Morgunblaðið - 20.03.1980, Side 36
36
Verktakasamband Islands kynnir
nýja stefnuskrá:
BLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980
Útboð verklegra framkvæmda
verði meginstefnan.
I. Aðgerðir
inn á við
Framleiðni
í samræmi við einkunnarorð
V.I. verður að vinna markvisst að
því að auka framleiðni íslensks
verktakaiðnaðar. Framleiðni hér
er lægri en í nágrannalöndum
okkar, sem við kjósum að miða
okkur við. Framleiðni verði aukin
m.a. með:
1. Nánu samstarfi við starfsmenn
um bættar og afkastahvetjandi
aðferðir.
2. Lögð sé áhersla á bætt sam-
starf fyrirtækja sem hafa sér-
hæft sig þannig að sérhæfing
nýtist sem best.
3. Verktakaiðnaðurinn styrki í
orði og á borði Rannsóknar-
stofnun Byggingariðnaðarins
Othar örn Petersen, framkvæmdastjóri Verktakasambands íslands, (t.h.) og Ármann örn Ármannsson,
formaðurr sambandsins, kynna stefnuskrána á fundi með blaðamönnum. Þess má geta að Ármann var
einróma endurkjörinn formaður Verktakasambandsins á aðalfundi þess nýlega.
Frjáls íslenzkur verk-
takaiðnaður einn höfuð-
atvinnuvegur þjóðarinnar
íslenzkur verktakaiðn-
aður hefur verið í sviðs-
ljósinu að undanförnu.
Framkvæmdirnar við
Hrauneyjafossvirkjun,
sem að meginhluta eru
unnar af íslenzkum verk-
tökum og starfsmönnum
þeirra, hafa sýnt það ljós-
lega að frjáls íslenzkur
verktakaiðnaður er þess
megnuðugur að takast á
við flókin og stór verkefni,
sem unnin eru við erfiðar
aðstæður í óbyggðum
landsins. Lengi vel höfðu
menn vantrú á því að
íslenzkur verktakaiðn-
aður væri í stakk búinn til
að takast á við slík verk-
efni og var því erlendum
verktökum falið að byggja
upp stórvirkjanir. En
breyting varð á þegar
Hrauneyjafossvirkjun var
undirbúin. Þá var útboðs-
þáttum skipt niður í
smærri einingar svo að
íslenzkir verktakar gætu
boðið í þá og sýnist
mönnum að sú stefna ætli
að vera happasæl.
Fyrir nokkru kynntu fprystu-
menn Verktakasambands Islands
nýja stefnuskrá sambandsins á
fundi sem haldinn var við Hraun-
eyjafossvirkjun en um leið var
kynnt sú stórbrotna mannvirkja-
gerð, sem þar er unnið að. Þeir
Ármann Örn Ármannsson, for-
maður Verktakasambandsins, og
Othar Örn Petersen, fram-
kvæmdastjóri, kynntu stefnu-
skrána og sögðu, að fundarstaður-
inn væri táknrænn, ef stefnu-
breyting hefði ekki orðið sætu
blaðamennirnir ef til vill á svipuð-
um fundi hjá erlendum verktökum
en ekki íslenzkum. Þeir Ármann
og Othar ræddu um mikilvægi
verktakastarfseminnar og umfang
og nefndu nokkrar tölur máli sínu
til stuðnings. Kom m.a. fram í
máli þeirra, að 12% af vinnuafli
þjóðarinnar hefðu starfað í verk-
takaiðnaði í fyrra og launagreiðsl-
ur fyrirtækja innan Verktakasam-
bandsins voru þá 4—5000 milljón-
ir króna. Þessar tölur sýndu og
sönnuðu, að verktakaiðnaðurinn
væri einn af höfuðatvinnuvegum
þjóðarinnar.
Stefnuskráin
Verktakaiðnaður nefnist einu
nafni öll skipuleg starfsemi í
byggingariðnaði, jarðvinnu- og
mannvirkjagerð hvers konar þar
sem beitt er nútímaaðferðum við
stjórnun og framleiðslu.
Markmiðið er að frjáls íslenzkur
verktakaiðnaður verði undirstaða
hagkvæmra verklegra fram-
kvæmda á íslandi og einn höfuð-
atvinnuvegur þjóðarinnar.
Meginleiðir
1. Verkefni séu tryggð til að
starfa að, þannig að atvinnuör-
yggi sé tryggt og verktakaiðn-
aður nái að þroskast og þróast.
í því skyni verði opinberar
framkvæmdir boðnar út í ríkari
mæli en nú er.
2. Starfsaðstaða verktakaiðnaðar-
ins verði bætt þannig að hún
verði sambærileg við starfs-
aðstöðu annarra atvinnuvega,
erlendra keppinauta og er-
lendra verktaka á íslandi.
3. Rekstur íslenskra verktakafyr-
irtækja verði bættur, þannig að
hann verði sambærilegur við
rekstur erlendra verktaka við
svipaðar aðstæður.
