Morgunblaðið - 20.03.1980, Page 25

Morgunblaðið - 20.03.1980, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980 25 Anna Bjarnadóttir skrifar frá Washington Forsetakosningar í Bandaríkjunum eiga sér engan líka í öllum heim- inum. Þær eru bæði fkíknar og tímafrekar, en enginn getur sakað þær um að vera ólýðræð- islegar. Kosningaaðferð- inni er ætlað að tryggja íbúum allra ríkjanna 50, og Puerto Rico, jafnrétti við kjör valdamesta manns landsins og eins valdamesta manns ver- aldar. Hér fajínar Ronald Reagan sigri í forkosnintíunum í New Hampshire. verður þörf til að hljóta útnefn- ingu flokksins. Flokkur repúblikana er mun samstæðari en flokkur demó- krata. Forkosningar hans skera fyrst og fremst úr um vinsældir og framboðshæfni manna, en ekki um stefnu eða baráttumál ólíkra hópa innan flokksins. Þing repúblikana verður haldið í Detroit dagana 14.—18. júlí. 1994 fulltrúar munu sitja það en 998 atkvæða verður þörf til að hljóta útnefninguna. Við fyrstu atkvæðagreiðslu á landsþingunum eru flestir full- trúanna bundnir ákveðnum frambjóðendum. Nokkrir koma óháðir frambjóðanda á þingið. Ef enginn hlýtur þá tilskilinn fjölda atkvæða er kosið aftur og fulltrúarnir geta greitt atkvæði að eigin geðþótta. Þegar sú staða kemur upp færist hiti í þingið og barizt er um hvert atkvæði. Stundum er leitað til einhvers sem ekki hefur tekið þátt í forkosningunum og flokkurinn getur sameinazt um. 1976 var lengi talað um að Humphrey gæti orðið frambjóðandi demó- krata með þessu móti. I ar er Gerald Ford stundum nefndur sem hugsanlegur frambjóðandi repúblikana ef atkvæði Ronalds Leiðin til Hvíta hússins Peningasöfnun er stór liður í kosningabaráttunni. „Kvöldverðar- boð“ eru vinsæl, en þau eru ekki ókeypis. Hjá Conally kostaði 125 dollara (milli 50 og 60 þús. ísl. kr.) á mann í október. Forsetakosningar eru haldnar í nóvember fjórða hvert ár. Kosningabaráttan hefst fyrir al- vöru níu mánuðum áður, en í sumum tilvikum allt að tveimur árum áður. Fyrsta skrefið í kosningunum er að velja fram- bjóðendur flokkanna tveggja. Það er gert með fundum í öllum kjördæmum sumra ríkja eða forkosningum í öðrum þar sem skorið er úr um vinsældir þeirra manna sem lýsa áhuga á útnefn- ingu flokks síns. Fulltrúar ríkj- anna hittast á landsþingi flokk- anna um mitt sumar og gera út um útnefninguna. Þjóðin greiðir síðan öðrum hvorum atkvæði sitt í nóvember en kjörfundur gerir útslagið um það hver verður forseti landsins. Þetta kosningafyrirkomulag er hvorki ódýrt né fyrir hvern sem er að leggja út í. Óft heyrast raddir um að rétt sé að breyta því en þær hafa aldrei fengið verulegan hljómgrunn. Ekkert bendir til þess að Bandaríkja- menn hyggist hverfa að þjálla kosningafyrirkomulagi á næst- unni. Fjármál Það hafa þó orðið nokkrar breytingar á forsetakosningum á síðasta áratug. Kostnaður hefur ávallt verið mikill við kosning- arnar en þó þótti keyra um þverbak 1972 þegar Richard M. Nixon eyddi um 61 milljón doll- ara (um 26 milljörðum íslenzkra króna) í kosningabaráttu sína. í maí 1976 gengu í gildi ný kosn- ingalög sem takmarka mjög leyfileg útgjöld hvers frambjóð- anda. Kjarni