Morgunblaðið - 20.03.1980, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980
21
hefur sér stað um hérlenda
steinullarverksmiðju síðustu
vikur?
A undirbúningsstofnfundi
Jarðefnaiðnaðar 9. des. 1973,
sem sveitarfélögin milli Hvítár
og Þjórsár á Suðurlandi standa
að, eru þessi mál aftur dregin
fram í dagsljósið og flutti ég þar
m.a. framsöguræðu og gerði
sérstaka grein fyrir fyrri rann-
sóknum og hugmyndum um
steinullarverksmiðju og öðrum
framkomnum hugmyndum um
framleiðslukosti basalts. Það
var þá þegar, eins og nú, ljóst,
að steinullarframleiðsla var
mun hagkvæmari en önnur úr
basalti og strax var í þessum
hópi mikill áhugi fyrir slíkri
verksmiðju.
Annar undirbúningsfundur
var haldinn í maí 1974 og þá
með sömu sveitarfélögum, en
endanlegi stofnfundur Jarðefna-
iðnaðar var síðan haldinn í
október 1976 og þá með þátttöku
allra sveitarfélaga á Suðurlandi
og 140 einstaklinga.
A svipuðum tíma verða við-
horf til íslenzks iðnaðar nokkuð
breytt. í fyrsta lagi kemur um
þetta leyti fram hin svonefnda
„svarta skýrsla" um ástand
fiskistofnanna í kringum landið.
í öðru lagi er það orkukreppan í
heiminum og í þriðja lagi er
tæknilega orðið mögulegt að
nota raforku sem orkugjafa sem
fram að þeim tíma var ekki
unnt, að einnig að mögulegt er
að nota basaltsand til fram-
leiðslunnar. Með þessum
breyttu forsendum er talið mun
arðbærara að leggja út í að reisa
slíka verksmiðju. Byggt er á
forsendum útkomu fyrri rann-
sókna á vegum Glits, sem hófust
strax árið 1968, þegar þetta er
rætt á undirþúnings-
stofnfundum Jarðefnaiðnaðar.
Nóg komið af
„leiktækjum“
— Hver er þín persónulega
skoðun á staðsetningu slíkrar
verksmiðju?
Mér finnst meginþátturinn í
þessu, að Sunnlendingar hafa
bundist samtökum um að nýta
þau hráefni, sem rannsóknir
gamlar og nýjar sýna að eru
nýtanleg, á sviði steinullar-
framleiðslu, jafnhliða rann-
sóknum á nýtingu gosefna til
iðnaðarframleiðslu og frá byrj-
un stefnt að því að tengja öll
sveitarfélög á Suðurlandi. Það
var gert í ljósi þeirrar stað-
reyndar, að innan þessa svæðis
eru eldfjöllin Katla og Hekla,
sem ótvírætt eru mestir vágestir
fyrir þá sem næst þeim búa og
má telja, að á umliðnum öldum
hafi þau valdið óbætanlegu
tjóni. Það er því ekki óeðlilegt
að Sunnlendingar vilji reyna að
nýta þau til hagsbóta fyrir
byggðarlögin.
Mér finnst einnig, að íslenzka
þjóðin sé búin að byggja of
mikið af „leiktækjum“ víðs veg-
ar um landið, sem kostað hafa
þegna þessa lands ógrynni fjár.
Það er ábyrgðarhluti fyrir
íslenzk stjórnvöld að ætla að
staðsetja þessa verksmiðju ann-
ars staðar en þar sem hún er
þjóðhagslega arðbær. Suðurland
er ekki þéttbýliskjarni og á við
sín vandamál að etja í uppbygg-
ingu iðnaðar og atvinnu. Það
hefur þó þá kosti, að vera í
hagkvæmum tengslum við
skipaleiðir til erlendra hafna og
einnig í nánd við stærsta mark-
að landsins, þ.e. höfuðborgar-
svæðið. Ég held að við höfum
ekki efni á að vera með neina
tilraunastarfsemi á þessu sviði,“
sagði Einar í lokin.
sína en karlarnir verði hins vegar
að leita á önnur mið til tekjuöflun-
ar, svo sem með innbrotum, fjár-
svikum og eiturlyfjaverzlun. Þessi
skýring hefur lítið gildi nema þá
helzt við þær aðstæður, er nefndar
voru, þ.e. í fátækrahverfum og
undirheimum stórborganna.
