Morgunblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1980 15 Kekkonen: Tilfínningiim og ut- anríkismálum verði ekki blandað saman Helsinki 5. febr. AP. KEKKONEN Finnlandsforseti sagði í dag, að smáriki eins og Finnland hefði ekki efni á því að blanda tilfinningum, jákvæð- um eða neikvæðum, saman við ákvarðanir um utanríkisstefnu. Sagði Kekkonen að reynslan hefði kennt Finnum þetta. Raunsæ utanrikisstefna hlyti að grundvallast á því að vera sér meðvitaður um meginþætti í alþjóðamálum. Kekkonen sagði þetta í setn- ingarræðu á finnska þinginu í dag. Hann sagði að meginmark- mið Finna hlyti að vera að varðveita sjálfstæði sitt og hlut- leysi undir Öllum kringumstæð- um, með því væri tryggt öryggi finnsku þjóðarinnar og sæti þetta í fyrirrúmi, þegar afstaða væri tekin í utanríkismálum. Kekkonen sagði að hann véki Nairobi 5. febr. AP. MUHAMMED Ali, sérlegur sendimaður Carters Bandarikja- forseta á ferð um Afríkulönd, tókst i dag að hressa eilitið upp á orðstír sinn, eftir sérlega ólán- lega byrjun farar. Ilann lýsti þvi yfir að enginn misskilningur eða ágreiningur væri milli þeirra Carters, hann fékk að hitta fyrsta forsetann í ferðinni, Dan- iel Arap Moi Kenyaforseta og allmarga aðra háttsetta ráða- menn landsins í forseta- bústaðnum í Nairobi. Ali hélt síðan fund með leiðtog- um kristinna manna og múhamm- eðskra. Hann fullyrti að nú væri allur misskilningur úr sögunni. Að svo búnu fór hann að skoða þjóð- garð í grennd við höfuðborgina og stakk þar upp á því að hann fengi að boxa við ljón. Vandi Alis hófst þegar frétta- menn í Tanzaníu kröfðust að vita hvers vegna Afríkuríki ættu að taka þátt í að hundsa Olympiuleik- ana í Moskvu, þar sem Bandaríkja- menn hefðu neitað að taka höndum saman við Afríkuríki í hundsun þeirra á Montrealleikunum. Sökuðu þeir Carter um að senda Ali til Afríku að verja stefnu, sem væri óþolandi svertingjum. Sagðist Ali þá vera þeim innilega sammála og hann hefði ekki af þessu vitað. Þetta gerðist 1979 — Heimsókn Teng Hsiao- ping til Bandaríkjanna lýkur. 1964 — Bretar og Frakkar ákveða að leggja göng undir Ermarsund. 1962 — Bardagar brjótast út í Alsír milli franska hersins og Leynisamtaka hersins (OAS). 1952 — Valdataka Elísabetar drottningar II í Bretlandi. 1934 — Stavisky-óeirðirnar í París (6.-7. feb.): fjármála- hneyksli leiðir til falls tveggja ríkisstjórna. 1930 — Austurríki og ítalía undirrita vináttusamning. 1922 — Ráðstefnunni um tak- mörkun vígbúnaðar lýkur í Washington. 1897 — Krít lýsir yfir samein- ingu við Grikkland. 1885 — ítalir hertaka Massawa, Erítreu. 1819 - Stamford Raffles stofn- ar nýlendu í Singapore fyrir hönd Austur-Indíu-félagsins. 1778 — Bretar segja Frökkum stríð á hendur. 1715 — Utrecht-friðurinn bind- ur endi á styrjöld Spánverja og Portúgala. 1626 — Húgenottar og franska krúnan undirrita friðinn í La Síðar reyndi hann að leiðrétta þetta og slétta úr með því að skella skuldinni á starfsmenn bandaríska utanríkisráðuneytisins fyrir að setja sig ekki betur inn í málin, enda væri hann alls óvanur að kljást um stjórnmál við aðgangs- harða fréttamenn.