Morgunblaðið - 20.03.1980, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980
Skattstiginn og útsvarshækkun:
Gengið á þinghef ðir
og samskiptareglur
— að dómi stjórnarandstöðu
• Önnur umræða um stjórnarfrumvarp um tekjustofna sveitarfélaga og tillögur til heimilda um 10%
álaga á 11% útsvör á brúttótekjur fór fram í neðri deild Alþingis i gær. Fjármálaráðherra gerði i upphafi
umræðna grein fyrir hugmyndúm sinum og rikisstjórnarinnar um skattstiga ársins 1980, sem væntanlega
yrðu bornar fram í frumvarpsformi öðru hvorum megin við komandi helgi. (Sjá baksíðufrétt um
skattstigann i Mbl. i dag.) Eftir þessar upplýsingar ráðherra var gert fundarhlé — svo þingflokkum gæfist
ráðrúm til að ræða þcssar nýju upplýsingar varðandi heildarálagningu opinberra gjalda á árinu.
• Áður en fundur hófst að nýju i deildinni fór ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks
sjálfstæðismanna, formlega fram á það við starfandi deildarforseta, Alexander Stefánsson (F), að umræðu
um tekjustofnamál sveitarfélaga yrði frestað unz boðað frumvarp rikisstjórnarinnar um skattstiga kæmi
fram, væntanlega á mánudag, svo þingflokkar geti tekið afstöðu til þess i ljósi þá fyrirliggjandi upplýsinga
um heildarmynd og heildardæmi opinberrar skattheimtu i landinu. Þessum formlegu tilmælum þingflokks
sjálfstæðismanna hafnaði starfandi deildarforseti.
Svipmynd frá Alþingi: Eggert Haukdal og Pálmi Jónsson.
Almenn tilmæli
um frestun
I upphafi fundar ítrekuðu þing-
menn Sjálfstæðisflokks frestunar-
beiðni á umræðunni, unz umbeðn-
ar upplýsingar væru á borðum
þingmanna, væntanlega nk.
mánudag. Þeir, sem báru fram
þessar óskir, f.h. þingflokksins,
voru: Friðrik Sophusson, Halldór
Blöndal, Matthías Bjarnason,
Birgir ísleifur Gunnarsson,
Matthías Á. Mathiesen og Albert
Guðmundsson. Þingmenn Alþýðu-
flokks, Vilmundur Gylfason, Sig-
hvatur Björgvinsson (formaður
þingflokksins) og Karvel Pálma-
son, báru einnig fram sams konar
frestunartilmæli fyrir hönd þing-
flokks Alþýðuflokksins. Starfandi
forseti, Alexander Stefánsson,
hélt fast við synjun sína, og einnig
varaforseti hans, Garðar Sigurðs-
son (Abl) eftir að sá fyrrnefndi
vék af fundi.
Beiðni um frestun var rökstudd
með því m.a., að þinghefð væri sú
að orðið væri við slíkum beiðnum í
skamman tíma, þegar þingflokkar
færu formlega fram á slíkt; nauð-
synlegt væri að skattstigi, þ.e.
ríkisþáttur skattheimtunnar, væri
á hreinu og þar með heildardæmi
opinberrar skattlagningar áður en
svo veigamikil ákvörðun til út-
svarshækkunar yrði tekin; þessi
frestur tefði ekki framgang máls-
ins þar eð skattstigi væri boðaður
á mánudag og tími hefði ekki
unnizt til að skoða erindi frá
aðilum, sem mál þetta varða.
Ákvæði efna-
hagslaga um
málsmeðferð
Svavar Gestsson félagsmála-
ráðherra taldi ekki ástæðu til
frestunar á fundi eða umræðu.
Vitnaði hann til samþykktar full-
trúaráðs Sambands ísl. sveitarfé-
laga, sem knúið hefði á um
útsvarshækkun.
