Morgunblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1980 11 „La Traviata" í Háskólabíói SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands stendur fyrir uppfærslu á óperunni „La Traviata" í Háskólabíói 12. og 14. febrúar n.k. Flytjendur ásamt hljómsveitinni eru Söngsveitin Fílharmónía, kórstjóri er Marteinn H. Friðriksson, undir- leikari Agnes Löve og einsöngvararnir Ólöf K. Harðardótt- ir (Violetta), Garðar Cortes (Alfredo), Guðmundur Jónsson (Germont), Anna Júlíanna Sveinsdóttir (Flora), Elísabet Erlingsdóttir (Annina), Már Magnússon (Gaston), Halldór Vilhelmsson (Baron Duphol), Hjálmar Kjartansson (Mach- ese), Kristinn Hallsson (dr. Grenvil) og Kristinn Síg- mundsson sem fer með 4 lítil hlutverk. Hljómsveitarstjóri er Bandaríkjamaðurinn Gilbert Levine og aðstoðarmaður hans er Sue Marie Peters en hún er fastráðin við óperuna í San Fransisco. Flytjendur eru alls um 180. „La Traviata" er ópera í þrem- ur þáttum. Tónlistin er eftir Guiseppe Verdi en textinn sem er á ítölsku eftir Victor Hugo og Francesco Maria Piave. Óperan var frumflutt í Feneyjum 1853 en var í fyrsta skipti flutt á íslandi í Þjóðleikhúsinu árið 1951. Meðal þeirra sem þá tóku þátt í flutningi óperunnar var Guðmundur Jónsson sem nú er einnig meðal söngvara. Stjórn- andinn, Levine, fer til Berlínar strax að lokinni síðari sýning- unni og stjórnar þar tónleikum Fílharmóníuhljómsveitar Berlínar. Þeir möguleikar eru fyrir hendi að Levine komi hingað aftur að þeim tónleikum loknum og stjórni 2—3 sýning- um í viðbót á „La Traviata" ef aðsóknin verður mikil á hinar tvær sýningarnar. „Sambærilegt við sýningar stærstu óperuhúsa" Flutningur „La Traviata" í Háskólabíói verður í formi tón- leika, þ.e. leikur, búningar og leiktjöld verða ekki með í upp- færslunni. Á blaðamannfundi sem haldinn var í tilefni óperu- flutningsins sagði Sue Marie Peters, að vegna þessa þyrftu söngvararnir að tjá sig algjör- lega í söng sínum. Stjórnandinn, Levine, sagði að hann væri mjög undrandi og ánægður með frammistöðu allra þeirra sem þátt tækju í upp- færslunni. „Mér finnst mjög ánægjulegt að starfa með svo færu fólki sem einnig er viljugt að vinna," sagði hann og Peters tók undir þau orð. Voru þau bæði Sigurður Björnsson framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands ásamt hljómsveitarstjóranum Gilbert Levine og aðstoðarmanninum Sue Marie Peters. Ljósm. rax. sammála um að flutningur íslendinganna á „La Traviata" yrði sambærilegur við uppfærsl- ur stærstu óperuhúsa. íslensku söngvararnir voru einnig mættir á blaðamanna- fundinum og sögðu það vera mjög ánægjulegt að taka þátt í flutningi óperunnar og fá tæki- færi til að vinna undir stjórn Levine og Peters. „Við höfum góðan stjórnanda og undirleik- ara hér en þá vantar reynslu til að færa upp óperur," sögðu þeir. Garðar Cortes sagði að þessi óperuflutningursannaði það að möguleiki væri fyrir hendi til að starfrækja óperu hér á landi. Sigurður Björnsson fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljóm- sveitarinnar tók undir þau um- mæli og sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem Sinfóníu- hljómsveitin stæði fyrir óperu- flutningi en ekki í það síðasta ef hann fengi einhverju um ráðið. SNOGGUR TOGGURHF. SAAB. Hinn sérstæói bíll frá Svíþjóó umboðið BILDSHOFÐA 16 SIMI 81530

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.