Vændi er ekki heldur afbrotaígildi
í þeim skilningi, að það dragi úr
afbrotalíkum að öðru leyti. Þvert
á móti má ætla, að vændi sé
afbrotagæft, þ.e. til þess fallið að
stuðla að refsiverðri háttsemi eða
þá að vændi þrífst í skjóli slíkrar
háttsemi. Vændi fylgja ýmsar
freistingar, t.d. til fjárkúgunar
eða þjófnaðar af viðskiptavinum.
Hið rótlausa umhverfi er og til
þess fallið að leiða þá, er vændi
stunda, út í afbrot, m.a. fyrir
kynni af vafasömum aðilum
(hilming, fjárkúgun, eiturlyfja-
brot, ólögleg áfengissala). Auk þess
á þetta fólk á hættu að verða
sjálft fyrir alls konar óþægindum
og hnjaski, svo sem fjárkúgun,
líkamsárásum, ólögmætri nauð-
ung og eiturlyfjaneyzlu.
Ef refsing liggur við vændi sem
slíku, eykst hættan á refsiverðri
misnotkun aðstöðu gagnvart þeim,
er vændi stunda, t.d. vegna hótana
um að kæra brot af því tagi. Því
fylgir einnig aukin hætta á út-
breiðslu sjúkdóma, þar sem upp-
víst gæti orðið um brot við
læknisskoðun og almennt heil-
brigðiseftirlit. Auk þessara ókosta
við refsiábyrgð er það nú almennt
viðhorf, að vænlegra sé að bregð-
ast við'vændi með félagslegum
aðgerðum en refsiábyrgð. Til
sömu niðurstöðu leiðir annað mik-
ilvægt sjónarmið, sem sé að refsi-
reglur séu óverjandi og úrelt
skerðing á einkalífi borgaranna,
svo framarlega sem hin umdeildu
samskipti fari fram af fúsum og
frjálsum vilja beggja í einrúmi og í
hlut eigi fullorðið fólk. Margar
refsireglur varðandi slíkar einka-
athafnir manna hafa verið á
hröðu undanhaldi hin síðari ár,
svo sem um kynvillu, klám og
vændi. Sumir telja, að slíkum
refsireglum sé aðeins ætlað að
viðhalda ákveðínni siðaskoðun og
siðgæðiskennd og að slíkur refsi-
grundvöllur sé bæði of óljós og
tæpast réttlætanlegur í sjálfu sér.
Þarna þurfi til að koma skaðlegar
afleiðingar fyrir aðra einstaklinga
eða þjóðfélagið í heild. En hvenær
telst athöfn skaðleg að þessu
leyti? Um það álitamál hefur oft
staðið styrr.
Lokaorð
Greinargerð þessiær tekin sam-
an að beiðni Morgunblaðsins og er
ekki með henni tekin á nokkurn
hátt afstaða til þeirra blaðaskrifa,
sem birzt hafa að undanförnu um
hugsanlegt vændi á íslandi.
Nýtt rit með efna-
hagstölum á ensku
SEÐLABANKINN hefur hafið út-
gáfu á nýju ársfjórðungsriti á
ensku, Economic statistics og er 1.
tölublað þess komið út. Ritið hefur
að gcyma margvislegar upplýsingar
um isienzk efnahagsmál og auk
talnaefnis verður í hverju tölubiaði
stutt yfirlitsgrein um einhverja
þætti efnahagsmála.
Frá árinu 1974 hefur Seðlabankinn
gefið út Hagtölur mánaðarins og
hefur sú útgáfa reynst gagnleg og
bætt úr brýnni þörf fyrir aðgengi-
legar upplýsingar um þróun efna-
hagsmála. í fréttatilkynningu frá
Seðlabankanum segir að margsinnis
hafi þó verið á það bent, að nauðsyn-
legt væri að bæta upplýsingaþjón-
ustu við erlenda aðila, enda berast
árlega mikill fjöldi fyrirspurna er-
lendis frá til íslenzkra hagstofnana,
ekki sízt frá aðilum, sem tíð eða
mikil samskipti hafa við íslendinga.
Flugbjörgunarsveitarmenn á faraldsfæti:
Ætla á skíðum úr Bárðardal
um Kverkfjöll og yfir Yatnajökul
„ALLT er þegar þrennt er segir
máltækið, og því ætlum við að
reyna nú, en tvær fyrri tilraunir
hafa mistekist vegna slæmra að-
stæðna,“ sagði Arngrímur Her-
mannsson í samtali við Mbl„ en
hann ásamt fimm félögum í
Flugbjörgunarsveitinni í
Reykjavík eru að leggja land
undir fót og hyggjast ganga á
skiðum úr Bárðardal í Þingeyjar-
sýslu í Kverkfjöll í Vatnajökli og
þaðan suður yfir jökulinn.