Athygli ráðherrans var vakin á
því að það gengi á þinghefðir, sem
Á ÞINGSÍÐU Mbl. í gær var greint
frá greinargerðum þingmanna við
nafnakall um 4% aukaframlag til
sveitarfélaga af innheimtum sölu-
skatti 1980, til að greiða úr fjár-
hagserfiðleikum þeirra án útsvars-
hækkana. Tillaga hér að lútandi var
felld með 21 atkvæði stjórnarliða
gegn 18 atkvæðum stjórnarand-
stöðu.
Af vangá féll niður greinargerð
Steinþórs Gestssonar (S) og fylgir
hefðu verið virtar til þessa, að
synja formlegri beiðni tveggja
þingflokka um 2ja daga frest í
jafn stóru máli. Ennfremur, að 2.
kafli efnahagslaga frá 7. apríl
1979 (Ólafslaga), sem flestir nú-
verandi ráðherra hefðu staðið að,
kvæði skýrt á um, að ríkisstjórn-
inni bæri að hafá samráð við
samtök launþega í landinu um
mótun tekjustefnu ríkisins. Hef-
ur ráðherra fylgt þessum lagaboð-
um? var spurt. Hefur hann haft
samráð við ASÍ, VMSÍ, BSRB,
bændasamtökin eða önnur hlið-
stæð samtök um tekjuskatts- eða
útsvarsmál, eins og lögin bjóða?-
var spurt.
hún hér með:
„Með vísun til þess að ýmis sveit-
arfélög telja tekjumöguleika sína
ekki svara til þeirra verkéfna, sem
þau hafa með höndum og með því að
fyrir liggur að verkefna- og tekju-
skipting ríkis- og sveitarfélaga verði
tekin til endurskipulagningar á þessu
ári, þá tel ég rétt að leysa hugsanlega
aukafjárþörf sveitarfélaganna á ár-
inu 1980 með þeim hætti, sem tili. á
þskj. 199 gerir ráð fyrir og segi já.“
Stigið spor
að stríði við
stjórnarandstöðu
Málflutningur þingmanna
Sjálfstæðisflokks kom einkar vel
fram í máli Birgis ísl. Gunnars-
sonar (S), sem sagði óvenjulegt,
að háttvísri og rökstuddri beiðni
um skammtímafrest, unz nauð-
synlegar upplýsingar lægju fyrir,
væri hafnað, ekki sízt þegar hún
væri borin fram af tveimur þing-
flokkum — og frestur í svo
skamman tíma tefði ekki fram-
gang málsins svo nokkru næmi.
Hann vakti og athygli á því að
mjög fjölmennur hópur þjóðfé-
Steinþór Gestsson.
lagsþegna: sjómenn, opinberir
starfsmenn, iðnaðarmenn, fólk í
ákvæðisvinnu, s.s. fiskvinnslu, og
ýmsir fleiri, féllu að drjúgum
hluta undir háþrep hins boðaða
skattstiga, sem fjármálaráðherra
hefði kunngert í grófum dráttum.
Hann vakti og athygli á því, að
það sjónarmið hefði átt drjúgt
fylgi meðal sveitarstjórnarmanna,
að ríkissjóði bæri að draga úr
skattheimtu hjá sér samhliða
hækkun útsvara. Ef sveitarstjórn-
armenn á tilgreindum fulltrúa-
fundi hefðu haft vitneskju um
tillögur um aukinn söluskatts-
hluta sveitarfélaga, í stað út-
svarshækkunar, væri hann ekki í
vafa um, að þær hefðu haft þar
fylgi sem lausn til bráðabirgða —
unz verka- og tekjuskipting ríkis
og sveitafélaga yrði betur ráðin og
til nokkurrar frambúðar.
Sagði Birgir ísleifur að með
þeirri synjun, sem hér væri beitt,
væri ríkisstjórnin að stíga fyrsta
skrefið til stríðs við stjórnar-
andstöðu, sem sýnt hefði háttvísi
og sannsýni í málabúnaði.
