Morgunblaðið - 20.03.1980, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980
Rætt við Brynju Benedikts-
dóttur leikara sem nýkomin er úr
kynnisferð til Bandaríkjanna
Brynja Benediktsdóttir leikari er nýkomin úr þriggja vikna
íerð til Bandaríkjanna þar sem hún kynnti sér bandaríska
leiklist og kynnti íslenska.
„Á síðastliðnu ári fékk ég boð frá Bandaríkjunum um að
koma til að ræða það að ég setti þar upp leikrit og fékk styrk
tii fararinnar frá menntamálaráðuneytinu. En vegna mikilla
anna komst ég ekki fyrr en nú,“ sagði Brynja Benediktsdóttir
í samtali við Mbl. „Þessar þrjár vikur notaði ég til þess að fara
í leikhús í New York og að ræða leikhúsmál við ýmsa
leikstjóra og framleiðendur. Danya Krupska sem vann hér við
uppsetningu söngleikjarins Oklahoma og síðan Sorba og
Prinsessuna á bauninni var mér til trausts og halda til að
byrja með annars þekkti ég borgina frá því í gamla daga, ég
flaug sem flugfreyja hjá Loftleiðum í 5 sumur meðan ég var
við nám. í New York einni eru um 1000 leikhús, þá tel ég allt
með allt frá kjallaraholum og upp í stór leikhús. A þremur
vikum er ekki hægt að sjá nema 20—30 verk svo ég get
sannarlega ekki sagt að ég hafi kynnst bandarískri leiklist út
í æsar. Sumt af því sem ég sá var frábært, annað svona upp og
ofan og enn annað var slæmt eins og gerist í svo miklu
fjölmenni.
Brynja Benediktsdóttir ásamt syni sínum Benedikt Erlingssyni. Ljósm. Emíiía.
Kristilegi þjóðarflokkurínn:
Andvígur öll-
um vínveit-
ingaleyfum
Á FUNDI, sem fulltrúar Kristi-
legu þjóðarflokkanna í Noregi,
Finnlandi og Danmörku á þingi
21919
Eiríksgata
2ja herb. samþ. kjallaraíbúð ca.
60 ferm. Sér hiti. Veðbanda-
laus. Verð 22 millj. útb. 17—18
millj.
Hraunbær
3ja herb. íbúö ca. 90 ferm. í
fjölbýlishúsi. Sameiginl. þvotta-
hús. Góðar innréttingar. Falleg
íbúö. Verð 30 millj., útb. 24
millj.
Njátsgata
2ja herb. ca. 70 ferm. risíbúð í
steinhúsi. Suöur svalir. Verð 22
millj.
Hraunbær
3ja herb. ca. 80 ferm. íbúð í
fjölbýlishúsi. Harðviðarinnrétt-
ingar í eldh., gangi og fl.
Vélaþvottahús með nýlegum
vélum. Sauna í sameign. öll
teppalögö. Verð 28 millj., útb.
20 millj. Bein sala.
Hafnir Hafnarhreppi
Einbýlishús ca. 120 ferm.
ófullklárað en vel íbúðarhæft.
Góð eign. Alls konar skipti
koma til greina. Verð 20 millj.,
útb. 15 millj.
Hofteigur
3ja herb. íbúð á jarðhæð með
sér inng. sér hita. Góð íbúð.
Verð 28 millj. útb. 22. millj.
Njálsgata
3ja herb. íbúðarhæð í járn-
klæddu timburhúsi, aðstaöa f
kjallara fylgir. Eingöngu í skift-
um fyrir 4ra herb. íbúö í gamla
bænum.
Vegna mikillar eftir-
spurnar vantar allar
gerðir og stærðir fast-
eigna á söluskrá.
Erum með kaupendur á
skrá að 2ja, 3ja og 4ra
herb. íbúðum.
Höfum fjársterkan
kaupanda að góðu rað-
húsi eða sérhæð í Hlíða
og Fossvogshverfi.
/^HÚSVANGUR
FASTEKNASALA IAUGAVCG 24
Guðmundur Tómasson, sölustj.
II ■ heimasími 20941.
Viöar Böövarsson, viöskiptafr.
heimasími 29818.
Norðurlandaráðs sátu í Hall-
grímskirkju, kom fram að þeir
berjast mjög fyrir auknum höml-
um á áfengisdreifingu. Lars Kor-
vald, fyrrum forsætisráðherra
Norðmanna, lýsti því svo að þeir
væru algerlega andvígir öllum
vínveitingaleyfum („Konsekvent
imod alle bevillinger.“). Þá lýsti
finnski fulltrúinn andstöðu þeirra
við frjálsa ölsölu.
AUGLYSINGASIMINN ER:
2248Q
R:@
FASTEIGNASALA
KÓPAVOGS
HAMRAB0RG 5
GitAmuntvi Porðirton Ml
GuémuMu' iontton 10^1'
SÍMI
42066
45066
Vallagerði
2ja herb. íbúð í þríbýlishúsi —
bílskúrsréttur. Verö 25 millj.
Hraunbær
2ja herb. íbúð á jarðhæð. Verð
22 — 23 millj.
