Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1980 39 ff í Síberíu urðum við að fella trén með handsögum og klofa snjóinn upp í mitti ■■ (Sjá: MANNRAUNIR) * * SAMFELAGIÐ Doris Haase heitir kona nokkur í Hannover í V-Þýskalandi, sálfræðingur að mennt. Frú Doris hefur nokkur undanfarin ár kennt í kvöldskóla þar í borg sem ekki er svo sem í frásögur færandi. Það sem mörgum þykir þó furðu- legra er námsefnið sjálft en frúin reynir að leiða nem- endur sína í allan sannleik- ann um það eitt „hvernig eigi að rífast“! „Reiði, sem ekki fær út- rás, hverfur ekki heldur safnast fyrir og brýst síðan fram eins og flóðbylgja," segir frú Doris. „Þess vegna er betra að byrgja ekki inni með sér lítilfjörlega óánægju til að koma í veg fyrir reiðiköst síðar.“ Heilræði frú Dorisar Haase í átta liðum eru á þennan veg: 1) Vektu ekki deilur á óheppilegum tíma, eins og t.d. þegar verið er að sýna knattspyrnuleik í sjónvarp- inu. 2) Veltu því vel fyrir þér fyrst af hverju óánægjan stafar. Haltu heimilisstörf- unum utan við misklíðar- efnin. Listin að rífast 3) Byrjaðu ekki á þann barnalega hátt að segja „þú hefur gert þetta eða hitt“. Talaðu í 1. persónu eins og t.d. „mér gremst þegar ...“. 4) Rifjaðu ekki upp gamlar syndir með setning- um eins og „fyrir tíu árum gerðir þú þetta eða hitt“. 5) Forðastu umfram allt afdráttarlausar fullyrð- ingar, t.d. orðin „alltaf“ og „aldrei". 6) Reyndu að breyta um- kvörtun í ósk. í stað þess að segja: „Þú hefur aldrei neinn tíma fyrir mig,“ segðu þá heldur: „mér þætti gaman að við færum oftar í bíó saman.“ 7) Þegar farið er að hitna verulega í kolunum skaltu taka saman dálítið yfirlit yfir umkvörtunar- efnin svo að ekkert fari á milli mála. 8) Ef þér skyldi nú vaxa þetta allt í augum, ja, hvers vegna ekki að fara þá bara í koddaslag? SKALKAR IRAN Byltingin geng- ur berserksgang I Þeir æða yfir eyðimörkina á jkraftmiklum mótorhjólum og brytja niður gasellurnar og dádýr- in, sem áður voru alfriðuð. Stund- um eltast þessir vélvæddu veiði- þjófar við dýrin í Kavir-þjóðgarð- inum þar til þau örmagnast og geta enga björg sér veitt. Þá eru þau skorin á háls eins og siðvenja er þar í landi. Frá íransströnd halda hundruð manna út á Kaspíahafið til ólög- legra styrjuveiða, ekki þó með net, nætur eða annan venjulegan veiði- búnað að vopni heldur dýna- mitsprengjur. Þegar sprengjurnar hafa spurngið í djúpinu fljóta styrjurnar upp með sprunginn sundmagann og er þateftirleikur- inn auðveldur. Allt sem gera þarf er að tína þær upp ír vatnsskorp- unni. Ibúar þropanna nálægt Zágos- skóginum í Vestur-íran hafa held- ur ekki látið sitt eftir liggja við að fagna því að vera lausir við kúgun keisarans. Verðmæt harðviðar- trén hafa verið kvistuð niður, ýmist í brenni eða að viðurinn er seldur húsgagnaframleiðendum. Síðan er skóglaus svörðurinn tek- inn til akuryrkju eða búsmalanum er beitt á hann. Náttúruleg auðlegð írönsku þjóðarinnar, sem keisarinn lagði kapp á að varðveita, hefur orðið hart úti í íslömsku byltingunni. Árum saman hafa gilt strangar reglur um skógarhögg og veiðar og háum sektum beitt ef út af hefur brugðið. Nú láta írarnir greipar sópa um skógana jafnt sem fiski- miðin. Með nútímalegum vopnum, sem tekin voru frá hernum í byltingunni