Morgunblaðið - 13.03.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.03.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980 47 Valsmenn feti frá titlinum VALSMENN standa nú feti frá Islandsmeistaratign i körfuknattleik en í gærkvöldi báru þeir sigurorð af Njarðvikingum að viðstöddum liðlega 1200 áhorfendum i Laugardalshöll, 86—84. Það voru æsispennandi lokamínúturnar, já allt fram á lokasckúndu. Þegar aðeins 55 sekúndur voru til leiksloka voru Valsmenn með knöttinn og höfðu yfir, 86—79. Þá var dæmd fimmta villan á Tim Dwyer og leikur Vals hrundi. Njarðvikingar pressuðu stíft og skoruðu hverja körfuna á fætur annarri lokasekúndurnar eftir að Valsmenn höfðu misst knöttinn. Og þegar aðeins átta sekúndur voru til leiksloka fengu Njarðvikingar þrjú viti og staðan 86—83. Ted Bee tók fyrsta vitið en hitti ekki — honum gekk hins vegar betur i öðru og minnkaði muninn í tvö stig. Hins vegar skaut hann i körfuhringinn í þriðja vítinu af ásettu ráði í von um að Njarðvíkingar ynnu frákastið. Eftir hörkubaráttu um knöttinn misstu Valsmenn hann út af, áhorfendur voru risnir úr sætum og stemmningin i hámarki. Þrjár sekúndur til leiksloka — einmitt sami tími og Valsmenn þurftu til að knýja fram sigur í Njarðvik á dögunum i Bikarnum. En Njarðvikingar gerðu furðuleg mistök, þeir sendu knöttinn ekki á Ted Bee, heldur einn af minni spámönnunum og timinn rann út. Valsmenn fögnuðu innilega — þeir eru nú aðeins feti frá meistaratign. Þurfa aðeins að sigra KR í siðasta leik sinum og íslandsbikarinn fer að Hliðarenda i fyrsta sinn. Það var fögnuður meðal Vals- manna í lokin og velgengni félags- ins síðustu daga mikil. Hand- knattleiksmenn félagsins unnu það einstæða afrek að komast í úrslit Evrópukeppni meistaraliða. En auðvitað ber að geyma ham- ingjuóskir þar til titillinn er í höfn, þar til íslandsmeistaratitill- inn fer að Hlíðarenda. Raunar geta Valsmenn unnið tvöfalt í ár. Þeir eru einnig í úrslitum Bikars- ins. Slæm byrjun Njarðvíkinga En snúum okkur að viðureign Vals og Njarðvíkur — úrslitaleiks Islandsmótsins í ár. Þrjár fyrstu sóknir Njarðvíkinga runnu út í sandinn og dæmd var sóknarvilla á Ted Bee. Valsmenn skoruðu fjögur fyrstu stigin og Njarðvík- ingar tóku leikhlé til að ráða ráðum sínum. Þeir náðu að jafna 6—6, en aftur sigu Valsmenn fram úr og komust í 12—7 og síðan 18—16. Þá hins vegar náðu Njarðvíkingar góðum leikkafla og skoruðu næstu fimm stig, komust í 21—18 og í fyrsta sinn voru þeir yfir í leiknum. En Valsmenn létu ekki deigan síga og á 12. mínútu höfðu þeir náð sjö stiga forustu, 35—28. Valsmenn voru nánast einráðir í fráköstum, hirtu hvert frákastið á fætur öðru og Njarðvíkingar hittu illa, jafnvel ekki úr beztu færum. Þrátt fyrir það lögðu Njarðvík- ingar ekki árar í bát og eins og hendi væri veifað höfðu þeir jafnað 37—37 og munaði þar mestu að Ted Bee fataðist vart skot. Valsmenn voru þó einfald- lega sterkari og sigu aftur fram úr, náðu að komast í 45—39. Staðan í leikhléi var 53—31. Mikið skorað og fyrri hálfleikur hreint frábær. Hraðinn gífurlegur — umfn~86:84 hittni góð þó hún dytti um tíma niður hjá Njarðvíkingum. Já, fyrri hálfleikur gaf ekkert eftir stórleik þessara tveggja liða suður í Njarðvíkum á dögunum. Það fór ekki á milli mála að þarna voru tvö sterkustu liðini í körfunni á íslandi í dag. Valsmenn ná undirtökunum í síðari hálfleik Valsmenn byrjuðu síðari hálf- leik af krafti og enn náðu þeir góðri forustu, komust í 58—51. Skoruðu fimm fyrstu sig síðari hálfleiks. Gunnar