Morgunblaðið - 20.03.1980, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980
39
Minning:
Guðrún Sigurbjörns-
dóttir Ijósmóðir
hún hag deildarinnar sérlega fyrir
brjósti. Hún var gædd miklum
félagsþroska, sem aðrir nutu góðs
af. Þrátt fyrir mikil veikindi
hennar hefði enga okkar órað
fyrir að fundur okkar þann 12.
febrúar s.l. yrði sá síðasti með
henni.
Fullvissar erum við samt um að
hún verður með okkur áfram. Því
andinn lifir þó líkaminn sé horf-
inn.
Við þökkum henni öll hennar
störf í þágu kvennadeildarinnar,
hennar er sárt saknað, en minn-
ingin um hana og bjarta brosið
hennar myn ylja okkur í fram-
tíðinni.
„En snauðari teljum við þús-
undfalt þá er þekktu aldrei vin-
áttuböndin."
Þór, dætrunum og fjölskyldu
hennar sendum við einlægar sam-
úðarkveðjur.
Kvennadeild Víkings.
Langri baráttu er lokið.
Gigga vinkona mín lauk hérvist-
ardögum sínum 12. mars s.l.
Hún var fædd 27. desember 1940
dóttir sæmdarhjónanna Frið-
steins Jónssonar sem lést 1971 og
Lóu Kristjánsdóttur.
Hún ólst upp í Vesturbænum í
Reykjavík á miklu athafnaheimili
og naut þar vissra forréttinda sem
eina dóttirin og veitti foreldrum
sínum og bræðrum mikla gleði því
fjölskyldutengslin eru mikil og
sterk. Eftir að barnaskóla lauk fór
hún í Kvennaskólann í Reykjavík
og lauk þaðan prófi vorið 1957.
Þá réðst hún til starfa hjá
Landleiðum síðan sem flugfreyja
hjá Loftleiðum eða þartil hún
giftist þann 6. ágúst 1966, eftirlif-
andi manni sínum Þór Símoni
Ragnarssyni. Þar mættist mikið
mannkosta fólk, ástin, umhyggjan
og virðingin fyrir hvort öðru
einkenndi þau svo af bar, ham-
ingjan yfir dætrunum Ásthildi
Lóu fæddri 1966 og Rögnu Sif
fæddri 1969.
Hvað hún naut þess innilega að
vera heima og anriast þær. Hún
var þeim mikil og góð móðir sem
gott er að eiga minningu um. Hún
var gædd miklum mannkostum,
dugnaður, ljúfmennska og snyrti-
mennska var henni í blóð borin og
alltaf jafn indælt að eiga með
henni stund og deila gleði með
henni. Hún var föst fyrir og
trygglynd og mátti hvergi vamm
sitt vita. Þessir eðliskostir entust
henni þar til yfir lauk.
Eg veit að í dag minnast margir
gleðistundar á heimili þeirra
hjóna í október s.l. þar sem hún
geislaði af gleði, gleði yfir að geta
gert daginn eftirminnilegan fyrst
og fremst fyrir eiginmanninn og
okkur hin sem nutum þess að
gleðjast með þeim.
Hún átti við sjúkdóm að stríða
sl. 10 ár en hún lét ekki bugast, tók
mótlætinu með æðruleysi og
hetjuskap og lét engan bilbug á
sér finna.
Hún sinnti þeim verkum sem
hún mátti, með sömu snyrti-
mennskunni og glæsibrag og áður
og snerist við erfiðleikunum af því
tápi sem ótítt er.
Síðustu árin stundaði hún vinnu
utan heimilisins, þó oft á tíðum
meira af vilja en mætti og naut þá
skilnings forráðamanna Gunnars
Eggertssonar HF.
I einu af okkar síðasta samtali,
barst talið að umönnun sjúkra.
Þar minntist hún lækna og hjúkr-
unarliðs með þökk og hlýju. Og ég
veit að í huga herinar var þakklæti
til þeirra sem lögðu henni lið í
baráttu hennar, á það ekki síst við
um eiginmann hennar fyrir staka
umhyggju hans, móður hennar
sem allt vildi fyrir hana gera og
dætrunum sem ég á þá ósk til
handa að flytja fram á veg dugnað
og atorku móður sinnar. Að leið-
arlokum er mér efst í huga
þakklæti, virðing og aðdáun og
minningin um Giggu mun ylja
mér.
Ég bið fjölskyldu hennar allrar
blessunar og sendi henni einlægar
kveðjur okkar hjónanna og heilir
hugir allra þeirra sem kynntust
henni, fylgja henni með blessun-
aróskum á þeirri vegferð sem nú
er hafin.
Lóa
Fædd 11. janúar 1893.
