Morgunblaðið - 20.03.1980, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980
47
afar slakur hjá báðum liðum.
Mistök voru á báða bóga og
skotnýting slæm jafnvel þó mikið
væri skorað, því leiknum lauk með
sigri Vals 92:82, eftir að staðan
hafði verið jöfn í hálfleik 44:44.
Mikil deyfð var yfir leiknum í
byrjun og lítið skorað. Þannig var
staðan eftir 5 mínútur 11:10 ÍS í
hag og eftir 10 mínútna leik var
staðan 22:17 ÍS í hag. Höfðu
stúdentar yfirleitt forystu í fyrri
hálfleiknum, þetta 3—5 stig, en
undir lokin kom slakur kafli hjá
þeim og Valsmenn gengu á lagið
og náðu að jafna metin 44:44.
Seinni hálfleikurinn byrjaði
ekki vel hjá stúdentum því eftir
aðeins 27 sekúndur misstu þeir af
velli einn sinn bezta mann með 5
villur, Gunnar Thors. Valsmenn
náðu forystunni í upphafi hálf-
leiksins þegar 5 mínútur höfðu
verið leiknar af hálfleiknum var
munurinn orðinn 2 stig, 58:56, Val
í hag. En þá sigu Valsmenn aftur
fram úr og um miðjan seinni
hálfleikinn höfðu þeir náð góðri
forystu, 72:63. En stúdentarnir
gáfust ekki upp og tókst að
minnka muninn aftur en þá settu
Valsmenn í kraftgírinn á ný og
eftir það urðu þeir ekki stöðvaðir.
Það bætti ekki úr skák hjá stúd-
entunum að þeir gerðu hver mis-
tökin eftir önnur undir lokin og
sigur Vals var aldrei í hættu.
Sem fyrr voru það sömu menn-
irnir sem voru máttarstólparnir
hjá Val. Tim Dwyer var drjúgur
að vanda, sérstaklega í vörninni
en skotnýtingin hjá honum var nú
lakari en oftast áður. Kristján
Ágústsson var í miklu stuði og þau
voru ófá sóknarköstin sem hann
hirti og skilaði beint ofan í
körfuna. Þórir Magnússon skoraði
grimmt og þær voru margar
fallegar körfurnar sem hann skor-
aði. En nýtingin hjá honum var nú
mun lakari en í leiknum gegn KR
á dögunum þegar flestöll skotin
rötuðu beinustu leið niður í körf-
una. Torfi Magnússon barðist
geysivel en vítaskotanýtingin var
ÍS-dömurnar unnu
í GÆRKVÖLDI fór fram úrslita-
leikurinn i bikarkeppni kvenna i
körfuknattleik. Til úrslita léku
ÍS og ÍR og vann ÍS öruggan
sigur 45:35.
Hins vegar glataði hann oft bolt-
anum til andstæðinganna með
slæmum sendingum og reyndar
voru aðrir félagar hans undir
sömu sök seldir.
VALUR bætti enn einum
bikarnum í safnið í gær-
kvöldi með sigri y^fir IS í
bikarkeppni KKÍ. Þar
með hafa Valsmenn unnið
þrefalt í körfunni í vetur,
Reykjavíkurmótið,
íslandsmótið og nú síðast
bikarkeppnina. Þetta er
frábær árangur sem
Valsmenn geta verið stolt-
ir af. Þeir hafa æft liða
bezt í vetur og uppskera
nú laun erfiðisins.
Leikurinn í gærkvöldi mun ekki
lifa í minningunni því hann var
• Þeir Trent Smock og Tim
Dwyer berjast um knöttinn —
Dwyer hefur betur og um leið
Valsmenn.
Gíslason 4, Albert Guðmundsson
2 stig.
Að leik loknum afhenti Stefán
Ingólfsson formaður KKÍ Vals-
mönnum bikarinn og tók Torfi
Magnússon fyrirliði við honum.
Áhorfendur voru nú nokkru
færri en á leik Vals og KR á
dögunum eða 500 talsins.
- SS
afleit hjá honum eins og reyndar
flestum öðrum leikmönnum.
Hjá ÍS bar að vanda mest á
Trent Smock en skotnýtingin hjá
honum var með alversta móti að
þessu sinni. Smock var alltof
eigingjarn í þessum leik og reyndi
oft körfuskot úr vonlitlum færum
þegar samherjar hans voru betur
staðsettir. Ef Smock hefði verið í
stuði í gærkvöldi er óvíst að
Valsmenn hefðu unnið sigur.
Steinn Sveinsson átti góðan leik
og Jón Héðinsson tók góða spretti.
Stig Vals: Tim Dwyer 26,
Kristján Ágústsson 21, Þórir
Magnússon 20, Torfi Magnússon
11, Ríkharður Hrafnkelsson 8,
Jón Steingrimsson 4, Guðbrand-
ur Lárusson 2 stig.
