Morgunblaðið - 20.03.1980, Síða 33
MORGUNBLAÐUX-FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980
33
Sigrún Gísladóttir skrifar frá Stokkhólmi: SÆNSKIR SKÓLAR V
Síðustu ár skólaskyldunnar, 7.
1 8. og 9. bekkur, eru mjög frá-
1 brugðin barnaskólanum. Nem-
endum frá fleiri barnaskólum er
nú safnað saman í stóra og
fjólmenna unglingaskóla.
Höfuðáhersla er lögð á að
nemendur hafi sem flesta val-
möguleika milli hinna ýmsu
námseininga. Við skipulag og
byggingu skólanna hefur sú
stefna verið alls ráðandi. Þegar í
sjöunda bekk velja nemendur
milli fjögurra mismunandi
sviða: verslunar, tækni, lista og
tungumála (þýska, franska). Að
auki velja þeir milli þess að vera
í þyngri eða almennri stærð-
fræði og eins er í tungumálun-
um. Bekkurinn er því skiptur í
nær þriðjungi kennslustunda.
Þetta fyrirkomulag gerir það að
verkum, að bekkirnir geta ekki
haft eigin kennslustofu, heldur
eru það námsgreinarnar, sem
hafa fastan samastað, en nem-
1 endur flakka á milli. Má segja að
eini fasti punktur nemanda í
skólanum sé skápurinn hans!
Hver nemandi hefur sinn litla
| læsta skáp, þar sem hann geym-
Iir yfirhöfn og bækur. í frímínút-
um er þröng á þingi við skápana
1 að skipta um bækur, en skóla-
töskur er nokkuð, sem þessi
aldursflokkur virðist ekki vilja
1 nota.
Nú þykir sýnt að skólabygg-
ingar þessar hafa marga ókosti.
Aðalgallarnir eru of stórir og
fjölmennir skólar, slæm um-
gengni og rótleysi nemendanna.
Skólamálaráðherra, Britt
Mogárd, hefur sagt að í fram-
tíðinni skuli stefnt að minni
skólum og að bekkirnir hafi sína
eigin kennslustofu, þó það óhjá-
kvæmilega muni skerða mögu-
I leika þeirra á námsgreinavali.
íslenskar
skólastúlkur
í Svíþjóð
Síðan í september sl. hafa þær
Alda Ólafsdóttir og Ingibjörg
Þorsteinsdóttir verið í ungl-
ingaskóla í Suður-Stokkhólmi.
Láta þær nokkuð vel af dvölinni,
þó margt sé öðruvísi en í skólan-
um heima á íslandi. Til þessa
hefur aðalvandamálið verið
sænskan. Það að skilja daglegt
mál kom mjög fljótt, en að tala,
geta lesið og tileinkað sér náms-
efni unglingadeildanna tekur
lengri tíma. Fyrir systkini
þeirra, sem eru í yngri deildum
barnaskólans, hefur aðlögunin
verið mun auðveldari. Sænskan,
sem þau eiga við að glíma, er létt
og auðskilin (þ.e.a.s. fyrir íslend-
inga) og þeim hefur reynst
auðveldara að kynnast sænskum
börnum.
Fyrstu dagana í skólanum
áttu þær stöllur í miklum erfið-
leikum með að finna kennslu-
I stofuna, sem vera átti í hverju
sinni, þar eð bekkirnir hafa enga
fasta stofu og í valgreinum
Ingibjörg og Alda viö
skólann sinn í Svíþjóð.
mtm
Unglingastig
Við skápana þar sem nemendur geyma Algengt er að nemendur fii sjálfir að mála og skreyta veggi skólans.
bækur sínar og yfirhafnir.
skiptist hópurinn. Þær furða sig
á hve lítið er fylgst með mæt-
ingu nemenda. Nafnakall er ör-
sjaldan og þá helst í teikn. og
leikfimi. Þrátt fyrir það koma
krakkarnir oftast í skólann, en
stundum hanga þau frammi á
göngum eða úti í verslunarhúsi, í
stað þess að mæta í tímum. Eru
sammála um að það séu aðeins
sumir kennarar, sem hafi reglu á
mætingu nemendanna.
Leikfimistímarnir ollu þeim
miklum vonbrigðum. Þá eru
tveir bekkir saman (bæði kynin)
og kennararnir eru tveir karl-
kennarar. Tímarnir urðu þess
vegna gerólíkir því sem þær
höfðu vanist. Við þetta bættist
búningavandamál. Krakkarnir
eru öll í æfingagöllum, íþrótta-
skóm, bómullarskyrtum og
íþróttasokkum. Ekki þýddi ann-
að en verða sér úti um allan
útbúnað, en þeim ofbauð verðið
og sögðu það vera mun hærra en
á íslandi. Undanfarið hefur einn
leikfimistími (af þremur vikul.)
verið nýttur til þess að fara á
skauta og með vorinu verður
útitímum fjölgað. En sund er
ekkert og söknuðu þær þess að fá
ekki sund.
Þær láta vel af skólamatnum,
en bættu við að alltaf væri hægt
að fá súrmjólk og hrökkbrauð, ef
þeim litist ekki á matinn. Ensk-
an hefur verið þeim erfið, þar eð
sænsku krakkarnir höfðu þegar
lært ensku í fimm vetur. Það eru
engin jóla- eða vorpróf, heldur
eru próf með jöfnu millibili allt
skólaárið. Heimavinna er mjög
lítil, a.m.k. setja kennarar sjald-
an fyrir. Það væri algjörlega
undir nemandanum sjálfum
komið hvort hann læsi heima
eða ekki. Það sem af er hafa þær
fengið fjóra aukatíma í sænsku á
viku og jafn marga tíma hjá
íslenskum kennara, sem bæði
kennir íslensku og hjálpar þeim i
öðrum námsgreinum.
