Morgunblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 32
Sími á ritstjórn og skrifstotu: 10100 Síminn á afgreiðslunni er 83033 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1980 Hættulegur ís á Kópavogi: Tveir dreng- ir drukknuðu HORMULEGT slys varð á Kópavogi síðdegis í gær þegar tvcir drengir. þriggja og fimm ára. féllu niöur um ís á voginum og drukknuðu. Slysið \arð á voginum miðja vegu milli Sunnubrautar og Arnarncss. eða um 300 m frá landi. I>unnur ís var á voginum og snjór yfir. Slyssins varð vart þigar óp hcyrðust frá drenKJunum cftir að þeir féllu í viikina. LóKreKlunni var tilkynnt um slys- ið kl. 17.45 ok var hún komin að vogtttttm stuttri stundu síðar. Þá voru björKunarmcnn laKÖir af stað á báti, en þeir urðu að brjóta sér leið gegnum ísinn því hann hélt ekki fullorðnum mönnum. EinnÍK reyndu lóKreKlumenn að skríða út ísinn á IdnKum stÍKa, en ísinn brast ok löKreKlumaðurinn fór í sjóinn. Að- stæður voru mjoK erfiðar á slysstað, en mannfjölfia dreif að til aðstoðar. Þe^ar björKunarmenn á bátnum höfðu brotið sér leið að vökinni voru drenKÍrnir á floti, en ekki með lífsmarki. Draga varð bátinn í land að hluta með kaðli vegna íssins, en þegar komið var með drenKÍna á slysadeild BorKarspítalans voru þeir úrskurðaðir látnir. Strax þe^ar til-- kynnt var um slysið var haft sam- band við LandhelKÍsKæzluna ok beð- ið um þyrlu, en þyrla gæzlunnar er ekki búin til íIurs í myrkri ok hefur ekki tækjabúnað til þess að hífa menn úr sjó. Foreldrar eru hvattir til þess að brýna það fyrir börnum ok unKling- um að fara ekki út á ís þar sem hættur leynast. Bensínlítrinn í 415 krónur? OLIUFÉLÖGIN hafa sent verðlaKs- yfirvoldum bciðni um að fá að hækka vcrð á bensíni ok khsoIíu ok verður beiðnin væntanlcga tckin til afKreiðslu á fundi verðlagsráðs í daK. OlíufélöKÍn vilja hækka bensínlítr- ann úr 370 í 395 krónur, Kasolíulítr- ann úr 155,20 í 166 krónur en ekki er farirt fram á hækkun á svartoiíu, sem nú.er seld á 104.200 kr. hvert tonn. Vegagjald hefur verið óbreytt í 7 mánuði og hefur ríkissjóður heimild til þess að hækka það í samræmi við byggingavísitölu. VeKaKJaldið í bensínverðinu er nú 70,93 krónur en fer í 90,66 krónur nýti yfirvöld heimildina og hækkar því um tuttugu kr. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki ráðaKerðir um slíkt, samkvæmt upp- lýsingum Sighvats BjörKvinssonar fjármálaráðherra. Ef sú stjórn, sem við tekur, nýtir sér heimildina og verðlaKsráð samþykkir hækkunar- beiðni olíufélaganna mun bensínlítr- inn hækka í 415 krónur. Umtalsverðar lækkanir hafa verið á olíumarkaðnum í Rotterdam að undanförnu. Þær bensín- ok olíu- birgðir, sem nú eru í sölu, voru keyptar á mun hærra verði ok því telja olíufélöKÍn brýna þörf á hækkun hér innanlands. Sjá frétt um Rottcrdammarkað- inn á bls. 2 og viðtal við Jóhann- cs Nordal um hugsanleg hráolíu- kaup frá Saudi-Arabíu á bls. 16. Gunnar Thoroddsen varaformaður Sjálfstæðisflokksins gekk á fund forseta íslands. herra Kristjáns Eldjárns. að Bessastoðum klukkan 11 í gær og fól forsetinn þá Gunnari umboð til myndunar meirihlutastjórnar. Lj„»m mw. ói.K.M. Gunnar Thoroddsen segir stjórn sína koma