Morgunblaðið - 20.03.1980, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980
Thomas Möllor
Horlínarhróf
Eifna-
hags-
málin
I>ingkosningar í haust
Á síðastliðnum 14 árum hafa
Vestur-Þjóðverjar með sífellt
hagstæðum viðskiptajófnuði
safnað gifurlegum gjaldeyris-
varasjóði, sem í ársíok 1979
nam um 90 miiljörðum marka.
Árið 1978 var viðskiptajöfnuð-
urinn hagstæður um 18 millj-
arða, en á síðasta ári snerist
dæmið við og varð samanlagður
vöru- og þjónustujöfnuður
óhagstæður um 9 milljarða
marka. Verð-vísitala innflutn-
ings hækkaði um 26,6% á
síðasta ári, og áttu olíuvcrðs-
hækkanlr stóran þátt í þeirri
þróun. Á þcssu ári er gert ráð
fyrir að greiðslur fyrir olíu
hækki um 15 milljarða eða sem
ncmur 1% af heiidarþjóðar-
framleiðslu, og að hallinn á
viðskiptajöfnuði muni nema
allt að 20 miiljörðum marka.
Þróun þessi hefur leitt til þess
að þýska markið hefur átt í vök
að verjast að undanförnu á
gjaldeyrismörkuðum en gengi
þess hefur fallið um 4% gagn-
vart dollaranum frá janúar-
byrjun.
Jákvæðar hliðar ársins 1979
komu fram í 4,5% aukningu á
brúttóþjóðarframleiðslu og í lok
ársins var skráð minnsta at-
OK S£H D55HR- 5H0WKAMPF iáIDT-5TRAU5S .
— " id EÉjl *
vinnuleysi í 5 ár, en í febrúar
síðastliðnum varð mesta minnk-
un á atvinnuleysi sem hefur átt
sér stað á síðastliðnum 12 árum.
Verðbólgan á síðasta ári nam
4,1% en á þessu ári er gert ráð
fyrir 4,5% hækkun á verðlagi og
2,5% hækkun á þjóðarfram-
leiðslu. Áætlanir þessar miðast
við að launahækkanir fari ekki
fram úr 7% og að framhald verði
á stöðugu aðhaldi seðlabankans í
peningamálum.
Gífurlegt fjármagn hefur ver-
ið flutt út úr V-Þýskalandi að
undanförnu og er ástæðan m.a.
hinn mikli munur á bankavöxt-
um í Þýskalandi og Usa, en þar
hafa vextir nýlega verið hækk-
aðir upp í allt að 17,75% meðan
hæstu vextir í Þýskalandi nema
aðeins 7—9%. Til að koma í veg
fyrir fjármagnsflótta þennan
hefur Seðlabankinn hér hvað
eftir annað gripið til þess ráðs
að hækka forvexti, síðast 28.
febrúar sl.
Efnahagssérfræðingar hafa
lýst þeirri skoðun sinni að
áframhaldandi hækkun vaxta og
hinn hái orkureikningur þjóðar-
innar muni fyrr en varir leiða til
sama verðbólgustigs í Þýska-
landi og aðrar þjóðir vestur-
landa búa við, eða 10 til 15%
verðbólgu. Aðrir benda á þá
staðreynd að hlutabréf v-þýskra
fyrirtækja hafa fallið nokkuð í
verði á verðbréfamörkuðum að
undanförnu og jafnvel sterk
fyrirtæki eins og Volkswagen og
Siemens hafa séð hlutabréf sín
falla verulega í verði.
Þrátt fyrir þessar dökku hlið-
ar ríkir hér nokkur bjartsýni
hvað efnahagsmálin varðar,
enda hefur sýnt sig að þýskt
efnahagslíf býr yfir mikilli að-
lögunarhæfni.
HINN 5 október n.k. fara fram
þingkosningar hér í V-Þýska-
landi, og er kosningaundirbún-
ingur flokkanna hafinn af full-
um krafti. Eins og flestum er
kunnugt þá hítast tvær flokka-
samstæður um völdin: núver-
andi stjórnarflokkar spd og fdp
(sosialdemokratar og frjálsir
demokratar) annars vegar og
cdu/csu (kristilegu flokkarnir)
hins vegar. Þar að auki bjóða
fram ýmsir smáflokkar, flestir
vinstrisinnaðir, sem ekki ná 5%
fylgislágmarkinu sem er skil-
yrði fyrir því að fá þingsæti í
Bonn. Þá ber að minnast á
„græna f!okkinn“ sem er
hlynntur aukinni umhverfis-
vernd. Hann hefur nokkuð fylgi
meðal unga fólksins, en hefur
átt i erfiðleikum með stefnu-
mótun vegna mismunandi skoð-
ana flokksmanna á efnahags-
og alþjóðamálum.
