Morgunblaðið - 20.03.1980, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980
13
ársbyrjunar 1972, er ríkisstjórnin
hlutaðist til um hækkun hlutfalls-
ins aftur í 58,5% út á sjávarafurð-
ir, og var hlutfall útfluttra land-
búnaðar- og iðnaðarvara látið
fylgja því í nóvember sama ár, en
endurkaupahlutfall afurða fyrir
innanlandsmarkað hélst áfram
55%. Til þess að mæta þeim
vanda, sem gerð verður grein fyrir
hér á eftir, var hlutfallið lækkað
aftur, í 56,5% í ársbyrjun 1978,
53,5% í ársbyrjun 1979 og í 52%
nú í febrúar 1980 út á útflutnings-
afurðir, en á sömu tímamörkum í
53%, 50% og 48,5% út á fram-
leiðslu fyrir innanlandssölu.
Auk þessara hlutfallsreglna
miðað við verðmæti birgða og
ógreiddrar framleiðslu, eru flókn-
ar reglur um rekstrarlán til
landbúnaðar á ýmsum stigum
framleiðslunnar og til iðnaðar á
grundvelli greiðsluáætlana, og
lánað var út á olíubirgðir næstu
árin eftir hina miklu olíuhækkun
1973-1974.
Ekki hafa gilt eins fastar reglur
um afurðalán viðskiptabankanna
til framleiðenda, né þar með um
viðbótarlán þeirra ofan á endur-
kaupafyrirgreiðsluna. Framan af
gat það verið verulega misjafnt
eftir bönkum og viðskiptamönn-
um, og var sett 85% hámark árið
1947. Með skipulagsbreytingunni
1960 urðu 75% heildarlán að heita
má almenn regla að því er varðar
útflutningsframleiðslu. Breytt
endurkaupahlutföll hafa síðan í
meginatriðum valdið mótsvarandi
breytingum viðbótarlána. Meiri
eða minni endurkaup hafa síðan
einkum verið lánskjaraatriði, að
því er snýr að framleiðendum.
Lægri endurkaup út á vörur fyrir
innanlandsmarkað hafa þó komið
fram á heildarlánum út á þau, sem
þannig nema 71,5% af verðmæti
framleiðslunnar.
Þróun og
jafnvægi
Innlán í bankakerfinu eru meg-
inuppspretta peningalegs sparn-
aðar til skamms tíma og sveigj-
anlegrar notkunar. Seðlabankinn
er kjarni bankakerfisins og getur
dregið til sín fjármagn frá því til
þjóðhagslegra nota, svo sem til
uppbyggingar gjaldeyrisvaraforða
og hagsveiflujöfnunar, en hefur
ENDURKAUP OG GJALDEYRIS-
STAÐA í LOK ÁRS í HLUTFALLI
VIÐ BUNDNAR INNSTÆÐUR
——■ Bundnar innstæður (= 100)
I "• ) Endurkaup
Gjaldeyrisstaöa
260-------------------------
-60----------------------
1963 67 71 75 79
eðli sínu samkvæmt ekki tök á að
vera sjálfur uppspretta sparnaðar
í neinum verulegum mæli.
Innlánsbinding og endurkaup
eru á hvorn veg meginþættirnir í
viðskiptum Seðlabankans við inn-
lánsstofnanir. Má því líta á báða
þættina í samhengi sem miðlun
innan bankakerfisins frá þeim
bankastofnunum, sem ná til sín
tiltölulega miklum innlánum, til
hinna sem veita fé í miklum mæli
til gjaldeyrisöflunar og grundvall-
aratvinnuvega. Með þessu er þó
aðeins leyst úr misvægis- og
skipulagsvanda bankakerfisins að
takmörkuðu leyti í bráð, jafnvel
svo að ágerist í lengd. Þrátt fyrir
endurkaupin binda viðbótarlánin
mikinn hluta eigin ráðstöfunar-
fjár hlutaðeigandi bankastofnana
og leggja þar með hömlur á önnur
útlán, sem vænleg eru til sam-
keppni um innlánin. Þetta leiðir
til sjálfheldu, sem ekki er auðgert
að komast úr. Almenn lánsfjár-
kjör eru veigamesta skilyrði þess,
að það megi auðnast. Verðtryggð
fjármagnskjör viðhalda raungildi
fyrra fjárstofns og leiða til þess,
að ávöxtun og nýr sparnaður eflir
bankakerfið í raunverulegum
verðmætum talið og stuðlar að
jafnvægi á heildina litið. Á þetta
verður þó ekki einhliða treyst,
heldur verður að móta og fram-
fylgja stefnu um skipulagsbygg-
ingu bankakerfisins. Með því að
Fyrri hluti
auka þá miðlun, sem hér um
ræðir, er slakað á kröfum um
skipulagsumbætur og bætt jafn-
vægi innan bankakerfisins. Með
því að draga úr miðluninni er hert
á þessum kröfum, og er eðlilegt, að
það eigi samleið með áður greind-
um áhrifum lánskjarastefnunnar.