í Alby-skólanum eru rúmlega
sex hundruð nemendur. Um 45%
þeirra eru útlendingar af tutt-
ugu mismunandi þjóðernum.
Flestir koma frá Finnlandi,
Tyrklandi og Suður-Ameríku, en
aðeins þær tvær frá íslandi.
Aðalfundur Ferðafélags Islands:
10% fleiri far-
þegar á sl. ári
53. AÐALFUNDUR Ferðafélags
Islands var haldinn 4. marz sl. á
Hótel Borg.
Forseti félagsins Davíð Ólafs-
son, setti fundinn og bauð fund-
armenn velkomna og minntist
þeirra Rúnars Más Jóhannssonar,
kennara, sem lést af slysförum á
sl. hausti, en hann var einn af
fararstjórum Ferðafélagsins og
Þorgeirs Inga Jóelssonar, sem lést
23. febr. sl. Þorgeir var um
áraraðir einn af fararstjórum
félagsins og lét sér mjög annt um
hag þess, var hann m.a. afar ötull
við að afla nýrra félaga. Fyrir
velvild og hlýhug til Ferðafélags-
ins hafði Þorgeir verið gerður að
kjörfélaga á sjötugsafmæli hans
þ. 11. des. sl. og átti að afhenda
honum skírteini þar að lútandi á
aðalfundinum. Fundarmenn risu
úr sætum í virðingarskyni við
hina látnu.
Fundarstjóri var kosinn Hákon
Bjarnason fyrrverandi skógrækt-
arstjóri og fundarritari frú Þór-
unn Þórðardóttir.
Forsetinn flutti skýrslu ársins
1979, þar kom fram að byggð voru
2 ný sæluhús á árinu og sett niður
við Álftavatn á Syðri-Fjallabaks-
leið, er annað 20 manna hús og er
liður í húsakeðjum á gönguleið-
inni Landmannalaugar — Þórs-
mörk. Hitt er 38 manna hús með
viðbyggingu, því húsi er ætlað að
taka við þeim, sem á bílum
ferðast. Ennfremur var byggt hús
og flutt í Þórsmörk og er notað
þar sem verzlunar- og geymslu-
hús.
Göngudagur 15. júní
Alls voru farnar 233 ferðir með
7508 farþega og er það 10%
aukning frá fyrra ári á farþega-
fjölda, en 3 ferðum færra. Lengd
ferðanna var frá nokkrum klukku-
stundum til 12 daga. Gerð var
tilraun til að örva fólk til göngu-
ferða með því að hafa sérstakan
„göngudag" á dagskránni. 10. júní
var valinn, sem slíkur áróðursdag-
ur. Gengið var frá Kolviðarhóli
Hellisskarð, Innstadal, niður
Sleggjubeinsskarð og aftur að
Kolviðarhóli. Var leiðin merkt
með stikum ef eitthvað brigði út
af með skyggnið, enda varð sú
raunin á, skömmu eftir að þeir
fyrstu lögðu af stað fór að rigna og
hélst það allan daginn, þétt rign-
ing, strekkingsvindur og afar lé-
legt skyggni. Þrátt fyrir það tóku
217 manns þátt í göngudeginum. Á
þessu ári eða nánar tiltekið 15.
júní verður aftur „göngudagur"
F.í. og verður gengin sama leið og
síðast.
Á aðalfundinum voru þrír félag-
ar heiðraðir. Frú Margrét Árna-
dóttir var gerð að kjörfélaga, en
þeir Lárus Öttesen, forstj. og Páll
Jónsson, bókavörður voru gerðir
að heiðursfélögum. Lárus sat í
stjórn Ferðafélagsins í 40 ár eða
lengur en nokkur annar og var
framkvæmdastjóri félagsins í 12
ár. Páll sat í stjórn í 30 ár,
ritstjóri Árbókar hefur hann verið
frá 1968, í ljósmyndanefnd og
ritnefnd miklu Iengur. Forseti
Ferðafélagsins þakkaði þessu vel-
gerðarfólki fyrir störf þess í þágu
félagsins.
Framkvæmdastjóri félagsins.
Þórunn Lárusdóttir, las upp end-
urskoðaða reikninga félagsins.
Þá fór fram stjórnarkjör. Úr
stjórninni áttu að ganga Sveinn
Jakobsson, varaforseti félagsins
og Kristinn Zophoníasson, Tómas
Einarsson og Þórunn Þórðardóttir
meðstjórnendur. Gáfu þau öll kost
á sér áfram, ekki höfðu komið nein
önnur framboð og voru þau því
sjálfkjörin.
Endurskoðendur voru endur-
kjörnir en þeir eru Gunnar Zoéga
og Jón Snæbjörnsson, löggiltir
endurskoðendur og til vara Oskar
Bjartmarz.
I fundarlok var sýnd kvikmynd,
sem fengin var að láni hjá Norska
Ferðafélaginu og sýndi hún hvern-
ig klæðast skal í vetrarferðum.
Um 90 manns sóttu fundinn.