Morgunblaðið - 13.03.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.03.1980, Blaðsíða 48
Lækkar hitakostnadinn FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1980 PIERPOOT QUARTZ — úr Þessi heimsþekktu úr fást hjá flestum úr- smiöum. Loðnufryst- ingu að Ijúka LOÐNUFRYSTINGU lýkur sennilega næstu daga og hafa nú verið fryst liðlega 2 þúsund tonn, en hjá frystihúsum SH hðfðu um helgina verið fryst 12—1300 tonn og um 700 tonn á vegum íslenzku umboðssölunn- ar, en fleiri aðilar frysta einnig loðnu. Ef dæma má af meðfylgj- andi mynd, sem tekinn er í frystihúsi Sjöstjörnunnar í Njarðvíkum í vikunni, þá býður vinnan við loðnuna einnig upp á sín skemmtilegu augnablik. í gær var ágæt loðnuveiði í Flóanum og einnig sunnan Reykjaness. í gærkvöldi höfðu 15 skip tilkynnt um 6430 lestir til Loðnunefndar, en í fyrradag fengu 12 skip 4920 tonn. Lítið hefur verið tekið af hrognum til frystingar og aðeins í Sand- gerði og Vestmannaeyjum, en Japanirnir munu ekki vera sér- Iega ánægðir með hrognin. (Ljósm. RAX) Gengissig krón- unnar haf ið á ný SEÐLABANKINN ákvað í gær með samþykki ríkis- stjórnarinnar að haldið yrði áfram svipuðu geng- issigi og var fyrr í vetur, en að sögn Jóhannesar Norðdal Seðlabankastjóra var gengissigið stöðvað fyrir nokkru meðan beðið var samþykkis ríkisstjórn- arinnar. Jóhannes sagði, að gengissigið fyrr í vetur hefði verið dálítið breyti- legt, en yfirleitt á bilinu 1—2% á mánuði. Verð doll- ars hækkaði í gær um eina krónu. Jóhannes Norðdal sagði, að dollarinn hefði verið að styrkjast að undanförnu og því hefði krónan hækkað gagnvart öðrum gjaldmiðli meðan verði dollarsins var haldið óbreyttu. Vel miðar um samræm- ingu starfsaldurslista UNDANFARIÐ hafa verið daglegir fundir milli fulitrúa Félags Loftleiðaflugmanna og Félags íslenzkra atvinnu- flugmanna, þar sem samein- ing starfsaldurslista félag- anna hefur verið til umræðu, en það er mikilvægur lykill að gerð kjarasamnings flug- manna og Flugleiða. Verðbólgan síðustu 10 ár: Mest á sl. ári, tæp 61%, minnst árið 1971, 1,7% VERÐBÓLGAN frá upp- hafi árs 1979 til loka þess varð nálega 61% eða 60,8%, sem er mesti verðbólgu- hraði, sem verið hefur á íslandi frá upphafi. Næst- mesti verðbólguhraði varð árið 1974, er verðbólgan frá upphafi árs til ársloka náði 50,2%. Það ár á síðastliðn- um 10 árum, sem verðbólg- an var minnst, var árið 1971, en þá var hraði henn- ar aðeins 1,7%. Ef skoðað er yfirlit yfir verð- bólguhraða síðustu 10 ára, sem liðin eru, þá hækkaði framfærslu- kostnaður á árinu 1969 um 13,4%, á árinu 1970 um 12,9%, á árinu 1971 um 1,7%, á árinu 1972 um 14,1%, á árinu 1973 um 34,9%, á árinu 1974 um 50,2%, á árinu 1975 „Þeir hafa varla flotið undir þessu“ ÞEIR HAFA varla flotið undir þessu, sagði starfsmaður á Grandavoginni i Reykjavík í gær, þegar Morgunblaðið bar undir hann fréttir um góðan afla smá- báta frá Reykjavík síðustu daga. Sagði hann að þeir 5 smábátar eða trillur, sem nú væru á netum frá Reykjavík, hefðu aflað mjög vel síðustu dagana. Bátarnir væru rúrnlega 10 tonn að stærð, en hefðu fengið 6 og allt upp í 10 tonn síðustu daga. Nefndi hann sérstaklega Reykjaborgina, Agnesi og Bergvík. Þrír menn eru á hverjum báti og því nóg að gera hjá þeim í þessari hrotu, en hluturinn þá sömuleiðis drjúgur. um 40,0%, á árinu 1976 um 33,7%, á árinu 1977 um 35,8%, á árinu 1978 um 38,3% og á árinu 1979 um 60,8%. Eins og sjá má af þessum tölum, er verðbólgan minnst á árinu 1971, en það er síðasta árið, sem við- reisnarstjórn var við völd. Á haustdögum það ár kemur til valda vinstri stjórn og verðbólgan stígur ár frá ári og nær