Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1980
59
Sextugur:
Arnór L. Hans
son trésmiður
í dag, 10. febrúar 1980, er vinur
minn Arnór L. Hansson, Hátúni 8,
Reykjavík, sextugur. Enginn
myndi trúa því, sem ekki vissi, að
Arnór væri sextugur, svo kvikur á
fæti og unglegur sem hann er.
Arnór er fæddur að Holti á
Brimilsvöllum í Snæfellsnessýslu.
Hann var yngstur í hópi átta
systkina. Foreldrar Arnórs voru
hjónin Hans Árnason og kona
hans Þorbjörg Árnadóttir. Arnór
ólst upp á Brimilsvöllum með
foreldrum sínum til 14 ára afdurs,
en þá fluttist fjölskyldan til Ól-
afsvíkur. Arnór byrjaði ungur að
stunda alla algenga vinnu, bæði til
sjós og lands. Á uppvaxtarárum
hans var mikil fátækt hér á landi,
enda kreppa og því mikið atvinnu-
leysi víða við sjávarsíðuna. Sextán
ára gamall byrjaði Arnór sinn
sjómannsferil á sexæringi, sem
faðir hans var formaður á. Síðar
varð Arnór háseti á ýmsum land-
róðrabátum á vetrarvertíðum,
bæði frá Ólafsvík og Akranesi. Á
sumrum vann Arnór við bygg-
ingarvinnu, einkum í Reykjavík.
Árið 1947 hugðist Arnór fara eina
ferð á togaranum Ingólfi Arnar-
syni, með hinum kunna afla-
manni, Hannesi Pálsslyni. Sá
þáttur í ævi Arnórs varð þó lengri
en ætlað var í upphafi, því að
Arnór var skipverji á b/v Ingólfi
Arnarsyni samfleytt í þrjú ár. Var
það hvorttveggja, að Arnóri líkaði
skiprúmið vel og þó ekki síður
hitt, að fast var eftir gengið, að
hann skipaði það rúm.
Árið 1949 byrjaði Arnór
trésmíðanám hjá eldri bíoður
sínum, Hallgrími. Lauk hann því
iðnnámi með sóma árið 1953.
Árið 1951 kvæntist Arnór Sig-
ríði Jónsdóttur, hinni ágætustu
konu, sem búið hefur manni sínum
fallegt heimili.
Hvert það starf, sem Arnór
Hansson hefur tekist á hendur
hefur verið vel af hendi leyst.
Trúmennsku hans og dugnaði hef-
ur ávallt verið við brugðið. í góðra
vina hópi er Arnór hrókur alls
fagnaðar. Hann er vel hagmæltur
og kastar þá gjarnan fram hnytt-
inni stöku. Það er ekki ætlun mín,
að rekja ævisögu þessa heiðurs-
manns, enda hygg ég að það væri
honum lítt að skapi.
Við hjónin viljum nota þessi
merku tímamót í ævi Arnórs L.
Hanssonar til þess að óska honum
og frú Sigríði allrar blessunar og
þakka vináttu liðinna ára. Arnór
mun verða að heiman á afmælis-
daginn.
Björn Önundarson.
Höfum flutt skrifstofur vorar aö Grensás-
vegi 9, ný símanúmer eru
34920 og 31910.
Sala varnarUöseigna.
Eigendur Datsun- og
Subarubifreiða
Verkstæði okkar á Laugarnestanga veröur lokað
frá og með 11. febr. Opnum í nýju húsnæöi að
Vagnhöfða 8 föstudaginn 15. febr.
Spindill h/f,
sími 83900
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
r
Sólarkvöld
í Súlnasal
Sunnudagskvöld 10. feb.
Kínverskur
ævintýraljómi
Fjölbreytt skemmtiatriði:
• Karlakór Reykjavíkur, nýkominn
frá Kína
• Jörundur
Guömundsson
með nýtt prógram
Módelsamtökin sýna nýjustu
tískuna
• Dansflokkur frá Dansskóla Heiö-
ars Ástvaldssonar
• Bingó — glæsileg feröaverðlaun
aö verömæti kr. 1.000.000
• Dans — Hljómsveit Ragnars
Bjarnasonar
Kvöldverður:
Viö bjóöum upp á þrjá • Súrsætur fiskréttur
kínverska rétti. Verö aö- • Lambakjötsréttur
eins kr. 5.500. • Kjúklingur m/sveppum
Ferðakynning:
Kynntar verða páskaferðir til írlands og
stuttar og ódýrar Lundúnaferöir
Allir matar gestir fá gjöf frá Parfums Givenchy, París
Skemmtunin hefst kl. 19.00.
Boröapantanir e. kl. 16.00 í dag í síma 20221.
Kynnir: Magnús Axelsson.
Samvinnuferoir - Lanasyn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
....-—...
VeriÖvelkomin
fhæinn
Gisting á Hótel Esju er til reiðu.
Viö bjóöum þér þægilega gistingu á
góöu hóteli. Herbergin eru vistleg og
rúmgóö, — leigð á vildarkjörum aö vetri
til. Héðan liggja greiðar leiöir til allra
átta. Stutt í stórt verslunarhverfi.
Laugardalslaugin og Laugardalsvöllur í
næsta nágrenni.Strætisvagninn
stoppar viö hóteldyrnar,meö honum
ertu örfáar mínútur í miöbæinn.
Á Esjubergi bjóðum viö þér fjölbreyttar
veitingar á vægu veröi.
Á Skálafelli, veitingastaönum á 9. hæð
læturðu þér líöa vel, - nýtur lífsins og