Morgunblaðið - 13.03.1980, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980
Egill Jónsson, alþingismaður:
Jöfnun húshitunar
eða búseturöskun
Ekki stafkrókur í fjárlagafrumvarpi
EGILL Jónsson (S) mælti s.l. þriðjudag íyrir tillögu, sem hann flytur
ásamt Halldóri Blöndal (S) um jöfnun á kostnaði við húshitun i
landinu. Benti hann m.a. á að verð á gasoliu hefði hækkað um 170%
frá því í árslok 1978. Hér á eftir verður rakinn efnisþráður úr ræðu
hans.
ósamræmi í
kjörum þjóðar
Egill Jónsson sagði að í árslok 1978
hefðu 72% af íbúum þjóðarinnar notið
hitaveitu. Að viðbættum þeim hita-
veitum, sem síðar hafa verið bygKðar
eða voru í byKgingu, muni 76%
þjóðarinnar njóta jarðvarma og er þá
hraunhitaveita í Vestmannaeyjum
ekki með talin. Á Reykjavíkur- og
Reykjanessvæði njóta nálega allir
hitaveitu, 73%. í Norðurlandi eystra,
53% í Norðurlandi vestra, 43%. í
Vesturlandskjördæmi, 34%. á Suður-
landi, — en aðeins 9%. á Austurlandi
og 6% á Vestjförðum. Þegar litið sé til
þess mikla munar sem sé á húshitun-
arkostnaði með olíu og jarðvarma
megi ljóst vera, við hve mikinn
mismun í kjörum fólk býr. Jafnframt
er auðsætt, sagði Egill, hver kostn-
aður getur af hlotizt fyrir þjóðarbúið,
ef þessi mismunur leiðir til verulegrar
búseturöskunar; þann veg, að tiltæk
aðstaða í húsnæði, atvinnutækjum og
samfélagslegum verðmætum nýttist
ekki á tilteknum landssvæðum vegna
fólksflótta, og þyrfti að auki að byggja
þessa aðstöðu á þeim svæðum, sem
fólkið leitaði til. Hér er því, hvern veg
sem á er litið, um sameiginlegt
vandaál þjóðarinnar að ræða og við
því þarf að bregðast sem slíku.
Húshitun þriðjungur
orkubúskapar
Egill sagði húshitun stærsta lið i
orkubúskap íslendinga. Til hennar
færu nú 3500 gigawattstundir á ári.
Mælt hjá notendum væri það þriðj-
ungur allrar orkunotkunar. Þar að
auki væri gert ráð fyrir því að
orkunotkun til húshitunar myndi
aukast verulega á næstu árum. í spá
orkustofnunar væri áætlað að rúmmál
upphitaðs húsrýmis aukist úr 40
milljónum rúmmetra 1980 í 76 millj-
ónir rúmmetra árið 2000, eða tvöfald-
ist á 20 árum.
í ár er 14.1% orkuþarfarinnar
fullnægt með olíu, 14.1%. með raf-
magni og 75% með jarðvarma. 1985 er
áætlað að hlutur olíu verði kominn
niður í 2%, rafhitun verði 18.5% og
hlutur heits vatns 79.5%.. 1990 er
áætlað að hlutur olíu verði kominn
niður í 0,2% alls húsnæðis í landinu.
Þá er talið að hlutur rafhitunar verði
um 20% og heits vatns um 80%..
Egiil rakti síðan í nákvæmum
sundurliðunum hvern veg hitað hús-
næði í landinu skiptist í íbúðarhús-
næði, atvinnuhúsnæði og þjónustu-
stofnanir.
Orkuverð eftir
byggðarlögum
Ef miðað er við meðalfjölskyldu-
stærð í landinu (3.4 einstaklingar),
450 rúmmetra íbúð og 13 olíulítra á
ári á hvern rúmmetra, að frádregnum
olíustyrk, lítur dæmið þannig út. Verð
á óniðurgreiddri olíu er kr. 23.88 á
kwst, og að frádreginni niðurgreiðslu
kr. 17.44. Er það hliðstæð tala og hjá
Orkubúi Vestfjarða og RARIK. Aftur
á móti kostar hver kwst. hjá Hitaveitu
Reykjavíkur kr. 3.45. Þannig er niður-
greidd olía rúmlega fimmföld að verði
miðað við heitavatnsverð á höfuðborg-
arsvæðinu. Samanburður kostnaðar í
krónum talið væri þá 634.000 á
olíusvæði móti 131.000 á viðskipta-
svæði Hitaveitu Reykjavíkur.
Egill Jónsson
Þrefaldur miðað
við hitunarkostnað
í Reykjavík
Egill sagði margar leiðir til að
meta, hver fjárhæð olíustyrks ætti að
vera. Hann teldi eðlilega viðmiðun að
húshitun með oliú yrði þreföld að
Sinfóníuhljómsveit íslands.
