Morgunblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1980 Sú blikkaði þig, tæfan sú arna? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson MarKÍr urðu f.vrir vonbrÍKðum með frammistöðu Brasilíu í heimsmeistarakeppninni í Ríó. Sveit þeirra hafði unnið Ólympíu- mótið 19fi7 ok í heimstvímenn- ingnum 1978 náðu tveir þeirra heimstitlinum. I>að kom því á óvart þegar þeir ráku lestina á heimavelli. Suður f;af, ailir utan hættu. Vestur Norður S. Á1065 H. 873 T. KDG32 L. 8 Austur S. KG9872 S. D43 H. G96 H.Á105 T. 87 T. 9654 L. Á5 L. 1073 Suður S. - H. KD42 T. ÁIO L. KDG9642 COSPER Níðingsverk „Það er eitt af undirstöðulög- málum tilverunnar, að hvert ill- verk kemur fyrr eða síðar fram á sjálfum þeim, sem það hefur unnið." H.P. „Þegar menn eru farnir að leita sér skemmtunar með því að gera öðrum illt, þá er lagt á hina verstu leið.“ H.P. Þúsundum manna er veitt byssuleyfi til að skjóta gæsir og rjúpur, rétt eins og hér væri um eitthvert þarfaverk að ræða. En þessir fuglar eru engin meindýr og því engin þörf á að senda óvígan her manna til að útrýma þeim. Hitt mun heldur, að byssuleyfi eru veitt mönnum til þess fyrst og fremst að gefa þeim tækifæri til að þjóna drápslöngun sinni án þess að hér sé um nokkra nauðsyn að ræða, því ekki þarf að veiða þessa fugla til fæðuöflunar. Nóg er til af öðru kjöti í landinu. Það hefur líka komið í ljós, að einhverjir þeirra, sem byssuleyfi fá, láta sér ekki nægja að skjóta á þau dýr, sem leyft er að veiða, heldur fara langt út fyrir sett mörk og skjóta jafnvel á búfé bænda eins og nýleg dæmi sanna. (Sjá Mbl. 14. des. s.l. „Sportveið- ar í Grímsnesi"). Hér var um að ræða fallegt, lítið lamb í haga. Níðingarnir með byssuleyfið hafa séð, að hér mundi enginn vera til frásagnar. Hér væri því tilvalið tækifæri til að veita drápsgleðinni útrás og hafa lambið að skotmarki. Hér varð hámark ánægjunnar á þessari „heilsubótargöngu" skotmann- anna. Blessað litla lambið varð að gjalda illmennsku þeirra. Kúlurn- ar lentu inni í lungum þess og innyflum. Kvölin nísti allt tauga- kerfi þessa litla sakleysingja. Dauðinn lét samt á sér standa með líknandi faðm sinn, alveg eins og oft vill verða með gæsir og rjúpur, sem verða fyrir árásum skotóðra manna og lifa samt áfram særðar lengur eða skemur. Litla lambið lifði þetta af. Með harmkvælum dró það fram lífið allt þetta sumar og fram á haust og varð ekki svipur hjá sjón miðað við það, sem átt hefði að vera. Hryggðarmynd var að sjá það, þegar það löks fannst. Fyrir til- stilli eigandans var því slátrað til að veita því líkn frá þraut og kom þá í ljós við skoðun, hver hafði verið orsök þessarar vesaldar þess. í leik Brasilíu við bandarísku heimsmeistarana enduðu þeir síðarnefndu í slemmu: Surtur \«>tur NorAur Austur 1 Lauf 2 Spartar 2 (irond !* 3 Spadar I* ó Tixlar I* T> Lauf \llir Pass Suður vildi ekki spila tíglana, breytti í sex lauf og þá þurftu brassarnir að finna ásana sína. Vestur spilaði út spaðatvisti, suð- ur trompaði og næsta slag fékk vestur á trompásinn. Hann spilaði þá tígli — unnið spil. Vestur varð að finna ás makkers og tígulásinn gat ekkert farið. En hjörtu suðurs gátu farið i tíglana og þess vegna varð að spila hjarta strax. Spilað var á sömu spil í öllum þrem leikjum hverrar umferðar. Og í leik við Formósu leysti ítalinn Pittala þennan vanda skemmtilega. Gegn sex laufum spilaði hann út tígli, sem suður tók með ás en austur lét sitt lægsta og sýndi með því jafna tölu spila í litnurn. Næsta slag fékk vestur á trompásinn og