á síðasta ári, stugga þeir við eftirlitsmönnunum og í Skófl- an og sand- urinn geym- ir þa best KENNSLA: íranskur „bylt- ingarvöróur" sýnir áhuga- mönnum í Teheran réttu hand- tökin við meðferð vélbyssu. kjölfarið siglir auðn og eyðilegg- ing. Mohammed Vahedi, yfirmað- ur írönsku umhverfismálastofn- unarinnar, segir að rán og rupl af þessu tagi sé skiljanlegt í landi þar sem miðstjórnarvaldið er í molum. „Þetta er eins og í rafmagns- leysinu í New York á sínum tíma, þegar brotist var inn í verslanir og öllu stolið steini léttara. Fólk vill gjarna fara sínu fram þegar hvorki lög né lögregla halda aftur af því.“ I Iran eru mörg stöðuvötn og ár, auðug fiskimið í Kaspíahafi og víðáttumiklir skógar, sem eru heimkynni margra mjög fágætra dýrategunda, t.d. persneska dá- dýrsins, Kaspía-tígursins, Goit- eres-gasellunnar, villta asnans og cheetah. Nú óttast margir, að þau spjöll verði unnið á gróðri og dýralífi, sem seint verður bætt fyrir. Vahedi leggur þó áherslu á, að ekki sé rétt að beita hervaldi til að stöðva rányrkjuna. „Herinn stend- ur með fólkinu og fólkið með hernum," segir hann. „Herinn og fólkið munu ekki berast á bana- spjót. Við verðum að tala um fyrir fólkinu og koma því í skilning um, að þessar auðlindir á að nytja í þágu þess og komandi kynslóða. Ef allt er lagt í rúst verður af engu sð takau MICHAEL WEISSKOPF ÍSRAEL og Egyptaland opn- uðu landamæri sín og tóku upp stjórnmálasamband 26. janúar sl. En undirheimar Tel Aviv og Kaíró skutu stjórn- málamönnum og herforingj- unum ref fyrir rass og voru skrefi á undan. Friðurinn gef- ur fé í aðra hönd. Áður en landamærin voru formlega opnuð var hægt að kaupa tollfrjálsa ísraelska bíla á bökkum Nílar — stolna ísraelska bíla, oftast Mercedes Benz. Það er bráðsnjöll hug- detta ísraelskra og egypzkra glæpamanna sem gerir þessa bílaverzlun mögulega. Sam- særismennirnir hafa sem sé fært sér í nyt áætlun ríkjanna um afhendingu herteknu svæðanna á Sínai-skaganum og fengið Bedúína-hirðingj- ana, sem þar búa, sem milli- göngumenn. Afhending herteknu svæð- anna er tilkynnt með góðum fyrirvara. Israelsku þjófarnir stela bílunum, aka þeim út í Sínaí-eyðimörkina að nætur- lagi, þar sem þeir eru afhentir Bedúínunum, sem grafa þá í sandöldurnar. Þegar ísraelski herinn yfir- gefur umrætt svæði grafa Bedúínarnir bílana upp aftur, skrá þá sem sína eign hjá hinum nýju egypzku yfirvöld- um, eða þá taka bílana í sundur og flytja þá yfir Suez- skurð til Kaíró. Israelsk hernaðaryfirvöld áætla að glæpahringurinn hafi stolið um 150 bílum. Um helmingur þeirra er þegar kominn yfir Suez-skurð en hinir eru trúlega enn grafnir í eyðimerkursandinn. Smygl er einnig tekið að blómstra á ný meðal Bedúín- anna, sem hafa stundað þá iðju frá aldaöðli, en þeir urðu að gefa þá starfsemi upp á bátinn þau 12 ár sem hernám ísraelsmanna stóð. Um þessar mundir má m.a. sjá ísraelskan bjór á svarta markaðnum í Kaíró. Við vörusmyglið er notuð sama aðferðin og með bílana. Smyglgóssið er flutt út í eyði- mörkina og grafið þar, unz svæðið er afhent Egyptum. Þá snúa smyglararnir sér að næstu landsspildu á áætlun- inni. - ERIC SILVER Eins og jörðin heíði gleypt bílana — hvað hún gerði raunar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.