uppræta átök í Miðaustur- löndum, Suðaustur-Asíu og á svæðinu við Indlandshaf. Ræða Brezhnevs kemur í kjöl- farið á yfirlýsingum margra ann- arra ráðamanna í Kreml, þar sem lögð er áherzla á nauðsyn þess að bæta sambúð austurs og vestur, þrátt fyrir ágreining vegna inn- rásarinnar í Afganistan. Powell gerði það ljóst á blaða- mannafundi sínum í dag, að Cart- er hefði ekki í hyggju að falla frá áætlunum sínum um aukna her- væðingu Bandaríkjanna, þrátt fvrir friðartal Sovétmanna nú. KambódíuganKan haíin: Ginzburg, Ullman, Churchill og Baez meðal þátttakenda BaitKkuk. ">. fobrúar. AP. UM 120 evrópskir og bandarískir listamenn og stjórnmálamenn komu í dag til flóttamannabúð- anna í Sa Kaew í Thailandi við upphaf þriggja daga göngu til stuðnings íbúum Kambódiu. í hópnum eru m.a. norska leikkon- an Liv Ullman. bandaríska söng- konan Joan Baez. rússneski and- ófsmaðurinn Alexander Ginz- burg og brezki þingmaðurinn Winston Churchill III. Við komuna til Sa Kaew gáfu um 40 í hópnum um hálfan lítra af blóöi í sjúkraskýli flóttamanna- búðanna og var Liv Ullman í þeim hópi. Göngufólkið vill með ferð sinni vekja athygli þjóða heims á þeim' geigvænlega vanda, sem við blasir í Kambódíu og hvetja til aukinnar aðstoðar við fólkið í landinu. Er fyrirhugað að þátttakendur í göngunni verði í þrjá daga á slóðum flóttafólksins frá Kambó- díu og kynni sér aðbúnað þess og frásagnir af ástandinu í Kambó- díu. Upphaflega var fyrirhugað, að gengið yrði yfir landamærin inn í Kambódíu og þar afhent táknrænt merki um þá aðstoð, sem láta þarf í té, en við þetta hefur verið hætt vegna andstöðu núverandi ráða- mann í Kambódíu. Göngufólkið hefur meðferðis 20 vörubíla hlaðna matvælum og lyfjum og verða þeir afhentir Rauða krossinum í Thailandi til dreifingar meðal flóttamannanna í Thailandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.