Morgunblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1980 grir0BtiI>Mii!» Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haratdur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, símí 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakiö. Þrjár yfir- lýsingar Viðhorf manna til stjórnarmyndunartilrauna Gunnars Thorodd- sens eru tekin að skýrast og eins og við er að búast sýnist sitt hverjum, þótt margir fagni því út af fyrir sig, að líkindi eru til að stjórnarkreppunni sé að ljúka. Hér verða nefnd viðbrögð þriggja ólíkra aðila, sem létu í ljós álit sitt í Morgunblaðinu í gær. Ýmsar fyrri tíma yfirlýsingar Alberts Guðmundssonar verða vart skildar á annan yeg en þann, að síst af öllum sé hann sá maður, sem kaupi köttinn í sekknum. Hann vilji hafa allt á hreinu og sé ákafur baráttumaður eigin skoðana og stefnumála. Nú bregður hins vegar svo við, að Albert segist munu verja stjórn Gunnars, Rúbluna, vantrausti á Alþingi, þótt honum sé ókunnugt um innihald málefnasamnings hennar eins og hann orðaði það. Þótt þessi yfirlýsing láti ef til vill lítið yfir sér, þegar hún er lesin, má það ekki gleymast, að í krafti hennar fékk Gunnar Thoroddsen lykilinn að stjórnarráðinu. Albert Guðmundsson hefur ritað nafn sitt á auða ávísun þessarar ríkisstjórnar. Gunnar Thoroddsen hefur sagt, að Eggert Haukdal hafi hlotið „einróma samþykki kjósenda sinna fyrir áframhaldandi stuðningi við mig í sambandi við þessar stjórnarmyndunartilraunir". Þrátt fyrir þessa ótvíræðu fullyrðingu ber svo við, að Jón Þorgilsson einn helsti samstarfsmaður Eggerts Haukdals í Rangárvallasýslu, lýsir því yfir, að á fundi þeim, sem Gunnar gerði að umtalsefni hafi engin yfirlýsing verið samþykkt, sem talar um stuðning við tilraunir Gunnars Thoroddsens. Og á þessum sama fundi hvatti Ingólfur Jónsson til samstöðu sjálfstæðismanna og taldi að þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokksins gætu ekki staðið að stjórnarmyndun nema meirihluti þingmanna flokksins stæði þar að baki. Ráðist mat Gunnars af þeirri óskhyggju, sem kemur fram í ofangreindum orðum hans, hljóta menn að draga í efa, að stjórn hans, komist hún á laggirnar, veröi á traustum grunni. Það eru ekki aðeins þessi orð, sem valda þessum vafa, heldur hitt hvernig kommúnistar ræða um Gunnar Thoroddsen. Á miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins var það ein höfuðrök- semd Ragnars Arnalds fyrir stjórnarþátttöku með Gunnari, að hann yrði einangraður og þess vegna gætu kommúnistar náð fram ýmsum þeim málura, sem þeim eru hugleikin, þótt ekki séu þau endilega tíunduð í málefnasamningi. Rétt er að menn hugleiði vel þessi ummæli Ragnars Arnalds. Þau gefa tvennt til kynna. í fyrsta lagi, kommúnistar telja sig aldrei hafa komist í jafn góða aðstöðu í stjórn landsins. í öðru lagi, í stjórnarmyndunarviðræðunum hefur kommúnistum orðið ljóst, að Gunnar er orðinn fangi eigin bragða og þar með þeirra. Þetta eru mikil ótíðindi. Sagan geymir óteljandi dæmi um það, hvernig kommúnistar hafa notfært sér slíka óskastöðu út í ystu æsar. Þeim hefur ekki síst orðið ágengt, þar sem þeir hafa tengst bændaflokkum, veiklunduðum miðflokkum eins og Framsóknarflokknum, og mönnum, sem tilbúnir eru til að leggja allt í sölurnar til að svala eigin metnaði. Alvarlegar aðfinnslur Morgunblaðið birti á sunnudag bréf menntamálaráðherra til heimspekideildar, sem hefur að geyma aðfinnslur ráðherrans vegna þess hvernig staðið hefur verið að dómnefndaráliti og afgreiðslu deildarinnar á umsóknum um prófessorsembætti í almennri