Morgunblaðið - 19.04.1980, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980
Mikill afli til
Vopnafjarðar
Vopnafirði, 18. apríl
MJÖG mikill og góður afli
hefur borizt á land á
Vopnafirði að undanförnu.
Brettingur landaði í gær
Forseta-
kosningarnar:
Utankjörstaða-
kosning hefst
1. júní n.k.
KJÖRSKRÁR vctjna forsetakosn-
insanna í sumar veröa la«öar
fram 29. apríl n.k. samkvæmt því
sem fram kemur í tilkynninjtu frá
dómsmálaráðuncytinu.
Framboðsfrestur rennur út 24.
maí og utankjörstaðaatkvæða-
greiðsla hefst 1. júní. Kærufrestur
til-sveitarstjórna vegna kjörskrár
rennur út 7. júní en kjördagur er
sunnudaginn 29. júní.
135 tonnum. Þrír netabát-
ar eru gerðir út héðan og
hafa þeir ennfremur aflað
vel og var afli þeirra í gær
um 60 tonn.
Með þessum mikla afla hefur
vinna stóraukist hér í frystihúsinu
og hefur verið unnið fram á kvöld
og flesta laugardaga.
Ekki hefur gengið eins vel hjá
grásleppukörlum enda hafa gæftir
verið slæmar að undanförnu.
Hér hefur verið ágætisveður í
vetur og óvenjulega snjólétt.
Mikil gróska hefur verið í
starfsemi leikfélagsins og er verið
að sýna söngleik eftir Hauk Ág-
ústsson, þar sem undirleikari er
Stefán Yates. Undirsöng annast
Samkór Vopnafjarðar. Sýningar
verða ennfremur í Skúlagarði,
Raufarhöfn og á Þórshöfn.
Síðasta vetrardag áformar leik-
félagið svo að sýna „Fórnarlamb-
ið“. ' - Katrín
Þjóðarbókhlað-
an steypt upp
í einum áfanga
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu menntamálaráðherra
um að bjóða út steypuvinnu við Þjóðarbókhlöðuna í einum áfanga.
Ingvar Gíslason menntamálaráðherra sagði í samtali við Mbl. í
gær, að þessi samþykkt þýddi það, að Þjóðarbókhlaðan kæmist
undir þak haustið 1981. Kostnaður þess áfanga er áætlaður 850
milljónir króna og sagði menntamálaráðherra, að fjárþörfin á
næsta ári yrði um 600 milljónir króna.
Sjálfstæðismenn með
nýjan tekjuskattsstiga
Af lahæsti bátur-
inn með 1373 tonn
Þoriákshöfn 18. apríl.
NÚ hcfur allverulega drcgið úr
fiskiríi hér og þá helst á heimamið-
um enda vcrið ótíð alla þessa viku.
Þrír bátar Glettings hf. sækja enn
austur fyrir Eyjar og hafa fiskað
vel. Þeir eru Jón á Hofi, Höfrungur
III og Jón Gíslason.
Aflahæstu bátarnir nú eru: Frið-
rik Sigurðsson 1373 tonn, Jón á Hofi
1190 og Höfrungur III 1182. Friðrik
Sigurðsson mun vera aflahæstur
yfir landið allt. Hann heldur sig nú á
heimaslóð og landar daglega en hinir
halda áfram enn austur frá. Skip-
stjóri á Friðrik Sigurðssyni er Sig-
urður Bjarnason, Haukabergi 4, Þor-
lákshöfn.
Togararnir hafa fiskað vei. Þor-
lákur kom inn fyrradag með 106
tonn, Jón Vídalín er væntanlegur
inn á laugardag. Mjög mikil vinna
hefur verið hér undanfarnar vikur.
Hefur t.d. verið unnið til 11 á kvöldin
í saltfiskverkuninni og alla laugar-
daga. Ragnheiður.
Á FUNDUM stjórnar
verkalýðsmálaráðs Sjálfstæðis-
flokksins og fulltrúa flokksins í
fjárhags- og viðskiptanefndum
beggja deilda Alþingis á föstu-
dag náðist samkomulag um til-
lögu að nýjum tekjuskattsstiga,
sem felst í 20% skatti af fyrstu
2,5 milljón krónunum, 30% skatti
af næstu 2,5 og 40% skatti af
skattgjaldstekjum yfir 5 milljón-
ir króna. Halldór Blöndal alþing-
ismaður sagði í samtali við Mbl. á
föstudagskvöld. að ef launahækk-
anir væru reiknaðar upp kæmi í
ljós, að tekjuskattsfrumvarp
ríkisstjórnarinnar þýddi 9—10
milljarða tekjuskattsaukningu
miðað við álagningu 1978, en
hinn nýi tekjuskattsstigi sjálf-
stæðismanna byggðist á sömu
forsendum og lagt var á það ár.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
fjárhags- og viðskiptanefnd efri
deildar lögðu þar fram tillögur að
tekjuskattsstiga með 25% skatti
af fyrstu 4 milljónunum, 35% af
næstu 4 og 45% skatt af skatt-
gjaldstekjum yfir 8 milljónir
króna. Þingflokkur sjálfstæð-
ismanna hafði samþykkt slíkan
tekjuskattsstiga en framkvæmda-
stjórn verkalýðsmálaráðs Sjálf-
stæðisflokksins hafði hins vegar
samþykkt, að tekjuskattsþrepin
skyldu vera 20, 30 og 40% og
boðaði Halldór Blöndal breyt-
ingartillögu í þá átt.
