Morgunblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1980 Herferð fyrir flúor- notkun íslenzkra barna Af lahrota hjá togurunum á Kögur- og Strandagrunni TOGARAR^IR fengu um síðustu helgi mjög góðan afla á Kögur- og Strandagrunni. Sem dæmi má nefna, að Guðbjorgin frá ísafirði fékk um 180 lestir í 5 daga veiðiferð, sem þýðir að skipið hafi verið 4 sólarhringa á veiðum. Þá fékk Snorri Sturluson RE um 80 tonn um helgina, þ.e. laugardag og sunnudag. Skipstjórinn á Sléttbak sagði í samtali við Mbl. á mánudag, að mjög vel hefði aflazt og skipin fengið um 15 tonn i hali. — Það var aðallega á Kögur- grunninu, sem skipin fengu þenn- an góða afla, sagði Jón Páll Halldórsson á ísafirði í gær. — Þar var stór hluti flotans og þau fengu ágætan fisk þarna. Leikur- inn barst síðan austur eftir, en á Strandagrunninu var fiskurinn smærri og þar var lokað á mánu- daginn. Það er óhætt að segja að það hafi verið góður afli hjá öllum skipunum og ágætur fiskur. Skip- in héðan fóru flest út á miðviku- dag og komú svo inn í gær með 140—180 tonn. Guðbjörgin var t.d. með 180 tonn eftir þessa fimm daga, sagði Jón Páll. — Það er lítill afli núna, en það hefur yerið dágott síðustu daga, sagði Áki Stefánsson, skipstjóri á Sléttbak, í talstöðvarsamtali við Mbl. á mánudag. Sléttbakur var þá á Strandagrunninu og kominn með liðlega 200 tonn á 10 dögum. Hann sagðist reikna með að halda heim á miðvikudag. — Þetta var mjög gott síðustu þrjá dagana, þegar við vorum vestar, sagði Aki Stefánsson. — Margir voru með um 15 tonn í hali og ágætlega stór fiskur. Meðan þessi góði afli var og við fengum að veiða þarna, en svæðinu var lokað kl. 11.30 í dag, þá var um 50 skipa togarafloti hér, en þeir eru nú flestir farnir inn til löndunar. Þá eru nokkrir að veiðum á Halanum, en þar hefur orðið vart við eitthvað, þó það hafi ekki verið eins gott og það var hér þegar bezt lét, sagði Aki á Sléttbak. Sigurjón Stefánsson hjá Tog- araafgreiðslunni í Reykjavík sagði í gær, að frá áramótum hefði verið þokkalegur afli hjá togurunum. — Snorri Sturluson kom hingað inn í morgun með um 220 tonn eftir 12—13 daga túr og af því fékk hann ein 80 tonn á laugardag og sunnudag. Þá veit ég að Hjör- leifur er langt kominn með að fylla sig, búinn að fá held ég 120 tonn á stuttum tíma og fleiri öfluðu vel um helgina, sagði Sig- urjón. Áfram orku- skömmtun VEGNA kuldanna að undanförnu hefur ekki reynzt unnt að slaka á orkuskömmtun til nokkurra stórra orkunotenda eins og vonast hafði verið til, samkvæmt því sem Halldór Jónatansson aðstoðarframkvæmda- stjóri Landsvirkjunar tjáði Mbl. í gær. Eins og fram hefur komið í hluta vetrar. Dregið var úr fréttum áður var vatnsstaða á orkusölu til ísals sem nam 10 hálendinu svo lág s.l. haust að nauðsynlegt þótti að draga úr orkusölu til nokkurra fyrir- tækja sem nam alls 27 mega- wöttum. Var þetta gert til þess að koma í veg fyrir að vand- ræðaástand skapaðist seinni megawöttum, 6 megawöttum til Áburðarverksmiðjunnar, 7 megawöttum til Járnblendi- verksmiðjunnar og 4 mega- wöttum til varnarliðsins á. Keflavíkurflugvelli. Á NÆSTUNNI verður hleypt af stokkunum herferð fyrir flúor- notkun barna til þess að draga úr tannskemmdum, að því er Ólafur Ólafsson landlæknir tjáði Mbl. í gær. Landlæknir sagði, að brýn nauðsyn væri á slíkri herferð því Reykjavíkur- skákmótið: Ekkert svar hefur borizt f rá Rússunum EKKERT svar hefur borizt frá sovézku skák- mönnunum Vasjukov og Tseshkovsky um það hvort þeir ætla að þiggja boð um að tefla á Reykj avíkur skákmótinu, sem hefst síðar í þessum mánuði. Svör hafa hvorki borizt við skeytum Skáksambandsins né fyrirspurnum sovézka sendi- ráðsins hér. Frestur hefur margoft verið framlengdur og hefur lokafrestur verið gefinn til miðnættis á morgun. Ef ekkert svar hefur borizt þá mun öðrum skákmönnum verða boðið til mótsins að því er Einar S. Einarsson formað- ur mótsnefndar tjáði Mbl. að í ljós hefðu komið miklar tannskemmdir hjá börnum og rannsóknir á 60 stöðum á landinu hefðu ennfremur leitt í ljós lítið flúorinnihald í íslenzku vatni. Væri meiningin að byrja herferð í skólum landsins og gefa börnum kost á flúortöflum. I lögum er heimild fyrir sveit- arfélög að flúorblanda drykkjar- vatn en landlæknir sagði, að af því hefði ekki orðið m.a. vegna mót- mæla lítils en háværs hóps, sem þyrlað hefði upp miklu moldviðri um málið og verið með vafasaman málflutning. Kvað landlæknir það æskilegt að flúorblanda drykkj- arvatn sem víðast þar sem það væri framkvæmanlegt og halda mætti uppi nægilegu eftirliti. Símareikningar Jóns G. Sólness: Dómsmálaráðu- neytið óskar eftir rannsókn VILMUNDUR Gylfason dóms- málaráðherra lagði eftirfarandi skýrslu fram á Alþingi í gær: Dómsmálaráðuneytið hefur 30. janúar 1980 ritað ríkissaksókn- ara svofellt bréf: Á sl. ári kom fram í umræðum á Alþingi og í umfjöllun fjöl- miðla, að yfirskoðunarmenn ríkisreiknings höfðu óskað at- hugunar ríkisendurskoðunar á misfellum í sambandi við fylgi- skjöl með tilteknum reikningum, er Jón G. Sólnes, þáv. alþingis- maður, hafði'fengið greidda hjá Alþingi og/eða Kröflunefnd. Fram er komið, að umræddu rannsóknarefni hefur ekki verið lokið, þrátt fyrir að staðreynt mun hafa verið að umræddar misfellur hafi átt sér stað. Er þess óskað að þér, herra ríkis- saksóknari, hlutist til um, eftir því sem við verður komið, að umrætt rannsóknarefni verði tæmt, þannig að það geti fengið lögmælta meðferð, sem efni standa til. Dómsmálaráðuneytið, janúar 1980. GEFBE) BÖRNUNUM ^ífe-LIFRAKÆFU Blóðaukandi — styrkjandi — nærandi. Sparið viðbit. SILD & FISKUR Heildsala — Smásaia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.