Morgunblaðið - 20.03.1980, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 20.03.1980, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980 Ég gef þeim alltaf róandi sprautu fyrst! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í linudansi varnarspilara er oft ekki rúm fyrir víxlspor. Og slik spor þurfa ekki að vera merkileg, nema þá einna helst i augum makkers. En hann jafnar sig þó jafnvel undan svíði þegar hann hefur átt þátt i upptökum glataðra tækifæra. Norður gaf, austur-vestur á hættu. Vestur S. D9532 H. D T. K753 L. G82 Norður S. G H. Á96532 T. D1094 L. 109 Austur S. K1076 H.1087 T. ÁG8 L. ÁD5 Suður S. Á84 H. KG4 T. 62 L. K7643 Ilreyfðu þig ekki! Ilreyfðu þig ekki! Brúin verður til prýði Maður er nefndur Þórir Ein- arsson, og hefur hann tekizt á hendur krossferð til að stöðva framkvæmdir við Höfðabakkaveg milli Árbæjar og Breiðholts. Að sjálfsögðu er honum heimilt að hugað vegastæði allra sæmilegasti kostur, sérstaklega ef upphaflegt framhald verður látið halda sér, og að brúin verði bara til prýði í Elliðadalnum. En af hverju þessi læti, afhverju má vera heill OTW vera á móti vegagerðinni, það er jú í tísku, en mér fannst það nokkuð mikið í ytri kantinum þegar hann fór í Morgunblaðinu 14.3. s.l. að bera saman Kröflu- virkjun og Höfðabakkabrú og hlakka yfir því að ofbeldis- mönnum hafi með maurasýru og sprengingum tekist að koma í veg fyrir stækkun Laxárvirkjunar, sem var bein orsök þess að ráðist var í Kröfluvirkjun í slíku fljót- ræði, og eru ábyrgir fyrir því að hvert heimili á Islandi býr við verri lífskjör en annars hefði þurft að vera. Hvernig á að skilja þessa samlíkingu, á að sprengja brúna? Ég hélt að það væri hafið yfir rifrildi að þörf er á góðum vegum milli þessara fjölmennu borgarhverfa, og mér sýnist fyrir- brúarskógur neðst í Elliðaánum og allt í lagi að hafa brú ofar? Ef við göngum út frá því að það sé ekki vegna þess að vegurinn sé of nálægt heimili Þóris Einarsson- ar, þá er það nánast eina röksemd- in að hann sé of nálægt Árbæjar- safni. Ja þetta átti maður eftir að lifa, að Árbæjarsafn sem var nánast smánaryrði á vörum allra berfætlinga og himnaskoðara borgarinnar, sé allt í einu orðið svo heilagt að ekki megi keyra framhjá því, því almáttugur minn, þetta er bara vegur. Mér sýnist á þessum tilskrifum Þóris að verið sé að blása til ófriðar milli Breiðholtanna og Árbæjarhverfis, því óneitanlega er þetta meira hagsmunamál fyrir Eftir pass norðurs valdi austur að opna á einu grandi veiku. Suður doblaði, hvað sem það nú þýddi, vestur sagði tvo spaða, norður þrjú hjörtu, austur þrjá spaða og suður fjögur hjörtu. Eftir þrjú pöss lauk þar með einkennilegri sagnseríu. Austur spilaði út spaðasexi, sem norður tók í blindum og spilaði sig heim með spaðatrompun. Laufið gaf skástan möguleika og norður spilaði tíunni. Austur lagði drottninguna á og undir kónginn en þegar laufi var aftur spilað var vestur með á nótunum, stakk upp gosanum og fékk slaginn. Með þessu bjó vörnin til möguleika, sem vestur fylgdi þegar hann spilaði lágum tígli. Austur tók tíuna með gosa, síðan ásinn og hefði getað banað spilinu með því að spila þriðja tíglinum. Sagnhafi hefði þá þurft