Morgunblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.02.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1980 Matthildur Kvaran Matthíasson —Minning Fædd 29. .scpt. 1889. Dáin 27. jan. 1980. Síðastliðiö haust voru liðin 60 ár síðan ég kynntist fyrst Ara Arn- alds, bæjarfógeta á Seyðisfirði og ^ýslumanni Norðmýlinga. Ég þekkti þá að nokkru feril hans, svo ungur sem ég hafði verið, þegar ég fór að fylgjast með landsmálum sem eindreginn sjálfstæðis- og skilnaðarmaður, eins og það var kallað. Ég vissi, að þessi bónda- sonur frá Hjöllum í Gufudalssveit hafði brotið sér braut til stúd- entsprófs og síðan embættisprófs í lógfræði í Kaupmannahöfn, svo orðið blaðamaður við áhrifamesta blað Noregs í þann tíma, Verdens Gang, sem 0. Thommesen stjórn- aði. Mér var það kunnugt, að Ari hafði í því blaði haft forystu um fylgi Norðmanna í baráttu Islend- inga fyrir sjálfstæði, því næst. komið heim og gerzt ritstjóri í orrahríðinni miklu 1908 og þá unnið það óvænta þrekvirki, að sigra í kosningum til Alþingis hinn harðvítuga höfðingja Strandamanna, Guðjón Guð- laugsson. Ég hafði og heyrt, að svo hefði hann þá verið einn af þeim þingmönnum, sem komu til mála sem ráðherraefni. Það hafði og frétzt vestur, að hann hefði hið eftirminnilega ár 1908 gengið að eiga glæsilega og honum miklum mun yngri einkadóttur hins vin- sæla og mikilsmetna skálds, Ein- ars Hjörleifssonar, og jók það á hróður hans hjá mér, sem hafði lesið öll skáldrit Einars, sem þá höfðu séð dagsins ljós. En Ari Arnalds varð ekki ráðherra, svo sem kunnugt er, og 1911 féll hann fyrir Guðjóni Strandakempu í alþingiskosningum, og barst sú fregn vestur, að því hefðu veður- guðirnir valdið, bátur með mörg- um fylgjendum Ara hefði ekki vegna ofviðris náð nægilega snemma á kjórstað. En hvað um það: Upp frá þessu hætti Ari ekki aðeins stórfum sem einn af skel- eggustu baráttumönnum Sjálf- stæðisflokksins, heldur hvers kon- ar afskiptum af stjórnmálum, vildi jafnvel sem allra minnst um þau tala. Hann hafði líka, áður en hann kom til Seyðisfjarðar, verið sýslumaður Húnvetninga í nokkur ár, án þess að skipta sér af stjórnmálalegum væringum. Mér þótti vegur minn vaxa við það, að Ari Arnalds hóf kynni við mig, bauð mér oft heim sem fjórða manni í lomber og rabbaði við mig um eitt og annað, þó einkanlega bókmenntir, sem hann bar sérlega gott skyn á, enda alkunna, að á seinustu árum ævinnar samdi hann nokkrar bækur, sem bera því ljóst vitni, að hann var gæddur góðum gáfum sem rithöfundur. Hann var allt í senn: vitur maður, glæsimenni og prúðmenni, hvar sem hann var að hitta, og mér virtist, að hann væri mjög mikill og samvizkusamur starfsmaður. Það var því engan veginn undar- legt, að ég gerði mér glæstar hugmyndir um frú Arnalds, sem var væntanleg þegar voraði, ásamt þremur sonum þeirra. Það var svo á fögrum og heiðum vordegi, að inn til mín vatt sér Halldór Jónsson, sem ég leigði hjá og mælti: „Nú getur þú átt von á heim- boði. Nú er frú Matthildur Arn- alds komin og synirnir þrír. Og það get ég sagt þér að frúin er meira en lítið falleg og dómuleg." Það liðu nokkrir dagar, án þess að mér bærist heimboð, og svo gat ég þá ekki á mér setið, en fór inn á Öldu og gekk hægum skrefum fram hjá bæjarfógetahúsinu. Þá var það, að til mín var kallað neðan af sjávarkambi. Þar reynd- st vera þrír drengir, einn