fyrir helgi FORSETl lslands. hcrra Kristján Eldjárn. kvaddi í gær Gunnar Thoroddsen varaformann Sjálfstæð- isflokksins á sinn fund og fól honum að gera tilraun til myndunar ríkis- stjórnar. sem njóti meirihlutafylgis á Alþingi. Stjórnarmyndunarvið- ræður Gunnars, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags héldu svo áfram síðdegis í gær og kvaðst Gunnar vongóður um, að af stjórn- armynduninni yrði og að henni yrði lokið fyrir hclgina. Stcingrímur Hermannsson formaður Framsókn- arflokksins sagði í gær, að hann vonaðist til að geta lagt málefna- samninginn fullgcrðan fyrir þing- flokk og framkvæmdastjórn á fundi, sem hefst klukkan 15 í dag. „Af okkar hálfu er ekkert það í veginum, að þetta gcti ekki orðið," sagði Steingrímur. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, aðrir en Gunnar Thorodd- sen, Albert Guðmundsson, Friðjón bórðarson og Pálmi Jónsson hittust að máli í gærkvöldi, þar sem m.a. var rætt um fyrirhugaðan flokks- ráðsfund. 1 frétt forseta Islands í gær segir m.a., að hann hafi falið Gunnari Thoroddsen stjórnarmyndunarumboð „að öllum málavöxtum athuguðum og m.a. með tilliti til eindreginna ábend- inga frá formönnum Framsóknar- flokks og Alþýðubandalags." Þeir Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson kynntu sér í gær þau drög að málefnasamningi, sem fyrir lágu, en sögðust báðir í gærkvöldi þurfa að kynna sér málin betur, áður en þeir gætu tekið afstöðu til stjórnarmynd- unarinnar. Albert Guðmundsson sagði hins vegar í samtali við Mbl. í gærkvöldi, að hann hefði hvorki heyrt né séð neitt af slíkum drögum og kvaðst ekki hafa komið nálægt við- ræðunum á einn eða annan hátt. Steingrímur Hermannsson formað- ur Framsóknarflokksins sagði í gær, að ráðgert væri að ráðherrar í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen yrðu 9 talsins og að jafnræði yrði með stjórnarmyndunaraðilum, hvað fjölda ráðherra snertir. Hann sagði skipt- ingu ráðuneyta ekki komna á um- ræðustig fyrir fundinn síðdegis í gær. Geir Hallgrímsson: Gunnar Thoroddsen verkfæri til að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn „LJÓST er. að sá. sem hlýtir ekki ákvörðun meirihluta þingflokks og gengur í berhögg við hana og til samstarfs við flokka andstæð- inganna. í þessu tilfelli höfuðand- stæðinga Sjálfstæðisflokksins, AI- þýðubandalag og Framsóknarflokk. klýfur flokkinn og segir sig í raun með þcim hætti úr samstarfi við meirihluta flokkssystkina sinna," sagði Gcir Hallgrímsson. formaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins sagði: „Megin- einkenni þessa fyrirhugaða stjórnar- samstarfs er í fyrsta lagi, að hér er Alþýðubandalagið og Framsóknar- flokkurinn að mynda þá vinstri stjórn, sem þeim tókst ekki áður, en geta nú með hjálp Gunnars Thorodd- sens. í öðru lagi ná þessir flokkar saman í þeim sameiginlega tilgangi að kljúfa sterkasta andstæðingaflokk sinn og nota þar Gunnar enn sem verkfæri. í þriðja lagi fer tæpast á milli mála, að Gunnar Thoroddsen er bandingi þessara tveggja vinstri ríkisafskiptaflokka og minna má á ummæli Ragnars Arnalds á fundi Alþýðubandalagsins því til staðfest- ingar." Þá spurði Morgunblaðið