Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 30
62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1980
Umsjón: St'ra J&n Ihtlbú Hróbjartsson
Séra Karl Siyurbjörnsson
Siyurfrur Páhson
AUDRCmiNSDEGI
Biblí ul estur
VIKUNA 10.-16. FEBRÚAR
Sunnudagur 10. febr. Mark. 4: 3—9
Mánudagur 11. febr. Matt. 13: 10—17
Uriðjudagur 12. febr. Mark. 11:15—19 og 27—33
Miðvikudagur 13. febr. Mark. 6: 1—6
Fimmtudagur 14. febr. Mark. 4: 26—29
Föstudagur 15. febr. I. Kor. 2: 1—5
Laugardagur 16. febr. Hebr. 6: 1—8
I grýtta
jörð
Bihlíudagurinn. Guðspjall: Mark. 4:3—9.
SÁÐMAÐUR GEKK ÚT AÐ SÁ. Þessi dæmisaga er ein hinna
þckktari af dæmisögum Jesú. Eins og í flcstum þeirra er sviðið
daglegt líf og starf áheyrendanna. Sáðmaður gekk út að sá. Það var
ekki allt jafn uppörvandi sem að sáningarstarfinu laut. Sáðkornið
komst ekki allt í þá jörð sem veitti þau skilyrði að það hæri ávöxt.
Sumt féll í götuna og fuglar komu og átu það upp. sumt féll í grýtta
jörð og enn annað kafnaði í illgresi.
Það er líklcgt að mörgum af fylgjendum Jesú hafi þótt
sáningarstarf hans hera harla lítinn árangur. Það voru ekki stórir
skararnir sem snerust til fylgdar við hann þótt margir kæmu til að
hlýða á hann. Ekki er ólíklegt að ýmsum hafi fundist gatan hörð.
jarðvegurinn grýttur. illgresið gróskumikið og uppskeran rýr.
Þannig er því varið enn þann dag í dag. Mörgum finnst
sáningarstarf lærisveina Jesú á okkar dögum harla lítinn árangur
hera. Mörgum verður á að spyrja með vonlcysishreim í roddinni: Ilver
eru eiginlega áhrif hins kristna hoðskapar í samtíðinni? Ilver eru
áhrif hins kristna hoðskapar hér á okkar landi í dag? Er ekki
stöðugt vorið að sá í grýtta jörð? Er ekki stöðugt verið að sá þar sem
illgresið dafnar og kadir sérhvern góðan ávöxt? Hefur hoðun orðsins
nokkuð að segja?
í dag er hihlíudagur. Einkennismerki þess dags er sáðmaðurinn
sem gekk út að sá. Bihlían er metsölubók á íslandi eins og víða
annars staðar. En er hún lesin? Og sé hún lesin — hefur hún áhrif?
Endir dæmisögunnar er með öðrum hætti en upphafið. — Sumt
féll í góða jörð og bar ávöxt. Þrátt fyrir 2000 ára sáningarstarf er
uppskerutíminn enn ekki kominn. Fyrst við lok tímanna kemur
raunverulega í Ijós hver raunverulegur ávöxtur er af sáningarstarfi
því sem unnið hefur verið í aldanna rás. Jesús gefur í þessari
dæmisögu fyrirheit um ríkulegan ávöxt. Endir dæmisögunnar hlýtur
að hafa vakið furðu þeirra sem á hlýddu. Ávöxturinn varð
þritugfaldur — sextugfaldur já hundraðfaldur! Bændur á Gyðinga-
landi áttu ekki að venjast slíkri uppskeru. Hún var langt fram yfir
það sem raunveruleiki þeirra hafði kennt þeim. En einmitt þess
vegna er endir dæmisögunnar sterk predikun um Guðsríki og komu
þess. Þegar það birtist í fyllingu tímans fer það fram úr öllu því sem
menn getur órað fyrir. Þá mun koma í Ijós að sáningarstarfið hefur
ekki verið til einskis. þrátt fyrir troðinn jarðveg og grýttan og þrátt
fyrir gróskumikið illgresi. Þess vcgna halda lærisveinar Jesú ótrauðir
áfram því verki Jesú Krists að sá hinu góða sæði. fullvissir þess að
erfiði þeirra er ekki til einskis.
— Sumt frll í kóöh jörd uk khí a/ sér uö þrituxföldu. að
sextUKföldu ok aó hundraðföldu.
