Morgunblaðið - 19.04.1980, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980
Ólafur Páls-
son verk-
fræðingur:
heiðursmenn sem hafa valist til
þessa starfs, hafa vafalaust haft
mismunandi skoðanir á her-
stöðvamálunum sem öðrum, en
þeir hafa gætt þess vandlega
bæði í ræðu og riti að leiða þetta
ágreiningsmál hjá sér, heldur
hafa þeir fjallað um þau mál
sem einhugur er um meðal
þjóðarinnar. Ég er þess fullviss
að næsti þjóðhöfðingi hver sem
hann verður fer hina sömu slóð.
Grein þín olli mér sannarlega
vonbrigðum og er ástæðan til að
ég beini nokkrum orðum til þín.
Líklega hefur þú útvegað Vigdísi
ódýrt far frá Keflavík beint inn í
forsetabústaðinn.
Þessi grein þín er ekki skrifuð
í neinni skyndingu, heimilda er
leitað víða og allir sem við
ritstörf hafa starfað vita hver
geysilegur tími fer í að afla
heimilda. Þú ferð lengst 19 ár
aftur í tímann og sérð þar að
Vigdís hefur þá ávarpað göngu
hernámsandstæðinga, ekki meir
um það, en svo tekur þú hrafl úr
ræðu Páls Bergþórssonar hald-
Samvisku-
spuming til
dr. Þorsteins Sæmundssonar
pínulítið fram og til að vera
traustvekjandi í myndatökunni
hafa margir þeirra lagt hand-
leggina meðfram ístrukúlunni og
námu hendurnar saman neðan
við. Þetta virðist vera tilefni
vísunnar:
EI herinn fer þá fer vort eina traust.
þó finnst eitt ráð við þvi ef þú ert
slunginn.
Ef landið okkar verður varnarlaust
er vðrn i þvi að halda fast um punginn.
Ef litið er á þessa ritsmíð þína
í heild þá kennir þar nokkurrar
aðdáunar á stílsnilld Vigdísar,
en jafnframt biturleika og inni-
lokaðrar gremju í garð andófs-
manna hernámsins sem er látið
bitna á henni persónulega.
Hvers vegna ættuð þið félagar
Varins lands að vera reiðir? Þið
sem hafið haft ykkar fram,
herinn situr sem fastast,
andófsmenn máttvana og margir
þeirra dæmdir sem afbrota-
menn!
Nei það erum við sem ættum
að vera gröm. Við sem vorum á
Alþingíshátíðinni 1930 og sáum
síðustu bændurna ríða til þings.
Við sem stóðum gegnblaut og
nötrandi í suðaustan slagviðri á
afmælisdegi Jóns Sigurðssonar
1944, þegar landið hlaut sjálf-
stæði sitt og ráðherrann sagði
okkur að sjálfstæðisbaráttan
væri eilíf og að aldrei ætti að
víkja. Við snerum heim glöð og
bjartsýn og þurrkuðum föt okk-
Laugardaginn 12. apríl birtist
í Morgunblaðinu grein eftir þig
undir nafninu Frá Keflavík til
Bessastaða, þar sem ráðist er að
einum frambjóðandanum til for-
setaembættisins, Vigdísi Finn-
bogadóttur. Sagt hefur verið að
gert hafi verið óformlegt
samkomulag milli blaða og
stjórnmálamanna við undan-
farnar forsetakosningar um að
gæta hlutleysis gagnvart fram-
bjóðendum og reyna að halda
kosningabaráttunni á hærra
sviði en í kosningabaráttu í
pólitískum kosningum. Hefur
þetta verið haldið með örfáum
undantekningum og er það vel.
Með grein þinni er farið út á
aðra braut og enginn getur sagt
hvað getur fylgt á eftir, það geta
einhverjir aðrir runnið slóðina
og farið að rannsaka atferli
hinna frambjóðendanna síðustu
áratugina og eflaust geta þeir
fundið sitthvað, sem þeir geta
útlagt eftir sínum geðþótta.
Þessi kveðja var eina opinbera
kveðjan sem Vigdís fékk fyrir
fimmtugsafmælið og boðaðar
eru sex aðrar, svo mikið liggur
við.
Fólkið í landinu hefur mis-
munandi skoðanir í stjórnmál-
um, eins og allir vita. Eftir
kosningar hefur ætíð verið hægt
að brúa bilið milli hinna ein-
stöku sjónarmiða. I þjóðfrels-
ismálunum gegnir öðru máli, þar
skiptist þjóðin í tvo líklega
jafnstóra hluta, en þá hefur ekki
fram að þessu tekist að sætta,
því miður. Allir stjórnmála-
flokkarnir hafa það á stefnuskrá
sinni að herliðið á Miðnesheiði
eigi að hverfa af landi brott, en
menn greinir á hvenær sú stóra
stund eigi að renna upp.
Þjóðin gengur að kjörborðinu
og velur sér forseta eftir sinni
bestu samvisku og að kosningu
lokinni stendur hún einhuga um
hann, hver sem hnossið hlýtur,
hann á að vera sameiningartákn,
hafinn yfir allt dægurþras. Þeir
inni að sama tilefni og leggur
þau orð Vigdísi í munn.
