Morgunblaðið - 20.03.1980, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 20.03.1980, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980 27 JS - ft Mnpr um touunarromulrtt. Forsiðu Uggans, ncmenda blaðs Fiskvinnsluskólans, prýðir mynd eftir Sigurð Sig- urðsson listmálara. Ugginn - blað nemenda Fisk- vinnsluskólans UGGINN heitir nýútkomið blað nemenda Fiskvinnslu- skólans, 1. tölublað 1. árg- angs. Blaðið er gefið út í fjaröflunarskyni fyrir Bandarikjaferð nemenda til að kynnast starfsemi verk- smiðja SÍS og SH. Flytur það ýmsan fróðleik um fisk- vinnslu og fræðslumál tengd henni. Ritnefnd blaðsins skipa Margrét Þórisdóttir, Jóhanna K. Guðmundsdóttir, Júlíus Getsson og Hilmar Þór Hilm- arsson, en hann er jafnframt ritstjóri blaðsins ásamt Magnúsi Hilmari Helgasyni. Af efni blaðsins má m.a. nefna grein Guðmundar H. Garðarssonar Mesta stóriðja Islendinga, grein Sigurðar B. Haraldssonar skólastjóra um sjávarútvegsfræðslu í Noregi og Islandi, grein um tölvu- notkun í íslenzkum frystihús- um eftir Bjarna Júlíusson, grein eftir Hannes Magnússon gerlafræðing um samanburð aðferða við fiskgæðamat og erindi Björns Dagbjartssonar um þróunarmöguleika fiskiðn- aðar o.fl. ISLENDINGAR OG FÆREYINGAR HAFA SÝNT FRAM A AÐ SAMVINNA á sviði sjávarútvegs gerir stöðu þeirra STERKA — '*« »»•»»»>• I Ugganum er m.a. að finna þessa auglýsingu um sam- vinnu Færeyinga og íslend- inga frá Föroya Fiskasöla. Jón er í 3.-5. sæti JÓN L. Árnason gerði jafntefli við stórmeistarann Quinteros í 3. umferð Luis D Statham-skák- mótsins í Lone Pine i Bandarikj- unum. Hins vegar tapaði Margeir Pétursson fyrir stórmeistaranum Ermenkov. Jón er nú í 3.-5. sæti ásamt Quinteros og Larsen með 2'/2 vinning en efstir og jafnir eru Geller og Whitehead með 3 vinn- inga. Margeir hefur hálfan vinn- ing og er í einu af neðstu sætun- um. Byrjunin hjá Jóni er mjög góð en hins vegar veldur frammistaða Margeirs vonbrigðum. Hann sagði í samtali við Mbl. í gær, að líklega væri of mikil taflmennska að undanförnu ástæðan fyrir slakri frammistöðu nú. Kóramót Kötlu KATLA, samband sunnlenskra karlakóra, gengst fyrir kóramóti aðildarkóra sinna í íþróttahús- inu að Selfossi laugardaginn 22. mars n.k. og hefjast samsöngv- arnir kl. 16.00 sd. „ Samsöngvarn- ir eru haldnir í því tilefni að um þessar mundir á sambandið 5 ára starfsafmæli en það var stofnað árið 1975. Sambands- svæði Kötlu nær frá Hornafirði til Breiðafjarðar og eru níu karlakórar í sambandinu. 8 kór- ar taka þátt í samsöngnum á Selfossi að þessu sinni, en þeir eru: Karlakórinn Jökull, Höfn. Hornafirði, Kariakórinn Stefnir, Mosfellssveit, Karlakórinn Svanir, Akranesi. Karlakórinn Þrestir, Hafnarfirði. Kariakór Keflavikur, Karlakór Reykjavikur, Karlakór Selfoss, Karlakórinn Fóstbræður. Reykjavik. Samsöngvarnir fara fram með þeim hætti að hver kór syngur 2 lög að eigin vali, síðan syngja kórarnir saman 4 lög. Þetta er fyrsta stóra söngmótið sem haldið er fyrir austan Fjall, en með tilkomu hins nýja og glæsi- lega íþróttahúss á Selfossi hefur skapast góð aðstaða fyrir slík söngmót. Víkingahóf á Loftleiðum VlKINGAHÓF verður haldið á Hótel Loftleiðum í kvöld, fimmtu- dagskvöld, og hefst kl. 19 með borðhaldi. Mun þar m.a. verða snæddur fiskréttur víkingsins sem birtast mun gestum í gervi langskips. Meðan á snæðingi stendur verða sýndir þjóðdansar og Sigurður Guðmundsson leikur á slaghörpu. Víkingahóf þetta er í framhaldi af svipuðum mannfagnaði sem haldinn var á Islandsviku í Lund- únum nýlega. Eitt atriðanna úr kvikmyndinni. Drama gamla mannsins teiknar Per Aahlin. Sænsk mynd hjá Fjalakettinum í KVÖLD, fimmtudag, kl. 21, á laugardaginn ki. 17 og á sunnu- daginn kl. 17, 19:30 og 22 sýnir Fjalakötturinn í Tjarnarbiói