Dáin 12. marz 1980.
Ég lifi' i Jesú nafni.
í Jesú naíni’ ég dey,
þó heilsa' og líf mér hafni,
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið Kilt,
í Kristi krafti' ég segi:
Kom þú sæll, þá er þú vilt.
(Hallgr. Pétursson)
Amma Guðrún er látin.
Amma Guðrún, eins og við
kölluðum hana, lagði í sína hinstu
ferð 12. marz 1980. Þá ferð er hún
hafði einna mest hlakkað til. Hún
var orðin þreytt. Hún þráði að
komast á fund hins mikla skapara
síns, eiginmanns og vina. Þessi
fátæklegu orð eru aðeins kveðja,
orð sem aldrei verða sögð, en ef til
vill lesin.
Amma Guðrún var þó ekki
amma mín. Hún var amma eigin-
manns míns og langamma sonar
okkar. Henni auðnaðist að eignast
tvö langömmubörn, sem hún naut
að hafa í nálægð við sig.
Amma Guðrún var yndisleg
kona. Hún var ein af þessum góðu,
blíðu, hæglátu konum. Hjá henni
var nóg hjartarúm fyrir alla. Það
var því ekki tilviljun að hún
gerðist ung að árum ljósmóðir. Og
hún varð góð ljósmóðir. Starf
hennar var henni sem köllun. Það
var sama hvernig viðraði, alltaf
var hún til staðar. Hún hvarf frá
þremur börnum sínum til að
hjálpa öðrum að komast í heim-
inn. Hendur hennar voru líknsam-
ar. Þær hendur sem unnu þetta
fórnfúsa starf, voru smáar og
grannar. En stærð handa og útlit
skipta ekki máli. Það eru hjörtu
mannanna, sem mest um varðar.
Og hún átti það stærsta og besta
sem til var. Þá kom fórnfýsi
hennar einnig vel í ljós er hún
annaðist aldraðan tengdaföður
sinn í veikindum hans, og síðar er
hún hjúkraði eiginmanni sínum af
stakri nærgætni.
Ég þakka ömmu Guðrúnu sam-
fylgdina þau fáu ár sem við
þekktumst, en þau ár óska ég að
hefðu orðið miklu fleiri.
Anna Steele
Gömul kona hefur lokið vegferð
sinni, sátt við allt og alla og örugg
í trú sinni á vernd og skjól. Langt
að baki eru sóldagar bernskunnar
og unaður æskuára í sögufrægri
sveit, Laxárdal í Dölum.
Starf og strit á annasamri ævi
er ekki lengur séreign — sem
minning um baráttu og sigra —
heldur þáttur í sameiginlegri sögu
þjóðarinnar. Einn þáttur af mörg-
um, sem kynslóðirnar spinna í
sameiningu og mynda af þann
mikla vef sem nefnist þjóðfélag og
hefur styrkleika sinn af því, að
hver einasti þáttur sé heill og
traustur.
Guðrún Sigurbjörnsdóttir var
fædd á Svarfhóli í Laxárdal, dóttir
hjónanna Sigurbjörns Bergþórs-
sonar og Guðbjargar Guðbrands-
dóttur. Hún var þriðja í röð 6
systkina og lifðu þau öll. Ung að
árum hélt hún til höfuðborgarinn-
ar og lærði þar ljósmóðurfræði.
Hún tók við ljósmóðurumdæmi í
sveit sinni að námi loknu og
gegndi því í 30 ár. Árið 1917 giftist
hún Sigtryggi Jónssyni frá Hömr-
um og litlu síðar hófu þau búskap
á Hrappsstöðum í Laxárdal. Þar
bjuggu þau í 40 ár, uns þau seldu
jörðina og fluttust til Reykja-
víkur. Þau eignuðust þrjú börn,
Jón aðalbókara í Iðnaðarbankan-
um, Sigurbjörn aðstoðarbanka-
stjóra í Landsbankanum og Mar-
gréti húsfrú í Kópavogi. Öll bera
börn þeirra órækt vitni þeirri
heilsteyptu skapgerð og afdrátt-
arlausu mannslund, sem beinir
öllum kröfum inn á við en ætlast
ekki til af öðrum; en það var sá
sjóður sem foreldramir gátu
ómælt veitt þeim í arf.
Sigtryggur gegndi alla tíð marg-
þættum trúnaðarstörfum fyrir
sveit sína og sýslu, svo það fór
ekki hjá því, að Guðrún varð oft í
fjarveru hans að sinna mörgu
öðru en innanbæjarstörfum þeim,
sem í verkahring kvenna töldust.