Þorvarðarson ÍS og KR mætast í kvöld í bikarnum Undanúrslitaleikur KR og ÍS í bikarkeppni KKÍ fer í kvöld fram i iþróttahúsi Kennaraháskóla íslands og hefst kl. 20. KR-ingar mega ekki nota Bandarikjamann- inn Keith Yow í þessum leik. Stúdentum var dæmdur sigur í þessum leik á sinum tíma þegar KR-ingar mættu ekki til leiks. Dómstóll KKÍ dæmdi í málinu i fyrrakvöld og úrskurðaði að leikurinn skyldi fara fram. fékk sína fjórðu villu hjá Val. En eins og svo oft áður í leiknum þá söxuðu Njarðvíkingar á forskot Vals — án þess að ná að brúa bilið og ávallt vantaði herzlumuninn. Á 6. mínútu skildi aðeins eitt stig, 60—59, og mínútu síðar tvö stig, 64—62. Á níundu mínútu þrjú stig, 69—66. Herzlumuninn vantaði ávallt hjá Njarðvíkingum. Vals- menn voru ávallt nógu sterkir til að halda Njarðvíkingum feti fyrir aftan sig. Og raunar gott betur því á næstu mínútum náðu þeir afger- andi forustu. Drifnir áfram af stórleik Tim Dwyers skoruðu Valsmenn næstu sjö stig gegn engu Njarðvíkinga og náðu tíu stiga forustu, 77—66. Á þessum kafla lögðu Valsmenn grunn að sigri sínum. Og á 12. mínútu höfðu þeir náð 12 stiga forustu, 80—68. Valsmenn höfðu töglin og hagldirnar í leiknum. Voru yfir- vegaðri, hittu betur og Tim Dwyer sá um fráköstin auk þess sem hann var að vanda drjúgur við að skora. Hins vegar urðu Valsmenn fyrir áfalli þegar þeir misstu Torfa Magnússon og Þóri Magn- ússon út af með fimm villur og það virtist ekki ætla að koma að sök því Tim Dwyer var kóngurinn á vellinum. Hreint ótrúlega sterkur í fráköstum og fataðist ekki skot. Þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka virtist stefna í öruggan sigur Valsmanna, þeir leiddu 86—77 og lögðu alla áherzlu á að halda knettinum. Dwyer útaf — og leikur Vals hrundi Sekúndurnar tifuðu hver af annarri og Valsmenn einfaldlega gáfu knöttinn á Tim Dwyer — hann sá um að halda honum og draga til sín tvo til þrjá leikmenn. Þegar 55 sekúndur voru eftir gerðist hið óvænta — dæmd var sóknarvilla á Dwyer og voru Valsmenn ekki sáttir við þann dóm. Leikur Vals hrundi eins og spilaborg. Njarðvíkingar skoruðu á næstu 40 sekúndunum sjö stig án svars. Aðeins þrjár sekúndur eftir og Njarðvíkingar með knöttinn. En þeir báru ekki gæfu til að nýta sér þessar lokasekúndur. Tíminn rann út og áhangendur Vals streymdu fram á gólfið til að fagna sínum mönnum — Njarðvíkingar hins vegar stóðu hnípnir — enn eitt árið virðist sem þeir ætli að missa af titli. Valsmenn verð- skulduðu sigur Það var engum blöðum um það að fletta í gærkvöldi — Valsmenn Sagt eftir leikinn „Vonandi vinnum við þrefalt“ Tim Dwyer, Val. ÉG er mjög ánægður með leik Valsliðsins og leikinn í heild nema 5 síðustu mínúturnar. Ég tel að það hafi ekki verið sann- gjarnt hvernig leikurinn þróað- ist á þessum mínútum og þá kom berlega í ljós sá veikleiki íslenzkra dómara að vilja alltaf jafna leikina. Þessi sigur í kvöld var mjög mikilvægur fyrir okkur alla í liðinu. Við höfum nú verið sam- an í tvö ár og eigum möguleika á því að vinna þrefalt, íslandsbik- arinn, bikarinn og Reykjavík- urmótið, sem við höfum þegar unnið. Strákarnir í liðinu hafa verið hreint frábærir og þeirra vegna vona ég að við náum takmarkinu. En ég veit að það verður erfitt, sérstaklega verður leikurinn við KR erfiður. Ég vil einnig að það komi fram að stjórnendur körfu- knattleiksdeildarinnar hafa unnið frábært starf og þeir eiga ekki sístan þátt í því að körfuknattleiksdeild Vals er deild sem talað er um í dag. „Við vinnum Val í úrslitaleik“ Guðsteinn