kvikmyndina „I huvet p& en gammal gubbe“ (Sem svipt úr höfði gamals manns) eftir Tage Danielsson. Myndin fjallar um gamlan mann sem á í erfiðleikum með að sjá um sig sjálfur í stórborginni. Hann er innritaður á elliheimili þar sem vel er séð um hann og farið með hann eins og krakka. Frá þessu leiðinlega og vanafasta lífi flýr hann á vald óska og drauma. Samkór Rangæinga syngur á þremur stöðum um helgina SAMKÓR Rangæinga heldur tónleika í Stóradalskirkju und- ir Vestur-Eyjafjöllum föstu- daginn 21. mars kí. 21.30 og laugardaginn 22. mars syngur kórinn i Ilallgrímskirkju. Að þeim tónleikum ioknum verður ferðinni heitið upp á Akranes og sungið í Akraneskirkju kl. 18. Félagar í kórnum eru 24 úr sjö hreppum sýslunnar. Hefur kórinn æft einu sinni í viku í gagnfræðaskólanum á Hvols- velli undir stjórn Friðriks Guðna Þórleifssonar. í vetur hefur kórinn æft Messa in honorem Jesu Christi Regis eftir dr. Victor Urbancis en þessi messa hefur ekki áður verið flutt í heild opinberlega. Auk þess hefur kórinn æft sálmalög. Sjómannafélag ísfirðinga: Tekjur sjómanna haf a ekki aukist í neinu samræmi við af laaukningu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Sjómannafélagi ísfirðinga: „Af marggefnu tilefni telur Sjó- mannafélag Isfirðinga rétt að skýra tildrög og ástæður þess að kjara- samningum milli sjómanna á Vest- fjörðum og útvegsmannafélags Vest- fjarða var sagt upp. Ekki síst vegna þess moldviðris sem þyrlað hefur verið upp vegna þessa af hálfu útgerðarmanna, þeirra missagna sem fram hafa komið og vegna þess misskilnings sem í mörgum tilfellum hefur gætt út af fram settum kröfum. I fyrsta lagi ber þess að geta, að vinnufriður hefur að heita má alfar- ið ríkt síðan vorið 1976, þegar allur íslenski fiskiskipaflotinn sigldi í höfn og knúði fram algjöra upp- stokkun á hinu illræmda sjóðakerfi, sem meðal annars leiddi til þess að sjómenn gáfu verulega eftir af skiptaprósentu. Lækkaði þá skipta- prósentan hér úr 34,5 niður í 29,3%. Jafnframt fylgdu loforð frá stjórnvöldum um enn frekari niður- skurð á sjóðakerfinu. En við það hefur ekki verið staðið, 10% af óskiptum afla til stofnlánadeildar standa óbreytt og virðist allt benda til þess að nú eigi að byrja að ganga á kjör sjómanna með því að vekja upp þennan gamla draug. Olíugjald- ið sem tekið er af óskiptu og skilað aftur til útgerðar í formi olíustyrks ber þess vitni hvert stefnir. Upphaf- lega rokkaði gjald þetta upp og niður og komst hæst í 15%, þar sem 3% var aftur skilað til skipta. Eftir standa í dag 5% sem þýðir einfald- lega 1.5% í lækkaðri skiptaprósentu. Sjómenn settu fram kröfur um 3% hækkun á skiptaprósentu en gerðu útgerðarmönnum jafnframt ljóst að sú krafa væri byggð á hærra olíu- gjaldi en nú væri. Væru þeir því fúsir til að breyta þeirri kröfu til samræmingar á prósentustigi olíu- sjóðs ásamt skilyrðum um að eigi verði gengið lengra í þá átt að hirða hluti af aflaprósentu sjómanna með lagaboði. Af framangreindu ætti öllum að vera ljóst, að sjómenn eru alls ekki að fara fram á hækkun á aflahlut, heldur einungis að krefjast aftur skila á því sem af þeim hefur verið tekið með lagaboði og afhent útgerð- inni. Greidd frívaktavinna. Kröfur um að sjómenn fengju greitt fyrir aukavaktir var alfarið neitað af hendi útvegsmanna og var aðalröksemd þeirra sú, að aukin vinna skapaði sjómönnum aukin hlut í formi aukins aflaverðmætis. Þessu er til að svara, að hlutur sjómanna af aflaverðmæti verður aðeins lítill hluti af því sem fellur í hlut útgerðar. Ekki síst ef tillit er tekið til styttri veiðitíma, minni olíu og veiðarfærakostnaðar miðað við aflamagn. Samningsbundinn vinnutími sjó- manna er 12 klukkustundir á sólar- hring, alla daga á sjó. Hlýtur því sú vinna sem innt er