< & t.::
s xí>'t>v> •>v/‘/<'■< m '
ÉPMPl
: ■■■'* :;*-■ <■<>
V <jw,„ x-V '••>
■■.,..:; £ ■ :
' '-\é‘ é'
Hvert er hlut-
verk Biblíunnar
BIBLIUDAGUR1980
sunnudagur lO.febrúar
Sæöiö er Guös Orö
Biblían er stórkostlegt bók-
menntaverk. Á síðum hennar er að
finna dýrustu perlur heimsbók-
menntanna. Engin bók hefur haft
eins gagnger áhrif á menningu,
málfar, siði og háttu milljónanna.
Biblían veitir innsýn í heillandi
sögu fornra þjóða og menningar-
heilda, gefur upplýsingar um trú
og lífshætti manna fyrir allt að 3
árþúsundum, er sagnfræðingum og
fornleifafræðingum, mannfræð-
ingum og þjóðháttafræðingum
hreinasta gullnáma. Þó er það svo,
að þeir, sem sögu hennar sögðu,
rituðu og gengu frá henni eins og
hún er nú, höfðu ekkert af þessu i
huga við verk sitt né heldur þeir,
sem hana lesa mest og unna.
I Nehemía-bók er sagt frá því er
Esra las upp úr ritningunni og
þeir, sem heyrðu skildu ekki aðeins
það, sem lesið var, heldur komust
við, og grétu, og glöddust síðan og
fögnuðu yfir því sem þeir heyrðu
og tóku saman höndum um að
gjöra það, sem ritningin bauð
þeim. Það að heyra og skilja
ritninguna snart tilfinningar
þeirra, og vakti þá til athafna.
Öldum síöar lýsti J.B.Phillips,
sem vann að nýþýðingu Biblíunnar
á ensku, reynslu sinni við þýð-
ingarstarfið. Hann sagði: Þótt ég
gerði allt sem í mínu valdi stóð til
að umgangast þessa texta á hlut-
lausan hátt, fann ég hvað eftir
annað, hvernig viðfangsefnið varð
eins og lifandi fyrir mér og textinn
forni talaði til mín og varpaði nýju
ljósi á aðstæður mínar.
Þessi viðbrögð endurspegla þær
myndir og líkingar, sem ýmisr
höfundar Biblíunnar nota er þeir
lýsa áhrifum Guðs orðs samkvæmt
eigin reynslu. Þeir líkja því við eld,
sem vermir, hamar er molar, vatn
sem hreinsar og svalar, sverð í
bardaga, spegill, sem sýnir mann
eins og hann er, Ijós, sem lýsir
veginn. Það er að verki í þeim, sem
trúir, byggir upp, er lifandi og
kröftugt.
Markmið Biblíunnar er að gera
eitthvað í lífi lesandans, jafnframt
því að vekja áhuga hans ög miðla
upplýsingum. Það regindjúp, sem
aðskilur tíma Biblíusagnanna okk-
ar tímum, þar sem menn búa við
gjörólíkar félagslegar og menning-
arlegar aðstæður, villir okkur oft
sýn hvað þetta snertir, og gerir að
verkum að okkur finnst, sem hér sé
um úrelta hluti að ræða og Biblían
eigi því ekkert erindi til nútíma-
mannsins í flóknum aðstæðum
hans.
En Biblían fjallar um þá eigin-
leika mannlegs eðlis, sem ekki hafa
breyst. Það fólk, sem við lesum um
á blöðum Biblíunnár eiga þá
drauma og þá galla, sem við
könnumst við hjá okkur sjálfum.
Það er stórmerkilegt hvað Biblían
er raunsæ og trúverðug í mannlýs-
ingum sínum. Jafnvel hetjurnar
Hið íslenska Biblíufélag
dag er hinn árlegi Biblíu-
dagur. Þá er vakin sérstök
athygli á Ilinu ísl. Biblúíélagi
og starfsemi þess. Einnig er
reynt að safna peningum á
þessum degi til styrktar þýð-
ingarmiklu starfi Bihlíufélags-
ins. Tekið verður á móti fram-
lögum til félagsins í öllum
kirkjum og á kristilegum sam-
komustöðum.
Hið Isl. Biblíufélag var stofn-
að 10. júlí 1815 og mun vera eitt
elsta félag á Islandi. Herra
Sigurbjörn Einarsson biskup er
forseti félagsins og hefur hann
verið í stjórn þess frá 1948.
Framkvæmdastjóri félagsins er
Hermann Þorsteinsson.