Ingimarsson, Njarðvik: Ég er auðvitað óánægður með úrslitin þótt ég sé ekki óánægður með leik okkar, ef undan er skilinn slæmur kafli í seinni hálfleik. Sá kafli gerði út um leikinn. Mótið er alls ekki búið þótt við höfum tapað í kvöld. Valsararnir tapa fyrir KR í síðustu umferð- inni og við vinnum þá síðan í aukaleik. Leikurinn var í heildina skemmtilegur og stemmningin góð en áhorfendur hefðu mátt hvetja okkur betur í seinni hálfleik þegar við þurftum virki- lega á hvatningunni að halda. „Skemmtilegur leikur“ Torfi Magnússon, Val. Þetta var virkilega góður leik- ur og gaman að spila hann. Ég er ánægður með frammistöðu Valsliðsins en þetta gekk þó hálfbrösuglega hjá okkur í lokin. Við stefnum auðvitað að sigri í leiknum gegn KR en ef við töpum fáum við annað tækifæri gegn Njarðvíkingum. Okkur munar ekkert um að vinna þá einu sinni enn. — S.S. Dæmigert — Tim Dwyer gnæfir yfir leikmenn N jarðvik- ||j*a Mbl.mynd. Kristján verðksulduðu sigurinn. Þeir voru betri og léku yfirvegaðar. Tim Dwyer var yfirburðarmaður í liði sínu. Hann hirti ótalin fráköst og var að vanda grimmur við að skora. Þegar upp var staðið hafði hann skorað 37 stig. Hann var hreint ómetanlegur liði sínu. En fleiri áttu góðan leik en Dwyer — Torfi Magnússon var mjög drjúg- ur, skoraði dýrmæt stig og hirti mikilvæg fráköst. Kristján Ág- ústsson lét ekki mikið yfir sér, en skilaði sínu og þegar upp var staðið hafði hann skorað 15 stig. Þá var Ríkharður Hrafnkelsson traustur að vanda. Þessir fjórir leikmenn báru uppi liðið. Ted Bee langbeztur Njarðvíkinga Ted Bee var allt í öllu hjá Njarðvíkingum. Hann skoraði hvorki meira né minna en 44 stig, en hins vegar var hann ekki eins harður í fráköstum og Dwyer — þó hirti hann mörg. Oft hefur verið talað um að Bee væri liði sínu ekki nógu mikill styrkur og hann þá borinn saman við aðra Bandaríkjamenn. En í gærkvöldi — sem og síðari hluta vetrar var hann gífurlega sterkur. í gær- kvöldi voru það bara aðrir leik- menn sem brugðust. Þó Guðsteinn Ingimarsson hafi skorað 20 stig þá var hann ekki sjálfum sér líkur miðað við síðustu stórleiki sína. Þannig skoraði hann fyrstu stig sín í síðari hálfleik þegar aðeins 4 mínútur voru til leiksloka og Njarðvíkingar áttu á brattann að sækja. Leikurinn varð Gunnari Þorvarðarsyni hreinasta martröð. Þessi annars áreiðanlegi leik- maður hitti ekki úr einföldustu færum og skoraði aðeins sjö stig. Jónas Jóhannesson var að vanda sterkur í fráköstum en hann bara skorar ekki nógu mikið. Og lands- liðsmaðurinn Júlíus Valgeirsson sást vart í leiknum. Stig Vals skoruðu: Tim Dwyer 37, Torfi Magnússon 16, Kristján Ágústsson 15, Ríkharður Hrafnk- elsson 10, Jón Steingrímsson 4, Gústaf Gústafsson og Jóhannes Magnússon 2. Stig UMFN: Ted Bee 44, Guð- steinn Ingimarsson 20, Gunnar Þorvarðarson 7, Jón Matthíasson 6, Jónas Jóhannesson 4, Brynjar Sigmundsson 2, Júlíus Valgeirsson 1. Ágætir dómarar voru þeir Jón Otti Ólafsson og Guðbrandur Sig- urðsson. Þeir voru í erfiðu hlut- verki og eins og oft þá mætti stundum deila um einstaka dóma en í heildina höfðu þeir góð tök á leiknum. H Halls. Jafntefli á Old Trafford ÚRSLIT í ensku knattspyrnunni í gærkvöldi: 1. deild: Manchester Utd — Everton 0:0 Skotland, úrvalsdeild: Celtic — St. Mirren 2:2 Dundee Utd — Partick Thistle 0:0 Kilmarnock — Morton 1:1 Rangers — Dundee 1:0 Leikur Manchester og Everton þótti slakur og var heimaliðið heppið-að hljóta annað stigið, ef marka má fréttastofufregnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.