4. Undirbúningur verklegra fram-
kvæmda verði bættur stórlega
bæði tækni- og fjárhagslega.
svo hún sé fær um að gegna
hlutverki sínu.
4. Gert sé átak í að Verktakaiðn-
aðurinn notfæri sér til fulls
tækni í áætlanagerð svo sem C
P M.
5. Komið sé á fót innlendum
upplýsingabanka um aðferðir
og lausnir sérstakra verkefna á
vegum V.í. eða R.B.
Starfsmenn
Lögð sé á það áherslá að þeim
hæfu starfsmönnum, sem við
verktakaiðnað starfa, sé undan-
tekningarlaust búin viðunandi
starfsaðstaða. V.í. beiti sér fyrir
því að jafn sjálfsögð mannréttindi
eins og upphituð matar- og kaffi-
aðstaða svo og hreinlætisaðstaða
sé ætíð fyrir hendi. V.í. hafi
forgöngu um að öryggisráðstafan-
ir séu gerðar. Mál þessi hafa því
miður verið oft á þann veg að
iðnaðinum er til skammar. Mennt-
unarmál iðnaðarins verði endur-
bætt raunhæft. Þeirri endurskoð-
un, sem nú stendur yfir á iðn-
fræðslu í byggingariðnaði verði
hraðað og V.I. beiti sér fyrir því að
almenn menntun verði efld og
sérmenntun sniðin að þörfum iðn-
aðarins. Aukin verði eftirmenntun
og sérnámskeið fyrir starfsmenn
og þau gerð að hluta námskerfis-
ins í samvinnu við iðnfræðsluráð.
Tekið sé- til sérstakrar athugunar
að kynna verktakaiðnaðinn sem
framtíðarstarf í efstu bekkjum
grunnskóla í samvinnu við
fræðsluyfirvöld.
Markaðsmál
Leggja skal stóraukna áherslu á
almanna tengsl. Verktakar verða
að gera öðrum atvinnugreinum
það ljóst, að sérhæfing er í öllum
tilvikum hagkvæmari.
Samstaða
Gera verður öllum þeim, sem að
verktakaiðnaði standa, ljóst hvers
virði samstaða innan iðnaðarins
er. Skilgreina verður betur en nú
er hverjir teljast til verktakaiðn-
aðar og vinna síðan markvisst að
samstöðu allra þeirra, sem í verk-
takaiðnaði starfa, bæði fyrirtækja
og starfsmanna þeirra. Vinna ber
markvisst að samstöðu þeirra
samtaka, sem vinna að hliðstæð-
um málefnum eins og Meistar-
asambandi Byggingamanna, Fé-
lagi Vinnuvélaeigenda, Félagi ísl.
iðnrekenda og Verktakasambands
íslands.
Aðgerðir út á við
Hið opinbera ræður því hvort
frjáls verktakaiðnaður lifir eða
deyr. Gott samstarf við ríki og
sveitarfélög hlýtur að vera megin
viðfangsefni verktaka og þá um
leið Verktakasambands íslands.
Það er algerlega undir því opin-
bera komið hvort íslensk fyrirtæki
geta framkvæmd innlendar stór-
framkvæmdir t.d. virkjanir eða
hvort kalla þurfi til erlend fyrir-
tæki frá löndum, sem betur búa að
sínum verktakaiðnaði. Island á að
vera eitt markaðssvæði. Það er
algerlega undir ríkisvaldinu kom-
ið hvort íslenskur verktakaið-
naður getur orðið útflutningsiðn-
aður eins og í nágrannalöndum
okkar.
Til þess að ná því markmiði,
sem fram er sett, bendir Verk-
takasamband íslands á eftirfar-
andi leiðir:
Verklegar framkvæmdir
Það er viðurkennd staðreynd að
verk, sem framkvæmd eru að
undangengnu útboði (gjarnan að
viðhöfðu forvali) eru ódýrari en
aðrar aðferðir.
Þær knýja einnig þann, sem
býður út, til þess að skipuleggja
verk til enda, sem verður til þess
að verk komast fyrr í notkun og
fara að skila arði.
Það ber því að vinna markvisst
að því að hið opinbera bjóði allar
opinberar framkvæmdir út.
Sjá greinargerð.
Tollamál
Hin gífurlega gjaldtaka hins
opinbera af tækjum til verktaka-
iðnaðar útiiokar m.a. allan hreyf-
anleika tækjanna milli landa og
þá um leið samkeppnisaðstöðu
íslenskra verktaka að verulegu
leyti erlendis. Mikill hluti tækja í
verktakaiðnaði er notaður við op-
inberar framkvæmdir og gerir
þær aftur dýrari en ella þyrfti að
vera. Það, sem er þó einna alvar-
legasta afleiðing hárra aðflutn-
ingsgjalda (50—100%) er þó, að
tæki á Islandi eru nýtt mun lengur
en hagkvæmt getur talist með
óhóflegu viðhaldi. Viðhald eins og
það er stundað hér á landi heldur
bæði niðri framleiðni með mikilli
óarðbærri vinnu og leiðir til óhag-
stæðra innkaupa því það er al-
kunna að varahlutir í tæki eru
ætíð mun dýrari en tækin sjálf.