Þá er minnst á ávörp frá
árunum 1967, ’73 og ’74 þar sem
nafn Vigdísar er undir ásamt
tugum og jafnvel hundruðum
þekktra manna, þar sem hvatt er
til varðveislu algers sjálfstæðis
landsins, varað viðjþeirri hættu
sem þjóðmenningu Islendinga er
búin af langdvöl erlends herliðs í
landinu og vafasömum áhrifum
erlendum, fjárhagslegum, póli-
tískum og menningarlegum. Öll
þessi ósköp eru skrifuð á reikn-
ing Vigdísar, en hvað um alla
hina og hvaða fólk var þetta sem
skrifaði undir? Þetta voru með
fáum undantekningum þeir
menn og konur sem eru í fram-
varðarsveit íslenskrar þjóð-
menningar, lista og vísinda.
Þetta fólk er úr öllum
stjórnmálaflokkum, þó að sjálf-
sögðu láti hæsti í þeim hóp sem
engra hagsmuna hafa að gæta.
Mér finnst ekki vera hægt að
álasa Vigdísi fyrir að elska land
sitt og þjóð meira en flestir
aðrir.
Þá eru í greininni talin upp
miður viðkunnanleg orð sem
notuð hafa verið um félaga
Varins lands, orð sem hinir og
þessir hafa viðhaft, en má á
engan hátt eigna Vigdísi. Hvað
segðir þú sjálfur, ef þú værir í
einhverjum fjölmennum félags-
samtökum og þyrftir að svara
fyrir hvað hinum og þessum í
samtökunum dettur í hug að láta
frá sér fara. Það er gott að vera
mikill áróðursmeistari, en það
getur lika gengið of langt.
Þá er ég þér þakklátur fyrir að
birta kafla úr erindi sem fram-
bjóðandinn hélt í útvarpið árið
1974 um daginn og veginn. Það
furðulega við þetta er að erindið
hefur aldrei birst á prenti og
lifði aðeins þau augnablik í huga
hlustandans meðan það var
flutt. Sýnir það aðeins hve mikla
alúð þú hefur lagt í þessa
samantekt þína, jafnframt er
augljóst hve gagnlegar segul-
bandsspólur geta verið.
Ég ætla að leyfa mér að taka
upp þennan kafla úr grein þinni
óbreyttan til að sýna lesandan-
um hvílíkur snillingur Vigdís er
í að setja fram hugsanir sínar:
„Skortur á háttvísi er ekkert
annað en að sjá ekki út fyrir
eigin barm, tillitsleysi við
náungann, skortur á skilningi,
skortur á virðingu fyrir honum
sem manneskju með tilfinningu
og sómavitund eins og maður
sjálfur. Mér er það hulin ráðgáta
hvernig stjórnmálamenn og
ábyrgir menn á Islandi fara að
því að sofa heilbrigðum svefni.
Þeir mega vera í meira lagi
harðir af sér til þess. Eða mér er
spurn: Sér ekki hver sjálfan sig,
þegar búið er að segja manni að
maður sé óhæfur til verka og
vilji landi sínu allt til óheilla,
hvort sem það er til hægri eða
vinstri ...“
„Þeir sem hafa tekið að sér
ábyrgðarstöður í þjóðfélaginu
eru stöðugt undir smásjá, sem
vera ber. En þeir sem finna hjá
sér köllun tii að gera athuga-
semdir við starfshætti þeirra,
gera það alltof sjaldan af þeim
virðuleik sem sæmir þeim sem
að finnur. Oftar en ella segir það
meira um hugarfar, tilfinningar
og skoðanir gagnrýndandans en
þess sem verið er að gagnrýna
U
„Því miður eru alltof mörg
eyru, sem það kitlar að heyra
misjafnt um náungann, enda
ótrúlegt að menn leggi á sig
slíka iðju nema von sé um
einhvern árangur ... “
„Gagnrýni okkar innbyrðis á
hvert annað væri okkur öllum til
meiri sóma ef hún væri hátt-
vísari og jákvæðari, vekti fleiri
spurnir, efldi forvitni og hvetti
menn til að kynna sér málin af
eigin rammleik í stað þess að
hamra á slagorðum og höfða
endalaust til trúgirni manna. Ég
er nefnilega sannfærð um, að
það sé hið jákvæða, sem eflir
okkur til dáða, og hið neikvæða
sem brýtur okkur niður. Og af
því að málið er mér skylt sem
leikhúsmanneskju get ég ekki
látið hjá líða að vekja athygli á
því, að framangreindar athuga-
semdir mínar um óbilgjarna
gagnrýni og særandi ummæli
um menn á jafnt við á öðrum
vettvangi en í stjórnmálaheim-
inum..."