þeirra Isvert stærri en sá, sem næstur ndi vera að aldri, sá þriðji . u minnstur. Sá stærsti, sem á að gizka ellefu, tólf ára, var ,a, sem hafði kallað. Nú kom hann til mín og hinir þokuðu sér á eftir honum, annar þeirra á að gizka átta, níu ára, hinn trúlega fimm, sex. „Ég heiti Sigurður og þetta eru bræður mínir, Einar og Þor- steinn," sagði sá elzti. „Ég þekki þig. Þú ert ritstjóri hérna og skáld, og mömmu langar til að hitta þig." Áður en lengra kæmist kunn- ingsskapur minn og bræðranna, birtist í dyrum bæjarfógetahúss- ins brosandi kona, já hún brosti — og þvílíkt bros, þvílík augu, þvílíkur þokki andlits og vaxtar. Þetta var sólarlaus dagur, en nú skein sól, og hún nærði blóm, sem ilmuðu, en ekki voru sjáanleg nema þá einhverjum innri sjónum ... Þar með var ísinn brotinn. Eftir nokkrar mínútur sat ég við kaffiborð með hjónunum, en drengirnir héldu víst áfram leik sínum niðri á kambinum, þar sem sjórinn hafði lagt þeim til leik- föngin. Það var að mestu við Ari, sem héldum uppi samræðum, meðan kaffið var drukkið, en svo var hann kvaddur yfir í skrifstofu sína, þar sem eftir honum beið einhver utanbæjarmaður, og svo sátum við þá ein eftir, ég og frú Matthildur. Brátt kom að því, að í ljós kom, að við áttum nægileg umræðuefni, þar sem var innlend- ur og erlendur skáldskapur og auk þess trúmál og sálarrannsóknir. Þar kom málum, að ég minntist á þann möguleika, að allt, sem hefði verið talið sönn vitneskja frá öðrum heimi, kynni að reynast við frekari rannsóknir eitthvað allt annað, hvort frúnni virtist það ekki ógnvekjandi tilhugsun? Þá sagði hún þetta, sem ég festi mér í minni: „Enginn sannleiki er svo ægi- legur, að manni sé ekki skylt að horfast í augu við hann af fyllstu dirfsku." Ég undraðist þegar í þetta skipti þekkingu hennar og það, hve vítt hugur hennar flaug — og eins varð ég hissa á því, hve hún gat látið hrjúfa hugsun og djörf orð samræmast mýkt raddar sinn- ar. Það var ekki ýkja oft, sem við hittumst þetta eina sumar, sem hún dvaldi á Seyðisfirði, en aldrei hittumst við svo, að hún tæki mér ekki með brosi í svip og sjónum — og oft fannst mér hún fara þannig með skáldskap, að það var sem ilmur léki um hana alla. Svo háttvís var hún, að minnast ekk- ert á þau Ijóð, sem ég hafði birt á prenti, utan einu sinni. Þá sagði hún: „Ég man tvær ljóðlínur úr kvæði, sem þér hafið birt. Þær eru þessar: „Það eru svo fáir, sem finnst mér að skilji, hvað fátækur drengur úr sveit- inni vilji." Ég varð víst undrandi á svip og þá sagði hún, og nú lék vissulega um hana angan blóma: „Ég veit ekki,- hvernig yður farnast sem skáldi, en í þessum ljóðlínum er sú djúpa og ta;ra einlægni, sem er, held ég, skilyrði alls góðs skáldskapar." „Og þetta orti ég 18 ára gamall," sagði óg. „Og nú er ég helzt á því að snúa mér að skáldskap í óbundnu máli." „Þar gildir það sama," sagði hún, „jafnvel í Ijóðum og leikritum sjálfs Shakespeares, sem þó fer sínar leiðir um hin sögulegu sann- indi ... Já, Shakespeare, ég get ekki stillt mig um að fara með eina af sonnettunum hans." Það gerði hún, og það er mér ógleym- anlegt, röddin, augun, — nú var í þeim tilbeiðsla og dulúð. Eftirminnilegir eru mér síðustu samfundir okkar á Seyðisfirði. Ég kynntist talsvert mikið sonum þeirra hjóna. Þeir véku að mér, ef þeir sáu mig á götu, og ég yrti á þá að fyrra