Furugrund
2ja herb. 65 ferm. íbúð — 12
ferm. herb. í kjallara með
snyrtiaðstööu. Verð 24 millj.
Hlíðar
3ja herb. mjög falleg risíbúö ca.
75 ferm. í fjórbýlishúsi. Verö 24
millj.
Ásbraut
3ja herb. 90 ferm. íbúð á 3.
hæð. Laus strax. Verð 29 millj.
Furugrund
3ja herb. íbúð á 2. hæö — 12
ferm. herb. í kjallara með
snyrtiaðst. Verð 35 millj.
Lundarbrekka
3ja herb. 90 ferm. góð íbúð.
Verð 30 millj.
Hamraborg
3ja herb. mjög góð íbúð í
lyftuhúsi, ca 87 ferm. bílskýli.
Verð 30 millj.
Kríuhólar
4ra herb. 110 ferm. íbúð á
jarðhæð. Þvottaherb. í íbúðinni.
Verð 34 millj.
Bólstaðarhlíð
efri hæð í þríbýli, mikið endur-
nýjuö verð 43 millj.
Auðbrekka
skrifstofu eöa iönaðarhúsnæði
150 ferm. á 2. hæð. Verð tilboð.
Stórglæsileg 3ja herb.
íbúð í austurverðum
Kópavogi. íbúðin í
algjörum sérflokki. Verð
tilboð.
Opið 1—7
kvöldsími 45370
Svíar kjósa um kjarn-
orkuna um næstu helgi
Svíar eína til þjóðaratkvæða-
greiðslu nú um helgina til að fá
úr því skorið, hvort leggja skuli
á hilluna kjarnorkuver, sem
anna fjórðungi orkuþarfar
landsins.
í umræðum um þjóðarat-
kvæðið hafa þeir, sem andvigir
eru kjarnorku, stöðugt verið að
missa niður það forskot, sem
þeir höfðu eftir slysið í Harris-
burg í Bandaríkjunum í fyrra.
Skoðanakannanir benda nú til,
að talsverður meirihluti sé fyrir
því að nota kjarnorku áfram.
Slík úrslit gætu auðveldlega
orðið til þess að kljúfa sam-
steypustjórn Thorbjörns Fálld-
ins, en hann er eindreginn
andstæðingur kjarnorku.
Miðflokkur Fálldins, sem
einkum nýtur stuðnings til
sveita, fylkir sér með kommún-
istum í stuðningi við þriðja og
síðasta kostinn á atkvæðaseðlin-
um. Hann gerir ráð fyrir, að öll
kjarnorkuver verði smám saman
lögð niður á tíu ára tímaþili og
hraðar, ef öryggisákvæði eru
ekki virt.
Samstarfsflokkar hans í ríkis-
stjórn þriggja borgaraflokka eru
báðir hlynntir áframhaldandi
nýtingu kjarnorku.
'vJ
*m, THE OBSEKVER
Chris Morgensson
J2T<s
Hægfara flokkurinn, sem er
flokkur íhaldsmanna, styður
fyrsta kostinn, en samkvæmt
honum verða hin sex kjarnorku-
ver, sem nú eru starfrækt í
Svíþjóð, hagnýtt áfram og lokið
verður við sex til viðbótar, sem
þegar eru ráðgerð.
Þjóðarflokkurinn, sem telst til
frjálslyndra, er á bandi Sósíal-
demókrata og styður kost númer
tvö, en hann er harla áþekkur
þeim fyrsta, nema hvað gert er
ráð fyrir auknum rannsóknum á
öðrum orkugjöfum og þjóðnýt-
ingu allra kjarnorkuvera.
Þjóðaratkvæðagreiðslan, sem
er ekki bindandi fyrir ríkis-
stjórnina, mun kosta skattgreið-
endur 62 milljónir sænskra
króna. Er þetta í fjórða skipti
sem slík atkvæðagreiðsla fer
fram í landinu síðan 1922. Nefnd
á vegum ríkisstjórnarinnar hef-
ur nýlega reiknað út, að það
muni kosta þjóðina 75 milljarða
s. króna eða 20.000 krónur á
mann á tuttugu ára tímabili að
leggja niður kjarnorkuna.
Svíar eru mjög háðir kjarn-
orku, sem þegar afkastar 410
vöttum á mann borið saman við
190 vött í Bandaríkjunum. í
landinu er lítið um kol og frekari
áform um að beisla vatnsorku
myndu mæta öflugri andspyrnu
umhverfisverndarmanna.
Atvinnurekendur og sænska
Alþýðusambandið styðja áfram-
haldandi notkun kjarnorku; það
er óttinn við atvinnuleysi, sem
hefur sveigt fólk til stuðnings
við já-kostina tvo.
Sósíaldemókratar Olofs
Palme, en þeir eru aðal stjórnar-
andstöðuflokkurinn, eru í sér-
lega erfiðri aðstöðu í kjarnorku-
málinu. Stjórn flokksins styður
starfrækslu kjarnorkuveranna
til frambúðar, en meiri
hugsjónamenn á vinstri vængn-
um vilja láta loka þeim. Palme
hefur komið með málamiðlun,
Kjarnorkuverið
Forsmark I
um 90 km fyrir
norðan Stokkhólm