Morgunblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1980 ítalía: Ferðamenn f ór- ust í snjóf lóði Cervinia. ílaliu .">. fehr. AP. ÞRÍR ferðamenn. þar af tveir Bretar létust í snjóflóði sem varð í grennd við Cervinia aðfararnótt þriðjudags. Cervin- ia er mjög vinsæll vctrar- íþróttastaður. í snjóflóðinu færðust nánast í kaf tvö hótel og sex onnur hús. vegasamband rofnaði á stóru svæði. Sex manns munu hafa hlotið mciðsl og lögreglumenn og sjálíboða- liðar unnu allan þriðjudaginn að því að leita að fleirum. sem hugsanlcga hefðu orðið fyrir snjóflóðinu. Olíu- og gasleiðsl- ur sprungu l.ondnn ¦">. frbr. Al'. SEX olíu og gasleiðslur sprungu í Khuzestan, aðal olíuhéraði íran, aðfaranótt mánudags, . að J>ví er Teheran útvarpið mun hafa sagt frá. Þetta gerðist tólf kílómetra frá Agha Jari og brauzt út gríðar- legur eldur á þessu svæði og tók marga klukkutíma að ráða niður- lögum eldsins og gera við leiðsl- urnar. Talsmcnn íranska olíufélagsins segja, að þetta muni ekki tefja storf í olíuhreinsunarstöðvunum þarna, því að birgðir olíu hafi verið drjúgar fyrir. y. 1 / —_. <—. 2k Veöur víðaumheim Akurayri -8 skýjað Amsterdam 5 rigning Aþena 17 bjart Barcelona 18 léttskýjað Barlm -1 sniókoma BrUssol 8 rigning Chicago -1 snjókoma DuWin 10 rigning Feneyjar 9 þokumóða Frankfurt 7 rigning Halainki -2 skýjað Hong Kong 9 skýjað Jerúsalem 9 ngning Jóhannesarborg 24 heiðríkt Las Palmas 23 heiðríkt Lissabon 19 bjart London 10 ngning Los Angeles ' 28 heiðríkt Malaga 12 þoka Madrid 14 bjart Mallorca 17 heiðrikt Miami 15 heiðskírt Montreal Hheiðríkt Moskva -2 skýiað NýjaDelhi 23 heiðríkt NewYork 0 heiðríkt Ósló -15 heiðríkt Parfs 13 skýjað Beykjavik -1 skýjað Rio de Janeirc i 31 skyjað Rómaborg 16 skýjað San Franciscc 17 akýjað Stokkhólmur -7 heiðríkt Sydney 23 rigning Tel Avív 15 rigning Tókýó 7 skýjað Toronto -6 heiðríkt Vancouver 9 skýjað Vínarborg 8 skýjað Cervinia er skammt frá landa- mærunum við Sviss. Þarna hefur verið mikil snjókoma undanfarið og er talin hætta á frekari snjóflóðum og jafnvel haft við orð að fólk verði flutt á brott frá nokkrum svæðum. Binn þeirra þriggja sem létust hét Robert Blanc, stofnandi og formaður franska Alpasetursins í Les Arcs. Hann var í eftirlits- leiðangri vegna þess að grunur lék á að snjóflóð væri í vændum, þegar snjóflóðið kom æðandi og varð Blanc undir fönninni. Hann lézt í sjúkrahúsi nokkru síðar. Giscard d'Estaing Frakklandsforseti og ilelmut Schmidt kanzlari V-Þýzkalands virðast kampakátir þrátt fyrir o!l aðsteðjandi vandamál. ef marka má þessa mynd. sem af þeim var tekin í París í gær. (Símamynd AP) Giscard og Schmidt: „Slökunarstefna" lifir ekki af aðra sovézka innrás París 5. febr. AP. VALERY Giscard dffistaing, forseti Frakklands og Helmut Schmidt, kanzlari Vestur Þýzkalands kváðust vilja benda á að „slökunarstefna" austurs og vesturs myndi ekki standast annað áfall sömu gjörðar, eins og innnrásin í Afganistan væri. Kæmi til þess myndu þessi lönd, ásamt með bandamönnum sínum. gera "nauðsynlegar ráðstafanir" til að tryggja öryggi sitt og vernda jafnvægi í alþjóðamál- um. Yfirlýsing þeirra var gefin út að loknum löngum fundahöldum í París. Þar segir ennfremur að leiðtogarnir tveir líti svo á að "núverandi kreppuástand sé slíkt að það gæti komið af stað þróun sem hefði hinar alvar- legustu afleiðingar fyrir gjör- vallan heiminn." Þeir sögðu að Evrópuríki hefðu skyldum að gegna við þessar núverandi að- stæður og tjáðu fúsleika til að þeirra ríki sýndu samstöðu með öðrum Evrópuríkjum, en við- leitni til að yfirvinna þessa erfiðleika sem nú væri við að glíma hefði því aðeins raunhæft vægi ef Sovétríkin sýndu lit sjálf. Þeir sögðu að yfirlýsingar Sovétmanna um að þeir myndu hverfa með herlið sitt frá Afgan- istan væru marklausar unz gerð- ir fylgdu orðum.