Þeir sem leggja upp í þessa
ævintýraferð ásamt Arngrími eru
Björn, bróði Arngríms, sem er
yngstur 21 árs gamall, Guðjón
Halldórsson, Guðlaugur Þórðar-
son, Gylfi Gunnarsson og Rúnar
Nordquist, sem er áldursforsetinn
í ferðinni, 35 ára gamall. Allt eru
þetta þaulvanir ferða- og fjalla-
menn, hafa allir nema Björn tekið
þátt í svona stórri ferð áður,
reyndar fleiri en einni.
Félagarnir sögðu í samtali við
Mbl. að leiðin, sem þeir hyggjast
fara væri liðlega 200 km. löng og
það tæki þá a.m.k. 8 daga að fara
hana ef allt gengi að óskum. Hins
vegar mætti fastlega búast við
nokkurra daga töf vegna veðurs og
aðstæðna og nefndu þeir í því
sambandi, að þegar nokkrir þeirra
gengu frá Austurlandi vestur um í
Borgarfjörð fyrir nokkrum árum
hefðu þeir tafist í 10 daga, en
ferðin tekið alls 21 dag.
Þeir ætla að leggja upp frá
Svartárkoti í Bárðardal og fara
um Dyngjudal í Kverkfjöll. Úr
Sigurðarskála við Kverkfjöll ætla
þeir síðan að fara upp í skála
Jöklarannsóknafélagsins upp í
Kverkjöllum, sem er 1000 metrum
ofar. Þaðan verður haldið inn á
jökulinn í um 1800 metra hæð. Á
þeim punkti verða þeir félagarnir
að gera það upp við sig með tilliti
til aðstæðna hvort þeir halda
beint suður af í Esjufjöll og til
byggða, eða hvort þeir halda
austur jökulinn að Lambatungu-
jökli og þaðan niður Hoffellsdal til
byggða, en síðari leiðin er heldur
lengri.
Undirbúningur undir ferðina
hefur staðið yfir í nokkra mánuði
og má nefna að þeir félagar komu
nokkrum mat fyrir í Sigurðar-
skála á síðasta ári til að losna við
að bera eins mikið. Hver maður
verður eigi að síður með um 45
kíló og verður allur farangur
dreginn á til þess gerðum snjóþot-
um. Helsta fæðan í ferðinni verð-
ur frostþurrkaður matur frá
bandarísku fyrirtæki, en hann er
bæði léttur og mjög kjarnmikill.
Það kom fram hjá þeim félög-
um, að það sem þeir óttuðust mest
væru snjóalögin í Kverkfjöllum,
því ef aðstæður væru slæmar þar
tæki það a.m.k. tvær dagleiðir að
komast á annan hagstæðan stað
til uppgöngu á jökulinn. Þeir
sögðust þó vera ákveðnir í að
gefast ekki upp fyrr en í fulla
efana að þessu sinni.
Ljósmynd Mbl.
Félagarnir, f.v.: Guðlaugur Þórðarson, Arngrímur Hermannsson,
Gyifi Gunnarsson, Björn Hermannsson og Rúnar Nordquist. Á
myndina vantar Guðjón Halldórsson, sem er búsettur á Húsavík.
Stórverslun
í Keflavík
til sölu.
Til sölu eru þrjár verslanir í Keflavík, allar á besta
staö í bænum.
1. Vörumarkaður
á jaröhæö og lager í kjallara hvortveggja um 900 ferm:
Seld veröur fasteignin, innanstokksmunir, lager, good-will.
2. Hljómplötu- & filmuverslun
á jaröhæö.
Selt veröur innanstokksmunir, lager, good-will, húsnæöi leigt.
leigt.
3. Tísku & snyrtivöruverslun
á jaröhæö.
Selt veröur innanstokksmunir, lager, good-will, húsnæöi leigt.
leigt.
Allur rekstur þessi er í fullum gangi og fylgir
verslununum bílastæði fyrir 50 bíla, sem er
sérfrágengið fyrir þær.
Upplýsingar í símum 92-2042 — 2044 — 2012 Keflavík