Óvenjulegar aðstæður
Matthias Á. Mathiesen (S)
vakti athygli á því að hér væri
stórmál í umfjöllun við
óvenjulegar aðstæður — og fá-
menni í þingdeildinni. Á sama
tíma, sem synjað er um frest á
umræðu, er fundur í fjárveitinga-
nefnd, þar sem nokkrir þingmenn
eru bundnir, þ.á m. Álexander
Stefánsson, sem synjaði um frest-
inn, en þyrfti síðan sjálfur að
sinna störfum utan þingdeildar-
innar og yæri nú fjarstaddur.
ítrekaði MÁM beiðni um frestun.
Landbúnaðarráðherra
synjar um frest
Pálmi Jónsson, landbúnaðar-
ráðherra, sagðist lengi hafa setið í
fjárveitinganefnd og oft er sam-
tímis voru fundir í þingdeildum.
Ekki væru aðstæður til frestunar
á þessari umræðu og rétt að henni
yrði fram haldið. PJ sagði tillögu
þá, sem hér ylli deilum, fela í sér
heimild til hækkunar útsvara,
ekki fyrirmæli.
Afstaða ráð-
herra hörmuð
Matthias Bjarnason (S) og
Halldór Blöndal (S) hörmuðu
afstöðu ráðherra gagnvart ein-
róma tilmælum þingflokks sjálf-
stæðismanna. Ekki fælist sáttfýsi
né sanngirni í slíkri afstöðu.
Matthías sagði rétt vera að Pálmi
hefði lengi setið í fjárveitinga-
nefnd. Hins vegar könnuðust þeir
báðir við fjárveitinganefndar-
mann, sem þar ætti sæti, en hefði
ekki mætt þar til fundar í meir en
mánuð. Matthias Á. Mathiesen
(S) ræddi um þær þinghefðir, sem
ríkt hefðu í málum sem þessum,
sem nú væru þverbrotnar, og taldi
ekki góðs viti um vinnubrögð á
Alþingi. Sighvatur Björgvinsson
(A) sagði illt í efni er fornar
samskiptareglur á Alþingi væru
svo gróflega sniðgengnar. Karvel
Pálmason (A) vakti athygli á því
að þingforsetinn, sem synjaði um
frest og hefði vikið af fundi til
annarra starfa, væri jafnframt
fyrsti flutningsmaður þeirrar
breytingartillögu, sem hér hefði
valdið mestum deilunum. Albert
Guðmundsson (S) sagðist vilja
svara fyrirspurn Vilmundar
Gylfasonar (A) um afstöðu sína.
Hann styddi frestunarbeiðni þing-
flokks síns.
Þingdeildin tók matarhlé um
7-leytið í gærkveldi en fundi átti
að halda áfram kl. 9 um kvöldið.
Steinþór Gestsson:
Hlutur sveitarfé-
laga í söluskatti
Sigurlaug
Bjarnadóttir:
Niður-
felling
söluskatts
á flutn-
ingsgjald
SIGURLAUG Bjarnadóttir
(S) mælti í gær fyrir frum-
varpi til laga, sem hún flytur
ásamt Agli Jónssyni (S) um
niðurfellingu söluskatts á
flutningagjald.
Með þessu frumvarpi er,
sagði Sigurlaug, gerð tilraun
til að aflétta einum hinna
mörgu kostnaðarauka, sem
strjálbýlisverlzun og lands-
byggðarfólk búa við. Rakti hún
ýmis dæmi þess misræmis,
sem þessi skattur skapaði, og
væri með öðru þáttur í því að
framfærsla væri á flesta greín
kostnaðarsamari í strjálbýli en
í Reykjavík. Miklar umræður
urðu um málið (efri deild) og
hlaut frumvarpið einróma
stuðning þeirra, er þátt tóku í
umræðunni.
Nýr þing-
maður
SIGRÚN Magnúsdóttir, kaup-
maður, hefur tekið sæti á Alþingi
í fjarveru Ólafs Jóhannessonar
um sinn, en hún er 2. varaþing-
maður Framsóknarflokksins í
Reykjavík. Haraldur Ólafsson,
fyrsti varaþingmaður flokksins, er
erlendis.