Tillögur sjálfstæðismanna um
persónuafslátt og barnabætur
standa óbreyttar, en þær eru
samhljóða tillögum ríkisstjórnar-
innar.
Halldór Blöndal sagði að þessi
Þinglið ríkisstjórnarinnar
hækkaði líka skatta hjóna
tillaga að nýjum tekjuskattsstiga
sjálfstæðismanna fæli í sér mikla
réttarbót fyrir lægstlaunaða fólk-
ið auk þess sem hlutur einhleyp-
inga og eiginkvenna, sem vinna
úti, væri réttur. Breytingarnar
væru þó þess eðlis, að útkoman
væri innan þess ramma, sem
sjálfstæðismenn hefðu sett sér við
upphaf annarrar umræðu um
skattamálið í efri deild.
Þá kvaðst Halldór Blöndal vilja
minna á, að um mánaðamótin
nóv.-des. 1978 hefði launþega-
hreyfingin gefið eftir 2 vísitölustig
gegn loforði um að beinir skattar
ekki aðeins stæðu í stað, heldur
yrðu lækkaðir. Þetta loforð hefði
ekki verið efnt ennþá, en nú yrði
ríkisstjórnin annað hvort að
standa við þetta loforð, eða að
fella úr gildi þessa 2% skerðingu
og hækka laun almennings sem
þeim nemur.
Guðlaug-
ur í leyfi
Félagsmálaráðuneytið hefur
veitt Guðlaugi Þorvaldssyni
ríkissáttasemjara launalaust
ieyfi frá störfum tímabilið 21.
aprí) til 1. júní næstkomandi. I
framhaldi af því mun ríkissátta-
semjari vera í sumarleyfi í
júnímánuði.
í fjarveru Guðlaugs Þor-
valdssonar mun Guðmundur
Vignir Jósefsson vararíkissátta-
semjari gegna störfum ríkis-
sáttasemjara.
ÚTREIKNINGAR ríkisskattstjóra á álögðum tekjuskatti sýna að
breytingar stjórnarliða í fjárhags- og viðskiptanefndum Alþingis á
frumvarpi Ragnars Arnalds fjármálaráðherra eru mjög íþyngjandi
fyrir einstaklinga og einstæða foreldra með lægri tekjur, sem reyndar
höfðu þegar í frumvarpinu, eins og f jármálaráðherra lagði það fram,
fengið aukna skattbyrði frá því sem verið hefði samkvæmt fyrra
skattkerfi.
En breytingar stjórnarliða
hækka ekki aðeins skatta ein-
staklinga. í útreikningum ríkis-
skattsstjóra kemur m.a. fram, að
hjón með tvö börn, þar sem tekjur
mannsins eru 4,5 milljónir og
tekjur konu 3 milljónir hækka í
álögðum tekjuskatti um 116.150
krónur, en með barnabótum er
hækkunin frá 51.150 krónum til
81.150 krónur eftir aldri barna.
Barnlaus hjón, þar sem tekjur
manns eru 5 milljónir og tekjur
konu 2,5 milljónir, hækkuðu í
skatti um 93.425 krónur og barn-
laus hjón, þar sem tekjur manns
eru 7 milljónir og tekjur konu 5
milljónir hækka í skatti um 85.850
krónur við breytingar þingliðs
ríkisstjórnarinnar.
Hins vegar lækkar skatturinn
hjá barnlausum hjónum, þar sem
maðurinn hefur 7 milljón króna
tekjur en konan er tekjulaus, um
65.650 krónur.
