Morgunblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1980 NafII hínS látna. UNGI maðurinn, sem drukknaði þegar bifreið hans fór fram af Loftsbryggjunni í Reykjavíkurhöfn í fyrrakvöld, hét Guðni Rúnar Halldórsson, Drápuhlíð 28, Reykjavík. Hann var 25 ára gamall, fæddur 13. desember 1954. Myndin sýnir er unnið var að því að ná Lada- jeppanum upp úr Reykjavíkurhöfn í fyrrinótt, skömmu eftir slysið. Loðnuaflinn að nálgast 200 þúsund lestir LOÐNUAFLINN frá upphafi vertíðar er nú orðinn um 195 þúsund lestir. Veiðisvæðið er nú farið að nálgast Kolbeinsey aftur, en loðnu hefur orðið vart á mjög stóru svæði. Eftirtalin skip hafa tilkynnt um afla síðan á mánudagskvöld. Mánudagur: Þórður Jónasson 590, Gullberg 580. Samtals 13 skip með 9.400. Þriðjudagur: Hilmir II 540, Sæbjörg 600, Fífill 600, Arnarnes 550, Súlan 770, Náttfari 520, Pétur Jónsson 620, Skírnir 400, Helga Guðmundsdóttir 520, Júpiter 1300, Gísli Árni 600, Keflvíkingur 430, Börkur 850, Víkingur 900, Harpa 550, ísleifur 360. Til klukkan 22 í gærkvöldi 16 bátar með 10.110. Fhittir hingað til að af plána hassdóma TALSVERT hefur verið um það að undanförnu að íslendingar, sem dæmdir hafa verið erlendis fyrir fikniefnabrot, hafi verið Enn frekari lækkun á Rotterdammarkaði Olíu- og bensinbirgðir, sem nú eru í sölu innanlands, keyptar á mun hærra verði ENN frekari lækkun hef- ur orðið á gasolíu og svart- olíu á olíumarkaðnum í Rotterdam en verð á bensíni hefur staðið í stað undanfarna daga. Samkvæmt skráningu 31. jan- úar var verð á bensíni 362,50 dollarar hvert tonn en hafði verið 360 dollarar 24. janúar og 404 dollarar í byrjun janúar. Verð á gasolíu var 297 dollarar hvert tonn en hafði verið 324 dollarar 24. janúar og 367 dollarar í janúarbyrjun. Verð á svartolíu var 134 dollarar hvert tonn en hafði verið 151 dollari 24. janúar og 178 dollarar í janúarbyrjun. Gasolíu- verðið hafði ekki verið jafn lágt síðan um miðjan mái á síðasta ári. Verðlækkunin á olíumarkaðn- um í Rotterdam í janúarmánuði Yfir f jórtán þúsund manns haf a séð Land og syni FJÓRTÁN þúsund manns sáu kvikmyndina Land og syni fyrstu vikuna sem hún var sýnd, en hún var frumsýnd samtímis í Reykjavík og á Dalvík föstudag- inn 25. janúar sl. Að sögn Indriða G. Þorsteinsson- ar sáu myndina fjórtán þúsund manns fyrstu sýningarvikuna, en eftir að sýningum lauk á Dalvík var myndin sýnd á Akureyri og sfðan Sauðárkróki. Tvö eintök eru 'il af kvikmyndinni og verða þau sýnd úti um land fram eftir vetri. Aðsókn kvað Indriði hafa verið jafna og góða það sem af væri. hefur því verið umtalsverð eða 10,3% á bensíni, 19,1% á gasolíu og 24,7% á svartolíu. Hins vegar er allsendis óvíst að þessi lækkun komi okkur íslend- ingum til góða, samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær. Þær olíubirgðir, sem nú eru í sölu, voru keyptar af Sovétmónnum þegar miklu hærra viðmiðunarverð var í gildi. Þannig var meðalinnkaupsverð (fob) á gasolíu, sem nú er í sölu, 355 dollarar hvert tonn og meðalverð á þeim bensínförmum, sem nú eru í sölu, er 396,50 dollarar. Næstu olíu- og bensínfarmar verða ekki lestaðir fyrr en í lok febrúar og byrjun marz og kann þá svo að fara að markaðsverðið hafi tekið stökk upp á við á nýjan leik. Vegna þess hve olíu- og bensín- vörur, sem nú eru í sölu, voru keyptar á háu verði hafa olíufélög- in ekki séð sér annað fært en óska eftir að fá að hækka verðið hér innanlands, eins og skýrt er frá á baksíðu blaðsins í dag. Einnig hefur gengissig að undanförnu hækkunaráhrif og olíufélögin hafa einnig bent á það, að síðasta hækkunarbeiðni þeirra var skorin verulega niður og ekki heimilaður nema hluti þeirrar hækkunar, sem þau hðfðu óskað eftir. Stjórnarmyndunartilraun Gunnars Thoroddsen; Þótti fyrst sniðugt. Nú hikar f ólk við og ef ast — segir Svanhildur Björgvinsdóttir for- maður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra „ÉG KOM hingað suður og á þennan miðstjórnarfund gagngert til að fá upplýsingar frá fyrstu hendi um þær stjórnarmyndunarvið- ræður, sem fram hafa farið, og