Frumvarp um Sinfóníuhljómsveit:
Sjálfstæð stofnun með
sérstakan f járhag
Árið 1956 var horfið að því ráði
að tryggja tilvist Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands með fjárframlög-
um ríkissjóðs, borgarsjóðs
Reykjavíkur, Ríkisútvarps og
Þjóðleikhúss, auk framlags frá
Tónlistarfélagi Reykjavíkur. Fjár-
hagsstaða hljómsveitarinnar
hafði þá verið mjög slæm um
árabil og við lá að starf hennar
væri lagt niður. Þetta fyrirkomu-
lag, sem upp var tekið 1956, stóð
svo til óbreytt í 15 ár og gafst vel
framan af.
Ríkisútvarpið tók að sér rekstur
hljómsveitarinnar árið 1961. Voru
þá teknir upp fastir áskriftartón-
leikar og starfsskipulagi breytt
nokkuð. Síðar gerðist Þjóðleikhús-
ið rekstraraðili með hljómsveit-
inni. Er hér var komið gat hljóm-
sveitin ekki með góðu móti sinnt
öðrum verkefnum en áskriftartón-
leikum, vegna starfs hljómsveit-
armanna í þágu leikhússins. Þá
bættust erfiðleikar í skipulagn-
ingu hljómsveitarstarfsins við
fjárhagsóvissuna. Að sögn kunn-
ugra kom þetta einkum niður á
fj ölskyldutónleikum, skólatónleik-
um, barnatónleikum og tónleika-
ferðum um landið, sem æskilegt
og nauðsynlegt er að séu innan
starfssviðs slíkrar hljómsveitar.
Þáverandi menntamálaráð-
herra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, skip-
aði 5 manna nefnd árið 1969 til að
finna lausn á rekstrarvandamál-
um Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Niðurstöður hennar voru m.a.
þær, að nauðsynlegt væri að ríkið
yfirtæki framlög Þjóðleikhúss og
gerði hljómsveitinni með því kleift
að starfa eðlilega. Var svo gert
1971 en þá urðu rekstraraðilar
hennar; ríkissjóður 50,6%, borg-
arsjóður Reykjavíkur 21,4% og
ríkisútvarp 28%. Frá þeim tíma
hefur Þjóðleikhúsið samið sér-
staklega við hljómsveitina um
tónlistarflutning.
Nýlega var lagt fram á Alþingi
frumvarp til laga um Sinfóníu-
hljómsveit íslands. Er það í þriðja
sinn sem frumvarpið er lagt fram.
Það felur í sér að hljómsveitin
verði sjálfstæð stofnun með sér-
stakan fjárhag og lúti sérstakri
stjórn — en málefni hennar heyri
undir menntamálaráðuneytið.
Samkvæmt frumvarpinu skulu
eftirtaldir aðilar standa að rekstr-
inum: ríkissjóður 50%, Ríkisút-
varp 25%, borgarsjóður Reykja-
víkur og bæjarsjóðir Kópavogs,
Hafnarfjarðar, Garðabæjar og
Seltjarnarness 25% (sameigin-
lega, greiðsluhlutföll í samræmi
við íbúatölu).
Stjórn Sinfóníunnar skal vera
skipuð 5 mönnum. Einum til-
nefndum af viðkomandi sveitar-
félögum, einum af starfsmannafé-
lagi hljómsveitarinnar, einum af
fjármálaráðuneytinu, einum af
ríkisútvarpi, en menntamálaráðu-
neytið skipi formann — með
staðgóða tónlistarmenntun.
Menntamálaráðuneytið skipi
stjórnina til fjögurra ára í senn.
Stjórnin ráði framkvæmdastjóra,
einnig til fjögurra ára, en endur-
ráðning er heimil. Stjórnin ráði og
hljómsveitarstjóra.
í frumvarpinu eru ákvæði um
starf og tilgang hljómsveitarinn-
ar, verkefnaval (verkefnavals-
nefnd), starfs- og fjárhagsáætlan-
ir, reikningshald o.fl. starfsþætti,
sem hér verður ekki farið út í.
Heimildir eru til samvinnu við
Þjóðleikhús og aðra aðila (ís-
lenzka dansflokkinn og íslenzku
óperuna) um uppfærslu listdans
og söngleikja, sem vonandi eiga
eftir að setja svip á íslenzkt
menningarlíf í náinni framtíð.