varð þá að leysa málið. í sögnunum hafði austur stutt spaðann en suður ekki viljað spila tígulsamning, þannig, að suður gat ekki átt marga tígla og átti örugglega ekki spaða. Pittala fann örugga lausn þegar hann spilaði aftur tígli. Þar með var skorið á samband sagn- hafa við blindan og í reynd náði suður ekki nema tíu slögum — tveir niðnr Maigret og vínkaupmaðurinn Eftir Georges Simenon Jóhanna Krist|ónsdóttir sneri ó íslensku 38 — Það er að segja þangað til ég fyndi bréfin? — Maður veit aldrei hvar þau hefðu lent. — Sáuð þér hann eftir þetta? — Tvívegis. Meg og mér var áfram boðið til þeirra þegar veizlur voru. — Og þið létuð ykkur ekki vanta. tautaði Maigret. — Ég skil það þannig að þér seúð ekkert að erfa móðganir. — Hvað átti ég að gera annað? Hann var grófur kar- akter og frumstæður um margt. En hann var fullur af orku sem dró fólk að honum. Ilann hefur ugglaust auðmýkt marga kunn- ingja sína og þá sem töldu sig vini hans. I>að var einhvers konar árátta hjá honum að þurfa alltaf að finna ti) valds sins og hann gerði enga kröfu til að fólki þætti vænt um hann. — Þér þætti að minnsta kosti vænt um að fá að vita ef þau verða eyðilögð. — Bæði bréfin frá yður og konu yðar. — Ég gæti ímyndað mér að bréí Megs væru kannski einum og of ástriðufull og er þá svo sem vægilega til orða tekið og mín bréí.... ja það væri sem sagt hætt að mistúlka þau. — Ég skal athuga hvað ég get gert fyrir yður. — Hafið þér séð þau? Hann svaraði ekki en gekk í átt til dyra til að sýna að samtalinu væri lokið. — Já, segið mér eitt.... eigið þér byssu með hlaupvidd 6,35? — Ég á byssu. Hún hefur verið í skrifborðsskúffunni minni í mörg ár. En ég veit ekki hvaða gerð hún er. Mér stendur beygur af skotvopnum. — Þökk kfyrir... vissuð þér að vinur yðar, Chabut, fór á hverjum miðvikudegi og alltaf á sama tima í Rue Fortuny? — Já, við Jeanne færðum okkur þá vitneskju að minnsta kosti einu sinni í nyt. — Þá var það ekki fleira í dag. Ef ég þarf að ná í yður skal ég láta senda yður boð. Þegar Caucasson hélt loks á braut, fylgdi Maigret honum með augunum þar til hann var kominn fram að stiganum. Þeg- ar hann var aítur setztur við skrifborðið hringdi hann til Jeanne Chabut. Það tók dálitla stund að ná sambandi, því að lengi vel var númrrið alltaf á tali. — Frú Chabut. Þér talið við Maigret lögregluíoringja. Af- sakið að ég trufla yður, enn á ný, en ég fékk heimsókn rétt í þessu og af því leiðir að ég verð að leggja fyrir yður fáeinar spurningar. — Ég bið yður að vera stuttorður, því að ég er satt að segja ákaflcga upptekinn. Það heíur verið ákveðið að jarðar- förin fari fram i kyrrþey. — Verður ekki athöfn í kirkju? — Jú, en afar stutt. Ég læt aðcins örfáa nánustu vini vita og fáeina samstarfsmenn eigin- manns síns. — Hr. Louceck? — Ég get ekki komizt hjá því. — Og hr. Lepretre? — Já. Og sömuleiðis einkarit- ara hans, ungu stúlkuna sem hann kallaði Giraffann. Síðan verður ekið rakleitt til kirkju- garðsins í Ivy i þremur bílum. — Vitið þér hvar maður yðar geymdi einkabréfin sín? Nokkuð löng þögn. — Ég hef aldrei velt því fyrir mér, en er að reyna að hugsa um það. Hann fékk fá bréf hingað heim, flestir sendu bréf- in á Quai de Charenton. Eruð þér með einhver ákveðin bréf í huga? — Bréf frá vinum og vinkon- um. — Ef hann hefur geymt þau, hljóta þau að vera í peninga- skápnum hans sem hann einn hafði aðgang að. — Hvar er sá skápur? — í dagstofunni, bak við myndina af honum. — Eruð þér með lykilinn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.