Morgunblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1980 13 Dr. Ingvar E. Kjartansson: Ahrif geislunar á blóðstreymi í æxlum Efni doktorsrit- gerðar, sem hann varði við Gauta- borgarháskóla Ingvar E. Kjartansson skurð- læknir og séríræðingur í æða- skurðlækningum varði doktors- ritgerð sína við Gautaborgar- háskóla 30. nóv. s.l. Ritgerðin íjallar um blóðstreymi í æxlum og er byggð á rannsóknum á blóðstreymi í rottum, mældum með íjórum mismunandi aðíerð- um. Ingvar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1953 og læknisprófi frá Háskóla íslands í febrúar 1962. Fór í apríl sama ár til Svíþjóðar til náms við Sahlgrenska sjukhuset í Gautaborg og var þar og einnig við sjúkrahúsið í Vesterás við nám og störf fram til ársins 1976. Nam hann almennar skurðlækningar og sem sérgrein krabbameins- og æðaskurðlækn- ingar og tók æðaskurðlækningar sem sérgrein. í viðtali við Mbl. sagði dr. Ingvar ritgerð sína byggða á blóðstreymismælingum í rott- um, sem framkvæmdar hefðu verið með ferns konar aðferðum. Tilgangurinn með mælingunum hefði verið að kanna áhrif rönt- gengeislunar á blóðstreymi í illkynja æxlum og hvernig blóðstreymi breyttist við vöxt æxla. „Fyrri athuganir hafa leitt í ljós," sagði Ingvar, „að meinvörp eru mun algengari við hvers konar meiðsli og meiri háttar skurðaðgerðir. Við t.d. meiri háttar skurðaðgerð minnkar mótstaða líkamans og sérstak- lega þess líkamshluta sem skor- inn er, og meiri hætta er á Dr. Ingvar E. Kjartansson og eiginkona hans Elín Árnadóttir. Myndin er tekin á heimili þeirra hjóna að Heiðarlundi 5, Garðabæ Ljósm. Mbl. RAX útbreiðslu illkynja fruma og meinvarpamyndun Frumurnar berast með blóðstreymi líkam- ans og við skurðaðgerðir er því ætíð þeirri aðferð beitt að loka fyrst fyrir blóðrás að og frá hinum sýkta hluta til að hindra meinvarpamyndun. Könnun sú, sem ritgerðin byggist á, var falin í því að athuga hvað það er, sem gerist í æxlunum við breytingar á blóðstreyminu af völdum geisl- unar. Helztu niðurstöður rannsókn- anna, sem fram fóru á tveimur tegundum illkynja æxla í hrein- ræktuðum, jafnskyldum rottum, er í fáum orðum þær, að hægt er að mæla blóðstreymi með óbein- um aðferðum, þ.e. án aðgerða. Það er einnig sannað með þess- um athugunum, að veruleg aukning blóðstreymis verður í æxlunum í allt frá tveimur dögum upp í sjö daga frá geisl- unarmeðferð. Æxlin eru mót- tækilegust á þeim tíma og ætti því að vera hægt að finna rétta tímapunktinn til framhaldsmeð- ferðar. Þess má geta," sagði dr. Ingv- ar að lokum, „að þessar rann- sóknir hafa eingöngu farið fram á æxlum í rottum, en það er ekkert sem bendir til að það sama eigi ekki við í mönnum." Ritgerðina vann dr. Ingvar 1976 en varði hana í nóv. sl. eins og áður segir. Hann starfar nú sem sérfræðingur í almennum skurðlækningum við Landspítal- ann og rekur einnig læknisstofu í sérgrein sinni, æðaskurðlækn- ingum og almennum skurðlækn- ingum. Hann er fæddur á ísa- firði 23. marz 1933, sonur hjón- anna Kjartans J. Jóhannssonar læknis og Jónu B. Ingvadóttur. Eiginkona dr. Ingvars er Elín Árnadóttir og eiga þau fjögur börn. Meistaramót Taflfé- lags Seltjarnarness MEISTARAMOT Taflfélags Seltjarnarness hefst í Félags- heimili Seltjarnarness þriðju- daginn 12. febrúar kl. 19.30. Tefldar verða 11 umferðir í riðli þar sem skákmönnum verður raðað niður eftir skákstigum. Síðan verður ákveðið, með tilliti til hve margir láta skrá sig til móts- ins, hvort teflt verður í einum riðli eftir monrad kerfi eða skipt niður í fleiri riðla. Teflt verður 2svar í viku en tíma- mörk verða 40 leikir á 2 tímum. Mótinu lýkur með hraðskákmóti og verðlauna- afhendingu. Önfirðingafélagið Muniö árshátíð félagsins í Hreyfilshúsinu viö Grens- ásveg föstudaginn 8. febrúar. Miöasala og upplýsingar á staönum eftir kl: 15.00 árshátíðardaginn. Sími: 85520 Önfirðingafélagið t^ 9 Wf ífjí »»/ KANARI 17. febrúar, uppselt Nokkur sæti laus 9. marz Athugiö vildarkjörin 1/3 fargjalds út eftírstöóvar á 4 mánuðum FLUGLEIÐIR Lækjargötu 2 og Hótel Esju Sími 27800. URVALI Samvinnuferdir IÚTS" v/Austurvöll Sími 26900 Landsýn hf. Austurstræti 12 Sími 27077 Austurstræti 17 Sími 26611 Tímar í lífiþjóðar Þrjár skáldsögur eftir Indriða G. Þorsteinsson um mestu umbreytingartíma sem yfir ísland hafa gengið: LANP OG SYNIR — um baráttu og vanda sveitadrengs þegar heimskreppa og nýjar lífsskoðanir naga þúsund ára rætur íslenzks bændasamfélags. NORÐAN VIÐ STRÍÐ — um hernámsárin í norölenskum kaupstaö og hvernig stríöiö umturnar mannlífinu, breytir hægum skrefum í kapphlaup og sjálfsaga í stríðsfíkn. 79 AF STÖÐINNI — um baráttu, vanda og vonbrigöi sveitadrengsins í borginni eftir aö stríðið er gengið hjá. Aftur veröur aldrei snúið hve feginn sem þú vildir. Almenna bókafelagið Skemmuvegur 36 simi 73055 Austurstræti 18 sími 19707

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.