Geir, hvað hann vildi segja um þá fullyrðingu Steingríms Hermannssonar og Lúðvíks Jósepssonar í Mbl. í dag um að hann hafi ekki viljað samstarf Sjálfstæðisflokks við Alþýðubanda- lag og Framsóknarflokk. Geir Hall- grímsson sagði: „Það bar að því er mig minnir tvívegis á góma milli okkar Steingríms og ég hefi skýrt frá því áður, mótmælalaust af hans hálfu, að við útilokuðum enga möguleika, en ég teldi þetta stjórnarmynstur þó ólík- legt, þar sem það mætti andstöðu bæði innan Sjálfstæðisflokksins og eftir því sem Lúðvík Jósepsson hafði tjáð mér, einnig innan Alþýðubanda- lagsins. í annað skiptið tók Steingrímur Hermannsson fram, að honum væri kunnugt um það, þar sem hann hefði kynnt sér það, þegar hann fór með stjórnarmyndunar- umboðið og því ekki reynt þessa stjórnarmyndun. Eins og kemur fram í þessu, þá hafði Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins tjáð mér, að ekki væri líklegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, nema í 4ra flokka stjórn þ.e.a.s. þjóðstjórn. Eftir að Gunnar Thoroddsen hafði sent boð til framsóknarmanna um tilboð um stuðning við stjórn þeirra og Alþýðu- bandalagsins og 5 til 8 sjálfstæð- ismanna gegn því, að hann yrði forsætisráðherra, hófust viðræður við hann, sem Steingrímur og Lúðvík sögðu mér frá, en Gunnar Thor- oddsen ekki, fyrr en föstudaginn 1. febrúar, sem þingflokksfundur var haldinn um málið. Þá var tillögu Gunnars um viðræður við framsókn- armenn og alþýðubandalagsmenn breytt á þá lund, að ítrekað var umboð til formanns Sjálfstæðis flokksins til að halda áfram að vinna að myndun meirihlutastjórnar og ljóst var að með þessari breytingar- tillögu var opin leið að taka upp viðræður við Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkinn. Ég tjáði Lúðvík Jósepssyni þetta að morgni laugardags og síðar þann sama dag átti ég ásamt Þorvaldi Garðari Kristjánssyni, ritara þing- flokks sjálfstæðismanna stutt samtal við Lúðvík, þar sem hann staðfesti, að ég hefði borið þessi boð, en þá dró hann úr því, pví að fyrir lægi ákvörðun þingflokks Alþýðubanda- lagsins um formlegar viðræður við Gunnar Thoroddsen. Ég hafði sam- band við Steingrím Hermannsson í síma um hádegisbilið þennan sama laugardag og tjáði honum með sama hætti skilning minn á ályktun þing- flokks sjálfstæðismanna frá deginum áður. Það var áður, en þingflokks- fundur framsóknarmanna var hald- inn, en eftir hann hittumst við fjórir fulltrúar stjórnmálaflokkanna og þar var okkur tjáð formleg samþykkt Alþýðubandalags og Framsóknar- flokks að taka upp formlegar viðræð- ur við Gunnar Thoroddsen og stuðn- ingsmenn hans. Að lokum sagði Geir Hallgrímsson: „Þótt engin formleg tilmæli bærust um viðræður frá Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi við Sjálfstæðis- flokkinn, enda var hér aðeins um hugmyndir og ábendingar að ræða, þá gerði ég grein fyrir þeim á tveimur þingflokksfundum sjálfstæð- ismanna. Gerði þar Gunnar Thor- oddsen enga athugasemd varðandi frásögn mína né heldur gerði hann neina tillögu þar að lútandi fyrr en á föstudagsfundinum 1. febrúar, þegar viðraeður hans voru langt komnar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.