sagnfræði við Háskóla íslands. Aðfinnslur ráðherrans eru mjög alvarlegar, þar sem hann telur, að „dómnefndin virðist ekki taka nægilegt tillit til þess að embætti það sem um ræðir er kennarastóll í almennri sagnfræði" og sérálit formanns dómnefnd- arinnar eigi ekkert „skylt við hlutlaust álit fræðimanns heldur er það umbúðalaus áróður fyrir einum umsækjenda gegn öðrum. Er svo langt gengið að telja doktorspróf frá háskólanum í Edinborg og Oxford ekki vera fullgild doktorspróf" eins og segir í ráðherrabréf- inu. Skiljanlegt .er, að miðað við allan þennan málatilbúnað telji Vilmundur Gylfason menntamálaráðherra sér skylt að óska þess við heimspekideild, að hún fjalli að nýju um þetta mál. Morgunblaðið mun fylgjast náið meö framvindu málsins og telur nauðsynlegt, að öll gögn þess verði birt opinberlega. í sjálfstæði háskóla felst, að í meðferð mála á vettvangi hans sé gætt fyllstu hlutlægni. Umsækjendur um stöður við skólann og veitingavaldið eiga að geta treyst því, að vísindaleg vinnubrögð en ekki hleypidómar séu forsendur fyrir ákvörðunum háskóladeilda. Bréf menntamálaráð- herra ber með sér, að í þessu tilviki hafi þessara meginreglna ekki verið gætt. Óskað hefur verið eft- ir viðræðum við Saudi- Araba um hráolíukaup Islenzk viðræðu- nefnd mun væntan- lega f ara til Riyad á næstunni — ÞAÐ hefur verið óskað eftir viðræðum við Saudi- Araba um hugsanleg hráolíukaup og það verður líklega ákveðið á næstu vikum hvenær teknar verða upp beinar viðræður við þá. Það er ljóst að íslenzk viðræðunefnd verð- ur að fara til Saudi-Arabíu því allur olíuútflutningur er í höndum ríkisfyrirtæk- is, sem er í höfuðborginni Riyad og þar verða viðræð- urnar að fara fram, sagði Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri, formaður olíuviðskiptanefndar, þeg- ar Mbl. spurði hann í gær um tilboð Saudi-Araba um að selja okkur 700 þúsund tonn af hráolíu árlega. — Á þessu stigi getum við engan dóm lagt á það hversu hagkvæmt það yrði að kaupa hráolíu frá Saudi-Arabíu og láta vinna hana hér, sagði Jóhannes. Það eina sem maður getur sagt er það að Saudi- Arabar hafa verið með lægsta Jóhannes Nordal hráolíuverðið af öllum OPEC- ríkjunum og ráðamenn þar hafa reynt að halda aftur af verð- hækkunum svo að því leyti til eru viss skilyrði til þess að þetta gæti orðið hagkvæmt. En hvort það reynist svo þegar upp er staðið fer eftir því hvaða samn- ingum er hægt að ná um flutninga og vinnslu og hvernig þetta fellur inn í okkar inn- flutningsþarfir almennt. — Þetta tilboð er þannig tilkomið að viðræðunefndin óskaði eftir því við íslenzka sendiráðið í Washington að það kæmi okkur í samband við olíuframleiðsluríkin vestan hafs. Þar sem Saudi-Arabar hafa stórt sendiráð í Washing- ton og við höfum ekkert stjórn- málasamband við þá var rætt um að sendiráðið tæki einnig upp málið við sendiráð þeirra þar í borg. — Út úr því komu skilaboð frá þeim um það, að þeir væru reiðubúnir til að hefja sölu á hráolíu til okkar. Þetta er ekki formlegt tilboð en jákvæðar undirtektir við það að það verði teknir upp samningar og að góðir möguleikar séu á slíkum samningum. — Þessi tala 700 þúsund tonn, er þannig tilkomin býst ég við, að sendiráðið íslenska hefur látið þá vita hverjar okkar olíuþarfir væru. Þetta er nánast þær olíuþarfir sem við höfum í dag, sé hráolíunni breytt yfir í þær tegundir sem við notum. í þessu felst alls ekki neitt mat olíuviðskiptanefndar á því, að það sé hagstætt að kaupa neitt svipað því svona mikið magn frá Saudi-Arabíu. — Það er vel kunnugt, að Saudi-Arabar hafa að undan- förnu tekið upp þá stefnu að gera beina samninga við ríkis- stjórnir, sérstaklega minni ríkja, um sölu á hráolíu og öll Norðurlönd hafa verið í slíkum viðræðum, t.d. hafa Danir verið í slíkum samningum að undan- förnu, eins og fram hefur komið í fréttum. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins: Styður Geir, en harm- ar vinnubrögð Gunnars „MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins lýs- ir yfir fyllsta stuðningi við þingflokk og formann Sjálfstæðisflokksins í und- angengnum stjórnarmyndunartilraun- um. Jafnframt harmar miðstjórnin vinnubrögð Gunnars Thoroddsens og skorar á alla þingmenn Sjálfstæðis- flokksins að hlýta niðurstöðum meiri- hlutans." Svo hljóðar samþykkt mið- stjórnarfundar Sjálfstæðisflokksins, sem gerð var síðdegis í gær og var samþykkt samhjóða. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var tillagan borin upp í tvennu lagi, fyrst stuðningsyf- irlýsingin við þingflokk og formann og hlaut hún öll atkvæði fundarmanna. Síðan var borinn upp síðari hluti ályktunarinnar, þar sem hörmuð eru vinnubrögð Gunnars Thoroddsens, varaformanns flokksins. Hlaut hún öll greidd atkvæði, en þrir sátu hjá: Stefán Jónsson frá Kagaðarhóli, formað- ur kjördæmisráðs í Norðurlandi vestra, Björn Þórhallsson, formaður LÍV og Jóhann Sæmunds- son, formaður kjördæmisráðs Vesturlandskjör- dæmis. Rétt til setu á miðstjórnarfundum Sjálfstæðis- flokksins á 31 maður, þar af 28 með atkvæðisrétti, fulltrúar úr öllum kjördæmum landsins. Á fundin- um í gær voru rúmlega 20 manns. Hvorki Gunnar Thoroddsen né Albert Guðmundsson sátu fundinn, en þeir eru báðir í miðstjórn. Friðjón og Pálmi: Kynna sér málefnasamn- inginn - eru óráðnir ennþá „ÞETTA mál er alveg í sömu stöðu og það var í gær," sagði Pálmi Jónsson, alþingismaður, er Morg- unblaðið spurði hann, hvort hann væri búinn að gera upp sinn hug um stuðning við stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens. „Málin standa enn þannig, að ég tel engin úrslit komin um það, hvort sam- komulag getur tekizt." Morgunblaðið spurði Pálma, hvort hann hefði kynnt sér málefnasamn- inginn, sem er í smíðum. Hann sagði: „Ekki hef ég gert það nægi- lega, en ég fór í dag og leit á þau drög, sem liggja fyrir. Ég hef ekki kynnt mér þau nægilega." Hvernig leizt þér á þau við fyrstu sýn? Pálmi svaraði: „Ég fór inn á fund, þar sem þetta var lagt fyrir. Ég óskaði eftir trúnaði við aðila, sem ég talaði þar við um ýmsa hluti, sem ég spurði um í þessum grundvelli og ég undirgekkst á þessu stigi algjöran trúnað um það mál líka. Það er ekkert af því að frétta." Þá sagði Morgunblaðið, að því hefði verið fleygt, að samþykkti hann stuðning við stjórnarmyndun- ina, væri honum heitið ráðherra- embætti. „Það hefur ekkert verið talað um það," sagði Pálmi. „Ég hef verið að kynna mér þau drög að málefnasamningi, sem fyrir liggja, og ég mun fá frekari upplýs- ingar á morgun. A þessu stigi vil ég ekkert um málið segja," sagði Frið- jón Þórðarson, alþingismaður, er Mbl. spurði hann í gærkvöldi, hvort hann hefði gert upp sinn hug varðandi stjórnarmyndunartilraun Gunnars Thoroddsens. Þá spurði Mbl. Albert Guð- mundsson alþingismann, sem heitið hefur því að verja stjórn Gunnars Thoroddsen vantrausti, hvort honum hefðu verið kynnt drög að málefna- samningi Gunnars, framsóknar- manna og alþýðubandalagsmanna. Albert svaraði: „Ég hef hvorki séð né heyrt nokkuð um þau og ekki komið nálægt þessum stjórnarmyndunar- viðræðum á einn eða annan hátt."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.