Upphaflegt frumvarp Ragnars
Arnalds gerði ráð fyrir þremur
tekjuskattsþrepum; 20% skatti af
fyrstu 3 milljónunum, 35% skatti
af næstu 3 og 50% skatt af
skattgjaldstekjum yfir 6 milljón-
um króna. Frumvarpið eftir breyt-
ingarnar gerir ráð fyrir 25%
skatti af fyrstu 3 milljónunum,
35% af næstu 4 og 50% skatti af
skattgjaldstekjum yfir 7 milljónir
króna. Þá breytist persónuaf-
sláttur úr 440 í 525 þúsund krónur
og barnabætur úr 130 í 150 þús.
með 1. barni hjpna og úr 200 í 215
þús. með öðru barni hjóna og
fleirum. Barnabótaauki með börn-
um undir 7 ára aldri hækkaði úr
5o í 65 þúsund krónur og barna-
bætur einstæðra foreldra voru
hækkaðar úr 250 í 280 þúsund
krónur.
Starfslaun rit-
höfunda 396 þús.
kr. á mánuði
AÐ SÖGN Sigurðar Briem hjá
menntamálaráðuneytinu
nema starfslaun til rithöf-
unda nú ríflega 396 þúsund
krónum á mánuði, sem greið-
ist út á þriggja mánaða fresti,
eða ríflega 1189 þúsund krón-
ur í hvert skipti. Þessi laun
samsvara byrjunarlaunum
menntaskólakennara.
Reiknistofnun Háskólans:
Meðaltalsskattahækkun
einhleypinga 30 þús. kr.
— fyrri frádráttur og 10% reglan ekki sambærileg
„ATHUGUN á úrtaki þvi, sem fjármálaráðuneytið lét vinna, sem var
tuttugasta hvert framtal frá í fyrra, sýnir að hinir einstöku
frádráttarliðir þá og 10% frádrátturinn núna eru ekki sambærilegir
og að ýmsir, einkum einhleypingar hafa verulegan hag af 10%
reglunni umfram það sem var,“ sagði Þorkell Helgason hjá
Reiknistofnun Háskólans, er Mhl. leitaði álits hans á þeim mun
varðandi skattahækkun einheylp iga og einstæðra foreldra, sem fram
kemur í útreikningum stofnunarinnar og útreikningum ríkisskatt-
stjóra, sem Mbl. skýrði frá í gær.
Ríkisskattstjóri reiknar með
10% föstum frádrætti bæði í
gamla og nýja kerfinu, en það
segir Þorkell að sé ekki raunhæfur
samanburður, m.a. þar sem með-
alfrádráttur einhleypinga hafi áð-
ur verið miklu minni, en 10%
regla nýja kerfisins býður upp á.
„í okkar útreikningum hækkuðu
þessir einhleypingar líka, en mun
minna, en hjá ríkisskattstjóra,"
sagði Þorkell. „ Mesta meðaltals-
hækkun hjá einhleypingi sam-
kvæmt okkar útreikningum var 30
þúsund krónur á tekjubilinu 4 til 5
miiljónir króna.
Vissulega er mikil dreifing á
þessum breytingum á skattinum.
Meðal þeirra, sem teknir eru í
okkar úrtaki, eru einstaklingar
sem hækka um hundruð þúsunda,
en aðrir lækka. Það er einfaldlega
ekki hægt að koma svona skatt-
kerfisbreytingu á öðru vísi en að
einhverjar tilfærslur verði á báða
bóga.“
Vinstri skattar í Reykjavík:
Ú ts v ar sálagning
hækkuð um 8%
BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum á
fimmtudagskvöld að nýta hluta þeirrar heimildar
sem sett var í lög nýlega og hljóðaði upp á 10%
hækkun á útsvarsálagningu. Tillaga þess efnis kom
frá fulltrúum vinstri meirihlutans í borgarráði.
Tillagan er svohljóðandi:
Með nýsettum lögum hefur 25. gr. 1. 8/1972 um
tekjustofna sveitarfélaga verið breytt þannig, að
hámark útsvars er nú 11% af útsvarsstofni.
Hrökkvi útsvör skv. þeirri heimild eigi fyrir áætluð-
um útgjöldum, er sveitarstjórn heimilt að hækka þau
um 10%, að fengnu samþykki ráðherra.
Með tilvísun þessa samþykkir borgarstjórn að fara
þess á leit við félagsmálaráðherra að heimilað verði að
hækka hámarksútsvör skv. 1. mgr. 25. gr. tekjustofna-
laga um 8% við útsvarsálagningu á árinu 1980, en sýnt
þykir, að útsvör muni ella ekki hrökkva fyrir áætluðum
útgjöldum borgarsjóðs á árinu.
Tillaga þessi var samþykkt með 8 atkvæðum gegn 7
atkvæðum sjálfstæðismanna í borgarstjórn.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ýmsar
tillögur um sparnað og hefðu þær þýtt að ónauðsynlegt
hefði verið að hækka útsvarið. Tillögurnar hlutu ekki
náð fyrir augum meirihlutans og voru þær felldar með 8
atkvæðum gegn 7.