nýju laganna er kosn- ingasjóður sem ríkið styður frambjóðendur úr til jafns við einstaklinga og fyrirtæki ef frambjóðendur fullnægja vissum skilyrðum. Skattgreiðendur taka fram á framtali sínu ef þeir vilji greiða í kosningasjóðinn og greiða þá einn dollara á ári í hann. Þessi aðferð hefur reynst ríkinu næg tekjulind til að halda sjóðnum gangandi. Til að fá fé úr kosningasjóði ríkisins verða frambjóðendur fyrst að safna ákveðinni upphæð sjálfir í 20 ríkjum eða fleirum. Sjóðurinn kemur ekki á móts við nema 250 dollara gjöf frá hverj- um einstaklingi en enginn má gefa meira en 1000 dollara í kosningasjóð frambjóðanda. Frambjóðendur mega ekki eyða meiru en ákveðinni upphæð á hvern kjósanda í hverju ríki og alls ekki meiru en 15,9 milljón- um dollara alls í forkosningar og 31,8 milljón dollurum í forseta- kosningarnar. Þeir sem vilja geta kostað framboð sín sjálfir og er þá í sjálfsvald sett hversu miklu þeir eyða. John Connally ákvað í nóvember s.l. að þiggja ekki peninga úr kosningasjóði ríkis- ins. Kosningabarátta hans fór síðan að ganga illa og mikið var gert úr því þegar hann þurfti á bankaláni að halda til að kosta auglýsingaherferð í sjónvarpinu í Suður-Karólínu. Þegar útgjöldin í hverju ríki eru takmörkuð tekur kosninga- baráttan á sig annan svip. Nú er mikil áherzla lögð á að ná til sem flestra kjósenda með hverjum dollara. Því er meira lagt upp úr sjónvarpsauglýsingum nú en kosningahnöppum og límmiðum með slagorðum á eins og áður tíðkaðist. Sumir óttast einnig að í framtíðinni fáist aðeins end- urskoðendur til að bjóða sig fram, svo strangt er eftirlit kjörnefndar með fjármálum frambjóðendanna. Forkosningar Aðrir óttast að forkosningarn- ar séu að verða svo tímafrekar að þær fæli frá fjölda ákjósan- legra frambjóðenda og að forset- ar framtíðarinnar verði hæfari frambjóðendur en leiðtogar. Forkosningar hafa verið haldnar síðan 1904 þegar Flórída reið á vaðið og gaf almenningi kost á að hafa áhrif á val fulltrúa ríksins á landsþing flokkanna. Þeim ríkjum sem halda forkosningar hefur farið sífjölgandi síðan. 1968 voru 42% fulltrúanna á landsþingi Demó- krataflokksins þangað komnir eftir forkosningar en þó hlaut Hubert H. Humphrey útnefn- ingu flokksins án þess að hafa tekið þátt í nokkurri forkosn- ingu. Hann naut stuðnings full- trúa sem voru komnir á þingið fyrir atbeina æðstu ráðamanna flokksins í 34 ríkjum. í ár halda fleiri ríki forkosn- ingar en nokkru sinni fyrr. Demókratar munu halda þær í 34 ríkjum en repúblikanar í 36 (að Puerto Rico meðtalinni). Samkvæmt kosningareglum eiga þær að standa frá og með fyrstu viku í marz til fyrstu viku í júní en New Hampshire fær undan- þágu frá þeirri reglu og þar var kosið síðasta þriðjudaginn í febrúar. Þau ríki sem ekki halda for- kosningar (primaries) halda í staðinn flokksfundi (caucuses) í hverju kjördæmi til að sjá hvaða fylgi frambjóðendurnir hafa. Fulltrúaráð flokkanna í flestum ríkjum eru bundin af niðurstöð- um flokksfundanna við val full- trúa á landsþingin. í forkosning- unum er frambjóðendunum í hvorum flokki hins vegar greidd atkvæði og samkvæmt þeim fara