að trompa í blind- um en það þýddi að innkomu vantaði til að nýta lauflitinn. Og ekki þýddi að trompa tígla í blindum því þá yrði tromptían sigurslagur varnarinnar. En ekki tókst að fylgja eftir þessari vel skipulögðu vörn. í stað þess að spila tíglinum spilaði austur spaða og þá varð spilið auðvelt. Sagnhafi trompaði, tók á hjartaás, hjarta á gosann, tromp- aði lauf og hjartakóngurinn varð innkoma til að taka frílaufin tvö — níunda og tíunda slaginn. „Víkingaferð til Surtseyjar“ fær góða dóma í Danmörku Fyrir jólin gaf Birgitte Hövr- ings Biblioteksforlag út bók Ár- manns Kr. Einarssonar „Víkiriga- ferð til Surtseyjar". I dönsku þýðingunni heitir bókin „Land- gang pá vulkanöen." Nokkrir rit- dómar hafa borist og birtist hér stuttur útdráttur úr þeim: Sigvald Hansen segir m.a. í FREDERIKSBORG AMTS AVIS: ... Ný íslensk skáldsaga fyrir börn og fullorðna með prýði- legum myndum frá eldfjalla- og sögueyjunni, íslandi. Þýðinguna gerði rithöfundurinn Þorsteinn Stefánsson og er hún stílhrein og blæbrigðarík. Söguþráðurinn er ljós og lif- andi eins og vera ber þegar ritað er fyrir börn. Það eru líka börn sem eru aðalpersónurnar í skáldsögunni. Takist manni að lifa sig inn í heim barnanna má hiklaust segja að bókin sé mjög spennandi og lærdómsrík einnig fyrir þá fullorðnu. Víkingaferð til Surtseyjar er ágæt kynning fyrir ísland í tengslum við norræna málaárið sem ákveðið hefur verið á næsta ári, 1980. Hún færir Island nær hinum Norðurlöndunum og þess ber að vænta að hún verði einnig þýdd á sænsku, norsku, og finnsku, því að hún felur vissu- lega í sér samnorrænan boðskap. Ég tel bókina tvímælalausan vinning fyrir danska bókamark- aðinn. Og ég beini því til fræðslu- yfirvaldanna að þau athugi gaumgæfilega hvort ekki sé rétt að gera hana að ákveðnum þætti í norrænni sögukennslu skóla okk- ar. Lektor Erik Godske segir m.a. í LEKTORUDTALELSE fra IND- BINDING SCENTR ALEN“: ... Sagan er vel sögð og spenn- andi, og lýsingin af þessari nýju, íslensku eyju er ágæt. Er við hæfi 11 ára barna og eldri. Karin Vibeke Schou segir m.a. í sama blaði: ... Aðalpersónur sögunnar eru tveir drengir, Ingólfur og Leifur, sem nefndir eru eftir tveimur fyrstu landnámsmönnum íslands og því kallaðir fóstbræðurnir. Bókin segir að nokkru frá þessum fyrstu landnámsmönnum og er það Ingólfur sem á mestan þátt í þeirri fræðslu með því að semja sögulegt leikrit frá þessum tíma sem sýnt er í skólanum. Að öðrum þræði segir hún svo hvern- ig Surtsey myndaðist og fer sú fræðsla fram í samtalsformi milli fóstbræðranna og vinar þeirra sem er kunnugur málavöxtum, en einnig þó í samræðum við full- orðna, einkum kennarann. Það gengur greinilega rauður þráður milli landgöngu þessara tveggja fyrstu landnema íslands og heimsóknar drengjanna tveggja til Surtseyjar aðeins einu ári eftir að Surtsey varð til. Höfundur þessarar bókar sem einnig hefur skrifað söguna NIÐUR UM STROMPINN er kynntur á bókarkápu sem einn af kunnustu barnabókahöfundum íslands. Einnig er þar frá því skýrt að í Noregi hafi höfundin- um verið veitt SÓLFUGLA- VERÐLAUNIN (Solfuglprisen) fyrir VÍKINGAFERÐ TIL SURTSEYJAR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.