hámarki 1974, en á haustdögum það ár fer vinstri stjórnin frá. Þá tekur við samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og heldur sljákkar á verðbólguhraðanum. Á árinu 1978 kemur aftur vinstri stjórn og hraðinn eykst og nýtt verðbólgumet er slegið á síðast- liðnu ári, en þá fór vinstri stjórn frá í nóvembermánuði. Samkvæmt upplýsingum Gunn- ar G. Schram, sem er sérstaklega skipaður sáttasemjari í þessari deilu, hafa samningaviðræður milli félaganna gengið vel og fer þeim brátt að ljúka. Inn í málið fléttast ýmis atriði, er varða Flugleiði, sem samningsaðila við flugmennina og verða viðræður um þau mál senn teknar upp við Flugleiði. Tólf dagar eru nú frá því er Gunnar hóf afskipti af deilunni. Hefur hann haldið nokkra fundi með flugmönnum og viðsemjend- um þeirra, en allmarga með flug- mönnunum einum, þar sem starfs- aldurslistinn hefur verið til um- ræðu. Kjarni úr Grænlandsjökli sýnir að gosið mikla í Eldgjá var 935 Rætt við Sigfús Johnsen eðlisfræðing um rannsóknir á jöklinum NIÐURSTÖÐUR rannsókna, sem undanfarin 10 ár hafa verið gerðar á Grænlandsjökli, benda til þess að hið mikla eldgos i Eldgjá hafi orðið árið 935. Þessar rannsóknir byggjast á þvi, að tekinn hefur verið kjarni úr jöklinum og hann siðan m.a. aldursgreindur með svokölluðum „ísótópamælingum." Að þessum rannsóknum standa Kaupmannahafnarháskóli, Há- skólinn i Bern í Sviss og banda- ríski Vísindasjóðurinn. Sigfús Johnsen, eðlisfræðingur, hefur tekið mikinn þátt í þessum rann- sóknum, en hann var um árabil lektor við Hafnarháskóla, en kom heim síðastliðið haust og er nú dósent í jarðeðlisfræði við Há- skóla Islands. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Sigfús, að samkvæmt rannsóknum á kjarnanum færi varla á milli mála, að eldgosið í Eldgjá hefði orðið 935. Þessar rannsóknir væru nokkuð nákvæm- ar og í þessu tilfelli gæti tæpast verið um frávik að ræða, þar sem hægt væri að rekja önnur eldgos í heiminum og tímasetja með ná- kvæmri skoðun á þessum kjarna. Samkvæmt þessu getur þetta gos varla verið á öðrum tíma en árið 935. — Þessi niðurstaða kemur heim og saman við það, sem Jón Steingrímsson eldprestur skrifaði á sínum tíma, sagði Sigfús Johnsen. — Hann hefur það eftir fróðum mönnum í sinni sveit, góðum og grandvörum, að Eld- gjárgosið hafi verið 935. Aðrar heimildir segja að gosið hafi verið í kringum landnámið eða um 880, en ekki fimm árum eftir stofnun Alþingis á Þingvöllum. — Þegar reynt hefur verið að tímasetja eldgos hefur það verið talsverðum erfiðleikum háð þar sem geislakolaðferðinni, sem not- Eldgjá séð frá Gjátindi. uð hefur verið við aldursgreiningu á hrauni, getur skeikað um 50 ár til eða frá. Þessi aðferð getur verið góð og gild til að staðfesta ein- hverja tímasetningu, en ekki eins traust ef engar heimildir eru til þar um. — Þetta gos virðist hafa verið meira en Skaftáreldar 1783 ef marka má brennisteinssýrur, sem fundizt hafa í kjarnanum og hafa borizt með úrkomu. Sá kjarni, sem sýnir okkur þessa hluti, var tekinn árið 1974 og greindur af dönskum eðlisfræðingi, Claus Hammer, að nafni, en það er stór hópur vísindamanna í nokkrum löndum, sem vinnur að því að lesa merka sögu liðinna alda og árþúsunda með því að rýna niður í Græn- landsjökul. Ætli það hafi ekki verið á um 350 metra dýpi, sem við fundum gosið í Eldgjá, en þarna getum við fundið öll meiri háttar eldgos, sem orðið hafa á jörðinni, sagði Sigfús Johnsen. Þess má að lokum geta, að íslenzkir jarðfræðingar vinna nú að athugunum á stærð Eldgjár- hraunanna, en þar er um gífurlegt flæmi að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.