hafði þá óneitanlega mestan hug á að ná tali af varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Hann mætti því miður ekki á miðstjórnarfundinn og enga skýringu heyrði ég á f jarveru hans. Ég harma það afskaplega miktð," ságði Svanhildur Björgvinsdóttir, formaður kjördæmisráðs SJiptsjtæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „Ég var með kolíinn fullan af spurningum, sem við fólk úti á landi höfum verið að velta fyrir okkur og það má segja, að ég hafi verið send til þess að fá svör við þeim," sagði Svanhildur. „Sumum þessara spurninga gat Gunnar Thoroddsen einn svarað og ég ætlast til þess, þegar ég mæti svona á miðstjórnarfund að ég geti að öllu forfallalausu gengið að forystumönnum flokksins saman og fengið hjá þeim þær upplýs- ingar, sem almennu flokksfólki liggur hugur á að vita." Mbl. spurði Svanhildi álits á þeim atburðum, sem hafa verið að gerast hjá sjálfstæðismönnum. Hún sagði: „Nú fékk ég aðeins aðra hlið málsins á miðstjórnarfundin- um. Ég verð þó að segja það eíns og er, að af þeim upplýsingum að dæmá finnst mér Gunnar Thor- oddsen ekki hafa staðið rétt að málum. Ég vil ekki fordæma það að menn reyni að mynda stjórn og auðvitað eru það málefnin sem mestu skipta. En ég ætlast til þess að forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins starfi saman og hagi gjörðum sínum í samráði hver við annan (og þingflokk flokksins." Mbl. spurði Svanhildi þá, hvern- ig þessi mál mæltust fyrir „úti á landi". Hún sagði: „Ég hygg að fólki hafi í fyrstu þótt þetta allt bara sniðugt og fyrir mestu að menn mynduðu ríkisstjórn. En svo held ég að fólk hafi hrokkið nokkuð við og farið að efast um, að hlutirnir væru í raun eins og verið væri að telja því trú um, bæði að þessar viðræður Svanhildur Björgvinsdóttir Gunnars við framsóknarmenn og alþýðubandalagsmenn ættu sér ekki lengri aðdraganda og hitt, að enginn maðkur væri í mysunni, hvað varðar tilganginn með þess- um viðræðum. Og þegar þetta kom upp í hugann, held ég að ánægjan hafi farið fljótt af ogorðið undir vegna grunsemda um baktjalda- makk og aðgerðir til að skemma fyrir formanni flokksins og flokkn- um sjálfum." f luttir hingað til lands til þess að afplána dómana. Þrír af sex íslendingum, sem hlutu dóma fyrir þátttöku í um- fangsmiklu fíkniefnamáli í Gauta- borg í Svíþjóð eru nýlega komnir hingað til lands og afplána þeir nú dómana á Litla-Hrauni og Kvíabryggju. Þá var fluttur hingað til lands í vikunni ungur maður, sem hlotið hafði dóm í Noregi fyrir fíkniefnamisferli. Tveir norskir lögreglumenn fylgdu manninum hingað og mun ekki hafa veitt af, því maðurinn mun hafa verið fremur ódæll á leiðinni. Maðurinn var búinn að afplána dóminn og var honum vísað úr landi. Engin köf unar- aðstoð f rá varð- skipum vegna kjaradeilu VEGNA kjaradeilu kafara um borð í varðskipunum og Land- helgisgæzlunnar sinnir gæzian ekki beiðnum um köfun. í fyrradag bað bátur um aðstoð vegna þess að hann hafði fengið í skrúfuna 60 — 70 milur vest- norðvestur af Reykjanesi, en þegar varðskipið tilkynnti að kafari væri ekki til staðar, afþakkaði báturinn aðra að- stoð. Það eru stýrimenn um borð í varðskipunum sem annast köfun og hafa þeir sett fram drög að nýjum kjarasamningi og neita að vinna nema eftir þeim drögum á meðan ekki hefur verið lokið við samninga. Hér er um að ræða endurskoðun á kaupliðum, trygg- ingamálum og útbúnaði, en köfun- arútbúnaðurinn er í eigu gæzlunn- ar. Með auknum veiðum loðnuflot- ans á norðurmiðum hefur beiðn- um um köfun fjölgað mjög, en kafararnir telja búninga gæzlunn- ar ekki hæfa til vinnu í 0 gráðu heitum sjó. Flokksráð boð- að til f undar FLOKKSRÁÐ Sjálfstæðisflokks- ins hefur verið boðað til fundar næstkomandi sunnudag 10. febrúar klukkan 14.00 í ValhölL Á dagskrá fundarins er stjórn- málaviðhorfið. Rétt til setu á fundinum eiga rúmlega 200 manns, fulltrúar úr öllum kjör- dæmum og landssamtökum, með- limir starfsnefnda, formenn mál- efnanefnda og frambjóðendur í aðalsætum. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.