En aldrei vílaði hún fyrir sér að
ganga í húsbóndastörfin líka —
vissi þann sannleik og fór eftir
honum alla tíð, að:
Ætiað var ást
annað meira
en sofandi sæla
á svæfli mjúkum.
Bera skal byrðar,
brjóta ísa,
vaka á verði
til vegs öðrum.
(D. Stef.)
Þegar ég kom fyrst að Hrapps-
stöðum varð mér strax ljóst, að
Guðrún var feikilega dugleg og
allur viðurgjörningur við gesti og
heimafólk var með miklum ágæt-
um hjá henni. En það sem mér
þótti kannske athyglisverðast, var
sá grandvarleiki, sem þau hjón
prýddu heimili sitt með. Aldrei
var þar iðkað niðrandi tal um
nokkurn mann, engum hallmælt
eða getsökum hampað. Ég þekkti
ekki til á öðrum heimilum í
Laxárdal, en hafi þessi sami
bæjarbragur verið viðtekin venja
þar, þá hefur hið svokallaða sveit-
arslúður verið óþekkt fyrirbrigði
þar í hrepp, og er það vel við hæfi
þess ágæta byggðarlags.
Guðrún var ákaflega farsæl í
ljósmóðurstarfinu og minntist
Kveðjuorð:
Fæddur 5. mars 1916.
Dáinn 9. júli 1979.
Þann 9. júlí sl. andaðist á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri Björn Bessason, aðalendur-
skoðandi. Hann fæddist í Kýr-
holti, Viðvíkursveit í Skagafirði,
þann 5. mars 1916 og var því
aðeins 63 ára gamall, er hann lést.
Foreldrar hans voru hjónin Bessi
Gíslason og Elínborg Björnsdótt-
ir, er um áratugaskeið bjuggu í
Kýrholti.
Björn lauk stúdentsprófi frá
MA 1941 og nam síðan við Há-
skóla íslands jafnframt endur-
skoðunarstörfum hjá Samb. ísl.
samvinnufélaga. Þann 9. maí 1942
kvæntist hann eftirlifandi eigin-
konu sinni, Þyri Eydal, og eignuð-
ust þau tvær dætur, Elínborgu,
sem gift er og búsett í Svíþjóð, og
Þyri Guðbjörgu, sem dvelst í
heimahúsum og starfar hjá KEA.
Var hjónaband þeirra og heimil-
islíf allt einkar farsælt og traust.
Þann 18. apríl 1942 hóf Björn
störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á
Akureyri og var aðalendurskoð-
andi þess um áratugaskeið, allt
þar til í apríl sl., að hann lét af
störfum sakir sjúkleika þess, er
varð hans banamein. Hann starf-
aði því 37 ár á vegum samvinnu-
samtakanna í Eyjafirðveða nær
alla sína starfsæfi. Störf hans
voru mikil að umfangi og ábyrgð
og jukust sífellt með árunum eftir
því sem umsvif samvinnufélagsins
jókst um byggðir Eyjafjarðar. 1
öllu lífi sínu var Björn Bessason
einstaklega samviskusamur og
trúr og mátti hvergi vamm sitt
vita. Þeir eiginleikar voru leiðar-
ljós í öllu starfi hans hjá kaupfé-
laginu. Björn var jafnframt mjög
góðum gáfum gæddur og voru
störf hans því afar heilladrjúg og
farsæl.
Að leiðarlokum vil ég fyrir
kaupfélagsins hönd færa Birni
alúðarfyllstu þakkir fyrir störfin
öll, jafnframt því sem ég óska
honum alls velfarnaðar í austrinu
þess með þakklátum huga, hvað
lánssöm hún var, að „missq“
aldrei barn né sængurkonu öll sín
starfsár. Öll börn leit hún með
móðuraugum og sá ekkert fegurra
og undursamlegra en nýfætt barn.
Oft var erfitt að rífa sig burt frá
eigin heimili, meðan þar voru lítil
börn og gamalmenni, sem þurftu
hennar með, og vetrarferðir í
náttmyrkri og hríðum gátu orðið
æði harðsóttar. En skyldan og
löngunin til að líkna, ruddu öllum
hindrunum úr vegi. Kjarkurinn
var óbugandi og öryggið streymdi
frá henni til sængurkonunnar og
heimilisfólksins, sem beið milli
vonar og ótta. Um leið og hún var
komin í bæinn, hraðvirk í tiltekt-
um og fullkomlega örugg við allar
kringumstæður, þá breyttist
kvíðinn, sem rétt áður hafði
þrengt sér inn í hvert hugskot, í
notalegan grun um, að hér yrði
innan skamms hátíð í ranni, þegar
nýju lífi hefði verið greiddur
eilífa, þar sem öll orka guðdóms-
ins á uppruna sinn. Persónulega
færi ég Birni innilegustu þakkir
fyrir samstarf og vináttu, um leið
og ég sendi eftirlifandi eiginkonu
hans, dætrunum og fjölskyldunni
allri mínar dýpstu samúðarkveðj-
ur.