bragði, ef ég sá þá fyrr en þeir mig. En ekki komu þeir heim til mín nema einu sinni, og þá var Sigurði, sem eins og oftast hafði orð fyrir þeim, mikið niðri fyrir. Hann mælti: „Hún mamma vill endilega finna þig. Hún hefur verið veik í nokkra daga, en nú segist hún vera að hressast og bað okkur Einar að sækja þig — og þó hefur hún ekki viljað láta koma til sín lækni." Ég brá strax við og fór með þeim. Þeir voru venjulega málreif- ir, og þá einkum Sigurður, sem oft brá á glens, en að þessu sinni voru þeir þögulir — ámóta og einmitt væri í fylgd með þeim ókunnur læknir. Sigurður fylgdi mér upp á loft og inn í tiltólulega lítið herbergi, þar sem móðir hans lá í rekkju. Hún var þreytuleg, en lítið gerði hún úr þeirri „slæmsku", sem hafði lagt hana í rúmið. Og brátt bráði af henni. Ég man ekki, hvernig fyrstu orð okkar féllu en allt í einu sagði hún: „Ég er fædd vestur í Winnipeg, og þar áttum við heima þangað til H Ósjálfrátt flaustraðist fram úr mér: „Já, í Winnipeg, 29. september 1889." Hún aðeins kímdi og mælti: „Þér munið þetta rétt, og svo fórum við heim til íslands, þegar ég var um það bil sex ára." Hún þagnaði andartak en hélt síðan áfram og var ekki laust við, að hún væri dálítið vandræðaleg, svo óhikað og djarflega, sem hún hafði sagt flest, sem hún hafði minnzt á fram að þessu: „Ég hef oft í seinni tíð og þó sérstaklega núna sein- ustu dagana minnzt þess, þegar ég kom upp á þilfar á skipinu á leiðinni yfir Atlantshafið og svip- aðist um. Ég sá hvergi skóg, hvergi hús, hvergi hæð eða fjall, hvergi land, aðeins stálgrátt og dálítið öldótt haf hvert sem aug- um var rennt, óendanlegt haf. Og mér fannst ég allt í einu svo einmana og svo lítil, þar sem ég stóð og hélt í höndina á ástríkum föður. Ég gat aðeins stunið því upp með tárin í augunum, að ég vildi fara niður. Og þegar niöur kom endurtók ég: „Hafið, hafið, ekkert nenta hafið." Auðvitaö tókst svo pabba að koma fyrir mig vitinu, enda sýndi hann mér landabréf sem tók af öll tvímæli." Hún sagði ekki meira, svo sem beið í þögn, horfandi á mig sínum björtu undraaugum. Og égdirfðist loks að segja: „Þér hafið yðar innri mann, og hann er jafnfjölvís og hann er góðviljaður. Og ég man ekki betur en þér segðuð einu sinni við mig, að manninum bæri skylda til að horfast í augu við jafnvel beiskan sannleika." Hún brá við, settist upp við olnboga, horfði á mig geislandi augum og sagði mjúkum og hrífandi rómi: „Ég hef einmitt verið þessa dagana ein með því bezta í sjálfri mér, leitað og spurt og spurt, og nú hafið þér staðfest, að ég hafi séð hilla undir land." Það drap einhver á dyr, og þar með lauk þessu stutta viðtali okkar frú Matthildar Arnalds. Hafi hún þar vikið óbeint að .viðkvæmum einkamálum sínum, þá var það að minnsta kosti á þann hátt, sem slíkri konu sæmdi. Hún fór brátt með drengina sína til Reykjavíkur og kom ekki aftur. En oftar en einu sinni hafði ég yfir þessi orð, þegar mér flaug hún í hug fyrr og síðar: „En ilmur horfinn innir fyrst urtabyggðin hvers hefur misst." Ég hitti ekki frú Matthildi næstu tuttugu árin, en stundum hafði ég spurnir af henni og vissi, að árið 1928 hafði hún gifzt Magnúsi stórkaupmanni Matt- híassyni/Jochumssonar. Svo hitti ég hana tvisvar á götu og óskaði henni til heilla með hina þrjá syni, sem allir voru þá þegar orðnir kunnir manndómsmenn. En við vorem