Morgunblaðið - 20.03.1980, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980
7
Ballið er
að byrja
Þeir sem muna hana-
slag og heimiliserjur
vinstri stjórnarinnar
1978—1979, sem fæddi af
sér 19 nýja skatta á 13
lífmánuóum, fengu í sig
gamalkunna tilfinningu
viö lestur Tímaleiðarans í
gær. Þar er genginn smá-
vegis ónotaslóði um
Sjálfstæðisflokkinn til að
komast að Alþýðubanda-
laginu meö innbyrgða
óánægju og vel úti látin
vandarhögg.
Dæmi:
„Alþýðubandalagið
hefur reynt aö leika
tveimur skjöldum (í ríkis-
stjórninni?) í því að vera
„lýðræðissinnað“ og þó
„marxistískt" í senn, og
veit reyndar enginn enn
hvernig slíkt má fara
saman. Þar af leiðir að
enginn veit meö fullri
vissu, hvar Alþýðubanda-
ið stendur ef komið
verður aö krossgötum
(stjórnarsamvinnunn-
ar?). Á sama hátt hefur
þessi flokkur árum sam-
an viljað gera hvort
tveggja í senn, að því er
talsmenn hans hafa boð-
að, að brjóta samfé-
lagsskipan þjóöarinnar í
rúst — og þó ástunda
uppbyggingu í atvinnu-
málum og kjaramálum
alþýðu." Það sem hér að
framan er sett innan
sviga er innskot Mbl.
Enn segir Tíminn um
Alþýðubandalagið: „Enn
er auðvitað ekki fullreynt
um þetta, og má vera, aö
störf núverandi ríkis-
stjórnar muni segja sína
sögu um hið sanna eöli
þessa flokks.“ Já, seint
fyllist reynslusálin fram-
sóknarprelátanna. Þeir
hafa enn gengið í heiðna-
berg marxistanna, sem
boða niðurbrot „samfé-
lagsskipunar þjóðarinn-
ar“ — og hrópa nú (
leiðaraskrifum, að enginn
viti hvar stjórnarsam-
starfið stendur ef komið
verður að krossgötum,.
Þegar þessi tónn er
heyrður er vinstri stjórn-
ar ballið byrjaðl
Framlengdir
vlnstri stjórn-
ar skattar
Lárus Jónsson, alþing-
ismaður, sem sæti á í
fjárveitinganefnd Alþing-
is, upplýsti í fjárlagaum-
ræöum, að vinstri stjórn-
ar skattar sem fyrst
komu til sölu 1978 og
1979 (nýir skattar og
skattaukar) — og fram-
lengja á nú í fjárlögum
1980 — þýði á þessu ári
hvorki meira né minna en
36 til 37 milljarða króna
ábót á skattbyrðina. Hér
er m.a. um aö ræða
hækkaða eignaskatta og
tekjuskatta, en hækkunin
ein gefur 6 til 7 milljarða
króna. Hækkun sölu-
skatts um tvö prósentu-
stig gefur rúmlega 10
milljarði. Hækkun vöru-
gjalds 7.7 milljarði. Gjald
á utanferðir 1.7 milljarði.
Nýbyggingagjald og
skattur á verzlunarhús-
næði 2 milljarða. Hækkun
skatta í benzínveröi um-
fram verðlagshækkanir
rúma 10 milljarði. Verð-
jöfnunargjald á raforku
1.3 milljarði. Áætlaður
orkuskattur er talinn
muni nema 4 til 5 millj-
öröum króna. Með öðrum
ónefndum skatthækk-
unum nam þessi ábót um
50 milljörðum króna,
sagði Lárus, en sé dregin
frá niðurfelling sölu-
skatts af matvælum og
tollalækkanir, stendur
eftir, sem fyrr segir, í
hreinar skattahækkanir
um 37 milljaröar króna.
Þessa nýju skatta og
skattauka, sem nú á að
framlengja, gáfu ýmsir
loforö um að afnema er á
ráðherrastólum sitja.
Með ráögerðum
skattþyngingum, m.a. í
útsvörum, er þessi ríkis-
stjórn komin vel fram úr
vinstri stjórninni, þrátt
fyrir fyrirheit við kjósend-
ur.
Með því að framlengja
alla vinstri stjórnarskatt-
ana gerir núverandi ríkis-
stjórn þá að sínum — og
tekur á þeim pólitíska
ábyrgð. Til viðbótar kem-
ur svo fyrirhugaður orku-
skattur og hækkun út-
svara, sem samtals gera
um 10 milljarði í skatt-
ábót, og fjármálaráð-
herra, Ragnar Arnalds,
staðhæfir, að ef skatt-
álagning á atvinnurekst-
ur eftir nýjum skattalög-
um 1980 komi illa út, þurfi
að bæta nýjum böggum á
atvinnureksturinn, annað
tveggja í formi eigna-
skatta eða nýs veltu-
skatts á aöstöðugjalds-
stofn.
Þegar skattalína
síðustu áratuga er skoð-
uð sést glögglega, aö hún
tekur stökk upp á viö í
hvert sinn sem Alþýðu-
bandalagiö á aðild að
stjórn. Og nú hefur því
verið fært sjálft fjármála-
ráöuneytið til að ráðskast
f.
ÚTSALAN
í FULLU FJÖRI
40-80% AFSLÁTTUR
Á ÖLLUM VÖRUM VERZLUNARINNAR.
KOMDU STRAX OG GERÐU REYFARAKAUP
Allegro ’78
Til sölu Austin Allegro ’78. Ekinn aöeins 22 þús.
km. Mjög góöur bíll. Upplýsingar í síma 52557,
eftir kl. 6 á kvöldin.
GAB
hálstöflur
með lakkrís-
bragði
Halda hálsinum
hreinum og
andardrætti
ferskum
Sérlega
góðar fyrir
reykingafólk.
Reynið sjálf.
imniK, .
c4meri<)Ka
Tunguhálsi 11,
sími 82700.
C-vítamínbætt
sælgæti
Kassettur
C.ONCE RTONE
beztu kaup landsins
*
1 spóla 5 spólur
60 mínútur kr. 900 kr. 4000
90 mínútur kr. 1100 kr. 5000
Heildsölu
birgðir
Verslióisérverslun með
LITASJÓNVÖRP og HLJÓMTÆKI
29800
Skiphotti19
STJÓRNUNARFRÆÐSLAN
HVETJANDI
LAUNAKERFI
Stjórnunarfélag íslands heldur
námskeið um Hvetjandi launa-
kerfi að Hótel Esju dagana
25.—28. mars kl. 14:30—18:30
alla dagana.
Á námskeiðinu veröur kennt hvernig
byggja á upp hvetjandi launakerfi á
grundvelli reynslutalna sem fundnar eru
með skráningum og vinnurannsóknum.
Kynntar veröa helstu tegundir launakerfa
og leiöbeint um val launakerfa meö tilliti
til mismunandi aöstæöna í fyrirtækjum.
Námskeiðiö er einkum ætlaö tæknifræö-
ingum, viöskiptafræöingum og öörum
þeim starfsmönnum sem annast launa-
mál og hagræðingarmál fyrirtækja.
Skráning þátttakenda og nánari upp-
lýsingar á skritstofu Stjórnunarfélags
íslands, sími 82930.
Lw6b«in«ndur:
Ágúsl H. Elfasson tsskni-
IrssAingur,
Bsnsdikt Gunnsrsson
tssknifradingur.
/A STJÓRNUNARFÉIAG
ÍSIANDS~
Sími 82930