Valur Arnþórsson.
Björn Bessason er dáinn. Harm-
fregnin segir mér afdráttarlaust:
skoðunarferðir ykkar Björns, ykk-
ar tveggja út í guðs græna náttúr-
una, verða ekki fleiri og eigi
heldur verða þær fleiri, landkönn-
unarferðir ykkar, undir merkjum
Ferðafélags Akureyrar. Þetta er
liðin tíð.
Það var á fyrri hluta áratugsins
1940 — 1950, að ég átti því láni að
fagna að kynnast Birni Bessasyni
í ferðum og félagsstarfi FFA, og
með okkur tókst órjúfandi vinátta.
Björn var sannur og heill náttúru-
unnandi og bjó yfir hafsjó af
fróðleik um land og þjóð. Grasa-
fræðin var honum hugstæðust
allra fræðigreina. Suður á Vatna-
hjalla veitti hann samferðafólkinu
fróðleik um dýjamosa, jöklasóley
og hverja þá jurt, er skaut rótum í
urðinni.
í fámennum hópi var ánægju-
legast að vera með honum, því þá
kom í ljós hin víðfeðma þekking
hans, sem hann flíkaði aldrei.
vegur inn í dagsins ljós. Ljósmóð-
urstarfið er þakklátt og veitandi
starf, og ég veit að Guðrún fann
hlýhug og þakklæti streyma til sín
frá öllum sem hún hafði hjálpað.
Sjálf var hún óspör á góðar óskir
og fyrirbænir til allra „ljósubarn-
anna“ sinna.
Oft hvarflaði hugur hennar
vestur í Dali, einkum meðan hún
átti þar vini á hverjum bæ. Með
árunum fór þeim fækkandi, sumir
höfðu flust í burtu og aðrir
safnast til feðra sinna, því allt
lýtur hinu mikla lögmáli hverful-
leikans og ekkert stendur í stað til
lengdar. Bernskustöðvarnar verða
þó með vissum hætti alltaf hluti
af manni sjálfum, og í hárri elli,
undir skugga sjóndeprunnar, urðu
hlíðar Laxárdalsins grænni en
nokkru sinni fyrr og Hvamms-
fjörður undra blár.
Sigtryggður andaðist árið 1971,
eftir það bjó Guðrún ein i íbúð
sinni meðan heilsa leyfði, en
síðustu árin var hún hjá Margréti
dóttur sinni og manni hennar
Eggert Hjartarsyni, sem í samein-
ingu og af mikilli fórnfýsi gerðu
allt, sem í þeirra valdi stóð til að
létta þær byrðar, sem elli og
sjúkleiki lögðu henni á herðar.
Svo var nú komið heilsu og
þreki þessarar dugmiklu og gest-
risnu rausnarkonu, að enginn
gestur var henni kærkomnari en
sá, sem vitjaði hennar 12. þessa
mánaðar — dauðinn sjálfur. Því
hljótum við að standa fagnandi
við líkbörur hennar, ekki aðeins
vegna þess, að hún hefur fengið þá
vitjun, sem hún þráði, heldur
einnig yfir því að hafa átt svo góða
og göfuga móður, tengdamóður og
ömmu, og yfir því, hvað æviþráður
hennar, sem nú er á enda spunn-
inn var grómlaus og sterkur.
Ragnheiður Viggósdóttir
Stórhrikalegt landslag var óþarft
og gilti einu hvar gengið var,
skoðaðar starir á Kaupangsbakka
eða Staðarbyggðamýrum eða
fjandafæla í Glerárgili. Hann opn-
aði sýn til innri fegurðar blóm-
anna. Ekkert ferðalag gat mistek-
ist ef Björn Bessason var með í
för. Hann lagði til hina sönnu
lífsgleði. Veður skiptir raunar
engu máli. í slagveðursrigningu
sýndi líf og allur gróður jarðar ný
og ný fyrirbæri, sem hreif huga
Björns og hann vakti athygli á svo
enginn viðstaddur hefði viljað án
vera.
Er séð er á bak svo góðum
dreng, hvílir sorg yfir. Dýpst er
sorg konu hans, Þyri Eydal, barna
og annarra nánustu vandamanna.
Ég sendi þeim öllum mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Megi hin ljúfa minning veita
huggun.
Sigurjón Rist.
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um
hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
Björn Bessason
aðalendurskoðandi