Aðalverkefni Biblíufélagsins
er að gangast fyrir útgáfu bibl-
íunnar á íslensku og sjá um
dreifingu hennar. En til þess að
svo geti orðið verður fyrst að sjá
um að biblían sé til á skiljanlegu
og góðu máli. Öll Biblíufélög
leggja því óhemju vinnu í end-
urþýðingar á ritningunni. í mörg
ár hefur verið unnið að slíku
þýðingarstarfi hér á landi. — Nú
er svo komið að öll guðspjöllin
og Postulasagan liggja fyrir í
nýrri þýðingu, en bréfin eru
skemur á veg komin.
Stjórn Biblíufélagsins hefur
ákveðið að gefa biblíuna út í
nýjum búningi svo fljótt sem
auðið er. Og þar sem endurþýð-
ing tekur langan tíma hefur
verið ráðist í að endurskoða
gamla textann á öllu því efni
sem ekki er búið að full vinna í
endurþýðingu svo hægt sé að
gefa hana út sem allra fyrst.
Nokkrir guðfræðingar vinna að
þessari endurskoðun nú og mið-
ar verkinu nokkuð vel.
Ljóst er að endurútgáfa á svo
viðamikilli bók sem biblíunni er
mikið og kostnaðarsamt verk. \ ‘
mörg ár hefur biblían verið
endurprentuð með sömu setn-
ingu. Nú verður hún sett upp á
nýtt með nýjum og endurbætt-
um texta, sem án efa gerir hana
mun aðgengilegri fyrir lesendur.
Þetta verk er nú mjög aðkallandi
vegna þess að ekki reynist unnt
að nota gömlu setninguna öllu
lengur, því plöturnar sem hún er
á eru orðnar svo slitnar. Einnig
má geta þess að biblían okkar
hefur ekki fengið nýjan búning
þ.e. setningu, réttritun og þýð-
ingu, síðan í byrjun þessarar
aldar.
Biblíufélagið hvetur því alla
landsmenn að leggjast á eitt með
að styrkja starf félagsins svo ný
biblía verði að veruleika sem
allra fyrst.
mestu eru ekki sýndar sem ein-
hverjar undramanneskjur. Sjá til
dæmis sögurnar um Davíð konung
og Pétur postula. Þeir veikleikar
og brestir, sem við sjáum hjá þeim,
eru okkur næsta vel kunnir úr
eigin aðstæðum okkar. Maðurinn
hefur ekki breyst, þótt heimurinn
sé annar.
Hitt skiptir þó ekki minna máli,
að Guð hefur ekki breyst. Hvorki
eðli hans né afstaða til mannanna.
I Biblíunni lærum við um Guð,
hvernig hann er og hvað hann vill.
Það er hlutverk þeirrar sögu, sem
Biblían geymir að varpa ljósi á þá
staðreynd, sem öllu máli skiptir,
sem sé, að sá Guð, sem skapar
þennan heim, elskar hann og
grípur inn í mönnunum til bjargar,
á margvíslegan hátt í sögunni, en
fyrst og fremst með lífi og dauða
og upprisu Jesú Krists.
Biblían bendir á Krist.
Jóhannes lýkur guðspjalli sínu
með því að segja: „En þetta er
ritað til þess að þér skulið trúa að
Jesús sé Kristur, Guðs sonurinn,
og til þess að þér, með því að trúa,
öðlist lífið í hans nafni.“ Hann
skrifaði bók sína í áróðursskyni, í
sama tilgangi og Jesús sjálfur taldi
einkenni allrar ritningarinnar,
eins og hann sagði: „þér rannsakið
ritningarnar ... og þær vitna um
mig. Því að ef þér tryðuð Móse, þá
tryðuð þér og mér, því að hann
hefur ritað um mig.“ Eftir upprisu
sína útskýrði hann ritningarnar
fyrir lærisveinum sínum: „... byrj-
aði á Móse og öllum spámönnunum
og útlagði fyrir þeim í öllum
ritningunum það, sem hljóðaði um
hann.“
„Biblían er vagga Krists,“ sagði
Lúther. „Móðirin gengur að vögg-
unni til að finna þar barnið, við
leitum til Biblíunnar til að finna
þar Krist.“ Hlutverk Biblíunnar er
að vekja trú á frelsaranum. En
ekki það eitt. Hún nærir þá trú og
viðheldur henni, að við fáum vaxið
og þroskast í samfélagi við Guð. Af
Biblíunni fáum við æ meiri innsýn
í vilja Guðs og verk — og erum
hvött til fylgdar við hann í hlýðni
við vilja hans. Jesús sagði: „Hver
sem elskar mig, mun varðveita
mitt orð, og fáðir minn mun elska
hann og til hans munum við koma
og gjöra okkur bústað hjá honum
... og það orð, sem þér heyrið, er
ekki mitt, heldur föðurins, sem
sendi mig.“