fulltrúar ríkjanna á landsþingin. Fulltrúar nokkurra ríkja á landsþingi repúblikana styðja allir sigurvegara forkosning- anna (Winner Take All) en í flestum ríkjum ræður hlutfall atkvæðanna hlutfalli stuðnings- manna hvers frambjóðanda á landsþingunum. Yfirleitt tekur ekki helmingur kjósenda þátt í forkosningum eða fundarhöldum flokkanna. Menntun, tekjur og aldur hafa mikið að segja um þátttakendur og stundum er því haldið fram að skoðanir þeirra séu öfgafyllri en þeirra sem heima sitja. Landsþing Eftir landsþing demókrata 1968, sem var mjög biturt og dró úr áliti flokksins, voru reglur um þing flokksins endurskoðaðar. Á landsþinginu 1972 áttu fleiri konur, svertingjar og fólk undir þrítugu sæti en nokkru sinni fyrr. Þessir fulltrúar fengu sæti embættismanna og ráðamanna i flokknum og gerðu útslagið um útnefningu George McGovern það ár. 1976 var fulltrúunum fjölgað svo að atvinnustjórn- málamennirnir fengju sæti á landsþinginu. í ár mun 3331 fulltrúi sitja þing demókrata, sem verður haldið í New York 11,—14. ágúst. 1666 atkvæða Reagan, George Bush og þeirra sem verða enn með í leiknum í júlí skiptast svo að enginn fær meiri hluta atkvæða á þinginu. Kjörfundur Þegar kosningarnar í nóvem- ber eru afstaðnar er komið að atkvæðagreiðslu kjörfundar (El- ectoral College). Hann sitja 558 fulltrúar ríkjanna sem skera endanlega úr um það hver verð- ur forseti Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Fjöldi fulltrúa ríkj- anna fer eftir þingmannafjölda þeirra í bandariska þinginu, sem fer aftur eftir fólksfjölda ríkj- anna. Allir fulltrúar ríkjanna greiða þeim frambjóðanda atkvæði sitt sem vann kosningarnar í þeirra ríki, sama hversu sigurinn var stór. Þetta gerir sigur í stærstu ríkjunum mjög mikilvægan. Ef sami frambjóðandi vinnur t.d. tvö stærstu ríkin, Kaliforníu og New York, hlýtur hann meira en þriðjung nauðsynlegra atkvæða kjörfundar (96 af 270) til að ná forsetakjöri. Það er því hægt að verða forseti án þess að hljóta meiri hluta atkvæða í forseta- kosningunum. Það gerðist árið 1888 þegar Benjamin Harrison, frambjóðandi repúblikana, hlaut meiri hluta á kjörfundinum en tapaði kosningunum fyrir Grov- er Cleveland með 90.000 atkvæða mun. í kosningunum 1976 mun- aði ekki nema 10.000 atkvæðum bæði í Hawaii og Ohio að Ford hlyti meiri hluta á kjörfundinum þó að hann hafi hlotið 1,7 milljón færri atkvæði en Jimmy Carter alls. Kjörfundurinn varð til sem málamiðlun höfunda stjórnar- skrárinnar. Þeir treystu ekki almenningi til að yelja hæfa menn í forsetastól og vildu ekki hafa það í höndum þingsins. Þeir kusu þennan milliveg sem marg- ir forsetar hafa síðan reynt að breyta til batnaðar. Það er þó erfitt því að stjórnarskrárbreyt- ing verður að hljóta samþykki % hluta beggja deilda þingsins og í 38 ríkjum af 50. Birch Bayh, öldungadeildar- þingmaður frá Indiana, lagði fyrir þingið á síðasta ári breyt- ingartillögu sem hefði falið í sér afnám kjörfundar og komið á beinum forsetakosningum. Skoð- anir voru mjög skiptar um tillögur hans og þær voru felldar í öldungadeildinni. ab.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.