Morgunblaðið - 20.03.1980, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 20.03.1980, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980 Hér fer á eftir erindi er sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir flutti á fundi í sjálfstæð- iskvennafélaginu Hvöt 4. marz sl. og útdráttur úr erindi er sr. Jón Bjarman flutti á sama fundi. — Áður hefur erindi dr. Björns Björnssonar veriö birt. Auður Eir Vilhjálms dóttir, sóknarprestur: Félagsleg þjónusta í söfnuðinum ■ Þegar ég fer að hugleiða félags- lega þjónustu í söfnuði koma margar spurningar fram í hug- ann. Hvaða félagslega þjónustu á kristinn söfnuður að veita? Hverj- ir eiga að njóta hennar og hverjir eiga að láta hana í té? A hún að vera sjálfboðavinna, launað starf eða hvort tveggja? A hún að vera á þeim sviðum, sem önnur svipuð þjónusta er fyrir hendi? Á hún að bera sérstök merki kristinnar trúar? Félagsleg þjónusta virðist ef til vill einföld og sjálfsögð þegar við sitjum saman í vinsamlegum hópi en í reynd er félagsleg þjónusta erfið vegna þess að mannleg vandamál eru jafnan vandmeðfar- in og viðkvæm og þeir, sem gangast undir að sinna þeim, geta átt á hættu margskonar aðkast. Þess vegna skyldi kirkjan gaum- gæfa mál sín vel. Það er ekki sama fyrir kristna kirkju í hvaða þjóð- félagi hún býr. Og við hljótum að spyrja sjálf okkur hvaða mögu- leika íslenzk kirkja hafi til að sinna félagslegri þjónustu í söfn- uðunum og kirkjunni sem heild. Nú er margskonar félagsleg þjónusta veitt í kirkjunni á Islandi. Margir söfnuðir veita þjónustu við aldrað fólk, t.d. fótsnyrtingu, handavinnukennslu, afþreyingarstundir, samtalsþjón- ustu, heimsóknir, fyrirgreiðslu við að komast í samband við aðra félagsþjónustu og fleira. I hverjum söfnuði er veitt mik- ilvæg þjónusta í hjónabands erfið- leikum, uppeldismálum og á ýms- um fleiri sviðum, jafnvel þótt ekki sé annað launað starfsfólk í söfn- uðinum en presturinn. í æskulýðsstarfi er veitt marg- víslegþjónusta, kvenfélög bræðra- félög eða safnaðarfélög veita þjón- ustu og fólki á öllum aldri stendur til boða sálusorgun í guðþjónust- unni og í samtölum við prest sinn eða annað starfsfólk safnaðarins, safnaðarsystur og djákna, og því býðst uppörvun á bænastundum, á biblíulestrum og öðrum samveru- stundum. Þjóðkirkjan sem heild veitir margvíslega þjónustu við söfnuði og ef litið er til allra kristinna safnaða í landi okkar, innan þjóð- kirkjunnar og utan, verður sú þjónusta enn fjölbreyttari. Það er ómetanlegt fyrir þau, sem vinna hjálparstarf í söfnuðunum að geta leitað til þessarra aðila og raunar til hverrar þeirrar félagsþjónustu, sem veitt er. Ef hvert okkar mætti skrifa lista ýfir það starf, sem við teldum nauðsynlegt að vinna í söfnuðun- um myndu þeir listar eflaust verða misjafnir. Ég fyrir mitt leyti myndi setja ofarlega heimsóknir og hjálp við einmana fólk. Nú er þess að geta að prestar, safnaðarstarfsfólk og sjálfboðaliðar sinna þessu starfi þegar en þau komast vitanlega ekki yfir allt það starf, sem þau vildu vinna. Hverjir geta aðstoðað starfsfólk safnaðanna við þetta starf og önnur? Er hægt að stofna þjálfaða hjálparhópa í söfnuðun- um? Annað starf, sem ég vildi óska af einum slíkum hjálparhópi er aðstoð við fermingarundirbúning. Þjálfað starfslið, sem mætti ferm- ingarbörnunum við hlið prestsins þann vetur, sem þau ganga til spurninga, gæti nýtt enn betur það tækifæri, sem kirkjan hefur þar þó til að hitta þessi börn og þau til að hitta kirkjuna. Og þá varpa ég fram síðustu spurningunni. Á hin félagslega aðstoð kirkjunnar að vera almenn eða bera það með sér að hún er unnin af kristinni kirkju? Ég tel að hún eigi að bera merki krist- innar trúar. Ef kirkjan boðar ekki orð Guðs gerir enginn það. Gott á það þjóðfélag, sem á kristna kirkju, sem ekki er spegill þess heldur salt. Ég tel að til þess að kristin kirkja geti verið salt í þjóðfélaginu þurfi hún að boða orð Guðs í starfi og láta orð Guðs hljóma í starfinu, sem hún vinnur. Að lokum vil ég segja: Við erum kirkjan. Gagnrýnum hana eins og við viljum, gerum þær