Morgunblaðið - 13.03.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980
7
Aö skattleggja
þjóöarvandann
íslendingar eru háðari
milliríkjaverzlun (útflutn-
ingi og innflutningi) en
flestar aörar þjóöir. Óóa-
veróbóigan, sem skauzt
inn í íslenzkt efnahagslíf í
byrjun áttunda áratugar-
ins (eftir 12 jafnvasgisár
vióreísnar), hefur sífellt
aukið tilkostnaö fram-
leiöslu- og útflutnings-
atvinnuveganna, langt
umfram veróþróun þeirra
á sölumörkuöum viö-
skiptalanda okkar. Þess-
um vanda hefur verið
mætt meö því sem Þjóö-
viljinn kallar gengisaö-
lööun (gengislækkunum
og gengissigi), sem færir
atvinnuvegunum fleiri en
smærri krónur (að kaup-
gildi) til að greiöa meö
tilkostnaöinn, þ.á m.
laun. Gengislækkanir
hafa aftur á móti aukió
innfluttan kostnaó og
veriö sem slíkar liðir í
þeirri víxlhækkunar-
þróun, sem einkennt hef-
ur efnahagsmál okkar,
þótt óhjákvæmílegar hafi
reynst.
Verðbólgan á rætur í
margs konar orsökum,
m.a. á sviói ríkisfjármála
og í stjórnun peninga-
mála, auk uppskrúfun-
arþáttar kaupgjalds og
verölags. Aó hluta til er
hún þó innflutt, svo sem
margföldun olíuverðs á
heimsmarkaói segir til
um, og hefur sovézki ol-
íufurstinn þar sízt verið
eftirbátur annarra. Þann
vanda, sem erlend olíu-
veróþróun hefur skapað í
íslenzkum þjóöarbúskap
skattleggur svo ríkisvald-
ið; þann veg, aó því meira
sem olían hækkar þeim
mun fleiri skattkrónur
greióir íslenzkur almenn-
ingur í ríkishítina. Þannig
er um 56% af benzín-
verði, sem óg og þú
greióum, skattur til ríkis-
ins. Aðeins brot af þess-
ari stjórnvaldsábót á
benzínverð gengur til
vegageröar — og nær
ekki neitt til varanlegrar
vegagerðar, sem þó
myndi skila sór kostnaö-
arlega á fáum árum í
minna vegavióhaldi,
lengri endingu ökutækja
og benzínsparnaöi.
Drýgstur hlutinn fer í
annað, m.a. í ígildi olíu —
um ranga ríkisfjármála-
stefnu — á veróbólgubál-
ió. Þjóöarvandinn er
skattlagöur til aö auka
hann sjálfan.
Breytni Al-
þýöubanda-
lags og
skreytni
Fyrir nokkrum misser-
um var svokallaður Evr-
ópukommúnismi í kast-
Ijósi íslenzkrar fjölmióla-
umræóu. Helztu nýmæli
hans voru:
1) viðurkenning á gildi
Atlantshafsbandalagsins
fyrir frió og valdajafn-
vægi í álfunni og þar meö
á aðild V-Evrópuríkja aó
bandalaginu og 2) frá-
I
I
I
I
I
I
I
hvarf frá algjörum þjóó-
nýtingarsjónarmiöum.
Alþýðubandalagið
snerist öndvert gegn
þessum sjónarmiðum (að
minnsta kosti í oröi) og
taldi ísland betur sett
utan vestrænnar varnar-
samvinnu. Að þessu leyti
haslaöi flokkurinn sér
völl í hlaðvarpa sovét-
sjónarmiöa, sem systur-
flokkar í V-Evrópu
reyndu að sverja af sér. Á
þennan hátt höföaöi Al-
þýöubandalagió í senn til
gamla kommakjarnans
og ýmissa „þjóöernis-
sinnaóra“ einangrunar-
postula, sem gjarnan
vilja trúa því í góðlátleg-
um barndómi aó „Palli sé
einn í heiminum".
í raun sat Alþýðu-
bandalagiö hinsvegar í
vinstri stjórnum (1956—
58, 1971—74, 1978—79 og
núverandi stjórn), sem
aðild kusu aö Nató og
varnarsamningi viö
Bandaríkin. Þannig setti
Evrópukommúnisminn
svip á breytni Alþýöu-
bandalagsins — þó
skreytni þess f Þjóðvilj-
anum væri og sé annarr-
ar áttar.
Nú hefur fyrsta fjár-
lagafrumvarp Alþýðu-
bandalagsráðherra séö
dagsins Ijós. Á því ber
ráöherrann og flokkurinn
pólitíska ábyrgð, sem
ekki verður undan vikizt.
Þar er lagt til aó framlag
til Atlantshafsbandalags-
ins og þingmannasam-
taka Nató verði hin sömu
og verið hafa — og þann
veg áréttuö öryggis-
stefna íslenzka lýöveldis-
ins. Batnandi manni
(gömlum starfsmanni
„herstöövaandstæð-
inga“) er bezt aó lifa,
segir máltækiö. Vel fer
og á því aó afturbata-
sveinn kommúnista aug-
lýsi svo rækilega
tvískinnung mesta henti-
stefnuflokks íslenzkra
stjórnmála og skjalfesti
pólitíska agróbatík hans í
eigin fjárlagafrumvarpi.
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
Salir við öll
tækifæri
Sími 82200
- ,
&IH
ioir
T3lllll
✓—^
VEIZLUMATUR
Nú er rétti tíminn til að
panta mat fyrir ferming-
una eða árshátíðina.
VEIZLUELDHÚSIÐ
Símar 53716, 74164.
GABi
hálstöflur
!
jm 1
meö lakkrís-
bragði
Halda hálsinum
hreinum og
andardrætti
ferskum
Sérlega
góðar fyrir
reykingafólk.
Reynið sjálf.
eVw erióka"
Tunguhálsi 11,
sími 82700.
C-vítamínbætt
sælgæti
. \v-s • Félag starfsfólks
* veitingahúsum
5 OOO %
Stjórnarkjör
Stjórnarkjör í félagi starfsfólks í veitingahúsum fer
fram laugardaginn 15. og sunnudaginn 16. marz n.k.
Kosið verður á skrifstofu félagsins, Óöinsgötu 7, 4.
hæð. Boönir hafa veriö fram tveir listar, A-listi
stjórnar og trúnaðarmannaráðs, og B-listi Sigurðar
Guðmundssonar o.fl. Kjörfundur hefst kl. 10 aö
morgni báöa kjördagana og lýkur kl. 18.00.
Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu félagsins, Óöins-
götu 7, opið kl. 13.30—16.00, sími 19565.
F.h. kjörstjórnar
Haukur Már Haraldsson, formadur