Það jók síðan enn á mæðu Alis í Tanzaníu að Nyerere forseti neitaði að hitta hann. Sovétmenn gera kaf- bátakviar Kuwait 5. febr. AP. SOVÉTMENN eru að byggja mefi leynd kafbátakvíar meðfram strönd Suður Jemens, sagði í frétt blaðins Al Anbaa í Kuwait i dag. Blaðið sagðist hafa upplýsingar- nar frá öruggum, en ónafngreindum heimildum í París. Tekið var fram í fréttinni að "töluverður" hópur sér- fræðinga frá Sovétríkjum ynni við verkið og birgðaflutningar hefðu verið að staðaldri á þessar slóðir upp á síðkastið. Suður Jemenar hafa verið mjög fylgispakir Sovétmönnum og þar er marxisk stjórn. Suður Jemen er sagt vera nánasti bandamaður Sovét- manna á þessu hernaðarlega mikil- væga svæði. 6. febr. Rochelle. 1577 — Hinrik af Navarre við- urkenndur leiðtogi Húgenotta. Afmæli: Christopher Marlowe, enskt leikritaskáld (1564—1593) — Anna Englandsdrottning (1665-1714) - Anton Hermann Fokker, hollenzkur flugvéla- brautryðjandi (1890—1939) — Ronald Reagan, bandarískur stjórnmálaleiðtogi & leikari (1911 -). Andlát: 1140 Thurstan erkibisk- up í Jórvík — 1685 Karl II af Englandi og Skotlandi — 1804 Joseph Priestley, vísindamaður - 1952 Georg VI Bretakonung- ur. Innlent: 1968 „Óðinn" bjargar áhöfn „Notts County" — 1931 Nýi hafnargarðurinn í Reykjavík stórskemmist — 1968 „Heiðrúnar" frá Bolungarvík saknað með sex mönnum — 1879 f. Björn Þórðarson ráðherra — 1879 f. Magnús Guðmundsson ráðherra - 1902 f. Sigfús Sigur- hjartarson. Orð dagsins: Látið fólkið vita sannleikann og þá er landinu borgið — Abraham Lincoln, bandarískur stjórnmálaleiðtogi (1809-1865). frá fyrri venju að fjalla ekki að ráði um utanríkismál í þingsetn- ingarræðu sinni, vegna þess að stjórnmálaástandið í heiminum hlyti að vera mönnum áhyggjuefni. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar að framvinda mála utan Evrópu ætti ekki að eyðileggja þann árangur, sem hefði náðzt í Evrópu. Ef það væri gert myndi taka menn langan tíma að ná aftur því sem áunnizt hefði, ef það þá tækist yfirleitt. Kekkonen sagði að það væri í þágu allra þjóða sem hlut ættu að máli að styrkja viðleitni til að ( draga úr vígbúnaði í EvrópuT Allt slíkt yrði til að grafa undan slökunarstefnunni, sem myndi þegar til lengri tíma væri litið tryggja bezt öryggi allra þjóða í álfunni. Ali reyndi að hressa upp á andlitið í Kenya Sovézka vél- in farin frá Kennedyvelli New York 5. febr. AP. SAMKOMULAG náðist i dag, eftir tveggja daga þóf vegna leyfis rússneskrar flugvélar til flugtaks frá Kennedyflugvelli. Féllust flugumferðarstjórar á vellinum á að aðstoða vélina og hélt hún á braut með sína 76 farþega og 12 manna áhöfn. Starfsmenn á Kennedyflugvelli hafa neitað að afgreiða sovézkar vélar og hafði flugstjóri sovézku vélarinnar einhverra hluta vegna haft að engu fyrirmæli um að lenda í þess stað á Dullesflugvelli. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins bandaríska sagði að þetta þýddi ekki að afgreiðsla yrði leyfð framvegis á sovézkum vélum og hefði Sovétmönnum verið tilkynnt um samþykkt flugvallarstarfs- manna með nægum fyrirvara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.