Að lokum er Vigdís ásökuð
sem leikhússtjóri fyrir að taka
árið 1974 leikrit til sýningar,
Æskuvini eftir Svövu Jakobs-
dóttur, en þar telur þú, líklega
með réttu, vera sneitt að félög-
um Varins lands. Nú veit ég ekki
betur en að í öllum leikhúsum
ráði sérstök leikritanefnd vali
verkefnanna. En sé leikrit lista-
verk, á þá að hafna því á þeim
forsendum að hoggið sé nærri
einhverjum? Ef svo er þá við-
gengst ritskoðun hér á landi og
full þörf á að stofna málfrelsis-
sjóð, til að fullnægja ákvæðum
sjálfrar stjórnarskrár landsins.
Jæja, þetta er orðinn heldur
leiðinlegur sparðatíningur, en að
lokum minnist höfundur á vísu
sem „Þórarinn nokkur Eldjárn"
orti um mynd af forgöngumönn-
um Varins lands, en Þórarinn er
eitt ástsælasta skáld yngri
kynslóðarinnar. Þessi vísa er ort
í samvinnu við Kristinn Einars-
son og kunnur bókmenntafræð-
ingur hefur farið lofsamlegum
orðum um hana. En úr því að
höfundur greinarinnar minnist á
hana ætla ég að láta hana fljóta
með. Myndin mun hafa verið
tekin í tilefni þess að undir-
skriftasöfnun Varins lands fór
af stað. Hefur þá upphafsmönn-
unum verið hóað saman til
myndatöku. Þetta voru virð-
ulegir menn, doktorar, prófess-
orar, framkvæmdastjórar
o.s.frv., allt góðir og gegnir
menn á besta aldri. En hvað um
það, þegar lifað er í vellystingum
vill bera á því að maginn þenjist
ar. En fimm árum síðar dundi
ólánið yfir og dómstólarnir tóku
til starfa.
Nú skal það viðurkennt að
þegar tveir deila hafa báðir
nokkuð til síns máls. Deilumál
líðandi stundar eru oft viðkvæm,
menn sjá stundum ekki lengra
en af bæjarhólnum sínum. En
besti dómarinn er Islandssagan
sjálf. Ef við rennum yfir
atburðarásina hérlendis getum
við skipt baráttumönnum liðins
tíma í tvo hópa, baráttumenn
óskoraðs sjálfstæðis, sem litu
hvorki til hægri né vinstri og
stefndu beint á markið og svo þá
sem völdu samningaleiðina svo-
kölluðu, hugsuðu um hagsældina
og arðsemina, vildu ófúsir
styggja hið erlenda vald. Þetta
voru vænir menn eins og þið,
þeir vildu landi sínu eins vel og
hinir. Á þeim tíma var hið
hreina sjálfstæði þjóðarinnar
enn stærri hugsjón en nú vegna
aums ástands hér á landi. Þjóðin
spurði ekki um pólitískar skoð-
anir manna, trúarbrögð eða hag-
ræn sjónarmið þegar hún kvað
upp sinn dóm, heldur hverjir
voru hinir hjartahreinu baráttu-
menn.
Því blessar hún í dag nafn
Einars þveraéings, Jóns Arason-
ar, Baldvins Einarssonar sem
fyrstur hóf merkið, Fjölnis-
manna og Jóns Sigurðssonar
sem aldrei vildi víkja. Nöfn
hinna eru í skugganum.
Þess vegna er fæðingardagur
Jóns Sigurðssonar hátíðisdagur
íslendinga.
Ég veit að þú, Þorsteinn
Sæmundsson ferð í sparifötin 17.
júní og gengur fagnandi um
strætin meðal fólksins, en
spurningin sem ég vildi leggja
fyrir þig í dag og sérstaklega á
hátíðisdaginn er þessi:
Hvaða álit heldurðu að Jón
Sigurðsson hefði haft ->- ef hann
væri lifandi núna — á atferli og
málflutningi ykkar Varins lands
manna?
Berlinguer í Kína
Peking, 17. aprfl. AP.
DENG Xiaoping varaforsætis-
ráðherra Kína ræddi í dag við
ítalska fréttamenn í Peking í
tilefni heimsóknar ítalska
kommúnistaleiðtogans Enricos
Berlinguers. Sagði hann þar
meðal annars að ítalski komm-
únistaflokkurinn stuðlaði að
jafnvægi og öryggi í heimin-
um. Deng sagði að kommún-
istaflokkar Kina og Ítalíu litu
sínum augum hvor á sum mál,
en ágreiningsmálin væru nú
færri en áður, og „betra að
vera ekkert að ræða þau.“
Hann sagði að i vandamálum
heimsins í dag stefndu báðir
flokkarnir sameiginlega að
friði, jafnvægi og öryggi.
Aðspurður um ágreining
Kína og Sovétríkjanna sagði
Deng að um annað og meira
væri að ræða en einfaldan
ágreining þegar Sovétríkin
hefðu milljón manna herlið á
landamærum Kína, og aðgerðir
Sovétríkjanna í Víetnam, Laos
og Afganistan væru „alvarleg
ógnun" við öryggi Kína. Að-
spurður hvort ný heimsstyrjöld
væri óumflýjanleg, svaraði
hann að til styrjaldar hlyti að
koma fyrr eða síðar, en ef til vill
væri unnt að komast hjá styrj-
öld nokkuð lengi. Færi það eftir
þessum nýbyrjaða áratug, sem
væri hættutími.