Það væri nauð- synlegt til að hægt væri að hafa viðræður og fundi sem heims- friður byggðist á. Enn eitt morð á ítalíu Munza. italíu 5. feb. AP. FJÓRIR vopnaðir menn skutu í morgun til bana Paolo Poletti, framkvæmdastjóra efnaverk- smiðjunnar í Seveso, þar sem varð mikið slys fyrir nokkrum árum vegna leka í verksmiðj- unni. Fjórmenningarnir réðust að Paoletti við heimili hans í Monza, útborg Mílanó. Þeir komust und- an. Paoletti sat í fangelsi í fimm mánuði eftir Seveso slysið , ákærður um vanrækslu í starfi en hann var síðan látinn laus gegn tryggingu. Atta menn hafa nú fallið fyrir byssukúlum hermdarverkamanna á Italíu frá áramótum. Aðsúgur að ræðis- mannsskrifstofu París 5. íebr. AP. FRAKKAR tilkynntu í dag, að þeir heíðu kvatt heim sendiherra sinn og allt starfslið sendlráðsins í Tripoli og skipað sama fjölda libyskra sendiráðsmanna i Frakklandi að hafa sig snarlega á braut, að því er franska utan- ríkisráðuneytið sagði í dag. Aðsúgur var gerður að ræð- ismannsskrifstofu Frakka í Benghazi í Libyu fáeinum stund- um eftir að sendiráð þeirra í Tripoli hafði verið brennt til grunna á mánudaginn að því er heimildir í París greindu frá í dag. Enginn slasaðist af þeim sem á skrifstofunni voru, en miklar skemmdir voru unnar á húsinu. Libysk stjórnvöld munu hafa var- að starfsfólkið við skömmu áður en atlagan var gerð, svo að því tókst að forða sér. Fréttir í stuttu máli Nixon flytur Washington 5. feb. AP. NIXON fyrverandi Banda- rikjaforseti flytur á laugardag- inn búferlum til New York á ný, en hann hefur búið í Kali- forniu siðan hann lét af forseta- embættinu 1974. Nixon og kona hans hafa fest kaup á fjögurra hæða húsi í dýru íbúðahverfi á Manhattan. Nixon hefur selt húseign sína í San Clemente, en söluverð hefur ekki verið gefið upp. Blaðamaður í leitirnar Londun. i. fcbrúar. AP. SAMBAND náðist í dag við einn þriggja brezkra blaðamanna er saknað var í Afganistan, en ekkert hefur heyrst frá hinum tveimur. Skeyti kom frá Richard Balmforth fréttamanni Reuters, en í því var ekkert minnst á samferðamenn hans, Marcus Eliason frá AP og Elizabeth Thurgood frá The Guardian. Saman héldu þau frá Kabúl á föstudag og búist var við að þau héldu hópinn þar til þau sneru aftur til Kabúl. I skeyti Balm- forths kom fram að hann væri í borginni Mazare Sharif í norður- hluta landsins. Olía dýrust í Alsír Paris. 4. febrúar. AP. SÚ ákvörðun Alsírstjórnar að hækka verð á fati af olíu um fjóra dollara frá og með degin- um í dag gerir það að verkum að hvergi er að fá jafn dýra olíu og í Alsír, að sögn sérfróðra manna. Eftir hækkunina er verðið 34,21 dollar, en þar ofan á bætist svo sérstakur þriggja dollara skatt- ur, þannig að raunverulegt verð á fati af olíu frá Alsír verður 37,21 dollar. Blóðsugur Sao Paulo. A. febrúar. AP. BLÓÐSUGUR hafa upp á síðkastið hrellt íbúa sveitahér- aða í grennd við Sao Paulo í Brasilíu. í bænum Tapirai hafa 300 manns t.d. orðið fyrir blóð- sugubiti á nokkrum vikum. Blóðsugur ráðast venjulega á skepnur, t.d. kýr og hesta, en þar sem þeim hefur fjölgað svo ört hafa þær leitað á fólk. Hafa þær smogið inn í hús að nóttu til og lagst á menn. Enginn hefur látist enn af þessum völdum. hewlettMpaCkard hewlettMpackard hewlettMpackard hewlettMpackard hewlettMpackard VASATOLVUR — BORÐTOLVUR UPPLYSINGAR — SALA — þJONUSTA EINKAUMBOÐ A ISLANDI STALTÆKI BANKASTR. 8 SÍMI 27510

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.