Söluskattur
Eitt alvarlegasta misræmi, sem
beint vinnur gegn framleiðni og
allri hagkvæmi í íslenskum verk-
takaiðnaði, er sú staðreynd að
söluskatt skuli greiða, ef vara er
framleidd í verksmiðju eða starfs-
stöð verktaka en undanþegin hon-
um ef hún er framleidd á bygg-
ingarstað. Söluskattsmál verk-
takaiðnaðar eru raunar orðin svo
mikill hrærigrautur, að við slíkt
verður ekki unað. Öll vinna á
byggingarstað á að vera sölu-
skattsfrjáls samkvæmt lögum, en
í raun er hún það ekki ef verktaki
hefur tæki án byggingarstað.
Vinna manns sem handgrefur
skurð er á söluskatts en ef notuð
er vélgrafa skal greiða söluskatt.
Ef mótafleki er handlangaður af
4—5 mönnum er sú vinna sölu-
skattslaus en ef krani hífir sama
fleka skal greiða söluskatt.
Veltuskattar
Veltuskattar, sem hafa stórauk-
ist á síðustu árum, vinna beint
gegn aukinni framleiðni í verk-
takaiðnaði. Aukin framleiðni kall-
ar á sérhæfingu og þá oftast á
þann veg að fyrirtæki sérhæfa sig
í ákveðnum verkþáttum. Ef nýta á
slíka sérhæfingu er nauðsynlegt
að af sé létt margföldunaráhrifum
veltuskatta þannig að þeir greiðist
ekki oft af sama hlutnum. Dæmi
af handahófi: Verktakafyrirtæki
tekur að sér samkvæmt tilboði að
byggja skóla með t.d. viðarklædd-
um spónlögðum veggjum. Ef nýta
á sérhæfingu eru veggir keyptir af
sama fyrirtæki sem sérhæft er í
spónlagningu en það fyrirtæki
kaupir spóninn frá innflytjanda
sem er sérhæfður til slíks. Með
þessum eðlilega verkgangi er kom-
v inn fjórfaldur veltuskattur á
spóninn í veggina og ekki ólíklegt
að af þeim orsökum sé orðið
„hagkvæmt" fyrir verktakann að
flytja sjálfur inn spóninn og
spónleggja síðan tækjalaust
(raunar óvandaðri vinng og meiri)
á byggingarstað og losna þannig
við % hluta veltuskattsins og
söluskattinn.
Lánamál
Byggingarsjóður ríkisins
Brýna nauðsyn ber til að út-
greiðslum lána til verktaka, sem
framleiða íbúðir á almennum
markaði sé komið á þann veg að
ekki vinni beint á móti hag-
kvæmni eins og nú er og lánin
nýtist. Sá háttur sem nú er hafður
að úthluta lánum á u.þ.b. einu og
hálfu ári eftir að bygging telst
fokheld neyðir beinlínis byggjend-
ur til að byggja mjög hægt og þá
um leið þjóðhagslega óhagkvæmt.
Með samvinnu við Húsnæðis-
málastofnun ríkisins verður að
koma þessum málum á þann veg
að lán verki örvandi á framleiðni í
íbúðabyggingum í stað þeirra letj-
andi áhrifa, sem nú eru. Bent er á
að framkvæmdalánaleiðin, sem nú
er fyrir hendi, er einfalt að nota
og leysa þessi mál þannig að
verulegu leyti.
Fjárfestingarlán
Verktakasambandið ítrekar þá
stefnu sína, að fjármagn atvinnu-
veganna sé best komið í hinu
almenna bankakerfi. Rekstrarlán
jafnt og fjárfestingarlán er eðli-
legt að komi frá bönkum landsins
í.stað þess að hver atvinnugrein sé
með sinn eigin sjóð og jafnvel
marga. Brýn þörf er á að einfalda
það fjármagnskerfi, sem nú er
búið við og auka sveigjanleika
þess með því að leggja niður sjóði
í stað þess að stofna nýja.
Verktakasamband íslands
bendir á að ef ekki fæst breyting á
núverandi kerfi er lágmarkskrafa
að stofnlánasjóður iðnaðarins,
Iðnlánasjóður, þjóni verktakaiðn-
aðinum a.m.k. til jafns við aðrar
atvinnugreinar. Bent er á að
verktakaiðnaðurinn greiðir um
fjórða hluta af gjöldum atvinnu-
rekstrarins til Iðnlánasjóðs, en í
hans hlut koma aðeins 12.6% af
veittri lánsfyrirgreiðslu árið 1978.
Setja verður þá kröfu að af
áætluðu ráðstöfunarfé 1979, þrem-
ur miljörðum, renni a.m.k. 759
milljónir til verktakaiðnaðarins.
Meðan núverandi ástand varir
er eðlilegt að þeir verktakar, sem
hugsanlega eiga rétt á lánum úr
öðrum sjóðum haldi þeim rétti.
Verktryggingar
Sú hefð hefur komist á að
verktaki setji verkkaupa trygg-