Ekki hefur verið umtalsverður
ágreiningur um efnisatriði frum-
varpsins þá Alþingi hefur rætt
það á tveimur fyrri þingum, ef
hlaupið er yfir minniháttar at-
hugasemdir um greiðsluhlutfall
rekstraraðila og innheimtuatriði
þau varðandi, sem auðvelt ætti að
vera að leysa úr. Um gildi hljóm-
sveitarinnar eða sígildrar tónlist-
ar í samfélaginu virðist ekki
ágreiningur. Ekki er því útilokað
að Alþingi setji Sinfóníunni sjálf-
stæðan lagaramma um það bil er
náttúra landsins vaknar til lífs og
lita að vori. — Allt er þegar
þrennt er, segir máltækið, og nú
reynir í hið þriðja sinnið á íslenzk-
an löggjafa varðandi það menn-
ingarvígi, sem Sinfóníuhljóm-
sveitin er — og verður vonandi.
— sf.
kostnaði miðað við heitavatnsverð í
Reykjavík. Sú viðmiðun væri skýr og
einföld í framkvæmd. Kostnaðarhlut-
föll yrðu þá svipuð og þau voru í
ársbyrjun 1978, en þá var kostnaður
við olíuhitun 2.8 sinnum hærri en
varmahitun í Reykjavík. Kostnaður
við olíuhitun yrðu þá áþekkur og hjá
nýjustu hitaveitunum og tæplega
væru rök fyrir að fara niður fyrir þau
mörk.
Áætlað er hjá Orkustofnun að
olíunotkun til húshitunar 1980 verði
milli 56 og 57 milljónir lítra. Miðað við
núverandi olíuverð kostar þessi olía
8.8 milljarða króna. Samkvæmt fram-
angreindri viðmiðun yrði að greiða
hvern lítra niður um kr. 13.53 eða
56.7% af olíuverði. Ársniðurgreiðsla
yrði þá ca. 5 milljarðar króna og er þá
allt húsrými tilgreint.
Tillagan
Húshitunarmál hafa mikið verið til
umræðu á Alþingi og því óþarft að
fara hér um fleiri orðum, sagði Egill
Jónsson. Tillaga okkar Halldórs
Blöndal miðar að því að reyna að ná
sem víðtækustu samstarfi og sam-
stöðu um leiðir til að draga úr
kostnaðarlegu misræmi sem er í
þessum þætti framfærslu fjölskyldna
í landinu. Misræmi sem getur, ef ekki
verður að gert, leitt til búseturöskun-
ar í landinu, sem kosti verulega meira
en umrædd aðstöðujöfnun. Tillagan
gerir ráð fyrir kjöri nefndar, er leiti
slíkrar samstöðu á grundvelli fyrir-
liggjandi upplýsinga, og ákvörðunar
Alþingis í framhaldi af störfum
nefndarinnar en samhliða fárlaga-
afgreiðslu. Ég sakna þess raunar mjög
sagði Egill, að í fjárlagaafrumvarpi
ríkisstjórnarinnar, skuli ekki að finna
eitt eða neitt varðandi þetta stóra
vandamál og mikla réttlætismál.
I stuttu máli:
6 MW-
raforkuver
í Svartsengi
Verðmyndun frjáls
þegar samkeppni
er næg
Eyjólfur Konráð Jónsson
(S) mælti í gær fyrir frum-
varpi sjálfstæðismanna um
frjálsa verðmyndun þegar
samkeppni er næg — eða
hliðstæða verðlagshætti og
tíðkast í flestum vestrænum
ríkjum. Miklar umræður urðu
um málið, sem nánar verður
sagt frá á þingsíðu Mbl. síðar.
Raforkuver í
Svartsengi
Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson (S) lýsti yfir samþykki
þingmanna Sjálfstæðisflokks
við frumvarp um heimild til
handa Hitaveitu Suðurnesja til
að réisa allt að 6 MW raforku-
ver í Svartsengi, reisa og reka
flutningslínur og tengja orku-
verið við dreifikerfi Suður-
nesja. Sagði ÞGKr frumvarpið
í samræmi við þá stefnu, sem
mótuð var í ríkisstjórn Geirs
Hallgrímssonar og orkuráð-
herratíð Gunnars Thoroddsen
um landshlutaorkuver, er
störfuðu í vissri samkeppni en
þó í samtengdu og samvirku
landskerfi.
Útflutningsbætur
búvöru
Frumvarp um 3ja milljarða
króna lántöku til að bæta
bændum tekjutap vegna
óverðtryggðrar búvöru liðið
verðlagsár, sem samþykkt var í
efri deild fyrir helgi með breyt-
ingu um kostnaðarþátt Byggð-
asjóðs o.fl. kom til fyrstu
umræðu í neðri deild í gær.
Héldu þingmenn Alþýðuflokks
uppi harðri gagnrýni á frum-
varpið og urðu miklar umræð-
ur um málið.