Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1980 JOHN CHANG McCURDY Það er blómlegt um að litast að Kjarvalsstöðum þessa dagana og vonandi gefur það fyrirheit um að hér verði hvergi dregið úr kröfum um menningarlega starfsemi árið út. í göngum er frábær sýning á veggspjöldum, sem áður hefur verið getið um en í vestursal eru tvær stórmerkar sýningar, sem allir, er unna myndlistum, mega helst ekki láta fram hjá sér fara. Ég hef margoft orðið að benda á og leiðrétta gróinn misskilning á stöðu og eðli ljósmynda því að það vill þvælast fyrir hérlendum, að allt frá upphafi hefur þetta verið gildur þáttur innan sjónmennta og ekki síður en málaralist til að mynda. Málarar hafa frá upphafi hagnýtt sér hið optíska auga og eru um það ótal dæmi og fleiri og furðulegri en nokkur getur ímynd- að sér en þó eru stór skil á milli meðhöndlun pentskúfsins og Ijósmyndavélarinnar þó að í báð- um tilvikum sé um sjónræn atriði að ræða. Málarar hafa frá upp- götvun þessarar tækni hagnýtt sér hana í margbreytilegri mynd og var t.d. haldin mikil sýning í Ziirich fyrir þrem árum, sem einmitt fjallaði um þessa hlið mála. Gefin var út stór og mikil bók með dæmum um það hvernig heimsfrægir málarar tóku myndir af þekktum persónuleikum og landslagi og yfirleitt öllum sjón- rænum atriðum umhverfisins og notuðu svo sem uppistöðu í mál- verk. Á okkar dögum er ljósmynda- tæknin orðin svo fullkomin að í meðhöndlun snillinga í þessari tækni er hún orðin að samkeppn- isatriði er í sumum tilvikum gefur pentskúfnum langt nef. Þetta allt og margt fleira má heimf æra á sýningu Kóreumanns- ins Chang McCurdy á Kjarvals- stöðum þessa dagana en hann sýnir þar einmitt dæmi um það hve mjög má notá hið optíska auga á myndrænan hátt. Kóreu- maður þessi virðist hafa frábært skyn á myndbyggingu og hagnýtir sér þessa gáfu sína á margvísleg- an hátt þannig að úr verður hrein og markviss myndbygging er minnir helst á gömlu meistarana í málaralist er gerðu gullna sniðið að vísindum þar sem hlutföll og skipan einfaldleikans sat í fyrir- rúmi. Það er hrein unun að skoða þkessar myndir ekki síður en frábæra myndlistarsýningu og þá Storutsala hefst á morgun mánudag Kjólar — blússur — pils Næg bílastæði Tízkuverzhmin má árétta það að þetta er mynd- list út í fingurgóma. Ég er enginn vísindamaður á ljósmyndir og þekking mín nær hér skammt svo að ég myndi vilja að aðrir fjölluðu um þessa hlið mála, en ég vil eindregið hvetja alla er unna ljósmyndum og myndlist yfirleitt að fjölmenna á Kjarvalsstaði því að á þessari sýningu er margt að upplifa og um leið að uppgötva fyrirbæri í nátt- úrunni sem óvíst er aö allir geri sér grein fyrir. En er þó skjalfest- ing á fjölbreytilegum undrum náttúrunnar sem láta ekki að sér hæða hvort heldur sem er í útlandinu eða ósnortinni íslenzkri náttúru. Hér eigum við heimsund- ur sem austrænt auga hefur num- ið á dásamlegan hátt. Myndllst ef tir BRAGA ÁSGEIRSSON SYNING M.C ESCHER Á vorum dögum, er ýmsir myndlistarmenn fullyrða, að tækni skipti engu máli í tilorðn- ingu myndlistarverka, er sýning á furðumyndum M.C. Escher á Kjarvalsstöðum líkast hressandi hafgolu. Hér kemur allt fram, snilldarleg hugsun, frábær út- færsla og mögnuð tækni. Stein- þrykkið hefur hér á landi verið vanmetin listgrein en er sem betur fer á uppleið, þakkað sé J. P. Weber er hafði eftirminnilegt námskeið í Myndlista- og handí- ðaskóla íslands fyrir tveim árum og þar sem menn sáu samvinnu föður og sonar svo sem hún best hér um hárrétta þróun að ræða varðandi dreifingu gildrar listar um land allt og raunar einnig út fyrir landsteinana svo sem ég spáði á árum áður. En hér er öðru fremur til umræðu myndir Mauritus Cornel- ius Escher, sem nú prýða Kjar- valsstaði, og er um einstakt tæki- færi að ræða að sjá og upplifa hvað best verður gert í þessari tækni því að vægast sagt er hér um fullkomið handverk að ræða og ótrúlegt hugmyndaflug. Eins og er um flesta snillinga átti list Escher erfitt uppdráttar, hún var má vera. Faðirinn bjó til lista- verkin en sonurinn þrykkti og hefur áratuga reynslu í tækni steinprentsins og hefur ekkert gert annað en að þrykkja snilldar- verk föðurins um fjölda ára. Það er eitthvað annað að hafa slíkan tæknimann við hlið sér en að þurfa að gera allt sjálfur. Að búa til listaverk á stein og þrykkja síðan eru tveir óskyldir hlutir, — tæknin er hér fag sem tekur fjölda ára að læra en það undarlega hefur margoft viljað til, að þessir tæknimenn hafa orðið listamenn sjálfir, svo ríkt og gjöfult er eðli steinprentsins. Ekki létu þessir feðgar þar við sitja heldur buðu samlanda sínum og túlki Richard Valtnigojer til síns heima og skýrðu honum öll leyndarmál steinþrykksins og hann hamast nú vift. að útbreioa þessa tækni í Myndlista- og handíðaskólanum og með ágætum árangri. Grafík er að verða sú listgrein er dregur að sér flesta nemendur skólans og er eitthvað sér á báti, og bóklærðir listfræðingar stóðu hér lengi vel á gati. En þegar viðurkenningin kom loksins, kom hún þeim mun rækilegar og munu fáir grafík- listamenn vera í eins miklum metum á seinni árum en þá var hann orðinn gamall maður og naut þess einungis um skamma hríð því að hann lést árið 1972, en þá heimsfrægur maður. Um þenn- an mann má segja, að sjón er sögu ríkari því að hver einstök mynda hans kemur á óvart, fiskur verður að fugli, og hús ranghvolfast en ávallt er hér um hnitmiðaða f ramrás að ræða er gerir skoðand- ann höggdofa, myndræn rökræða er mátar skoðandann algjörlega, slík er snilld mannsins. En ég vil alls ekki hafa fleiri orð um þetta en hvet forvitna að fjölmenna á Kjarvalsstaði um helgina því að þar er margt að skoða og upplifa er engan lætur ósnortinn, sem á annað borð hefur sinn andlega radar í lagi. Rauðarárstíg 1 Sími 15077 Hluti í flugvél til sölu TT-LAX Cessna 172, árg. 1977, ásamt nýju flugskýli 1/6 hluti. Uppl. í síma 44804, heimasími og 41630, vinnusími.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.