bæði á hraðri ferð og varla að við minntumst á gömul kynni. í þriðja og síðasta sinn, sem fund- um okkar bar saman var sumarið 1947. Þá gengum við spölkorn og ræddum eitt og annað. Þegar leiðir skildi, hallaði hún höfði í áttina til mín, horfði á mig sínum síður en svo fölskvuðu augum og næstum hvíslaði: „Nú, nú er ég gift manni, sem tilbiður mig." Svo vatt hún sér frá mér og mælti með sínu heillandi brosi: „Verið þér sælir." Þar með var þessum seinustu samfundum lokið. En ég staldraði við og var hugsi. „Manni sem tilbiður ..." Þarna vék hún nánar en áður að gömlum einkamálum: „Nú er ég, nú ..." sagði hún með áherzlu. En svo vildi til, að fyrir fáum dógum hafði hinn ennþá glæsilegi Ari Arnalds snætt hjá mér miðdegis- verð á heimili mínu á Langholts- vegi. Hann var ekki lengur yfir- vald, en sem slíkur hafði hann á Seyðisfirði verið yfirleitt mjóg fárra og fátt sagt í trúnaði. Nú var hann fjölræðinn og sagði mér sitthvað frá ævi sinni og störfum, sem mátti kallast trúnaðarmál, en að frú Matthildi vék hann ekki einu orði — og reyndi ég þó með varygð að gefa tilefni til þess í samræðum okkar. Ég þarf ekki að bæta þarna neinu við nema þá því, að meinbrögðótt geta þau verið mannleg örlög. Árið 1963 varð frú Matthildur ekkja, þá í annað sinn, liggur mér við að segja. Og nú er hún látin, hafði lifað níu áratugi. Mér hefur verið sagt, að nokkuð mörg sein- ustu árin hafi hún eingöngu lifað í sínum innri heimi. Það hefur verið svo fagur heimur, að umskiptin hafa ekki orðið ýkjamikil við lát hennar, þó að ekki þurfi að efa, að henni hafi verið fyrirbúinn í nýju lífi staður að verðleikum. Sonum hennar, Sigurði stór- kaupmanni og bókaútgefanda, Einari hæstaréttardómara og Þorsteini skrifstofustjóra, ásamt konum þeirra, börnum og barnab- örnum, óska ég þess, að hinir ágætu og um sumt fágætu eigin- leikar, sem hún var búin, megi sem lengst verða kynfylgja ættar- innar. Guðntundur Gíslason Hagalín. Mig langar að minnast frænku minnar Matthildar Kvaran Matt- híasson fáeinum orðum. Ég mun ekki rekja ætt hennar eða æviferil að öðru leyti en geta þess, að hún var dóttir Einars Hjðrleifssonar Kvaran, rithöfundar, og seinni konu hans, Gíslínu Gísladóttur, og elzt fimm systkina. Bræðurnir voru fjórir: Sigurður, sem lézt ungur, Einar, aðalbókari Útvegs- banka íslands, Ragnar, prestur í Vesturheimi og síðar landkynnir, og Gunnar, stórkaupmaður, faðir minn. Þau systkini eru nú öll látin. Matthildur var fædd í Kanada 29. sept. 1889 og því á 91sta ári er hún lézt. Hún hafði lengi beðið síns skapadægurs rúmföst, fyrst á heimili sínu, en síðustu árin á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, og allmörg síðustu árin var óljóst, hvort hún þekkti sína nánustu. Það má því með sanni segja, að mál væri til komið, að hún fengi hvíldina, sem hún svo lengi hafði beðið eftir. Það var sérstök raun að vita Möttu frænku svo illa á sig komna, því að það var alger andstæða við allt hennar líf fyrr á árum. Hún hafði verið svo geisl- andi af lífi og áhuga á tilverunni, bæði þessa heims og annars. Matthildur hafði að sjálfsögðu mótazt af því umhverfi, sem hún ólst upp í. Á heimili foreldra hennar hitti hún flesta þá menn, sem eitthvað létu til sín taka um aldamótin. Þar voru skáldskapur og landsmálin rædd' og ráðum ráðið, og Matthildur hefur þaðan haft með sér í vegarnesti