kröfur ti! hennar, sem okkur sýnist. En munum að það er gagnrýni og kröfur á sjálf okkur. Vinnun kirkjunni eins og við getum og skirrumst ekki við að vænta a! henni þeirrar blessunar, sem vi( þráum. Og verum þess viss af Drottinn okkar og frelsari mætir okkur og verður með okkur í verki. Auður Eir Vilhjálmsdóttir Útdráttur úr framsöguræðu á fundi í Sjálfstæðiskvennafélaginu Hvöt 4. marz s.l. I undirbúningi mínum fyrir þetta kvöld hafði ég ekki handbær nein gögn frá Félagi Félagsráð- gjafa, hvorki lög né samþykktir. Þegar þannig stendur á leitar maður í orðabókum og handbók- um, sem tiltækar eru. Orðið „félagsráðgjöf" er það nýtt í málinu, að það er ekki til í Orðabók Menningarsjóðs frá 1963. Uppruna þess má víst rekja til ensku í gegnum dönsku. Á ensku er það „social work“, en dönsk þýðing þess er „social rádgivning". I Learners Dictionary of Current English frá Oxford Press, útgáfa 1951, finn ég ekki orðið „social work“. En aftur á móti er það til í Webster’s New World Dictionary, concise edition frá 1956. Sú bók hefir þetta um prðið að segja: „Sérhver starfsemi, sem ætlað er að stuðla að velferð samfélagsins og einstaklinganna, t.d. starfsemi stofnana, er annast sálgæzlu, af- þreyingu og upplyftingu og end- urhæfingu fólks". (Tilvitnanir úr öðrum málum lauslega þýddar af undirrituðum.)Ég leitaði einnig í Encyclopædia Britannica, útg. 1960. Þar finnst ekki flettiorðið „social work“, en ef lesið er um „social services" má sjá að átt er við það sama. Um það er langur og ítarlegur lestur, og vitna ég aðeins í lítið eitt af því. Þar segir: „Þótt uppruni félagslegrar þjónustu sé ævaforn og megi rekja til gyðing- legra og kristinna kenninga um bróðurkærleikann, má segja að nútímalegt form hennar eigi ræt- ur í viðbrögðum við iðnbylting- unni og áhrifum hennar á fjöl- skyldulíf og almenna samfélags- háttu, er iðnvæðing tekur við af landbúnaði sem hagkerfi, borg- arlíf af sveitalífi og þegar lífsaf- koman er ekki lengur í beinu samhengi við daglegt strit, neldur bundin þeim launum, sem greidd eru fyrir stritið." Síðar segir um tilgang félagslegrar þjónustu: „Tilgangurinn er fyrst og fremst sá, að hjálpa einstaklingnum til að Kirkjan og félagsleg þjónusta Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir Sr. Jón Bjarman nýta til fulls möguleika sína til eflingar eigin velferðar og samfé- lagsins." Þarna er einnig rætt um aðferðir og þær flokkaðar niður í hafi verið, lætur Jesús konunginn segja: „Sannlega segi eg yður, svo framarlega, sem þér hafið gjört þetta einum þessara minna Síðari hluti persónulega aðstoð við einstakl- inga (casework), félagslega hóp- vinnu og vinnu og framtak „fé- lagsmálastofnana", þar sem áherzlan er fyrst og fremst á því, að veita þeim hluta samfélagsins, er stendur höllum fæti, aðstoð, hvort heldur um er að ræða unglinga, öryrkja, bótaþega, at- vinnulausa, aldrað fólk o.fl. Reyndar má segja að allt sé þetta staðreyndir, sem ég hefði átt að þekkja. Sem kristinn maður og þjónn kirkjunnar hefði mér átt að vera ljóst að rætur félagslegrar þjónustu nútíma samfélags eru í kristnum arfi, eins og er um flest annað gott, sem finna má í vestrænni menningu. Og reyndar bauð mér það í grun, en ekki er verra að geta vitnað í heimildir. Auðvitað hefir kirkjan á öllum tímum, hversu bágir sem þeir hafa verið henni að öðru leyti, ástundað bróðurkærleika, og svo er enn. Innan hennar þurfti ekki iðnbylt- ingu til að skipta sköpum. Ef við skoðum ræturnar má til dæmis minna á orð Jesú er hann lýsir í líkingu hinzta dómi, en þar segir hann: „Þá mun konungurinn segja við þá til hægri handar, komið þér hinir blessuðu föður míns, og takið að erfð ríkið, sem yður var fyrirbúið frá grundvöllun heims- ins, því að hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var eg og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var eg, og þér komuð til mín“. Og þegar áheyrendurnir spyrja undrandi hvenær þetta minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það“. Eg þarf ekki annað en minna á orð Jesú um elskuna til náungans, sem