af hendi fram yfir þann tíma að vera greiðsluskyld. Óheimilt er samkvæmt lögum að skrá á togskip lengri vinnutíma en 12 klukkustunda, en þó verður eigi séð í þeirri löggjöf að sjómenn brjóti lög ef þeir leggja á sig meiri vinnu en samningur segir til um svo framarlega sem þeir eru þar sjálf- ráðir. Kristján Ragnarsson fram- kvæmdastjóri LÍU hafði meðal ann- ars það til málanna að leggja, að hann tryði því ekki að íslenskir fiskimenn neituðu að vinna umfram samningsbundinn vinnutíma án þess að greiðsla kæmi fyrir væri þess af þeim krafist. Hvort það er skoðun Kristjáns að íslenskir sjómenn séu algjör vinnudýr sem þrælka megi út endalaust viljum við engan dóm á leggja. En við bendum hins vegar á að greiðsla fyrir aukavaktir á stærri togurum tíðkast nú í flestum eða öllum tilfellum og hefur svo verið um áraraðir. Ef vökulögin eru bein eða óbein orsök þess að sjómenn á minni togurum vinna nú í allt að því ómannlegan vinnutíma í aflahrotum án aukagreiðslu, er illa farið og kominn tími til að spyrna við fótum og koma hlutum í viðunandi horf. Frítt fæði. Krafa sjómanna um frítt fæði byggist eingöngu á því að útgerð greiði þann mismun sem sjómenn fá greiddan á dag úr áhafnardeild aflatryggingasjóðs, og er þeirra eigið fé. Er því aðeins lítill hluti fæðis- kostnaðar sem útgerðin myndi greiða, en sjómenn eru eina stétt landsins sem ekki fær greitt fullt fæði þegar vinna er stunduð fjarri heimili. Einungis hluti íslenskra sjómanna fær fæði greitt að fullu á stærri skuttogurunum svo dæmi sé nefnt. Annars má geta þess að útvegsmenn hafa alfarið hafnað öllum umræðum um kröfur sjó- manna, en hampa þess í stað í fjölmiðlum tímabundnum aflahrot- um aflahæstu skipanna. Sannleikurinn er hins vegar sá, ef mið er tekið af almennum launa- hækkunum undanfarinna ára, og fiskverðshækkana á sama tíma, hef- ur verið um verulega kjararýrnun að ræða hjá sjómönnum. Við viljum leggja sérstaka áherslu á að ekki er einungis verið að reyna að ná fram samningum við útgerð- armenn vegna aflahæstu skuttogar- anna, heldur einnig og ekki síður vegna línubáta og annarra sem stunda fiskveiðar frá vestfirskum höfnum. Kristján Ragnarsson hefur enn ekki upplýst blaðalesendur og sjónvarpsáhorfendur um það að á sumum verstöðvum hér á Vestfjörð- um hafa útgerðarmenn greitt hærri aflahlut en nú er farið fram á að samið verði um einungis til þess að geta mannað bátana. Kristján Ragn- arsson hefur ekki upplýst hver útkoma útgerðar er úr þeim topptúr- um sem honum verður svo tíðrætt um. En sjómenn eru ekki og verða ekki fúsir til þess að fallast á þau rök að aukinn afli og aukin vinna sé forsenda fyrir lækkun aflaprósentu sjómanna. Þegar Kristján Ragnars- son matar fólk á tekjum sjómanna á skuttogurum frá ísafirði kemur hann hvergi nálægt staðreyndum málsins. Hið mikla vinnuálag og aflaaukning hefur kallað á fleiri og fleiri aukamenn í borð í skipin. Hafa tekjur sjómanna því ekki aukist í neinu samræmi við aflaaukningu. Enginn háseti á ísfirskum togara hefur haft þær tekjur sem Kristján Ragnarsson mataði sjónvarpshlust- endur á í kvöld, þriðjudagskvöld. Einfaldlega vegna þess að tekjur háseta skiptast í miklu fleiri en tíu staði. Hér er um mismun að ræða eftir því hvað menn vilja og geta lagt á sig mikið vinnuálag. Æsifrétta- mennska af þessu tagi er ekki til þess fallin að leysa vinnudeilur. Er það von okkar að þeir sem þessar línur lesa og líta á þessi mál af réttsýni og sanngirni, sjái það. Allt að því ósæmileg framkoma Kristjáns Ragnarssonar á samn- ingafundi með sjómönnum á ísafirði bendir ekki til þess að hann hafi hingað komið til að semja um hluti og leysa deilur, heldur hafi þar að baki legið aðrar hvatir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.