Stig ÍS: Trent Smock 31,
Steinn Sveinsson 14, Jón Héðins-
son 11, Bjarni Gunnar 9, Gunnar
Thors 7, Ingi Gunnarsson 4, Gísli
Sagt eftir leikinn
„Fyrir 3 árum var karfan
við það að lognast út af í Val
„ÞETTA er ævintýri líkast þegar
haft er í huga að fyrir þremur
árum var karfan við það að
lognast út af í Val. Það var
spurning hvort leggja ætti deild-
ina niður eða styðja við bakið á
strákunum og ráða bandarískan
þjálfara. Nú, þremur árum síðar,
hafa allir titlar í körfunni unnist
í ár — ég er yfir mig lukku-
legur," sagði Bergur Guðnason
formaður Vals, eftir bikarsigur
Valsmanna í körfunni í gær-
kvöldi.
„Það er enginn vafi nú, að
karfan hefur fest rætur í Val og
strákarnir líta nú á sig sem
Valsmenn en fyrir þremur árum
má segja að þeir hafi verið
nokkuð utangátta í félaginu.
En þetta er ekki aðeins sigur
liðsins og þjálfarans. Stjórn
deildarinnar hefur verið til mik-
illar fyrirmyndar. Það geta
mörg önnur félög lært hvernig
standa skal að stjórn með því að
líta til starfs stjórnarinnar. Hún
hefur bryddað upp á mörgum
nýjungum og fjárhagurinn nú er
mjög traustur," sagði Bergur
ennfremur.
Ég er yfir mig
þreyttur nú
„Ég er yfir mig þreyttur nú,
sem og allir strákarnir í liðinu,“
sagði Tim Dwyer, þjálfari Vals-
manna, eftir sigurinn. „Það er
mjög erfitt að sigra stúdentana.
Þeir eru mjög sterkir, sterkari
líkamlega en við. Þeir höfðu allt
að vinna og það var ekki fyrr en
okkur tókst að auka hraðann að
við náðum öruggri forystu. Það
var vendipunkturinn í leiknum.
Mér fannst leikurinn góður.
Trent Smock lék mjög vel og það
var erfitt að stöðva hann.
Ef ég verð beðinn að koma
aftur, þá mun ég koma en eins og
sakir standa er ég þreyttur —
ákaflega þreyttur og feginn að
allir titlarnir eru í húsi,“ sagði
Tim Dwyer.
Valsmenn voru betri
„Við náðum okkur ekki á strik
— fengum of margar villur og
gerðum of mörg mistök. Mér
fannst ég ekki ná mér almenni-
lega á strik. Ég get leikið betur,"
saði Trent Smock, Bandaríkja-
maðurinn í liði ÍS — langhæsti
leikmaður íslandsmótsins í ár.
„Valsmenn eru með bezta liðið
á íslandi og þeir voru betri í
kvöld þó að leikurinn hafi ekki
verið nógu góður sem slíkur.
Þeir hafa svo marga sterka
einstaklinga — þar liggur styrk-
leiki Valsmanna," sagði Trent
• Torfi Magnússon hampar Bikarnum. Hann heíur móttekið þrjá
slíka í vetur. •
Liverpool vann
Smock ennfremur.
H Halls.
LIVERPOOL steig einu skrefi nær
Englandsmeistaratitlinum í gær-
kvöldi, er liðið vann sérlega sann-
færandi sigur gegn Leeds Utd á
heimavelli sínum. Hefur Liverpool
nú sex stiga forystu umfram
Manchester Utd, sem er í öðru
sæti. Bæði liðin hafa leikið jafn-
marga leiki. Athyglisverður er
einnig sigur Boro á útivelli gegn
Aston Villa, en Villa hefur leikið
mjög vel til skamms tíma. Annars
urðu úrslit leikja í Englandi í
gærkvöldi sem hér segir:
1. deild:
Liverpool—Leeds 3—0
Aston Villa—Middlesbr. 0—2
3. deild:
Oxford—Wimbledon 4—1
Chester—Swindon 1—0
4. deild:
Halifax—Wigan 0—0
Blak í kvöld
ÞRÓTTUR og Víkingur eigast við í
1. deildinni í blaki í kvöld. Fer
leikurinn fram í Hagaskólanum og
hefst klukkan 18.30. Síðar um
kvöldið leika Fram og IMA í 2.
deild og Þróttur og IMA í 1. deild
kvenna.
Þrenna hjá Val
— unnu ÍS í úrslitum bikarsins í gærkvöldi 92:82
Kðrniknattlelkur
• Valsmenn tollera Tim
Dwyer — hann hefur leitt
liðið til allra eftirsóttustu
verðlauna í islenzkum körfu-
knattleik.
Mbl. myndir RAX