hann setur samhliða elskunni til Guðs. Fróðlegt er að athuga hjá Páli postula, hvað hann hefir um þetta að segja. í einu bréfa sinna segir hann beinum orðum: „Berið hver annars byrðar og uppfyllið þannig lögmál Krists". Einnig er hægt að rekja hvernig framkvæmd þessa hafi verið í frumkristninni. Ég vitna til Postulasögunnar, þar segir: „En í hinum fjölmenna hóp þeirra, sem trú höfðu tekið, var eitt hjarta og ein sál, og enginn þeirra taldi neitt vera sitt, er hann átti, heldur var þeim allt sameig- inlegt, — eigi var heldur neinn þurfandi meðal þeirra, því að allir landeigendur og húseigendur seldu, og komu með andvirði hins selda og lögðu fyrir fætur postul- anna, og sérhverjum var úthlutað eftir því, sem hann hafði þörf til“. Litlu síðar er sagt frá því í Postulasögunni, að sérstakir menn eru valdir til að annast þessi störf, og þar er því lýst, að hendur hafi verið lagðar yfir þá og beðið fyrir þeim. Við séra Auður Eir getum minnst þess, að hið sama var gert við okkur í heilagri vígslu. Þegar ég nú hugleiði þetta allt saman, þá get ég ekki annað en glaðst yfir því og fagnað þeim mikla vexti, sem hlaupið hefir í þetta fyrirbrigði, sem kallað er félagsleg ráðgjöf, á vegum opin- berra aðilja að undanförnu. Ég held að þess vaxtar gæti fyrst í Bandaríkjunum í Norður- Ameríku í kringum 1930, á Norð- urlöndunum fer hans verulega að gæta upp úr seinnistríðsárunum og hér á landi vart fyrr en eftir 1960. Sjálfur hef ég átt því láni að fagna, að berast á þessum öldu- faldi í starfi mínu í tíu ár, þau árin, sem ég hef verið fangaprest- ur. Á þeim tíma hef ég haft mikið og gott samstarf við þær aðrar stéttir, sem eru að veita félagslega ráðgjöf eða félagslega þjónustu, og hefir þar ekki borið skugga á. Samstarfið við suma þeirra hefir verið afar náið. Ég man eftir því, að einn þeirra sagði við mig: Ég furða mig á því hve vafningalítið þú getur nálgast skjólstæðinga þína. Þessu svaraði ég eitthvað á þessa leið: Það get ég vegna þess að ég hef tvöþúsund ár að baki. En menn kunna að spyrja: Er þá enginn munur á afstöðu kirkjunn- ar til félagslegrar ráðgjafar og afstöðu hins opinbera, þ.e. bæjar- félags, ríkis, stjórnmálaflokka o.s.frv.? Fyrst og fremst er mismunur- inn í orðnotkun. Kirkjan talar ekki um ráðgjöf, heldur sálgæzlu, skriftamál, kærleiksþjónustu, diakoni o.fl. Ég held mismunurinn sé líka í skilgreiningu og réttlæt- ingu þess, sem gert er, en starf- semin veit að hinum sömu, hinum þurfandi. Hjá kirkjunni er þjón- ustan við þá ekki fullkomin nema boðun fagnaðarerindisins sé því samfara, þannig að segja má að þar sé um tvo þætti í sama streng að ræða. Þetta sést á orðum Jesú er hann undirbýr lærisveina sína fyrir fyrstu trúboðsferðina og segir: „Læknið þá sem þar eru sjúkir og segið þeim: Guðsríkið er komið í nánd við yður“. En hvað ber kirkjunni í nútíma- þjóðfélagi að gera? Á hún að hætta sjálfstæðu hjálparstarfi vegna þess, að vel er fyrir öllu séð af hinu opinbera? Nei, alls ekki. Og það gæti hún aldrei gert vegna þess, sem henni hefir verið falið í hendur. Hún mun halda áfram að vinna með sama hætti og hún hefir unnið um aldir og á sömu vígstöðum, þó um það megi segja, að oft veit vinstri höndinekki hvað sú hægri gerir, og sjaldnast upp- sker þar sá sami og sáir. Á hún þá að koma á fót samskonar hjálpar- stofnunum og hið opinbera rekur í samkeppni við þær? Það held ég hún eigi heldur ekki að gera. Fagna ber áhuga samfélagsins á velferð einstaklinganna, og kirkj- an á að styrkja það starf, sem unnið er, á alla lund. Það gerir hún bezt með fyrirbænum, lifandi og gagnrýnum áhuga og einnig með því að hvetja fólk til slíks starfs og sjá til þess að það eigi völ á góðri þjálfun og menntun. En kirkjunni ber einnig að hafa frumkvæði er hún sér þörf, sem ekki er sinnt. Það gerði hún til að mynda þegar til fangastarfsins var stofnað einnig í starfi hinnar mikilvirku hjálparstofnunar, sem spratt upp úr aðstoð við fórnar- lömb Biafra ófriðarins. Og hún gæti gert það á fleiri sviðum, t.d.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.