Morgunblaðið - 13.03.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.03.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980 33 séð hefur um brezka hluta Con- corde-áætlunarinnar, um athuganir á smíði hljóðfrárrar farþegaþotu, og hefur náðst samkomulag um sam- vinnu við hönnun vélarinnar. McDonnel-verksmiðjurnar hafa í huga smíði vélar sem yrði talsvert hagkvæmari í rekstri en Concorde og öllu hljóðlátari og vél sem gæti flutt yfir tvöfalt fleiri farþega en Con- corde. Það sem haldið hefur aftur af hönnun og smíði slíkrar vélar er gífurlegur kostnaður, en reynslan af Concorde hefur nú breytt aðstæðum. Búa brezkir og franskir flugvéla- hönnuðir yfir mikilli reynslu á þessu sviði vegna Concorde vélanna, en þær eru einu hljóðfráu flugvélarnar, og eru herflugvélarnar þá meðtaldar, sem flogið hafa daglega í langan tíma með tvöföldum hraða hljóðsins. í hverri flugferð hefur verið safnað upplýsingum sem hjálpað hafa til við athuganir á áhrifum hins mikla hraða og mikillar flughæðar á skrokk, vængi, hreyfla og stjórntæki vélarinnar, en þannig hefur fengist reynsla sem verður ómetanleg við hönnun næstu kynslóðar hljóðfrárra farþega-flugvéla. Keflavikurflugvelli 27. septem- ber 1977, en þá kom Concorde öðru sinni til íslands. Flug Umsjón: ÁGÚST ÁSGEIRS- SON JÓN GRÍMSSON OG RAGNAR AXELSSON kom fram með hugmynd um flugstjórnarsvæði við San Diego og 44 aðra velli rigndi 45,000 mótmælabréfum einkaflug- manna og flugvélaeigenda yfir stofnunina. Forstöðumaður flugskólans sem átti Skyhawk- inn er lenti í árekstrinum við þotu PSA sagði og, að það hefði ekki komið í veg fyrir árekstur- inn þótt Lindbergh-völlur hefði þá verið flugstjórnarsvæði. Einkaflugmenn óttuðust að með auknum farþega- og vöruflutn- ingum í lofti hefði það í för með sér að þeir yrðu að víkja með tímanum. Þegar í upphafi yrði stórum hluta rýmisins í reynd lokað fyrir smærri flugvélar. Vilja þeir að endurbætur verði fyrst og fremst miðaðar við að takmarka aðflug stóru vélanna þannig að þær hefji aðflug að Lindbergh inn um „þröngar dyr“ í 60 km fjarlægð austur af vellinum. Af þessum sökum hefur loft- ferðaeftirlitið unnið að nýjum hugmyndum er miða að auknu öryggi í lofti við San Diego, og verða þær kynntar bráðlega. Verður þar miðað við að San Diego verði sérstakt flugstjórn- arsvæði, og að það verði að raunveruleika um miðbik 1980, eftir að leitað hefur verið álits almennings við „réttarhöld". í þessum tillögum verður frátek- ið loftsvæði sem flugvélum án radarsvara verður leyft að fljúga í og út úr svæðinu. Búist er við að þessar hugmyndir falli ekki í góðan farveg hjá einka- flugmönnum, en að almenning- ur lýsi fylgi við þær vegna aukinnar hræðslu við hugsan- lega árekstra í lofti, og muni loftferðaeftirlitið því ekki slaka frekar á tillögum sínum. Á kút- maga- kvöldi var kyrjaður söngur LIONSKLÚBBURINN Ægir hélt hefðbundið kút- magakvöld að Hótel Sögu fyrir skömmu og var hús- fyllir og ríflega það. Á boðstólum voru tugir sjávarrétta og m.a. gull- lax. Stemmning var mikil á kútmagakvöldinu, skemmtiatriði sem menn gerðu góðan róm að og gestur kvöldsins og ræðu- maður var Matthías Bjarnason alþingismaður og fyrrverandi sjávarút- vegsráðherra. Sagði hann gamansögur af Vestfjörð- um og víðar og reyndu brandarar hans meira á magavöðva flestra sam- komugesta en hinir fjöl- mörgu réttir, því slíkar voru hláturhviðurnar. Mjög er vandað til allr- ar framreiðslu á kútmagakvöldinu og hef- ur áhugi manna víða um land aukist á slíkum veizluhöldum með íslenzkum sjávarréttum. Steingrimur Hermannsson sjáv- arútvegsráðherra á bakborðs- rólinu á kútmagakvöldi og syngur Kátir voru karlar ásamt borðfélögum sinum. Ásgeir Gunnarsson kyngir ein- um af bröndurum Matthíasar Bjarnasonar. Matthias Bjarnason alþingismaður. Þórhallur Arason formaður Ægis og Stefán Kristjánsson iþróttafulltrúi taka lagið á kútmaga- kvöldinu. Kokkarnir á Sögu mættu i hátiðabúningi að loknu áti. Ásgeir óskarsson í Gúmmibátaþjónustunni og Hörður Barðdal ásamt þriðja manni sem var að fara fjórðu ferðina að matborðinu. Það var kátt á hjalla á kútmagakvöldinu eins og sjá má hjá þessu vigalega liði. Ljósmyndir Mbl. Árni Johnsen. Hlaðborð sjávarrétta. Kæru vinir. Þakka þátttöku í átt- ræðisafmælinu 8. marz. Guð blessi ykkur öll. Eyja. HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aöstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. Vökvamótorar = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-WÓNUSTA HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. AÓstoÓum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. Lokuó vökvakerfi = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-WÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.