Báðar fyrrnefndar flokkasam-
stæður hafa þegar valið sinn
frambjóðanda í kanzlaraemb-
ættið: Helmuth Schmith fyrir
spd/fdp, og Franz Josef Strauss
fyrir cdu/csu.
Unnið hefur verið að því að
semja stefnuyfirlýsingar og
kosningaloforð eru farin að sjá
dagsins ljós. Stéfnumótun flokk-
anna hefur þó ekki gengið sárs-
aukalaust fyrir sig, Landsþing
SPD sem var haldið hér í
V-Berlín í desember sl. ein-
kenndist af miklum skoðana-
mismun milli þingfulltrúa í öll-
um helstu málum þ.á.m. fram-
tíðarlausn orkumáL, afstöðunni
til byggingar og reksturs kjarn-
orkuvera, staðsetningu á kjarn-
orkueldflaugum NATO í
V-Þýskalandi, umhverfis-
verndarmál og fleira. Það var
ekki fyrr en eftir að Helmuth
Schmith var búinn að hóta
afsögn að hann fékk fullan
stuðning við allar sínar tillögur,
þ.e. að halda áfram byggingu
kjarnorkuvera með vissum skil-
yrðum um umhverfisöryggi, og
að leyfa staðsetningu fyrr-
greindra eldflauga í landinu.
Miklar umræður urðu á lands-
þingi þessu um Franz Josef
Strauss, enda er hann maður
umdeildur vegna skoðana sinna í
flestum málum. Orðrétt sagði
Willy Brandt í einni ræðu
sinni:„Enginn veit hvað Strauss
dettur í hug á morgun. Þessi
maður er óútreiknanlegur, hann
má ekki stjórna þessu landi! Ef
Strauss yrði kjörinn myndi það
þýða ófrið innanlands, og eyði-
leggja það traust sem Þýskaland
hefur áunnið sér í heiminum".
Að þinginu loknu hélt Stráuss
því fram að haiín sjálfur hefði
verið eina málefnið sem þing-
fulltrúar hefðu verið sammála
um, og sýni það hvað sósial-
demókratar óttast framboð
hans. Strauss hélt því þar að
auki fram í sjónvarpsviðtali að
Helmuth Schmith biði upp á þær
lausnir á vandamálunum sem
Strauss hefði verið að benda á
síðast liðin 10 ár.
Á fjölmörgum ráðstefnum að
undanförnu hefur stjórnarand-
staðan cdu/csu unnið að því að
semja sameiginlegar stefnuyfir-
lýsingar og að skipuleggja kosn-
ingabaráttuna. Ut úr kosn-
ingaslagorðunum má lesa stefn-
una: „trygging friðar og frelsis"
og með því til skýringar að
„skilyrðislaus stuðningur við
Nato og samvinna við Bandarík-
in sé forsenda fyrir öryggi lands-
ins. Annað stórmál kosninganna
er sett undir slagorðið „trygging
öruggrar framtíðar" og er þar
átt við stefnuna í fjölskyldumál-
um, skattamálum og síðast en
ekki síst, framtíðarlausn orku-
mála.
í orkumálum hefur stefna
cdu/csu verið skýr: aðeins með
aukinni orkuframleiðslu í kjarn-
orkuverum er hægt að tryggja
sjálfstæði landsins gagnvart
duttlungum óútreiknanlegra
olíufursta.
Við samanburð stefnuyfirlýs-
inga þessara beggja flokkasam-
stæðna kemur í ljós það sem er
einkennandi fyrir vestrænt lýð-
ræði stuttu fyrir kosningar, að
stjórnarandstaðan er með mjög
ákveðna stefnu og ákveðnar
lausnir á flestum vandamálum,
en stjórnarflokkarnir reyna að
réttlæta gerðir sínar á líðandi
kjörtímabili. í raun er enginn
grundvallarmunur á stefnum
hinna V-þýsku lýðræðisflokka,
allir segja þeir einstaklingsfrels-
ið og hið félagslega markaðs-
kerfi ofar öllu, og allir vilja þeir
tryggja öryggi og framtíð lands-
ins með aðferðum sem eru sára-
líkar þessi staðreynd kom mjög
berlega í ljóstí opnum umræðum
í þinginu þann 28. febrúar sl. um
Afganistanmálið. Allir flokkar
voru sammála um aukna sam-
vinnu við USA, enginn ágrein-
ingur var um að fordæma sið-
leysi Sovétmanna í Afganistan,
allir flokkar voru sammála um
að auka herútgjöld, og samþykkt
var af öllum flokkum að auka
samvinnu og aðstoð við lönd
þriðja heimsins. Af þessum sök-
um má búast við því, að kosn-
ingabaráttan í sumar og haust
eigi eftir að einkennast af
persónulegum samanburði kjós-
enda á frambjóðendunum í
kanzlaraembættið. Þessi stað-
reynd ætti að tryggja spennandi
og áhugaverða kosningabaráttu,
sem er þess virði að vel sé fylgst
með henni.