þann brennandi áhuga á bæði lands- og heimsmálum, sem einkenndi hana alla tíð síðan. Henni var ekkert mannlegt óviðkomandi, og ég held að hún hafi ósjálfrátt ávallt tekið málstað þeirra, sem hún taldi órétti beitta eða hafa orðið undir í lífsbaráttunni. Þá hefur það ekki verið slakur skóli að fá að fylgjast með ritstörfum föður hennar, en það veit ég hún gerði, og mun hún hafa notið þess í ríkum mæli þá og síðar. Ung að árum giftist Matthildur Ara Arnalds, bæjarfógeta, og áttu þau þrjá syni: Sigurð, útgefanda, Einar, hæstaréttardómara, og Þorstein, framkvæmdastjóra. Matthildur og Ari slitu samvist- um, en seinni maður hennar var Magnús Matthíasson, Jochums- sonar, stórkaupmaður. Matthildur og Magnús bjuggu allan sinn búskap að Túngötu 5 í Reykjavík, en Magnús lézt 1963. Þar man ég eftir Möttu, en svo var hún oft nefnd, svo lengi sem mig rekur minni til, enda hófu foreldr- ar mínir sinn búskap þar. Á unglingsárum mínum kynntist ég Möttu all-náið, og ég tel mig geta fullyrt, að hún var mjög óvenju- legur persónuleiki. Matthildur var fríð kona, en það var svipurinn, sem hefur festst mér sérstaklega í minni, leiftrandi augun full af glettni og áhuga, og áhugamálin voru mörg. Hún var bókelsk og las mikið og fylgdist vel með því, sem skrifað var bæði utanlands og innan, en einkum voru henni hugleiknar íslenzkar bókmenntir, fornar sem nýjar. En það voru ekki oækurnar einar, sem áttu hug hennar. Hún hafði mikinn áhuga á allri listsköpun, en málaralistin var henni þó ef til vill hugstæðust. Hún var og músikölsk og spilaði á píanó, og fékkst reyr.tar við píanókennslu um tíma. A,,* nálgaðist hún for- dómalaust ::ieð opnum huga og rataði þvj <,ftast beint að kjarna hvers efms, og næm var hún sem unglingur langt fram eftir aldri. Hún var í orðsins beztu merkingu fjölmenntuð kona. Það var því ekki að ástæðu- lausu, að farið var að biðja hana að hjálpa unglingum í skóla, flestum við undirbúning vegna inntökuprófs í menntaskóla eða gagnfræðaprófs. Hún einbeitti sér einkum að íslenzku og íslenzkri málfræði, og áður en varði hafði hún náð undraverðum tókum á því efni. Þeir urðu að lokum ófáir nemendurnir, sem henni tókst að leiða á rétta braut, oft á undra skömmum tíma, út úr myrkviði málfræðistagls til skilnings á námsefninu. Þessu ollu frábærir kennarahæfileikar, ótakmórkuð þolinmæði og elja. En þó er mér nær að halda, að árangurinn hafi ekki sízt stafað af því, að nemend- urnir fundu fljótt, að hún lét sér aldrei fátt um finnast, hvernig þeim reiddi af og sparaði ekki sjálfa sig, hvernig sem á stóð, og ekki er mér grunlaust um, að oft hafi hún gengið of nærri sér á þessum árum, því að heilsa henn- ar var oft tæp. Ég hef hér aðeins minnzt á kennslu hennar í íslenzku, en fjarri er það sanni, að hún hafi takmarkað sig við þá grein eina. Ég held, að hún hafi reynt að hjálpa nemendum við lestur allra hinna svokölluðu ný- inála, sem þá voru kennd í Menntaskólanum i Reykjavík, og lagði hún þá oft mikið á sig við undirbúning fyrir kennslu. í lífi sínu var Matthildur gjöfull veitandi, og margir munu nú hugsa til hennar með þakklæti og virðingu fyrir þá aðstoð og upp- örvun, sem hún veitti þeim, þegar mikið reið á. Að leiðarlokum kveð ég Matthildi, frænku mína, og bið henni blessunar. Einar G. Kvaran.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.