Morgunblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. PEBRÚAR1980 19 Portúgölsk nefnd til viðskiptaviðræðna SJÖ manna portúgölsk sendi- nefnd undir íorsœti Fernando Reino sendiherra, er nú stödd hér á landi til viðræðna við íslend- inga um viðskipti landanna á næstunni. Eins og alkunna er var fram á síðustu ár mikill halli á þessum viðskiptum Portúgölum í óhag og hafa þeir lagt kapp á að íslendingar gerðu átak þessu til jöfimnar. Þetta hefur tekizt mætavel og munaði þar einna mest um oliukaupin frá Portúgal á siðasta ári, en ekki verður nú framhald á þeim i bili. Hafa Portúgalar nú mikinn áhuga á að selja okkur stórvirkar vélar, ráðgjafarþjónustu í sam- bandi við orkuver o.fl. af því tagi. Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytis- stjóri, sagði í samtali við Mbl. að viðskipti okkar við Portúgala hefðu aukizt mjög síðustu ár í kjölfar þess að málið var tekið föstum tökum og vonandi yrði þar , Jteger Trio" í Norræna húsinu Bernhard Hartog. fiðla Wolfram Christ. viola Ansagar Schneider, cello Efnisskrá: Fr. Schubert: Trio í B-dur D 581 Max Reger: Trio í d-moll op. 141 b L.v. Beethoven: Trio í G-dúr op. 9 Hver hafði hér heyrt getið um „Regertríóið" frá Þýskalandi þar til þýsk-íslenska félagið Germania lét þau boð út ganga að trio þetta mundi leika í Norræna húsinu á vegum félagsins og þýska bóka- safnsins föstudaginn 1. febr. í tilefni 60 ára afmælis félagsins. Undirritaður hafði a.m.k. aldrei heyrt þessa hóps getið og svo hyggur hann að verið hafi um fleiri. Því rita ég þessar línur, að verði tríóið á vegi manna síðar ættu þeir ekki að sleppa tækifæri til að hlusta á það. Um flutning þeirra félaga er óhætt að segja að hann hafi verið frammúrskarandi og kvðldstundarinnar í Norræna húsinu hlýtur maður að minnast meðal þess sem stendur langt upp úr hinni breiðu meðalmennsku. „Hin himneska lengd" Schu- berts hélt áheyrendum föngnum frá fyrsta til síðasta tóns og óaðfinnanleg tækni og nær því ótrúleg nákvæmni í samspili var aldrei á kostnað listarinnar sjálfr- ar. Reger skrifaði Tríóið í d-moll ári fyrir dauða sinn. Hinn flókni polifoniski stíll Regers reynist oft hlustanda og flytjanda erfiður skammtur, en hér leystist hvert dæmið á fætur öðru upp í listræna veislu. Tríóið óp. 9 í G-dúr skrifaði Beethoven rúmlega hálf þrítugur og geislar það af formsnilld Beet- hovens í alls kyns myndum hinna fjögurra þátta verksins. Enn höfðu þau hrikalegustu örlög sem tónlistarmann getur hent — heyrnarleysið — ekki knúð dyra, enda gneistar tríóið af lífsgleði þótt skapsveiflur höfundar leynist ekki. Þessa eiginleika Beethovens áttu þremenningarnir í ríkum mæli og varð leikur þeirra glæsi- legur endir ógleymanlegra tón- leika. Ragnar Björnsson MYNDAMOTHF. PRENTMYNDAGERÐ AOALSTRÆTI • - SllMAR: 17152-17355 á framhald, en enda Portúgal mikilvægt okkur, vegna saltfisk- sölu þangað eins og allir vita. í viðræðunefnd Portúgalanna nú eru auk Reinos sendiherra Joao de Sousa Machado, viðskipta- fulltrúi í Ósló, og aðilar úr utan- ríkis- iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytum Portúgals. I íslenzku viðræðunefndinni eru auk ráðuneytisstjórn m.a. Einar Benediktsson, sendiherra, Stefán Gunnlaugsson, Sveinn Aðal- steinsson, Þorsteinn Ingólfsson og Tómas Þorvaldsson. Myndina tók Kristján ljósm. Mbl. á fyrsta fundinum í gær- morgun. KOMATSU D155A jardyta Heildarþyngd 40,5 lonn vél 320 hö. með ROPS húsi og slillanlegum risaripper Verð ca. 137,000,000 Hafié samband vié sölumann um nánari upplýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.