Frá þjóðhagslegu viðhorfi er
innlánsbindingin meðal helstu
stýritækja, sem unnt er að beita
til peningalegs jafnvægis í þjóð-
arbúskapnum. Hið sama mætti
segja um fyrirgreiðslu við inn-
lánsstofnanir, væri hún rekin í
sveigjanlegu formi með tilliti til
efnahagsaðstæðna, en ekki ríg-
bundin í skorður sjálfvirkrar af-
greiðslu. Frá upphafi bindiskyld-
unnar vakti fyrir mönnum að
beita henni til almennrar hag-
stjórnar, óháð sérstakri kvöð
ráðstöfunar til afurðalána, og
stefndi ráðstöfun bundnu innlán-
anna þá auk endurkaupanna eink-
um að uppbyggingu gjaldeyris-
forðans. Til þess m.a. að mæta
þeirri gagnrýni, að með þessu væri
verið að frysta fé og halda því
þannig fyrir atvinnuvegum lands-
manna, var eftirfarandi tilgangs-
setningu skotið inn í breytingu
laga um Seðlabankann í maí 1964:
„Megintilgangur innlánsbindingar
er að afla fjár frá bankakerfinu í
heild til að standa undir lánveit-
ingum Seðlabankans innánlands,
þar á meðal endurkaupum afurða-
víxla“. í ljósi þeirrar þróunar, sem
síðan hefur gerst, þótti rétt að
slíta þessi ráðstöfunartengsl um
leið og lögbundið hámark var fært
upp í 28% með lögum um stjórn
efnahagsmála á sl. ári. Þar með er
áherslan aftur ríkari á hagstjórn-
arhlutverk innlánsbindingarinn-
ar, þ.á m. til þess að efla gjaldeyr-
isstöðuna. Þetta er sú meginstefna
laga, sem Seðlabankinn hefur nú
fyrir sér við mörkun stefnunnar í
nánari atriðum.
Fyrstu árin eftir upphaf inn-
Iánsbindingar voru þjóðhagsleg
skilyrði hagstæð og verðbólga væg
á hérlendan kvarða. Peningaleg
þróun efldist og bindingunni var
stýrt markvisst að því að skila
fljótt verulegum fjárhæðum. Jafn-
hliða því hélst gengi stöðugt, frá
ágúst 1961, og sala afurða gekk
greiðlega, svo að afurðalán og
endurkaup jukust ekkert á heild-
ina litið frá 1960 til hausts 1965.
Árangurinn varð sá, að bundnu
innlánin fóru fram úr endurkaup-
unum í árslok 1963 og héldu áfram
• að bæta afstöðuna næstu árin og
eiga aukinn þátt í fjármögnun
gjaldeyrisstöðunnar. Þrátt fyrir
örari vöxt endurkaupanna upp frá
því, þ.e. 17.5% ársvöxt endur-
kaupa sjávarútvegs og 11.6%
landbúnaðar milli miðára 1965 og
1972 auk upptöku endurkaupa
iðnaðarlána, tókst að halda í
horfinu, einnig að mestu yfir
erfiðleikaárin 1967—1969. En eftir
að sá vandi var yfirstiginn, árin
1970—1972, var afstaðan hin hag-
stæðasta, sem verið hefur.
Þessi þróun kemur glöggt fram
á meðfylgjandi afstöðumynd, þar
sem valin eru ár með fjögurra ára
millibili, sem túlka einnig vel
afstöður næstu ára. Stillt er sam-
an þrem peningastærðum: bundnu
innlánsfé í Seðlabanka, sem sett
er sem viðmiðunargrundvöllur eða
100 öll árin, og svo endurkaupum
og gjaldeyrisstöðu í hlutfalli við
það. í árslok 1963 námu endur-
kaupin 77% af bundnu fé, svo að
23% þess gátu gengið til þess að
fjármagna gjaldeyrisstöðuna.
Onnur skilyrði voru þá hagstæð til
myndunar álitslegs gjaldeyris-
sjóðs. Árið 1967 voru þessar af-
stöður enn hagstæðari, 68% á
móti 32%, en þá var farið að
saxast verulega á gjaldeyrisforð-
ann af völdum efnahagsáfalla.
Lang hagstæðasta afstaðan var þó
1971, og um leið mjög áþekk því
sem hún var 1970 og framan af
1972. Endurkaupin tóku þá til sín
aðeins um helming bundna fjár-
ins, 51%, svo að það gat að jöfnu
báðu gengið til þess og gjaldeyr-
isstöðunnar, sem þá var aftur
orðin styrk.
AUGLYSINGASTOFA KRISTINAR 8.11
tannannave
Grundvöllur góðra tanna byggist á:
• Neyslu kalkrikrar fæðu, en mjólk og
mjólkurafurðir eru kalkríkustu
fæðutegundimar sem völ er á.
• Reglubundnum máltíðum.
• Góðri tannhirðu.
• Reglulegu eftirliti tannlæknis.
Hvemig er ástand þinna tanna?
Brostu framan í spegilmynd
þínaog kannaðu málið.
Tennumar lengí lífi!